Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Page 12
12 DAGBLAÐID-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR /VIAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Rrtstjóm: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 80611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍOUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 19. Áskriftarveröá mánuði 180 kr. Verði lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. , Magurt ár Kosningaárið 1983 verður magurt ár fyrir landsmenn, ef marka má spá Þjóðhagsstofnunar. Þó er ekki allt svart í skýrslu stofnunarinnar. Brýn nauðsyn er, að landsmenn fái eftir kosningarnar ríkisstjórn, sem bæði vill og getur ráöið við efnahagsvandann. Við gjöldum þess, aö kreppa hefur verið víða í grennd viö okkur. Svo er í fyrra og er enn. Meira en þrjátíu milljónir manna voru þá atvinnulausar í iönríkjiun Vesturlanda, og fjölgaði atvinnuleysingjum, þegar á árið leið. En margt bendir til, að nú dragi úr kreppunni, þó ekki atvinnuleysinu. Við hljótum að hagnast á því, að nú er spáð 1,5—2% hagvexti í þessum ríkjum eftir 0,5% sam- drátt í fyrra. Nú er spáð minnkandi verðbólgu í iðnríkjun- um, úr 7—8% í 5—6%. Þetta kemur okkur til góða. Lækkun olíuverðs verður okkur strax búbót. En samt munum við á þessu ári verða meira en í fyrra vör við okkar eigin kreppu. Framleiðsla okkar minnkaði í fyrra um tvö prósent. Það er í fyrsta sinn síðan 1975, að framleiðslan minnkar. Hallinn á við- skiptum okkar við útlönd varð í fyrra 10% af framleiðsl- unni. Nú er enn útlit fyrir samdrátt í framleiðslu, um 4,5 til 5,5 prósent á yfirstandandi ári. Viðskiptakjör okkar viö útlönd munu þó batna, einkum vegna lækkunar olíu- verðs. tJt úr því dæmi kemur, að þjóðartekjur minnki í ár um 3—4 prósent. Sex prósent samdráttur verði í neyzlu og fjárfestingu. Þjóðartekjur á hvern vinnufæran mann í landinu heföu þá minnkað um tíu prósent alls í fyrra og í ár. Við höfum haft þann hátt á að fresta vandanum meö því að slá lán erlendis til að halda uppi lífskjörunum. Þetta getur ekki gengið lengur. Erlendar skuldir eru komnar út fyrir eðlileg mörk. Þjóðhagsstofnun spáir nú, að kaup- máttur tekna rýrni í ár að meðaltali frá fyrra ári um 8— 9% á mann í landinu. Sá gerviheimur, sem mörg okkar hafa lifað í, hlýtur að hrynja og landsmenn að taka á sig þá kjaraskeröingu, sem þegar er orðin í raun. Síðan getum við „unnið okkur út úr vandanum” eins og stjórnmálamennirnir segja. Ein afleiðing þess, að gervilífskjörum hefur verið hald- ið uppi, er sú, að verðbólgan er nú komin á nýtt og áður óþekkt stig. Þjóðhagsstofnun segir: „Árshækkun verðlags virðist munu verða meiri á árinu 1983 en nokkurt ár frá því vísi- tölureikningur hófst hér á landi árið 1914. Jafnvel þótt gripiö verði til viönámsaðgerða síðar á árinu, virðist óumflýjanlegt, að meðalhækkun verðlags milli 1982 og 1983 verði nálægt 80 prósent. Verðbólga stefnir nú á hærra stig en hér hefur áður þekkzt, en með því er atvinnuöryggi og afkomu fólks og fyrirtækja og þjóðar- búsins alls teflt í tvísýnu.” Vel að merkja segir stofnunin: „Jafnvel þótt gripið verði til viðnámsaðgerða. . .” í því felst