Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Blaðsíða 6
nortí /ti tmnAc. 24 DV. FÖSTUDAGUR15. APRIL1983. Hvað er á seyði um helgina Hvaðeráseyði um helgina íslandsmót í íþróttum fatlaðra Nú um helgina fer fram á Selfossi 5. Islandsmótiö í íþróttum fyrir fatl- aöa. Keppt veröur í sundi, boccia, bogfimi og borötennis. Rétt til þátt- töku eiga blindir, hreyfihamlaöir, þroskaheftir og heyrnardaufir. Alls eru skráöir til leiks um 170 keppendur frá 10 félögum og hafa þeir aldrei verið fleiri en nú. Nú eru í fyrsta skipti skráöir keppendur frá Isafiröi, Selfossi og Skálatúni. Sýnir þetta betur en flest annaö þá miklu grósku sem nú er í íþróttastarfi fatlaðrahérálandi. Mótiö veröur sett í Sundhöll Self oss föstudaginn 15. apríl kl. 19. Að iok- inni setningarathöfninni hefst keppni í sundi og boccia. Á laugardag og sunnudag veröur síöan keppt f rá kl. 9 til kl. 18. Mótinu lýkur svo á sunnu- dagskvöld meö lokahófi í boöi bæjar- stjórnar Selfoss. I lokahófinu veröa afhent afreksverölaun mótsins. Aðstæður til aö halda mót sem þetta eru eins og best veröur á kosið á Selfossi. Þar er glæsileg gisti- og mötuneytisaöstaöa í sama húsi og sjálfur keppnissalurinn er. Þaðan er svo aðeins tveggja til þriggja mínútna gangur að Sundhöllinni. Skipulag: Föstudagur 15. april, Sundhöll Sel- foss og iþróttahúsiö. Kl. 18.00 Upphitun. Kl. 19.00 Mótssetning. Kl. 19.10 Sundkeppni. Kl. 19.30 Boccia: Þroskaheftir, riöl- arl-6. Hreyfihamlaöir, standandi fl., riðill 1. Hreyfihamlaöir, sitjandifl., riöill 1. Laugardagur 16. apríl, Iþróttahúsiö. Kl. 9.00 Boccia: Þroskaheftir, riölar 7-11. Hreyfihamlaðir, sitjandi fl., riölar 2-5. Kl. 11.30 Boccia: Hreyfihamlaöir, sitjandi fl., riöill 6. Hreyfihamlaöir, standandi fl., riölar 2-3. U-flokkur, riðlar 1—6. Kl. 14.00 Boccia: Urslit allir flokkar. Kl. 15.30 Bogfimi. Sunnudagur 17. apríl, íþróttahúsiö. Kl. 9.00 Boccia: Sveitakeppni, allir flokkar. Kl. 14.00 Borðtennis, allir flokkar. Kl. 19.00 Lokahóf og verðlauna- afhending. Kór Tónlistarskóla Húsavíkur heldur vortónleika ásamt fleirum Vortónleikar Kórs Tónlistarskóla Húsavíkur veröa í Húsavíkurkirkju sunnudaginn 17. apríl nk. og hefjast kl. 16. Flutt veröur Missa Brevis eftir W.A. Mozart. Einsöngvarar meö kórnum verða: Hólmfríöur S. Bene- diktsdóttir sópran, Ragnheiöur Guömundsdóttir alt, Michael J. Clarke tenór, Halldór Vilhelmsson bassi. Strengjasveit Tónlistarskóla Akur- eyrar leikur með ásamt fleirum. Auk þess verða einsöngvarar meö vand- aðaefnisskrá. Stjórnandi er Úlrik Ólason, skóla- stjóri Tónlistarskóla Húsavíkur. Vortónleikar Kórs Tónlistarskóla Húsavíkur veröa haldnir i Húsavikur- kirkju klukkan 16 sunnudag. