Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 36
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA * SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Mvndband úr einvípi aldarimar á unpboð —sýnir sjöttu skák Fishers og Spasskys Hjá Borgarfógetaembættinu í Reykjavík er nú til meðferðar 15 mínútna myndbandsspóla frá skák- einvígi þeirra Spasskys og Fischers árið 1972. Aö sögn Sigurðar M. Helgasonar borgarfógeta hefur verið rætt um aö setja spóluna á uppboö eða selja hana og mun það ráðast á næstunni. Eins og menn muna uröu miklar deilur út af sjónvarpsmyndatöku skákeinvígisins. Bandaríski kvik- myndatökumaöurinn Chester Fox hugðist festa einvígiö á filmu en Bobby Fischer kom í veg fyrir það: Varö af því mikið fjaðrafok. Guðmundur G. Þórarinsson, þá- verandi formaöur Skáksambands Islands, sagði í samtali við DV aö fyrirtækið Iöntækni, sem sá um ýmis tæknimál varðandi einvígið, hefði m.a. haft sérstakar tökuvélar sem beint var að skákborðinu. Tekið var upp á myndband fyrir Fox, sem hafði einkaréttinn. Síðan komu upp deilur milli Iöntækni og Fox um greiðslur fyrir þetta myndefni. Þær urðu til þess að Iðntækni hélt eftir hluta af sinum spólum sem trygg- ingu fyrir greiðslu frá Fox. Umrædd 15 mínútna spóla mun geyma upptöku af sjöttu einvígisskákinni. Að sögn Guðmundar er hér um að ræða svart-hvítt efni og í allt öðrum gæöaflokki en það efni semFox hafði tekist að taka upp. Hann fór til síns heima og borgaöi aldrei skuld sína viðlöntækni. Fyrirtækiö Iðntækni er ekki lengur starfandi. Sjónvarpinu áskotnuðust spólurnar fyrir allnokkru síöan og var hluti af þeim kópíeraður þar. Einnig mun hafa verið sýnt úr þeim áa.m.k.einuskákmóti. -PÁ. Ellertíleyfi Vegna framboðs Ellerts B. Schram, ritstjóra DV, til alþingis- kosninganna 23. næsta mánaðar verður hann i leyfi frá störfum um óákveðinn tima frá og með degin- um á morgun. LOKI Lögreglan hlýtur að vera hálf-smeyk um þessar mundir. Arnarflug fókk nýja leiguþotu i flota sinn igœr, þotu af goröinni Boeing 737 er hentar jafnt fyrir farþega- flug sem vöruflug eöa hvort tveggja. Myndina tók Gunnar V. Andrósson yfir Kópavogslæk þegar þotan flaug yfir höfuðborgarsvæðið síðdegis ígær. Þotan tekur alls 130 farþega og er einkar eyðslugrönn, sem sóst best á þvi að hún notar svipað eldsneyti í flugi frá Amsterdam til ís/ands og DC-8 þota notar i flug- taki. Almcnningi gefst kostur á að skoða þotuna á Reykjavíkurflugvelli á morgun, skirdag, milli klukkan 14 og 17. -KMU. „SNJÓFLÓÐH) FÉLL RÉTTEFTIRAÐ VIÐ ÓKUMFRAMHJÁ” — fólk hætt komið á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals í nótt „Eg er þess fullviss aö snjóskriðan var lögð af stað ofan úr hlíðinni er við ókum fram hjá þeim staö þar sem hún féll,” segir Kristján Friðþjófs- son, lögregluþjónn í Bolungarvík, en hann, ásamt þremur öðrum, var hætt kominn í nótt er snjóskriöa f éll á veginn milli Bolungarvíkur og Hnífs- dals. Kristján var ásamt öðrum lögreglumanni og tveimur farþegum á leið í lögreglubíl til Hnífsdals í gær- kvöldi, en þá var aftakaveður og stórhríð fýrir vestan. Þrátt fyrir að lögreglubíllinn væri vel útbúinn til aksturs í ófærð kom þar að hann komst ekki lengra vegna ófærðar og var því ákveðið að snúa við. Kom þá í ljós aö snjóskriða hafði fallið á veginn um 500 metra aftan við bif- reiðina á þann stað þar sem hún hafði verið stödd aðeins nokkrum mínútum áður. Þarna sat fólkið siðan fast þangað til klukkan tvö í nótt er veghefli tókst að ryðja leið í gegnum skriöuna. -SþS Lögreglan hálfmönnuö LögregluUð Reykjavíkur er aðeins hálfmannað milU klukkan þrjú og sex á nætuma virka daga. Á þessu tímabiU eru 17 til 19 menn á vakt í stað35manna. Lögreglumenn eru hættir aö gefa dómsmálaráðuneytinu frest til að aðlaga vaktakerfi tveggja ára gömlum lögum um tíu tíma lág- markshvíldartíma. TU að lögin séu virt þarf að senda þá menn heim klukkan þrjú sem mæta eiga aftur á vakt eftir hádegi sama dag. Þetta er hins vegar ekki gert um helgar. Að sögn Bjarka EUassonar yfirlög- regluþjóns veldur þetta því að engin lögreglubifreiö er í gangi frá Ár- bæjarstöð né miðborgarstöð en þrjár frá aðalstöðá þessu tímabUi. Dómsmálaráöuneyti og lögreglu- menn hafa að undanfömu ræðst viö um nýtt vaktakerfi en meö Utlum árangri. -KMU. Tepptustvegna snjóflóða Um 20 manns sem voru á leið frá Sauðárkróki til Siglufjarðar í gær- kvöldi lentu í iðulausri stórhríð og urðu að snúa við er snjóflóð féll á veginn við Mánaskriður. Fólkið gisti í bamaskólanum í Sólgörðum í Fljót- um í nótt. Snjóruðningstæki, sem var á leiöinni frá Siglufiröi um tiuleytið í gærkvöldi, lokaðist inni á miUi snjó- flóðanna í Mánaskriðum og annars semféU rétt við jarðgöngin. Fólkið var á leiöinni með rútu tU Siglufjarðar um klukkan átta. Snjó- ruöningstæki haföi þá nýverið fariö um veginn en hann varð strax ófær aftur. Almannavarnir stöðvuðu snjó- mðningstækið á Siglufirði vegna snjóflóðahættu en tveimur tímum síöar var það aftur sent á stað tU að aðstoða fólkið. I þeirri ferð lokaðist þaðinni. ÖEF „Varaðfylla púströríð afmöl” ,,Við erum mjög óhressir og viljum endilega gera athugasemd við það sem strákurinn sagði ykkur,” sögðu mennimir tveir, sem tóku 12 ára gamlan dreng upp í bU til sín fyrir utan verslunina Krónuna í Lönguhlíð í fyrrakvöld og óku honum síðan að Klúbbnum, þar sem þeir skildu hann eftir, í samtali við DV. „Hiö sanna í málinu er það aö við komum þarna við í sjoppunni til aö fá okkur kók og fleira. Annar okkar fór inn, en þegar hann kom út sá hann drenginn önnum kafinn við að fylla púströr bUsins okkar af möl og öör- um óþverra. Og auk þess hafði hann bundið alUangt band í dráttar- krókinn. Við ætluðum aö fara með drenginn til föðurhúsanna en hann vildi ekki segja til heimiUs. Við ákváöum því að aka niður á lögreglustöð með hann en í Skiphoitinu brast hann í grát og sárbændi okkur um aö fara ekki með sig niður á stöð. Viö ókum honum þess í stað niður að Klúbb og settum hann þar út, enda vUdum við kenna honum smá- lexíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.