Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Qupperneq 16
16
DV. FÖSTUDAGUR 22. APRIL1983.
Spurningin
Ætlar þú að fylgjast
með Eurovision-
söngvakeppninni
annað kvöld?
Jón Páll Sigmarsson dyravörður: Nei,
ég verðaðvinna.
Anna Öladóttir, verkakona og hús-l
móðir: Já, ég fylgist meö henni. Mér;
finnst mjög gaman að henni.
Rakel Ólafsdóttir, 10 ára: Já. Mér
finnst gaman aö henni, lögin eru
skemmtileg.
Bergþór Bergþórsson, 14 ára: Eg bara
veit þaö ekki. Jú, ég hef nú séö hana
áöur og fannst þaö bara ágætt.
Smári Wiium vélstjóri: Eg hef hugsaö
mér þaö. Mér finnst gaman aö þessu,
þetta er lífgandi efni.
Gunnar Skaptason tannlæknir: Nei,|
elskan mín góða, ég hlusta aldrei á
þessa verksmiöjumúsík.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Bjóraþjór
eða
heilbrigði
— Einar J. Eiríksson svarar
Ásgeirí Þórhallssyni
Til eru þeir menn, sem ekki geta
unnt löndum sínum aö ganga vakandi,
heilbrigðum og óbrjáluöum gegnum
lífiö, heldur þurfa þeir aö menga og
eitra andrúmsloft, og síöar líkamaog
líf meöborgaranna, með því aó stunda
lævíslegan áróöur fyrir áfengisneyzlu,
— í þetta sinn fyrir áfengum bjór. Bjór
er bruggaöur og seldur hér á landi, en
áfengisinnihald hans er lágt.
I Dagblaöinu Vísi 14. apríl birtist
kjallaragrein eftir Ásgeir nokkum
Þórhallsson, þar sem hann vill taka
upp þann ósiö Dana aö stunda bjór-
þamb — og þaö að sjálfsögöu sterkan
bjór, þ.e. með tiltölulega miklu
áfengisinnihaldi — og venja Islend-
inga á slíkt. Hann telur eins og aörir
skoöanabræöur hans aö drykkja á
sterku víni muni þar meö minnka — en
hvaö segja opinberar tölur þar um?
Þær leiða í ljós, aö bjórneyzlan sé aö-
eins viðbót viö þá drykkju sem fyrir
var, og aö heildarneyzlan aukist.
Maður sem er ofurölvi vegna neyzlu
sterkra drykkja, er ófær um aö sinna
vinnu sinni, aka bíl ellegar yfirleitt aö
taka þátt í daglegu lífi þjóöfélagsins.
Maöur sem innbyrt hefur „aðeins”
nokkra bjóra sterka, telur sig geta og
reynir þvíaöstjóma vélum, tækjum og
ekki sízt bíl sínum, en af því hefur slys-
um fjölgaö gífurlega, meö örkuml og
dauða oftlega sem afleiðingu. Ásgeir
Bjórinn skiptir
okkur öil máli
— Svar til Halldórs Krist jánssonar
Þaö er ekki hægt aö líkja saman
heróíni og bjór eins og Halldór gerir i
grein sinni. Því þar er töluveröur
munur á, sérstaklega eru áhrifin frá-
.brugöin. Halldór skrifar:
„Af hverju heldur Ásgeir
Þórhallsson aö mörgum sinnum meira
sé um manndauða vegna lifrar-
skemmda í Danmörku en á Islandi.”
Þetta mál kemur lifrarskemmdum,
lifrarsjúkdómum, lifrarfreknum eöa
þorskalifur ekkert viö. Þetta fjallar
hreint ekkert um lifur. Ég get alveg
passaö upp á mina lifur sjálfur. Þetta
fjallar um aö bera viröingu fyrir
manneskjunni; sjálfsákvöröunarrétt.
Hví er Halldór svo sannfæröur um,
ef bjór yrði leyfður, aö hann veröi
drukkinn daglega á öllum vinnu-
stööum. Flestir þurfa aö vera algáðir
viö vinnu sina og vita þaö sjálfir. I
bjórlöndum er drukkinn bjór á vinnu-
Kjallaragrein Ásgeirs Þórhallssonar i DV 14. apríl hefur orðið tveimur bréf-
riturum tiiefni til andsvara.
[
„Þetta fjallar um að bera virðingu fyrir
manneskjunm; sjálfsákvörðunarrétt.”
1
stöðum, sérstaklega þar sem heitara
er i veðri, en ekki á öllum vinnu-
stööum. Bjór hefur miklu vægari áhrif
en brennivín og þarf lagni til aö drekka
sig öskrandi fullan. Mér hefur sýnst
þetta einungis vera hjá iðnverka-
mönnum í byggingarvinnu. Þaö eru til
fleiri atvinnugreinar en hún. Ég hef
unniö í Danmörku, þar var ekki
þambaöur bjór í vinnutimanum. En
hvern fjandann kemur Halldóri viö
hvað aörir gera? Ekki hef ég áhyggjur
af lifrinni hans. Hann veröur bara aö
passa sína eigin lifur fyrst áður en
hann fer að hafa áhyggjur af annarra.
Geir Hallgrímsson lýsti því yfir i DV
nýlega aö honum fyndist bjór góöur og
aö hann myndi greiða bjórfrumvarpi
atkvæði. En er þaö nokkur vissa fyrir
því að Geir yröi fullur á hverjum degi
inni á Alþingi, Halldór?