að sjálfsögðu, að verðbólgan gæti orðið mun meiri, til dæmis yfir 100 prósent, eftir því hve öflugar viönámsaðgerðirnar yrðu. Strax 1. júní, þegar næst skal greiða verðbótahækkun á kaupið, er búizt við 20 prósent hækkun launa, verði ekki að gert. Skoöanakönnun DV bendir til þess, að skipting þingsæta verði með þeim hætti, að stjórnarmyndun gæti orðið óvenju erfið. Meðan landsmenn bíða nýrrar ríkisstjórnar, munu efnahagsörðugleikarnir verða snúnari með hverj- um degi, sem líður. Haukur Helgason. Ánægjulegar fréttir berast nú af vel- gengni Isno í Kelduhverfi. Flestir áhugamenn um fiskeldi fagna þessum góða árangri og óska þeim vaxandi gengis á næstu árum. Þeim hefur tekist þaö sem flesta dreymir um en hefur ekki tekist þrátt fyrir þrotlaust erfitt starf á undanfömum ámm. Fæðing þessarar nýju atvinnu- greinar hefur verið löng og erfið en talsvert er enn í land að fæðingarhríð- unum ljúki þó Isno hafi náð góðum árangri. Til þess að ná árangri í fisk- eldi þarf þrennt: Þekkingu og reynslu, heppilega aðstöðu og fjármagn. Forsvarsmenn Isno hafa gert talsvert úr þeim ávinningi sem þeir hafa þóst fá með aðild Norðmanna að fjrirtækinu á sviði tækniþekkingar og reynslu. Ég hef lýst yfir þeirri skoðun minni áður, og sú skoðun hefur ekki breyst, að þekkingarskortur á þessu sviöi hafi ekki hamlað eðlilegri þróun þessarar atvinnugreinar hér. Nokkur reynsla á þessu sviði er fyrir hendi innanlands og tiltölulega auövelt hefur veriö aö fylgjast með nýjungum á þessu sviöi erlendis í tækni, fóðrun og markaðssetningu. Auk þess er einfalt mál að kaupa erlenda leiðbeiningar- þjónustu ef þurfa þykir án þess aö henni fylgi erlent fjármagn inn í atvinnugreinina. Aðstaða til fiskeldis í Lóni í Keldu- hverfi er góð. Þar eru aðstæöur til kvíareldis svipaðar og í Noregi en meginkostur þess er að stofnkostnaður er hóflegur miðað viö aöra valkosti í fiskeldi sem bjóðast hér á landi. En þó að aðstaðan í Kelduhverfi sé góð er langt í frá aö það sé eini stað- urinn á Islandi sem býður upp á góða möguleika til fiskeldis. Þaö er t.d. ekkert leyndarmál að Isno átti kost á öðrum staö sem kemur sennilega ekki til meö aö verða síðri þegar hann verður nýttur. A sviði hafbeitar og eldis er einnig verið að vinna að raun- hæfum og góðum möguleikum og hug- myndir eru uppi um fleiri möguleika á Kjallarinn EyjótfurFriðgeirsson þessu sviði sem hrint verður í fram- kvæmd þegar möguleikar verða skap- aðirtil þess. Byrjunarerfiðleikar Fiskeldi er ný atvinnugrein hér á landi og eins og aðrar atvinnugreinar, sem veriö er aö byggja upp, þarf hún að glíma við ýmsa byrjunarerfiöleika meðan veriö er að koma henni á traustan grundvöll. Mestu erfiðleik- arnir við þróun fiskeldis hér á landi hafa þó verið á öflun fjármagns til upp- byggingarinnar og á það við greinina í heild. Kemur þar m.a. til algjört stefnuleysi yfirvalda í fiskeldismálum sem hefur valdið því að aðeins Byggöa- sjóður hefur talið sér skylt að lána fyrirtækjum á þessu sviði. Stofnlána- deild landbúnaöarins hefur ekki taliö sér skylt að lána öðrum en lögbýlum; á sama tíma er svo Framleiðsluráð að reyna að skattleggja fiskeldisfyrirtæki sem landbúnaöarfyrirtæki. Velgengni