Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Page 4
4
DV. FÖSTUDAGUR 22. APRtL 1983.
Hópur breskra og franskra ævintýramanna:
Leggur á Vatnajökul
og Jökulsá i sumar
—ferðamátinn afar nýstárlegur
Island og hin hrikalega náttúra þess
virðist heilla margan útlendinginn og
má segja að einn komi þá annar fer.
Nú í sumar er von á 10 manna
leiðangurshópi Breta og Frakka sem
hyggst fara norður eftir Vatnajökli
og Jökulsá á Fjöllum, en hún hefur
aldrei verið sigld fyrr. Farartæki eru
gúmfleki, kanóar og vélknúnir svif-
drekar.
Forsprakki þessa hóps, Paul
Vander-Molen, var staddur hér á landi
nýlega til að vinna að ýmiss konar
undirbúningi fyrir leiðangurinn. Paul
er verkfræðingur, búsettur í París og
þrautreyndur landkönnuöur. Hann átti
stutt spjall við blaðamann DV þar sem
hann gerði grein fyrir þessari maka-
lausu ferö.
„Þetta er algerlega ný könnunar-
tækni sem við notum en hún felst í því
aö umbreyta lagarfarartækjum í loft-
farartæki. Þannig verður hægt að
stökkva fram af fossum og fylgja ár-
gljúfrumílofti.
Við leggjum af staö til iandsins 20.
júlí frá Skotlandi á seglbáti og komum
til Islands, við Ingólfshöfða.fimm til
sex dögum síðar. Seglbáturinn heldur
norður meö landinu og bíður okkar
þar. Við förum meö vélsleðum og snjó-
bílum upp á Vatnajökul og þar hefst
hin raunverulega ferð okkar. Við
hugsum okkur að reyna að komast
niöur í Grímsvötn og sigla þar á
kanóum. Farartæki okkar eru
vélknúnir svifdrekar með kanóa sem
flothylki (sjá meöfylgjandi mynd).
Þaöan liggur leiöin í Kverkfjöll og ef
hægt er munum við reyna aö komast
undir jökulinn og kanna íshellana þar á
kanóum. Við upphaf árinnar eru
miklar flúöir og verður farið þar um á
sérstökum fleka en hann ber búnaö
okkar og hluta svifdrekans. Þegar'
kemur að fossunum í ánni, Selfossi,
Hafragiisfossi og Dettifossi veröur
flogið fram af brún þeirra, svifið yfir
gljúfrunum og lent í ánni aftur. Einn úr
leiðangrinum Gerry Breen hefur
hannaö þessi sérstæðu farartæki. Við
munum einnig nota þau til aö kanna
gamlan farveg árinnar. Síðast höldum
við í öskju og siglum þar á kanóum.”
Paul sagði að ef vel tækist til opnaði
þessi nýi könnunarmáti mikla mögu-
leika á könnun landsvæða víöa um
heim sem hingað til hafa veriö nær
ófær nema fuglinum f ljúgandi.
„Leiðangur þessi gæti tekið tvær
vikur ef veöur verður hagstætt,” sagöi
'Paul, „en hámarkstími er ráðgerður
sex vikur. Viö hlökkum mikið til og
erum mjög spenntir að vita hvort
okkurtekstþetta.”
Tilgangur feröarinnar er einnig sá
að taka kvikmynd af öllu saman. Með í
förinni verða kvikmyndatökumenn frá
franska sjónvarpinu og Thames eða
BBC í Bretlandi. Fjármagn hafa ýmsir
lagt fram; franska tímaritið Figaro,
franska sjónvarpsstöðin Antenne 2,
auk annarra. Flugleiðir styrkja
leiðangurinn og nokkrir Islendingar
verða þátttakendur. Paul Vander-
Molen vildi koma þakklæti á framfæri
til þeirra sem aðstoð hafa veitt hér á
landi og nefndi hann þar Slysavarna-
félag Islands, Náttúruvemdarráö,
Ömar Ragnarsson, Erling Thoroddsen
og Sigurjón Rist vatnamælingamann.
