Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL1983. Efþú ætlar með híliim... Fyrir þann sem ætlar aö ferðast á eigin bíl erlendis er margt sem getur skipt miklu máii og vert er að gefa gaum áður en ferðalagið hefst. Eitt atriöiö af mörgum er trygging fyrir þjónustu erlendis ef eitthvað kæmi fyrir bílinn. Ein besta og hagkvæm- asta tryggingin er án efa aö vera félagi i FlB. Ástæðan fyrir þessu er sú aö Félag íslenskra bifreiöaeigenda er aöili að alþjóðasamtökum bifreiða- eigenda, AIT og FIA. Meö þátttöku i þessum alþjóðasamtökum hefur FlB skuldbundið sig til að veita erlendum félagsmönnum sem aðild eiga að AIT og FIA alla þá þjónustu sem boðin er FIB-meðlimum hérlendis. Um leið gildir það sama gagnvart FÍB- meðlimum erlendis sem þar eru á ferð á eigin bíl. Sú þjónusta sem um er að ræöa er vegaþjónusta og ferðafyrir- greiðsla alls konar auk lögfræðilegrar þjónustu. Jafnframt getur FIB gefið út eins konar skuldaviðurkenningu fLetter of Credit) sem gildir sem greiðsla fyrir ýmsa þá þjónustu sem þörf kann aö veröa fyrir, svo sem vegna viðgerða, flutnings á verkstæöi, slysaaöstoö og jafnvel til greiðslu á hugsanlegum sektum vegna brota á umferðarreglum. Þessa reikninga er síðan unnt að gera upp eftir að heim er komið. Þeir sem reynt hafa eru ekki í neinum vafa um hvers konar öryggis- atriði hér er um að ræða. Sem félagi í FIB getur bíleigandi einnig fengið sérstakt tjaldbúðavega- bréf til notkunar erlendis á tjald- stöðum eða húsvagnasvæðum. Þessi vegabréf geta þýtt töluvert hagstæðari gjöid á tjaldsvæðum og í sumum tilvikum fæst ekki aögangur að tjald- stæðum nema slíku vegabréfi sé framvísað. Atríðisem ekki má g/eymast Það er talið að hjólbarðar séu dýrari á Isiandi en annars staðar í Evrópu ef miðað er við kaupmátt launafólks. Ef til vili er það skýringin á því að hér geta bílar ekið um á hjólbörðum með eins millimetra þykku mynstri sem telst löglegt. Erlendis, þar sem reglur um þetta atriði gilda, er kveðið á um að mynstursþykkt skuli vera a.m.k. þrír millímetrar. Þetta þarf að athuga áöur en lagt er af stað, að öörum kosti kann svo aö fara aö bíllinn verði kyrrsettur í erlendri höfn eða stöðvaður á götu og kemur þá sekt fyrir sem er veruleg. Engin ástæða er til þess aö lenda i þessum vandræðum. „GRÆNA KORTiD" ER ÓMISSANDI Eins og það er nauðsynlegt að tryggja bíla hérlendis er þess einnig krafist erlendis. I þessu skyni verður að kaupa alþjóölega tryggingu, svo kaliaöa „Green Card” tryggingu. Flest tryggingafélög útvega þessa tryggingu endurgjaldslaust þeim sem tryggja þar bila sína. Þeir einir sem orðnir eru 23ja ára geta fengið græna kortið cn það gildir í 6 mánuði í senn. Græna kortiö getur gilt fyrir tjaldvagna eða hjólhýsi. Sérstaklega skal á þaö bent að gUdandi ábyrgðar- trygging nær ekki, að óbreyttu, til tjóns á bil (kaskó, eða tjóns sem bíll kann að valda í flutningi á milli landa. Bíleigendur verða að gera sérstakar ráðstafanir í tíma varðandi tryggingu í flutningi. Tryggingafélögin hafa sérstakar tryggingar í þessu skyni en um þær þarf aö semja, þær taka ekki gildi af sjálfu sér. Hjá FlB liggja frammi ýmsir leið- beiningarbæklingar sem komið geta í góöar þarfir á ferðalagi erlendis. Eru bíleigendur því hvattir til að kynna sér þá þjónustu sem fólgin er í aðild að FIB. Ibiza hefur alltafverið öðrurísi Ibiza er 600 ferkílómetra eyja sem verið hefur viðkomustaður flestra þeirra sem um Miöjaröarhafiö fara í um 3000 ár, hvort sem þeir voru Föník- ar, púnverjar, Rómverjar eða arabar. Ibiza tilheyrir baleríska eyjaklasanum líkt og Mallorca og liggur miöja vegu milli hennar og meginlands Spánar. Spánverjar ráöa eyjunni og taka opnum örmum öllum sem þangaö koma. Eyjan var áður fjölsetin af hippum og listamönnum en síðan hafa þeir vikið fyrir auðkýfingum og ýmsu frægu fólki frá nálægum löndum. Þessi skrautlegi hópur ferðamanna gerir Ibiza um margt frábrugðna öðrum ferðamannastöðum og mannlífið á göt- um höfuöborgarinnar, hvort heldur er að degi til eða kvöldi, á sér enga hlið- stæöu. Innan veggja