Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Page 17
DV. MEÐVIKUDAGUR20. APRIL1983. Ferðaskrifstofan Saga býður mjög hagstæðar ferðir til Mallorca í sumar en hagstæðir samningar ferðaskrifstofunnar byggjast á góðum viöskiptasamböndum og langri reynslu. Saga er meö reynda leiðsögumenn í hópferðum og á Mallorca heimsækja fararstjórar gesti á gististööum þeirra. Viðtals- tímar fararstjóranna eru ákveðnir fyrirfram á hverju hóteli svo ekki fari á milli mála hvenær farþegar geta hitt þá og rætt vandamál sem hugsanlega gætu komiö upp eins og gerist og gengur, fengið svör við ýmsum spumingum eða látið skrá sig í ferðir. Gert er ráð fyrir hótel- heimsóknum hvem virkan dag svo samband sé sem nánast milli far- þega og starfsmanna Sögu. I öllum hópferðum Sögu em í boði f jölbreytt- ar skemmti- og skoöunarferðir, vandlega undirbúnar. Sem dæmi um slíkar ferðir, en þær eru pantaðar erlendis, mætti nefna: Sollier og villta ströndin, skoðunarferð sem farin er með lest og bíl til Sollier og siglt til hins undurfagra staðar Calobra. Hellaferð, þá er farið í Drekahellana sem frægir era en á leiðinni er komið við í perlubænum fræga, Manacor, og ekið í gegnum dýragarð, Auto-Safari, sem er MALLORCA — efst á hlaði hjá ferðasUrifstofunni Sögu upplifun jafnt fyrir böm sem fullorðna. Borgarferð til Palma er skoðunarferð um höfuöborgina og er komiö við á útimarkaði. Á heimleið er komið við í sædýrasafninu Marineland. Valdemosa er fallegur smábær þar sem skoðað er klaustrið þar sem Chopin og George Sand dvöldu vetrarlangt en einnig era skoðaðir Alfabi-garðamir. Nætur- ferð til Palma, þá er heimsóttur næturklúbburinn Titos sem er frægur fyrir stórkostleg skemmtiat- riði og glæsilegt útsýni yfir upplýstan Palmaflóann. Þá er ótalin grísaveislan sem er ómissandi þáttur í Spánarferð, eins og allir vita, en farþegumSögu býðst að taka þátt íeinnislíkriíSon-Amar. SÓLBAÐSSTRENDUR OG G/ST/STAÐ/R SÖGUÁ MALLORCA Santa Ponsa er næsta strönd vest- an við Magaluf og er einn vinsælasti dvalarstaðurinn á Mallorcia. Santa Ponsa er dæmigerð sólbaðsströnd með hvítum ylvolgum sandi, tærum sjó og allri þeirri þjónustu sem hægt er að hugsa sér. Ströndn er um 18 km vestan við höfuðborgina Palma. Jardin del Sol er nýtt og glæsilegt íbúðahótel sem var opnað í júlí 1982. Allar íbúðimar eru með svefnher- bergi og rúmgóðri stofu, sem er smekklega búin húsgögnum, síma, sjónvarpi og svölum, sem snúa allar aö sjónum. Á jarðhæöinni era veitingasalir, setustofur og vínstúka og utanhúss er stór sundlaug, bamasundlaug auk veitinga- aðstöðu og gengið er beint úr hótel- garöinumísjóinn. IbúðahóteÚð Trianon er annar gististaöur Sögu, þar eru íbúðirnar með svefnherbergi, baði og svölum sem aliar snúa aö sjó. Mjög góð úti- vistaraðstaöa er þar og tvær einka- sundlaugar. 3. gistisaður Sögu er MINI FOLIES sem er tvímælalaust með því besta sem þar þekkist. Þetta er fjöldi smáhýsa (bungalows), íbúöa og hótela sem heita einu nafni Mini Folies og standa rétt við undur- fagurt þorp, Puerto de Andraitx, skammt vestan við Magaluf- ströndina. Smáhýsi þessi era byggð í spönskum lúxusvillustíl og er hvert þeirra á tveimur hæðum. Á neðri hæð er falleg og rúmgóð stofa, séreldhús, sem er mjög vel búið öllum áhöldum og rafmagnseldavél, og góðar svalir. Á efri hæð er svefnherbergi, gott baðherbergi og svalir þaðan sem horft er niður í setustofuna. Einnig býður Saga fyrsta flokks íbúðir. öll aðstaða er sérlega góð; tvær sundlaugar, barnalaug, fjórir tennisvellir, mikil og góð útivistar- og sólbaðsaðstaöa, veitingastaðir, diskótek og súpermarkaöur. Við sjóinn er góð sól- og sjóbaðs- aöstaða, veitingastaðir og barir. I þorpinu Puerto de Andraitx era ein- hverjir bestu veitingastaðir á Mallorca en þorpið er ákaflega fallegt fiskimannaþorp og er mjög rómantískt að sitja þar á gangstétt- um seinni hluta dags og lyfta glasi. £ Verð kr. 29.600 (Gengi 18.3. '83) Innifalið í verði: Flug, gisting í 2ja manna herbergjum m/baði, morgun- og kvöldverður. Ekki innifalið í verði: Flugvallarskattur og skoðunarferðir í Interlaken. Leitið nánari upplýsinga SUMAR ÍSVISS 2ja vikna ferðir Brottför 5. júní og 21. ágúst. Beint flug til Ziirich og gist þar fyrstu nóttina. Daginn eftir hefst 6 daga hringferð um Sviss; til Lichtenstein. Lenzerheide, Lugano, Lausanne, Bern, Thun, Interlaken, Vitznau og síðan dvalið í viku í Interlaken í Berner-Oberland (Hotel IMeuhaus við Thun-vatn). í boði eru fjölbreyttar skoðunarferðir frá Interlaken. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR H.F. Borgartúni 34, 105 Reykjavík. Sími 83222. Eftir nýja veginum til Bretlands Sigiing og bíiferð í 2 vikur Brottför 1. júní með Ms Eddu og langferðabifreið okkar og bílstjóra. Eftir 2 1/2 sólarhrings siglingu er komið til Newcastle. Þaðan er ekið um York, Carlisle, enska vatnahéraðið, Glasgow, Loch Lom- ond, Stirling, Edinborg, og til baka til Newcastle. Gisting á 3ja og 4ra stjörnu hótelum með morgun- og kvöldverði. íslensk leiðsaga. Hotel Neuhaus Um borð i Ms Eddu er gist í 2ja manna klef- um, fæði ekki innifalið. Heimkoma 15. júni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.