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, í heigarviðtaii Stóra bomban í Hollywood — lítið eitt um óskarsverð- launahafann Jessicu Lange. Ferð hingað minnirá dauðannV litíð inn iegsteinasmiðju ykjavík. rr Bíóguðinn blótaður i í Berlín — DV litast um á hinni heimsþekktu kvikmyndahátíð. i HELGARBLAÐ 64 SÍÐUR MEÐAL EFNIS: Heillandi hellasamfélag — skyggnst inn í einstaka hella i Tyrklandi þar sem kristinn trúflokkur hefur búið i rúmar sautján aldir. Frjálst útvarp í Frans kannað Er Biblían gleymt og grafið rit? GALLERY LÆK JARTORG: Á morgun, laugardaginn 16. apríl klukkan 15.00, veröur opnuð í Gallery Lækjartorgi samsýning á vegum SATT — Sambands alþýðutónskálda og tónlistarmanna. Fjöldi myndlistarmanna á þátt í sýningunni en sýningin er haldin til styrktar SATT og rennur helmingur andvirðis seldra mynda til kaupa SATT á húsnæðinu Vitastíg 3 undir starfsemi félagsins. Sýningin verður mjög fjölbreytt og samanstendur hún af grafíkmyndum, teikningum, olíumálverk- um, vatnslitamyndum, pennateikningum o.fl. I tilefni sýningarinnar verður gefin út eftir- mynd af málverki Jóhanns G. Jóhannssonar sem málaö var 1971 og tileinkað hljómsveit- inni Cream. Seld eintök verða tölusett og árituð á sýningunni en síðar verður dregið úr númerum seldra mynda og í vinning verður málverk eftir einn þeirra myndlistarmanna sem þátt taka í sýningunni. Þeir sem óska eftir eintaki í póstkröfu geta hringt í síma 15310 og pantað eintak. Ágóði seldra mynda rennur til SATT. I heild verður fyrirkomulag sýningarinnar með þeim hætti að í stað seldra mynda verða hengdar upp nýjar myndir jafnóðum, en boðið er upp á hagstæða greiðsluskilmála; við stað- greiðslu 10% afsl. og afborgunarskilmála frá þrem til sex mánaða án aukakostnaðar fyrir kaupanda. Sýningin stendur til 1. maí og verður opið daglega frá kl. 14—18, nema fimmtud. og sunnud. frá kl. 14—22. Þeir listamenn sem vilja taka þátt í sýning- unni, en af einhverjum orsökum hefur ekki náðst til, geta leitað upplýsinga í síma 15310. NYLISTASAFNIÐ, Vatnsstig 3b: A morgun, laugardag, opnar Guðbrandur Harðarsson sýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu. Ópið verður virka daga frá kl. 16—20 en um helgar frá kl. 14—20. Sýningunni lýkur 24. apríl. Listmunahúsið: Á morgun, laugardag, opnar Ágúst Petersen sýningu á portret og manna- myndum, eru 72 myndir á sýningunni og hluti myndanna til sölu. Sýningin verður opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 10—18 og laugardaga og sunnudag frá kl. 14—18. .Sýningunni lýkur 1. maí. LISTASAFN ASI: Þar stendur yfir sýning Hjörleifs Sigurðssonar á kritarteikningum, olíu- og vatnslitamyndum. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22. Lokað mánudaga. Sýningunni lýkur 1. maí. KJARVALSSTAÐIR: Fjórar nýjar sýningar þessa helgi. 1 austurforsal sýnir franski ljós- myndarinn Ives Petron 55 ljósmyndir. 1 austursal verður Guðmundur Björgvinsson með akrílmálverk. 1 vesturforsal sýnir Þor- björg Pálsdóttir og í vestursal Vilhjálmur Bergsson. Mokkakaffi, Skólavörðustíg: Þessa dagana heldur Ásgeir Lárusson sýningu á Mokkakaffi og er þetta fimmta sýning hans, en hann hefur m.a. sýnt áður í StlM og Suðurgötu 7,þá hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum. Þrjátíu og tvær myndir eru á þessari sýningu og eru allar unnar með vatnslitum. Sýningin stendur út þennan mánuð. Gailerf Gangurinn, Mávahlíð 24: Um þess- ar mundir sýnir hollenski myndlistarmaður- inn Pieter Holstein myndir sínar þar. Pieter