Isno stafar fyrst og fremst af því aö þeir hafa valiö þann eina raunhæfa valkost í fjármögnun sem íslenskum fiskeldismönnum er boðið upp á í dag, að fá erlent fjármagn með aðild DV. FÖSTUDAGUR 22. APRÍL1983. erlendra fyrirtækja að rekstrinum. Isno hefur riöið á vaöið með því að nota þennan valkost og fleiri fylgja á eftir sem t.d. meðfylgjandi auglýsing úr norska fiskeldisblaðinu „Norsk Fiskoppdrett” ber vitni. Það er enn tækifæri til þess að snúa þessari öfug- þróun við því aö enn berjast þó nokkrir Islendingar þeirri vonlitlu baráttu að fjármagna fyrirtæki í fiskeldi með inn- lendu fé en þeir koma liklega til meö aö gefastuppfljótlega. I Noregi er það ekki eingöngu góö aðstaða til laxeldis sem hefur stuðlað að farsælli uppbyggingu laxeldis þar heldur einnig skynsamleg útvegun fjármagns til uppbyggingarinnar. Norsk stjórnvöld hafa á undanfömum árum veitt miklu fjármagni, sem ætlaö hefur verið til byggöaþróunar, „byggðasjóðslán”, sem ódýr lán til laxeldisfyrirtækja. Sennilega hafa þessi ódýru lán skilað ríkulegri ávöxtun í norska þjóðarbúið en önnur lán meðhærri vöxtum. Sjóður? íslenskir fiskeldismenn hafa farið fram á það að í „fiskeldissjóð” eða sambærilegan sjóð yrði ráöstafað nægjanlegu fé til að annast eölilega fjármagnsfyrirgreiðslu til að byggja upp atvinnugreinina svo þeir þurfi ekki lengur að búa viö þau hungurlúsar- og okurkjör sem boðist hafa fram aö þessu. Eðlileg fjármagnsfyrirgreiðsla fyrirtækja í fiskeldi er að þau gætu fengið lán fyrir 80—90% stofn- kostnaðar til 20—25 ára og rekstrarlán fyrstu árin meðan verið er að koma þeim í fullan rekstur. Þaö má vera að mönnum þyki um mikið beðið en ef nánar er að gætt er svo alls ekki. Fjármunir, sem nægöu við núverandi aðstæður til að koma þessari grein á verulegan rekspöl, þyrftu ekki að vera nema sem svarar einu til tveim skut- togaraverðum. Þrátt fyrir loforð stjómmálamanna, sérstaklega núna fyrir kosningar, um eflingu nýrra atvinnugreina og „Einnig þyrfti að stækka (tvöfalda) Hótel Esju. I síðustu grein var ég kominn að þætti höfuöstaðarins í ferðamálunum. Það getur aldrei leikið á því vafi að Reykjavík er hjarta landsins og þaöan hlýtur að koma frumkvæði um margt (ég segi ekki allt) sem gera skal. Hér eru skilyröin til ferðamannaþjónustu bezt, öll stærstu og beztu hótelin, sem er frumatriði í móttöku erlendra sem innlendra gesta. Nú er verið að stækka Hótel Sögu, sem bændastéttin stendur að, og er það þarft framtak og gott. Einnig þyrfti að stækka (tvöfalda) Hótel Esju og það mál snýr að Flugleiðum. Hér má spyrja hvort samvinna Flugleiða viö Sheraton í Luxembourg gefi tilefni til að samvinna um stækkun Hótel Esju kæmi einnig til greina og þá á hvaða grundvelli. Eitthvað mun þetta hafa verið kannað áður fyrr. Hótel Holt hefur einstætt listasafn í gestamót- töku, en herbergin eru í minnsta lagi. Eg sagði í síðustu grein að borgar- yfirvöld fyrr og síðar hefðu ekki stuðlað nóg að ferðamálunum sem þætti í atvinnulífinu. Þama á ég við að þaö heyrist yfirleitt ekki talað um ferðamál á sama gmndvelli og sjávar- útveg, landbúnað, iðnað og verzlun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.