„Við erum engir súpermenn en allir
mjög reyndir í siglingum sem
þessum,” sagði Paul og bætti því við að
hugsanlega myndu þeir sýna listir
sínar á Reykjavíkurhöfn áður en lagt
verður upp. -PÁ
Paul Vander-Molen: „ Við ætlum að verða manna fyrstir til að kanna ýmsa
torfæra staði á íslandi og á nýjan hátt sem við bindum miklar vonir við.
Meginmarkmið ferðarinnar er að gera heimildarkvikmynd."
DV-mynd: E.Ó.
Þetta farartæki nefnist Microlight og er vélknúinn svifdreki. Skiðin undir
honum eru kanóar. — Á ensku nefnist leiðangurinn: lcelandic Break-
through, The New Way of Shooting Waterfalls.
KaupirHafnar-
fjarðarbær
Karmelítaklaustrið?
„Viðræður í gangi”
„Það standa nú yfir viðræður um
hvort bærinn kaupi Karmelíta-
klaustrið hér í Hafnarfirði. Okkur
var á sinum tíma boðið það til kaups
og nú er verið að athuga hvort
samkomuiag næst um ýmis atiiði,”
sagði Einar Ingi Halldórsson, bæjar-
stjóri í Ha&iarfirði.
Klaustrið, sem er í eigu Karmelíta-
reglunnar, mun verða selt á næst-
unni þar sem nunnurnar er þar hafa
búið hafa ákveðið að flytja frá Is-
landi. Húsnæðið sem um ræðir er
mjög stórt eða á annað þúsund
rúmmetrar. Aðspurður hvemig
Hafnarfjarðarbær hygðist nýta
— segir bæjarstjóri
þaö, ef af kaupum yröi, sagði Einar
Ingi að sérstök nefnd hefði af> hálfu
bæjarins verið skipuð til aö athuga
nýtingarmöguieika. Komið hefði til
áiita að hafa þar einhvers konar
menningarstarfsemi, tónlistarskóla
og leikskóla svo eitthvað væri nefnt.
Ekkert hefði þó verið ákveðið í þeim
efnum.
Varðandi hugsanlegt kaupverð
kvaöst Einar Ingi ekkert vilja tjá sig
um þær hugmyndir sem uppi væru
að svo stöddu. „Það er of snemmt aö
ræða þá hliö málsins en væntanlega
skýrist bráðlega hvenær eða hvort af
kaupunum verður, ” sagði hann. -JSS
Ferðaskrif-
stofuveður
Mjög mikiö hefur verið bókað í
sólarlandaferðir þær sem feröa-
skrifstofurnar bjóöa upp á í
sumar. Hefur verið örtröð á
skrifstofum þeirra að undan-
fömu og símalínur þar rauðgló-
andi.
Segja menn aö ástæðan fyrir
þessu sé hin leiðinlega veðrátta
hér síðustu daga og mjög erfiður
vetur.
Kalla margir veðurfar eins og
þetta ferðaskrifstofuveður. Er
það trúlega réttnefni, það sýna
fyrirspumir og bókanir í allar
sólarlandaferðir. Mun þegar
vera fullbókað í allar næstu
ferðir hjá stærstu ferðaskrif-
stofunum eða svo gott sem. -klp-
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði .
Leit haf in að flóðhestinum Nello
Talið barst jafnvel að hagnýtum
húsmæðmm í síöustu rispu kjör-
dæmatalsins í sjónvarpi á þriðju-
dagskvöldið. Að vísu átti þetta aö
vera mismæli. Annað merkilegt bar
á góma, en það var flóðhesturinn
Nello. Þessi fræga skepna úr dýra-
garðinum í Sao Paulo í Brasilíu,
sem kosin var i borgarstjóm, hefur
ekki fyrr blandast með jafuaugljós-
um hætti í kosningabaráttuna.
Þannig skemmta menn sér við marg-
víslega tilfyndni á síðustu dögum og
verður eflaust gott af því.
