Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Síða 9
DV. LAUGARDAGUR 23. APRIL1983.
9
Þjóðfn kveður
upp dðm sinn
Þjóöin kveður nú upp sinn dóm.
Urslit skoöanakannana liggja fyrir.
Eftir aö þær voru gerðar, hafa enn
veriö framboösfundir úti um allt
landiö. Fulltrúar framboöanna hafa
komið fram í sjónvarpi, síðast í
hringborösumræöum. Þetta hefur
vafaiaust einhver áhrif, aö minnsta
kosti á þá sem enn voru óákveðnir í
skoðanakönnunum. En skoöana-
könnun DV fyrir viku gaf til kynna,
aö breytinga væri að vænta. Þær
breytingar veröa samkvæmt skoð-
anakönnuninni mikilvægari en
breytingarnar, sem urðu í kosning-
unum 1978, eins mikilvægar og þær
virtust þóvera.
I þingkosningunum 1978 röskuöust
hlutföll á Alþingi geysUega, eins og
flestir muna. Alþýðuflokkur og
Alþýöubandalag unnu mikinn sigur
en Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokkur töpuöu miklu. Þetta var hin
mesta röskun á flokkakerfinu í
áratugi — en hún stóö ekki nema
skamma hríð. Smám saman sótti
aftur í sama farið. Skoöanakannanir
sýndu, aö smátt og smátt hvarf
fylgið aftur af A-flokkunum. Sjálf-
stæðisflokkur og Framsóknarflokkur
endurheimtu fylgi sitt. Það kom
einnig fram í síðustu þingkosn-
ingum, í desember 1979. Þá vann
Framsókn sigur og Sjálfstæöisflokk-
urinn vann nokkuð, þótt hann hafi
vafalaust misst töluvert af unnu
fylgi síöustu vikur kosningabarátt-
unnar — vegna „leiftursókn-
arinnar”. Þannig varð breytingin í
kosningunum 1978, sem virtist í
fyrstu svo mikilvæg, lítils sem
einskis viröi, þegar fram í sótti. Hún
skipti engum sköpum í sögu stjóm-
mála á Islandi.
Þess vegna gæti breytingin í þing-
kosningunum, sem nú standa yfir,
orðið sögulega merkilegri. Nú hafa
komiö fram tveir nýir „flokkar”,
Bandalcg jafnaöarmanna og
Samtök umkvennalista, sem gætu
vel enzt í einhverja framtíð.
Skoöanakönnun DV, eins og reyndar
aörarskoöanakannanir, benda til, að
nýju framboöin verði sigurvegarar
kosninganna. Gamla flokkaskipunin
riölist.
Hreyfíngar hjá
Alþýðuflokki
Ef skoðanakannanir sýna í stórum
dráttum, hvert stefnir, munu
Alþýðuflokkur, Alþýöubandalag og
Framsóknarflokkur tapa, nýju
framboöin vinna, og Sjálfstæöis-
flokkurinn auka nokkuö fylgi sitt frá
síðustu kosningum. Hinu munu
margir nú hafa gleymt, að Alþýðu-
fiokkur og Alþýðubandalag höföu
tapað stórlega fylgi löngu áöur en
nýju framboðin komu til.
Alþýðuflokkurinn hlaut þannig 17,4
prósent atkvæöa í þingkosningunum
1979. Það varmikið tap frá þingkosn-
ingunum 1978 en þó nokkur „vamar-
sigur”. Augljóst er, að ýmsir, sem
annars heföu kosið Sjálfstæðisflokk-
inn, óttuðust svo „leiftursóknar-
stefnu” flokksins, að þeir flýðu,
aðallega yfir á Alþýðuflokkinn. Þetta
forðaði Alþýðuflokknum frá enn
miklu meira tapi í síðustu kosn-
ingum. Alþýðuflokksmenn vitna
gjaman til þessara kosninga og
benda á, aö i skoðanakönnunum
nokkm fyrir kosningarnar hafi þeir
fengið minna fylgi en þeir fengu í
kosningunum. Þetta er rétt, og olli
óttinn við leiftursóknina því.