þessarar 27 alda gömlu borgar hrærist jafnt hátíska Evrópu sem aldagamlar hefðir íbú- annasjálfra, þ.e. eyjaskeggja. Ibiza er vogskorin, þar skiptast á litl- ar víkur og fallegar sandstrandir en þegar haldiö er upp frá sjó er lands- lagið fjölbreytilegt og fagurt og meðal íbúanna ríkir gömul og heföbundin bændamenning. Loftslagið er milt, rigning er fátíð og yfir hásumariö dregur svalandi hafgolan úr mesta hit- anum. FERDAMANNA- HVERFIÐ I Ibizaborg sjálfri býr lítiö af ferða- mönnum þótt þeir leggi gjarnan leiö sína þangaö á kvöldin. I Figueretas- hverfinu út með ströndinni, örskammt frá borginni, er hins vegar fjöldi gisti- staða, þar á meðal aöalgististaðir Úr- vals. I Figueretas eru verslanir, veit- ingastaðir og diskótek, svo eitthvað sé nefnt, en allt er þetta í seilingarfjar- lægð og skammt inn í miðborgina og út á lengstu ströndina á Ibiza, Playa d’en Bossa. Urval býður sínum ferðamönn- um gistingu á tveimur glæsilegum hótelum, Rialto eða Lido. Rialto — Figueretas er nýlegt glæsilegt íbúða- hótel örskammt frá verslunum, veit- ingahúsum og annarri þjónustu. Rialto stendur við sjóinn og er með góða sól- baðsaðstöðu, sundlaug, vínstúku og veitingar. Ibúðimar eru allar með svölum, svefnherbergi, stofu, baðher- bergi og eldhúskróki. Lido — Figueret- as er vinsælt íbúðahótel viö hlið Rialto. Góð sólbaðsaðstaða viö sjóinn er beint fyrir framan hótelið. Sundlaugar eru vandaðar, stór og góöur veitingasalur, vínstúka og verslanir og veitingahús, i hótelinu sjálfu og í nágrenninu, gera þetta hótel sérstaklega þægilegt. Ibúðirnar eru allar með svölum, stofu, svefnherbergi, baðherbergi og eldhúskróki. Orval hefur boðið ungu fólki fjöl- breytta og hagstæða ferðamöguleika með svokölluðum stjömuferðum til Ibiza. Þessar ferðir, sem hafa verið skipulagöar í samvinnu Orvals og Hollywood undanfarin sumur, hafa notið mikilla vinsælda. Hér er allt sniðiö eftir þörfum ungs og lífsglaðs fólks sem gistir saman á sér gistihúsi og nýtur aðstoðar sérstaks farar- stjóra. Eitthvað nýtt og spennandi er í boði á hverjum degi; ökuferð, sigling- ar, sjóskíöi, seglbretti, fótbolti, diskó- tek, hjólaferðir, kvöldveislur, dans og næturlíf eins og það á að vera. I Stjörnuferö til Ibiza er gist á Ar- lanza sem er sérstaklega vel búið íbúöahótel, eitt til tvö svefnherbergi, rúmgott baðherbergi, eldhúskrókur, stofa og stórar svalir. Á hótelinu er allt sem þarf varðandi þjónustu, falleg sundlaug með sólbaðsaðstööu og ör- stutt er niður á 4ra kílómetra langa baðströndina þar semeru strandbarir, sjóskíðaleigur, seglbrettaaðstaða, bátaleiga og f jömgt mannlíf. Góðar samgöngur eru viö miðbæ Ibizaborgar sem er skammt undan. Orval er meö fasta fararstjóra sem búa á Ibiza yfir ferðamannatímann. Þeir leysa einnig úr öllum vandamál- um sem upp kunna að koma auk þess sem þeir eru ráðgefandi varðandi skoöunarferðir. EITTHVAÐ VIÐAÐ VERA I Ibiza er alltaf hægt að sjá eitthvað sem áhugavert er. Fljótlega eftir kom- una til Ibiza er fariö í göngutúr um miðborgina til aö kynnast mannlífinu, veitingastöðum og verslunum. Fariö er í virkiö og fiskimannahverfið skoðaö. Þá er farið í hringferð um eyj- una og komið viö á góöri baöströnd. Komiö er við hjá leirkerasmið, farið í saltnámur, á líkjörsmarkað, komið við í litlu sveitaþorpi, farið til San Antonio, sem er næststærsti bærinn á Ibiza, komiö við hjá glerblásara, fariö á lista- mannamarkaö, komiö í dropasteins- hella og horft á þjóðdansasýningu í þorpinu San Miguel. Þá er siglt til eyjunnar Formentera sem er um klukkustundar sigling frá Ibizahöfn. Ekiö um eyjuna endilanga frá höfninni í La Sabina, út í vitann á Molahöfðanum. Stærsta þorpið, San Francisco Javi- er, er skoðað og áð á góöri sandströnd í nokkrar klukkustundir áður en siglt er aftur til Ibiza. Eftir er þó aö geta kvöldlífsins á Ibiza. Þaö er sagt að óvíða í heiminum sé mannlífiö eins skrautlegt og í Ibiza-borg, eftir að skyggja tekur, Ibizaferðin hefst eigin- lega ekki fyrr en viö kynnumst því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.