Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Side 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1983. • sJH|p ■ Enska knattspyrnan, ætli þaö sé ekki eitt allra vinsælasta sjónvarps- efnið í íslenska sjónvarpinu? A.m.k. eru grunsamlega fáir á ferli á laugardögum þegar leikimir eru sýndir. Eflaust dreymir margan ungan manninn um frama á knatt- spyrnusviðinu, enda hefur landinn sýnt að honum eru allir vegir færir, allt frá þvi Albert Guömundsson var átrúnaðargoð, ekki einungis ís- I.Hfl intidt lenskra unglinga, heldur unglinga um alla Evrópu. Síðan hafa margir ungir og efnilegir Islendingar fariö út í atvinnumennsku erlendis og oft með ótrúlega góðum árangri. En það er England sem er efst á blaði. Þar er knattspyrnan íþrótt íþróttanna og atvinnumennska á háu plani ekki síður en áhugamennska. Knattspyrnuskólar em þar reknir og komast færri unglingar að en vilja. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgason- ar hefur boðið dvöl og námskeið í knattspyrnu á Englandi síðastliðin ár og eru þau haldin undir leiðsögn þekktra kennara. Námskeiðin em rekin af fyrirtækinu Sandfield Inter- national í Leicester sem er í Mið- Englandi skammt frá stórborginni Birmingham. I þessu héraöi er mikil knattspyrnuhefð og 10 þeirra liða sem spila í fyrstu deildinni eru upprunnin þar. Þekktir knattspymu- menn frá ýmsum þessara liða þ.iálfa nemendur og er þannig tryggt að árangur námskeiðanna sé sem mestur. Námskeiöin eru haldin á sumrin og standa tvær vikur hvert en hægt er að framlengja um eina eða tvær vikur ef óskað er. Veitt er alhliða þjálfun bæði undir leiðsögn einstakl- inga og í knattspymuleikjum þar sem nemendum er skipað í Iið — eða þeir keppa við unglingalið úr nágrenninu. Æft er alla virka daga tvisvar á dag en um helgar geta þátttakendur stundað sund, borðtennis, badminton eða aðrar íþróttir auk þess sem skotisterádiskótek. Efnt er til skoðunarferða um nágrannabyggðirauk þess sem farið er á knattspymukappleiki sem haldnir em á svæðinu. Á námskeiðunum em sýndar kvikmyndir frá einstökum leikjum og af einstökum leikmönnum og liðum. Yfirleitt búa þátttakendur á einkaheimilum og er hægt aö taka við 3—4 einstaklingum á sumum heimiiunum. Hálft fæði er á virkum dögum en y firleitt er hægt að fá snari í hádeginu á leikvöllunum. Hins vegar er f ullt fæði í boði um helgar og gefst þá þátttakendum kostur á að taka þátt í helgarleyfi viökomandi fjölskyldu eða þá að lyfta sér upp á annan hátt, jafnvel á eigin spýtur. Venjulega hefst námskeiðið á mánudögum og er þá flogið seinni- part sunnudags til London og farið með langferðabíl frá Heathrow flug- velli til Birmingham. Þar er tekið á móti nemendum og ekiö með þá til gististaðar. Heimferöin er skipulögð á svipaöan hátt nema ef nemandinn hefur aörar áætlanir á prjónunum. Kostur við þessi námskeið er sá að nemendum gefst kostur á ensku- námi, eina klukkustund á dag gegn aukagreiðslu. Ferðaskrifstofa Kjart- ans Helgasonar getur einnig boðið dvöl og námskeið í öðrum íþrótta- greinum, svo sem siglingum, köfun og brimbrettaskeiði. Þau námskeið fara fram á öðrum stööum í Englandi og þá við sjó. A öllum þessum námskeiöum eru sérþjálfað- ir kennarar. Hjá ferðaskrifstofu Kjarants Helgasonar fást sérstakir upplýsingabæklingar um þessi námskeíð fyrir