Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Síða 32
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1983. i ER ÞETTA WTT GRIKKLANDSAR”? Samvinnuferöir—Landsýn endur- vakti sl. sumar reglubundnar hóp- feröir til Grikklands. Viötökurnar gáfu áframhaldandi Grikklandsferöum byr undir báöa vængi og í sumar veröur á nýjan leik haldiö til þessa lands fornra hetjudáða sem í senn var fósturland mestu heimspekinga veraldar og vagga vestrænnar menningar. Sagt er að landið sjálft, loftslag þess og umhverfi hafi ávallt haft örvandi áhrif á íbúana. Sólskinið, tæra loftið og dimmblátt hafið sé heilsulind sem jafnt hressi líkama og sál. Þangaö hafi Grikkir löngum sótt örlyndi sitt og ákafa sem knúöi þá til þess aö gefa sig óskipta aö hverju starfi, hvort sem þaö var hernaöur, heimspeki eöa listir. Margir kalla Grikkland hina land- fræöilegu paradís Evrópu. Megin- landiö og eyjarnar í kring skarta ólýsanlegri fegurö og spegiltær sjórinn, sem gælir mjúklega viö vog- skorna ströndina, fullkomnar þetta einstaka meistaraverk náttúrunnar. Gangirðu á vit fornra minja er margt aö sjá. Frá Vouliagmeniströnd- inni eru aöeins um 29 km inn í miðborg Aþenu og ekki þarf aö fara lengra til þess aö finna m.a. Meyjahafiö (Parþenon), Herodeonleikhúsið og hiö stórkostlega fornminjasafn sem geymir minjar frá öllum menningar- skeiöum Grikklands. Slíkir staðir hafa þó varöveist víöar. Hver lítill bær og hver lítil eyja á sína eigin sögu og minjar. Hvarvetna má finna áþreifan- legan vitnisburö um frægö og frama, hörmungartíma niöurlægingar og ofríkis sem Grikkir gengu margsinnis í gegnum, hetjulega baráttu og glæsta sigra sem enn í dag gefa grísku þjóö- inni metnaö, stolt og lífsgleði í vöggu- gjöf. Þannig er Grikkland fjarri því að vera fortíðin eingöngu. Samspil gamalla og nýrra tíma er fallegt og taktvisst og um leiö og þú hverfur allt aö fimm þúsund ár aftur í tímann viö rústir gamalla hofa og bygginga nýturöu dásemda sóldýrkunar og sjó- baöa eins og þær gerast bestar á 20. öldinni. Þú flatmagar á gullfallegri og friðsælli Vouliagmeniströndinni, hvíl- ist á fyrsta flokks gististööum, boröar á annáluöum grískum veitingahúsum og skemmtir þér í gamla bænum í Aþenu, Plakahverfinu, þar sem Grikkir sjáifir syngja og dansa af meöfæddri glaðværö fram eftir nóttu. Aþena Aþena, höfuöborg Grikklands, er ósvikin borg andstæöna og ólíkra tíma. Feröamaðurinn sem lítur yfir borgina frá Akrópólishæöinni sér í forgrunni ævafornar rústir marmarabygginga en fyrir neöan fjölbreytt líf nútíma- stórborgar meö hávaöasömum breiö- strætum, nýtískulegum verslunum og grískum eöa alþjóölegum veitinga- og skemmtistöðum. Þessi stóra og líflega borg hefur vaxið og þróast hratt síöan hún varö fyrir valinu sem höfuðborg hins endurreista Grikklands áriö 1834 og nú búa þar um þrjár milljónir íbúa. Enn hefur engum tekist aö dagsetja upphaf byggöar í Aþenu. Þó er vitað aö saga hennar er a.m.k. frá því um 3000 f.Kr. Þarna bjuggu snillingarnir Sólon og Sókrates, Perikles og Platon, svo nefnd séu nokkur nöfn. Jafnvel þótt Grikkir varöveiti minjar sínar af kostgæfni er langt í frá aö litið sé á þær sem dauöa hluti sem aldrei megi koma nærri. Herodeonleik- húsið, sem byggt var árið 161 e.Kr., glæöist t.d. lífi á hverju sumri er gamlir grískir harmleikir og nútíma ballettsýningar eru færöar þar upp meö tilheryandi tónlist og söng. En þaö er víöar sungiö og dansað í Aþenu. í gamla bænum Plaka standa enn gömul og skemmtileg hús í þröngum og bröttum götum og þar er hið eina sanna skemmtanahverfi borg- arinnar. Ljós eru kveikt þar á hverju kvöldi og hverri nóttu, veitinga- og skemmtistaöirnir eru eldfjörugir og þar hittast forvitnir feröamenn og hag- vanir heimamenn í sameiginlegum leikjum og skemmtun. Vouliagmeni Áfanga- og dvalarstaöur farþega Samvinnuferöa—Landsýnar í Grikklandi er Vouliagmeni-ströndin, ein glæsilegasta baöströnd gríska meginlandsins í aöeins 20 km f jarlægö frá Aþenu. I þessari fallegu vík hafa risið glæsilegar hótel- og íbúöarbygg- ingar, góöir veitingastaðir og þar er aðstaða til sóldýrkunar og sjóbaða hin ágætasta á allan hátt. Stutt er úr friðsæld Vouiiagmeni í líf 'og fjör Glifadastrandarinnar meö fjölda skemmtistaða, golfvöll, tennis- velli o.fl. og strætisvagnaferöir eru einnig tíöar inn til Aþenu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.