En hvað varö síðan unl fylgi
Alþýðuflokksins eftir síðustu þing-
kosningar?
Flokkurinn tapaði skjótt fylgi
samkvæmt skoöanakönnunum.
Þannig var fylgi hans aöeins 12,8%
ífebrúar 1980. Það var 10,7% í janúar
1981 og komst niður í 8,8% í október
1981.1 október síðastliönum var fylgi
Alþýðuflokksins 10,7% eða 6,7
prósentustigum undir fylgi flokksins
í þingkosningunum 1979. Þá var Vil-
mundur enn í flokknum. Með
Vilmund í flokknum hafði Alþýðu-
flokkurinn sem sagt þegar tapað
þriðjungi fylgissíns. Um það þarf
ekki að vitna bara til skoðanakann-
ana. Sveitarstjórnarkosningarnar
fyrir ári em mönnum í fersku minni.
Þá kom fram tap Alþýðufl cksins af
þessari stærðargráðu.
Auðvitað kostaði það Alþýðuflokk-
inn enn nokkuö, að Vilmundur
Gylfason, einn þingmanna flokksins,
stofnaði nýjan flokk. Fylgi Alþýöu-
flokksins stóð í 7,3% samkvæmt
skoðanakönnun DV fyrir viku, í staö
10,7% í október síöastliðnum. Vil-
mundur hefur tekið töluvert, en
mikilvægt er, aö menn sjái, að fylgis-
tap Alþýðuflokksins, úr 17,4% í kosn-
ingunum 1979 í 10,7% í október
síðastliðnum var oröið, áður en Vil-
mundur gekk úr Alþýðuflokknum.
Fylgi
Alþýðubandalagsins
Og hvað um Alþýðubandalagið?
Alþýöubandalagið hlaut 19,7% í þing-
kosningunum 1979. Það var mikið tap
frá kosningunum 1978. Nú tala menn
um, aö k vennalistarnir og Bandalag
jafnaðarmanna höggvi í raðir Alþýðu-
bandalagsins. Ekki skal því í móti
mælt. En hvemig hafði fylgi Alþýðu-
bandalagsins þróazt, áður en nýju
framboðin komu til?
Samkvæmt skoðanakönnunum
tapaði Alþýðubandalagið fylgi
fljótlega eftir síðustu kosningar.
Alþýðubandalagið hafði þannig
16,8% í skoðanakönnun í febrúar 1980
en komst upp í fylgi sitt í þingkosning-
unum í könnun í maí 1981. Samkvæmt
Laugardags-
pistlll
Haukur Helgason
adstodarritstjóri
skrifar
skoðanakönnunum fór Alþýðubanda-
lagið að tapa mjög í lok 1981 og árið
1982. Fylgi þess var aðeins 13,4% í
febrúar 1982 og 14,5% í október
1982. Síöasta skoðanakönnun DV, fyrir
viku, gaf Alþýðubandalaginu þó 15%.
Þaö er að minnsta kosti öllu skárra
fyrir Alþýðubandalagið en flokkurinn
fékk í ýmsum fyrri skoöanakönnunum.
Við vitum, að Bandalag jafnaðar-
manna var stofnað fyrir tiltölulega fá-
um vikum og kvennalistarnir komu
fram fyrir skömmu. Staða Alþýöu-
bandalagsins er samkvæmt sambæri-
legum skoðanakönnunum álíka og hún
hefur verið um skeið. Víst vitum við,
að Alþýðubandalagið hefur oft sótt sig
á síðasta sprettinum fyrir kosningar,
og getur verið, að þess sjáist enn
merki.
Mönnum þætti einfaldast að segja,
að fylgi Bandalags jafnaðarmanna og
k ennalista komi frá Alþýðuflokki og
Aiþýðubandalagi. Við þekkjum
vafalaust dæmi um að þetta hafi gerzt í
einstökum tilvikum. Samanburður
milli sambærilegra skoðanakannana
sýnir aö sjálfsögðu, aö Alþýðuflokk-
urinn hefur haldið áfram að tapa fylgi,
eftir að nýju f ramboðin komu fram. En
hann hafði orðið fyrir mestu af fylgis-
hruninu, áður en þau komu fram.
