Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 28. APRIL1983. j& Lausar stöður WSS við Bændaskólann á Hvanneyri Viö Bændaskólann á Hvanneyri eru lausar til umsóknar eftirtaldar stöður, sem veitast frá 1. september 1983: 1. Staöa kennara við bændadeild, meö búfjárrækt sem aðal- kennslugrein. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. 2. Staða aðalkennara á grunngreinasviði við búvísindadeild skólans. Aðalkennslugreinar efna- og iíffræðigreinar. Launakjör eru hin sömu og háskólakennara. Umsækjendur um stöðu þessa skulu láta fylgja umsókn sinni skýrslu um visindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Umsóknarfrestur um báðar þessar stöður er til 25. maí nk. og skulu umsóknir sendar til landbúnaðarráðuneytisins, Arnarhvoli, Reykjavík. LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ, 25. apríl 1983. Auglýsing frá ríkisskattstjóra Athygli framteljenda, sem létu af störfum vegna aldurs á árinu 1982 eða hyggjast láta af störfum vegna aldurs á árinu 1983, er vakin á því að með lögum nr. 21/1983 um brevting á lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, er heimilaöur sérstakur frádráttur frá tekjurn hjá framangreindum fram- teljendum. Framteljandi hefur rétt til þessa frádráttar hafi hann náð 60 ára aldri eða öðlast rétt til eftirlauna eða ellilífeyris úr líf- eyrissjóði á því tekjuári er hann telur sig láta af störfum vegna aldurs. Þar sem ákvæði 7. tl. 66. gr. laga nr. 75/1981 eru úr gildi fallin þurfa allir þeir sem létu af störfum vegna aldurs á árinu 1982 og sótt höfðu um lækkun tekjuskattsstofns skv. því lagaá- kvæði að endumýja umsókn sína á sérstöku eyðublaði (YFIRLÝSING OG GREINARGERÐ vegna frádráttar skv. 9. tl. A-liðs í 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981 fyrir þá sem láta af störfum vegna aldurs) ef þeir óska eftir frádrætti skv. 1. gr. laga nr. 21/1983. Á þessu eyðublaði skal umsækjandi gefa yfirlýsingu um þaö hvenær hann telji sig láta af störfum vegna aldurs og gera jafnframt grein fyrir þeim tekjum sem frádrátturinn skal miðast við á framtali 1983, þ.e.a.s. á þeim hluta tólf síðustu starfsmánaða sem féll til á árinu 1982. Fyrir framteljanda sem lét af störfum vegna aldurs í árslok 1982, þannig aö síðustu tólf starfsmánuðir hans féllu innan eins og sama almanaksársins, er nægjanlegt aö gefa yfirlýsingu þar um án greinargerðar um tekjur á árinu 1982. Framteljandi sem lét af störfum vegna aldurs fyrir árslok 1982 þarf að fylla út greinargerð um þær tekjur sem hann aflaði frá 1. janúar 1982 til loka þess dags þegar hann lét af störfum vegna aldurs á árinu 1982. Athygli er vakin á því að framteljandi sem hyggst láta af störfum vegna aldurs fyrir lok ársins 1983 getur sótt um þennan frádrátt á þessu ári, þ.e. framtali 1983. Hjá honum skiptist framangreindur frádráttur á framtöl 1983 og 1984. Framteljandinn skal fylla út greinargerðina þegar ljóst er hvenær hann muni láta af störfum vegna aldurs. I greinar- gerðinni þarf framteljandi að gera grein fyrir þeim hluta tekna sinna á árinu 1982 sem hann aflaði á þeim mánuöum ársins 1982 sem falla innan tólf mánaða áður en hann