Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Side 38
38 DV. MIÐVKUDAGUR 20. APRlL 1983. LUXEMBOURG - BYRJM Á FERÐ UM MÓSELDAUM Daginn ef tir getur maður ekið sömu hraðbrautina alla leið til Koblenz og byrjað á að skoða sig um þar en aka síðan hinn árbakkaveginn til baka. Alls staðar á þessum leiöum eru veit- ingahús, verslanir opnar hvaða dag sem er, kastalar og alls konar skemmtileg hús og mannvirki. Allur Móseldalurinn er klæddur vínviði frá ánni og upp eftir hæöunum. Skemmtilegast er að vera þarna á ferð þegar uppskeruhátíð stendur yfir enda eru Suður-Þjóðverjar kunnir fyrir að geta skemmt bæði sér og öðrum. Sumir tala um Þjóðverja í eins konar eintölu — en munurinn á Norður- og Suður-Þjóðverjum er svo mikill, a.m.k. séð með augum ferða- manns, að naumast er hægt að spyrða þá saman. Eflaust á það sinn þátt í þessu aðSuður-Þjóðverjar í Móseldalnum lifa annaðhvort á ferðaþjónustu eöa vínrækt, ef ekki hvoru tveggja í senn. Og ekki verður annaö sagt en að þeir kunni sitt fag, — elskulegra fólk verður varla fundið. Hér gefst ekki tækifæri til þess að lýsa því sem ber fyrir augu á þessari ferð um Móseldalinn. Þó verður að segja að borgin Trier er sérstaklega áhugaverð. Þar eru margar merkilegar byggingar frá dögum Rómaveldis, t.d. Porta Nigra sem enn stendur og var byggö á annarri öld e. Kr. Borgin var stofn- uð sem rómversk nýlenda árið 15 f. Kr. Einn daginn notuðum viö í aö aka um Luxembourg og annan í akstur um Frakkland, fórum m.a. til Verd- un en nenntum ekki að aka alla leið tilParísar. Feröin var mjög vel heppnuð, hún var aöeins byrjunin á því að læra að þekkja þennan ákveðna hluta Evrópu og hún hefur komið okkur á bragðið. Kostnaðurinn viö ferðina var lítill og öll þjónusta og allt sem keypt var af Utsýn stóð fyllilega fyrir sínu. Sigrún D. Jónsdóttir. Til eru þeir sem annaðhvort eru ekki spenntir fyrir sólarlandaferðum eöa vilja reyna eitthvaö annað. Gall- inn við þetta hefur hingað til verið takmarkað framboð af slíkum ferð- um hjá feröaskrifstofum, því nú ferð- ast enginn upp á eigin spýtur lengur, og að sólarlandaferðir hafa verið svo ódýrar. En á þessu hefur orðið mikil breyting á skömmum tíma. Nú er hægt að velja um ferðir, yfirleitt styttri ferðir, til ýmissa landa og staða. Gera má ráð fyrir aö þær vin- sælustu séu til London, Amsterdam, Luxembourg og New York. Otsýn selur ferðir til þessara staða m.a. og við lýsum hér einni 5 daga ferð til Luxembourgar. Kosturinn við Luxembourg er lega stórhertogadæmisins, það er eins konar nafli V-Evrópu. Þegar farið er til Lux er hægt að dvelja í Frakk- landi, Þýskalandi eða Belgíu án þess að þaö kosti mann nema óveruleg ferðalög. Og auðvitað er einnig kjör- ið að dvelja allan tímann í Luxem- bourg. I þessari Utsýnarferð voru innifaldar ferðir til og frá Lux og Keflavík, hótel með morgunmat í Lux og bílaleigubíll án kílómetra- gjaldsíödaga. Flogið var með Flugleiðavél tU Lux. Hótelið er við Findelflugvöll, Hotel Aerogolf, fyrsta flokks hótel en langt frá öllu nema flugvellinum og veginum sem liggur yfir þýsku landamærin og niður Móseldalinn, enda mun það vera svo að flestir leggja leið sína þangað. Eftir á að hyggja þá hefði maður fremur kosið aö búa á hóteli, annaðhvort í Koblenz eöa Trier í stað þess að aka til Lux daglega. Rey ndar var ákveðið ef tir þessa f erð aö næsta ferð yrði með ööru sniði, farið til Lux, búið á litlu hóteli í bæn- um Diekirch, sem er við ána Sauer, og helst ekki farið þaðan í viku eða svo, en það er önnur saga. Þar sem við komum tU Luxem- bourgar um miðjan dag var haldið á hótelið eftir aö gengið haföi verið frá bílaleigubílnum. Um kvöldverðar- leytið var farið niður í miðborgina og hún skoöuö. Þar eru mörg skemmti- leg vertshús og maturinn frábær en eflaust mun einhverjum þykja dýrt á þeim stöðum. Daginn eftir var haldiö tU Þýska- lands strax um morguninn. Fyrir þá sem ekki eru sérlega hrifnir af að aka mjög langar vegalengdirí steikj- andi hita er ekki svo fráleitt að taka Móseldalinn í a.m.k. tveimur áföng- um ef ekki fleirum, en það fer auðvit- að eftir því hvað fólk hefur rúman tíma. Hægt er að velja um margar akstursleiðir. Það er t.d. hægt að byrja á öðrum árbakkanum, t.d. í bænum Merzig, og þræða vegina niður í gegnum bæina og um borgina Trier og niöur til Koblenz. Þótt leiðin sé ekki löng þá er svo fallegt þama og margt að sjá að gera má ráð fyrir aö orðiö sé nokkuö framoröið þegar komið er til baka til Koblenz. En þá er hægt aö aka hraöbrautina lang- leiðina til bka til Luxembourgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.