Oljóst er, hverju Alþýöubandalagiö
tapar á tilkomu nýju framboðanna,
þegar niðurstöður skoðanakannana á
þessu tímabili eru bornar saman.
Framsókn
Framsókn hefur hins vegar tapað
fylgi snögglega síðustu mánuði.
Framsóknarflokkurinn fékk 24,9%
í síðustu þingkosningum. Fylgi
flokksins h jakkaði í nánast sama fari
samkvæmt skoðanakönnunum æ
síöan, en var þó komið niður í 22,1% í
febrúar síðastliðnum. Þá hafði
Bandalag jafnaðarmanna verið
stofnað, en kvennalistamir voru enn
óákveðnir.
Þannig hafði Fraitisókn tapað
fylgi, en þó litlu, ef við segjum, að
skoðanakönnun DV hafði mælt þetta
hárnákvæmt. Nú gerist það í könnun
DV fyrir viku, aö Framsókn reynist
hafa farið niður í 17,9%. Tap Fram-
sóknar hefur því einkum orðið
síðustu fáa mánuði.
Þetta segir okkur kannski að
kvennalistarnir taki meira af Fram-
sókn, en menn mundu ætla að
óreyndu.
Fylgi
Sjálfstæðisflokks
En hvað þá um Sjálfstæðis-
flokkinn? Hefur hann verið ónæmur
fy rir nýju f ramboðunum?
Sjálfstæðismenn fengu í síðustu
þingkosningum 37,3% atkvæða.
Skoðanakannanir sýndu brátt, aö
flokknum óx fylgi.
Sjálfstæöisflokkurinn hafði 43,4% í
könnun í febrúar 1980. Síðan var fylgi
hans í skoðanakönnunum frá 45,6%
allt upp í 53,5%. Hann jaöraði viö aö
hafa helming. Hægrimenn og frjáls-
lyndir, hvort sem þeir vom með eða
á móti ríkisstjóm Gunnars
Thoroddsens, sögðust ískoðanakönn-
unum styðja Sjálfstæðisflokkinn.
En síðan dró mjög úr þessu fylgi.
1 skoðanakönnun DV í febrúar
síðastliðnum hafði Sjálfstæðisflokk-
urinn fylgi 40,6% landsmanna. Nú
hafði hann, fyrir viku, fylgi 41%
landsmanna samkvæmt skoðana-
könnun DV. Bandalag jafnaðar-
manna var komið til, þegar skoðana-
könnun var gerö í febrúar. Kvenna-
listamir hafa komið til síðar.
Skoðanakannanir segja ekki alla
sögu um, hvemig kosningar fara
Hversu réttar sem þær era, mæla
þær aðeins stöðuna, eins og hún er
þegar þær eru gerðar. Þær megna
ekki aö „spá” neinu um, hvað síöar
gerist.
Þjóðin talar nú. Dómur hennar
verður ákveðinn. Það, sem hér hefur
verið sagt og rakið með samanburði
milli skoðanakannana á síðasta
kjörtímabili, kann að segja okkur, að
nýju framboðin hafi verið að taka
eitthvert fylgi af öllum hinum ftokkun-
um, ef miðað er við úrslit skoðana
kannana, til dæmis á síðasta ári,
Meginhlutinn af tapi Alþýðuflokksins
var kominn fram, löngu áður en Vil-
mundur Gylfasnn stofnaði nýjan
flokk „gegn flokkunum”. Tap
Alþýðubandalagsins var þegar
komiö fram, áöur en kvennalistar
urðu til. Auövitað felst meginskýr-
ingin í því, hversu gífurlega margir
hafa verið óákveðnir, og það í fullri
alvöra, í fyrri skoðanakönnunum
Margir þeirra hafa snúið sér til nýju
framboðanna.
Era landsmenn sáttir við þá mynd.
sem skoðanakönnun DV gefur? Vilja
þeir breyta henni? Þaö kemur í ljós
Haukur Helgason.