er víðkunnur fyrir myndir sýnar og hefur tvisvar áður sýnt hér á Islandi. Sýningin stendur til 20. apríl. GALLERÍ LANGBRÖK: Hjördís Bergsdóttir sýnir tauþrykk. Þetta er fyrsta einkasýning Hjördísar, en hún hefir tekið þátt í samsýn- ingum. Hjördís er ein af 9 textílmönnum sem reka verkstæði að Grettisgötu 16. Hópurinn kallar sig Grettlur. Á sýningu Hjördísar eru málaðar myndir á tau, handþrykktir púðar og bandþrykktar lengjur sem hægt er að panta eftir í metratali. Einnig er hægt að kaupa púðaverin af sýningunni. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12—18 og um helgar frá kl. 14—18. Hún stendur til 20. apríl. LISTASAFN EINARS JÖNSSONAR: Safnið er opið sunnudaga og miðvikudaga frá kl. 13.30-16.00. HÁHOLT, DALSHRAUNI 9b HAFNAR- FIRÐI: Sigurður Haukur Lúðvíksson sýnir vatnslita- og oliumyndir. Sýningin er opin daglega kl. 14—22 frá 2.—17. apríl. SAM 83 — listsýning félagsmanna Hamragarða Laugardaginn 16. apríl kl. 14.00 verður opnuð í Hamragörðum, Hávallagötu 24, listsýning 35 félagsmanna í aðildarfélögum Hamragarða, en það eru starfsmannafélög samvinnufyrir- tækjanna í Reykjavík og Nemendasamband Samvinnuskólans. Alls eru 86 verk á sýningunni og er þar um aö ræða olíumyndir, vatnslitamyndir, grafík, akrílmyndir, teikningar, tréskurð, hluti gerða úr stáli og beini, koparstungu og fleira. Hluti verkanna er til sölu. Sýningin verður opin frá 16. apríl til 1. maí og opin daglega frá kl. 16.00 — 20.00 virka daga og um helgar og sumardaginn fyrsta kl. 14.00-22.00. Flestir sem taka þátt í þessari sýningu, sem heitir — SAM 83, hafa ekki sýnt verk sín opinberlega áður, en liér er um tómstunda- verkfólksaðræða. Safnahúsið á Sauðárkróki I Safnahúsinu á Sauðárkróki er á sæluviku Skagfirðinga sýning á batik og vatnslita- myndum Katrínar H. Ágústsdóttur. Sýningin var opnuð 10. apríl kl. 16 og stendur til 17. apríl. Málverkasýning Fríkirkju vegi 11 Dagana 16.-23. apríl 1983, heldur Ketill Larsen málverkasýningu að Fríkirkjuvegi 11. Sýninguna nefnir hann „Ljós frá öðrum heimi”. Þetta er 14. einkasýning Ketils. Á sýningunni eru um 45 myndir. Þær eru ýmist málaðar í olíu- eöa akríllitum. Einnig eru nokkrar teikningar. Á sýningunni verður leik- in tónlist eftir Ketil af segulbandi, til að undir- strika blæbrigði myndanna. Sýningin verður opin alla dagana frá kl. 14—22. NORRÆNA HOSIÐ við Hrlngbraut: Þar stendur yfir sýning um leynilega blaðaútgáfu í Noregi og þátt hennar í norskri andspymu- hreyfingu meðan á hernámi Noregs stóö, 1940—45. Sýningin er að meginhluta byggð á efni af sýningu sem háskólabókasafnið í Osló setti upp vorið 1980 en sú sýning var síðan m.a. sýnd í Frihedmuseet (frelsisafninu) í Kaupmannahöfn. Að sýningunni standa auk háskólabókasafnsins í Osló og félags leyni- legu blaðaútgáfunnar, sendiráð Noregs á Is- landi, Landsbókasafn Islands og Norræna húsið. Sýningin stendur út apríl og er öllum opin á venjulegum opnunartíma hússins. Á laugardag opnar Þórður Hall sýningu á málverkum og teikningum í kjallara Norræna hússins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.