Eg er ekki aö tala um aö bjór veröi
seldur í matvöruverslunum, þaö er
ekki nauösynlegt. En aö það sé hægt aö
kaupa hann í ríkinu og á veitinga-
stöðum þar sem fullorðnu og sjálfráöu
fólki er gefiö vald til aö ákveöa sjálft
hvaö fer inn fyrir varir þess. Þaö er
spurning um aö okkar eigin ákvörö-
unarréttur sé virtur. Okkur er treyst
segir réttilega, aö þetta mál komi okk-
ur öllum við — enda vilja allir halda
heilsu, lifi og limum, en það virðist
aukaatriöi hjá Ásgeiri.
Hann reynir aö spila á hégómaskap
sumra og spéhræöslu meö því aö
segja útlendinga hlæja aö okkur. Lík-
legra þykir mér, aö þeir heföu hlegiö
aö Ásgeiri fyrir þaö hve auðtrúa hann
er á sölumannslygar bruggaranna, en
hann síöan heimfært upp á landann.
Frelsi er vinsælt hugtak og því er
þaö orö oft misnotaö. Hér vill A.Þ.
frelsi til aö eitra fyrir sjálfan sig og
aðra, fyrst meö vægu efni þ.e.a.s. bjór,
en síðar sterkara. Sterku vínin fylgja
alltaf í kjölfarið — bjórinn er aöeins
undanfari sem „tryggir” síöar neyzlu
og þrældómstak sterku drykkjanna. —
Þrælslundin segir: „Bönnum öll
bönn”, en þá setningumá einmittfinna
í grein A.Þ. — Ég spyr: Ef ekki væru
til bönn, sem segðu okkur hvaö má,
hvaö er sæmilegt, til góðs, hollt, rétt,
o.s.frv., hvar væri þá frelsið. Viö fynd-
um ekki fyrir því, vegna þess aö viö
þekktum ekki hið gagnstæða. Sá einn
getur veriö frjáls, óháöur, stoltur,
sjálfstæöur og þakklátur, sem finnur
og veit aö hann getur og hefur valiö aö
vera edrú, og aö hann þarf ekki aö lúta
hinum ægilega harðstjóra, Bakkusi,
heldur er hann frjáls aö því að velja
frelsiö. Einar J. Eiríksson.
Hótanir í
keöjubréfí
— „alvarlegur hlutur”
segir bréfritari
Magnea Guðmundsdóttir (6221-5860)
skrifar:
Tilgangur minn meö því aö senda
þessar línur er aö vara viö keöjubréfa-
faraldri sem gripiö hefur um sig.
Bréf þaö sem hér fylgir með barst
inn á heimili mitt frá bláókunnugum
manni sem virðist hafa fundið nafn
mitt ísímaskrá.
I þessu bréfi eru engar smáyfirlýs-
ingar og ekki laust viö aö maöur veröi
skelkaöur viö aö fá hótanir um aö eitt-
hvaö iUt hendi mann ef ekki sé farið
eftir fyrirmælum bréfsins. Eg tel rétt
aö vara fólk viö þessum ófögnuöi og
því sendi ég DV bréfið til birtingar í
staö þess að senda 20 einstaklingum
þennan ófögnuð eins og farið er fram á
í bréfinu.
Keðjubréf sem þetta eru það alvar-
legur hlutur aö mér fannst ég ekki geta
látiðkyrrt Uggja.
Sagt er að bréfið sé upphaflega
skrifað af trúboða í Venezúela.1
Rakin eru örlög þeirra sem þver-
skölluðust við að senda bréfið
áfram. Einn missti vinnuna, annar
lenti i bílslysi og fótbrotnaði
skömmu síðar. En þeir sem sendu
bréfið áfram unnu i happdrætti,
gekk betur i starfi og svo fram-
vegis.
Bókarumf jöllun á Sælkerasíðu:
Hvergi getið
um höf und
— bókarinnar 220 gómsætir sjávarréttir
Anna Guðmundsdóttir (0333—2306),
Hringbraut 37, hringdi:
Á Sælkerasíðu DV16. apríl er f jaUað
um bókina 220 gómsætir sjávarréttir.
Þetta er ein albesta matreiðslubók
sem fáanleg er hérlendis og aö auki og
öfugt viö flestar aörar matreiðslubæk-
ur, frumsamin en ekki þýdd.
Á Sælkerasíðunni er • f jaUaö um
þesssa bók og þess getið aö Sigurður
Þorkelsson hafi myndskreytt bókina.
En, þess er hvergi getið hver höfundur
bókarinnar er. Mér finnst þetta hrein-'
lega móögun viö höfundinn, Kristínu
Gestsdóttur. Aö mínu mati á svona lag-
að ekki að geta komið fyrir hjá Sig-
mari B. Haukssyni.
220 g&msætir
sjúvarréttir
Það er ekki algengt að gefnar
séu út íslenskar matreiðslubæk-
ur. Flestar matreiðslubækur
sem koma út hér á landi eru
þýddar. 1981 gaf bókaforlagið
Öm og Örlygur út bókina 220
gómsætir sjávarréttir. Bók
þessa myndskreytti Sigurður
Þorkelsson. Þessi bók er ón efa
skelfiski, kröbbum o.fl. Upp-
skriftirnar eru ítarlegar og
greinagóðar. I bókinni eru
einnig húsráð og leiðbeiningar,
t.d. bendir höfundur á að upplagt
sé að nota mjólkurmysu í stað
hvítvíns, t.d. í sósur. Jú, þaö er
hægt en einnig má nota óáfeng
vín en best er auðvitað aðmotæ-
Bréfritari er óánægður með að ekki skuli getíð um hver sé höfundur bók-
arinnar 220 gómsætir sjávarréttir en um þá bók var fjallað á Sælkerasíðu
DVlaugardaginn 16. aprii.