unglinga. Margir hafa velt því fyrir sér hvað veitingar og önnur þjónusta muni kosta um borö í Ms Eddu. Til þess að varpa ljósi á verðlagið um borð höfðum við samband við söluskrifstofu Farskipa og fengum m.a. eftirfarandi upplýsingar. Vegna gengissigs völdum viö aö gefa öll verö upp í þýskum mörkum (DM). Aðgangur að sund- lauginni er klefa- og stólafarþegum endurgjaldslaus, en hafa skal í huga að böm þurfa að vera í fylgd meö fullorðnum. Aðgangur að saunaböðum er einnig ókeypis. Vistun barna í leikherbergjum og á gæsluvelli er ókeypis fyrir farþega en fóstrur annast umsjábamanna. 1 kaffiteriunni Wellamo á B-dekki er sjálfsafgreiðsla, þar er boðið upp á heita rétti, smurt brauð, salöt, súpur, gosdrykki, bjór, -vín, eftirrétti, osta- bakka o.fl. o.fl. Sem dæmi um verð kosta heitir réttir frá 8 til 10 DM. I grillstofunni Wellamo er einnig sjálfsafgreiðsla, en hún er inn af kaffiteríunni, þar má fá steikur, hamborgara og annað tilheyrandi. Sem dæmi um verð þá kostar mínútusteik 12 DM. I veitingasalnum Oihonna á B-dekki, sem réttara væri að kalla veitingahús, er boðið upp á morgunverð, hádegisverð með hlaðborði og réttum, ásamt kvöldverði með svipuöu sniði. Sem dæmi um verð skulum viö taka morgunverð sem er ávaxtasafi, kaffi, te, egg, beikon, brauð, kornflögur o.s.frv. Hann kostar 7 DM. Hlaðborð með yfir 50 mismun- andi réttum, bæði heitum og köldum, kostar ásamt eftirrétti 20 DM. Þríréttaður málsverður pantaður af matseðli, þ.e. forréttur, aðalréttur og eftirréttur, kostar frá 25—44 DM. Flaska af góðu víni kostar 15 DM, en í þessu tilviki er aö sjálfsögðu þjónað til borðs. Hvað hostar þjónustan — matur/dryhkur — tiitt horð íMs Eddu 1 bjórstofu (Pub) á B-dekki kostar fatöliö 2 DM og flöskubjórinn, t.d. Carlsberg, 2,50 DM. Sterkir drykkir kosta með blandi 4 DM. í reyksalnum, Ariadne á B-dekki, en hann er jafn- framt dansstaður, kostar bjórinn 2,50 DM og sterkir drykkir með blandi 8 DM en þar er þjónað til borðs. Auk þessa er ýmis önnur þjónusta í boði, svo sem smávöruverslun eða sölutum þar sem fá má sælgæti, gos- drykki o.fl. Þá er ónefnd fríhafnar- verslunin um borð þar sem hægt er aö kaupa tollfrjálsan vaming til jafns við aðrar fríhafnir og eftir því sem>við komumst næst er veröiö svipað eöa lægra en í Fríhöfninni á Keflavíkur- flugvelli. I þessari fríhöfn um borð í Eddu fást t.d. allar þær matvömr, niðursoönar, reyktar o.s.frv. sem leyft er að taka með sér í land víðast hvar. Af þjónustustofnunum um borð má nefna banka, ferðaskrifstofu, gesta- móttöku með vörsluhólfum fyrir verð- mæti, símstöð, sjúkrastöö og hár- greiðslustofu. Fyrir þá sem áhuga hafa á næturlíf- inu getum við nefnt næturklúbbinn Poseidon á F-dekki. Hann er opinn frá 14—04 meö smáhléum. Bjórinn kostar þar 2,50 DM en sterkir drykkir með blandi 4 DM. I næturklúbbnum er diskótek, plötusnúðar sjá um að halda öllu gangandi. Þjónað er til borðs og eftir kl. 12 á miönætti er unnt að panta létta máltiö og smárétti. Annar klúbbur kallast saunaklúbburinn Polaris en þar eru veitingar á boðstólum í mynd bjórs og sterkari drykkja á sama verði og í ölstofunni. Við vonum að þessar upplýsingar komi að gagni, t.d. fyrir þá sem vilja hafa sitt á þurru og áætla ferðakostnaðinn fyrirfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.