Kvennaframboðinu er spáð f jórum
þingsætum og virðist málflutningur
þeirra ná eyram þreyttra kjósenda,
ekki síður en málflutningur Vil-
mundarliðsins. Kvennalistinn ber
fram stefnu hinnar „hagsýnu hús-
móður”, og vill yfirfæra hagsýni
hennar yfir á þjóðfélagið. Nú gera
„hagsýnar húsmæður” slátur á
haustin, og mundi vandfundið sam-
svarandi verkefni ríkisstjóraar. En
að því slepptu kaupa þær inn til
heimilanna, en standa hins vegar
lítið í sölustarfsemi og lánaútveg-
unum, þ.e.a.s. ef þær em aðeins hag-
sýnar húsmæður en ekki hagnýtar
eins og frasinn hljóðaði í munni
Ingva Hrafns.
Hagsýn húsmóðir kaupir varlega í
matinn og leitar oftast aö þvi sem
ódýrast er. Hún er ekki hagstæö
landbúnaöarframleiðsiunni, einkum
eftir stórar hækkanir, og snýr sér þá
frekar að fiskinum, þótt þaö kosti
fýlu á heimilinu. Hagsýn húsmóðir
gæti því orðið erfiður landbúnaöar-
ráðherra. En eflaust yrði hún snjall
fjármálaráðherra, nema hún fengi
feikilegt sparnaöarkast, eins og þær
fá stundum þessar hagsýnu, áður en
efnt er til sólarlandaferðarinnar. Og
mikla lukku gerir sú kenning, eftir
að Ólafur Ragnar er búinn að heita
okkur atómsprengju ef ekki á
morgun þá hinn daginn, að Kvenna-
framboðið skuli geta fallist á, til
samkomulags, að hún verði sprengd
fyrir utan f jögurra mílna mörkin.
Eftirtektarverðastur er sá þáttur í
stefnu Kvennaframboðs að vilja
fleiri dagheimili. Maður héit á tíma-
bili, að það ætti að láta Guðrúnu
Helgadóttur eina um þann máia-
flokk, alveg eins og Albert Guð-
mundsson hefur tekið að sér eldra
fólkið. Það er því vei séð fyrir öllum
nema okkur, sem eram á miðjum
aldri og eigum ekki fyrir næstu
afborgun. Enginn talar máli okkar,
hvort heldur við eram húsmæður í
skuldum eða karlrembusvín, sem
eygja ekki daginn milli skatta-
greiðslna og fasteignagjalda. En í
því öngþveiti bregður nýrra við og
okkur er boðið upp á flóðhestinn
Nello. Það er brýnt að úr því verði
skorið fyrir kjördag hvar á lista flóð-
hesturinn er og hvort hann er það
framarlega að hann hafi möguleika.
. Homo sapiens er sagður vera á
öllum listum, og það trúir því enginn
fyrr en hann tekur á því, að flóð-
hestar séu þar innan um. Að vísu
vissu kjósendur í Sao Paulo ekkert
hver þessi Nello var fyrr en að kosn-
ingum loknum. Hann var ekki verri
fulltrúi fyrir það. Nú er það von
okkar kjósenda, að fram úr þessu
ráðist fyrir kjördag, því ekki getum
við unað því að vita ekki hvað við
eram að kjósa.
Þegar líður að kjördegi og horft er
yfir sviðið kemur í ljós, aö mönnum
hefur eiginlega verið orða vant í
kosningabaráttunni. Samkvæmt
fréttum frá Höfn í Hornafirði virðast
þó framboðsfundir hafa orðið
skemmtilegri, eftir því sem leið á
baráttuna. Um úrlausnir á gjald-
þrotastefnunni hefur Iítið verið rætt,
enda kann það að orka tvímælis.
Auðvelt er að vekja upp stóra and-
skota, vilji menn boða lausnir.
Framsókn hefur farið flatt á því að
vilja niðurtalningu með lögum. Þar
er þó tak fyrir andstæðinga. Þess
vegna er ekki ófyrirsynju að grípa til
flóðhestsins Nello í nauðum. Um
leitina að honum á framboðslistum
flokkanna geta menn orðiö
sammála. Hún er kannski það brýn-
asta á þessari stundu. Og megi Nello
lengilifa.
Svarthöfði.