lét af , störfum vegna aldurs. Leyfist þá helmingur þessara tekna til frádráttar í skattframtali hans 1983. Hann þarf jafnframt aö gæta þess við framtalsgerð 1984 að senda inn sams konar greinargerð og gera þá grein fyrir tekjum sínum frá 1. janúar 1983 þar til hann lætur af störfum vegna aldurs. Athygli skal vakin á því að enda þótt frádráttur þessi geti skipst á tvö skattframtöl kemur hann ekki til greina nema einu sinni fyrir hvern mann. Frádráttur þessi gildir jafnframt við ákvörðun útsvars- stofns við álagningu útsvara. Eyðublöð fást hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra. Reykjavík 26. apríl 1983. RÍKISSKATTSTJÓRI. Kópavogur sýnir Ikarus enn áhuga Bæjarstjóm Kópavogs hefur þaö enn í athugun að kaupa Ikarusvagnana þrjá af Strætisvögnum Reykjavíkur. Ikarusvagnarnir voru teknir úrnotk- un er núverandi borgarstjórn tók viö síðastliöiö sumar. Síöan hafa þeir staö- iö í bílageymslu Strætisvagna Reykja- víkur viö Kirkjusand. Þaö var eitt af kosningaloforöum sjálfstæðismanna í borgarstjórn aö selja vagnana. Þeir voru auglýstir til sölu en tilboöin sem bárust voru öll þaö lág að þeim var hafnað. Aö sögn Bjöms Friðfinnssonar, fjár- málastjóra Reykjavíkurborgar, er mál þetta í biðstööu á meöan beðið er eftir nýju tilboði í vagnana frá Kópa- vogsbæ. Sagöi hann aö reynt yröi aó selja vagnana á kostnaöarverði sem væri á bilinu 3,6 til4 milljónir króna. Karl Kristjánsson, fjármála- og hag- sýslustjóri Kópavogs, sagöi í samtali við DV aö nú stæöi yfir athugun á því hvort hagkvæmt væri aö kaupa Ikams- vagna Strætisvagna Reykjavíkur. Strætisvagnar Kópavogs eiga nú þrjá Ikarusa sem notaðir em í feröir innan- bæjar. Verið er að skoöa hvort hægt er aö nota vagnana í feröum milli Kópa- vogs og Reykjavíkur. Karl sagöi aö nýir Ikamsar kostuöu nú um 1,8 milljónir og því væri eölilegt aö kaupa vagnana af SVR fyrir rúma milljón Ikarusvagnarnir hafa staðið óhreyfðir og númerslausir frá þvi Sjálfstæðis- flokkurinn náði meirihluta i borgarstjórn. Enn eru möguieikar á að SVR takistað selja þá til Kópavogs. DV-mynd EÓ. hvernvagn. sem SVR hefur notað rúmar þrjár Þess má geta aö samkvæmt heimild- milljónir króna. um DV kostar nýr Volvo af þeirri gerð ÓEF X I tilefni finnsku vikunnar: FINNSK VÖRUSÝNING Á HÓTEL LOFTLEIÐUM I tengslum viö finnsku vikuna sem hófst síöastliöinn mánudag var í gær opnuð sýning í Kristalsal Hótel Loft- leiða á finnskum framleiösluvörum af ýmsu tagi. Stendur sýningin í þrjá daga og lýkurá morgun. Eins og kunnugt er standa Finnar mjög framarlega á sviöi iðnaöar. Sautján fyrirtæki sýna framleiðslu sína á sýningunni: Arabia sem þekkt er fyrir postulín og glervöm, Schauman sem f ramleiöir m .a. krossvið og spóna- plötur, stígvélafyrirtækiö Nokia, plast- fyrirtækið Rosenlew, pappírsfyrirtæk- ið Converta, Fiskars sem framleiöir skæri og önnur verkfæri, Iittala sem þekkt er fyrir glervörur. Sex fyrirtækj- anna sýna fatnað; Leijona, Norlyn og Torstai-A-Sport, en þau framleiða sportfatnaö, sokkafyrirtækiö Sidoste, Pukumestarit sem er með herrafatnað og Isohella, leöur- og loöhúfufyrirtæki. Ennfremur sýna Juhava, kertisfyrir- tæki, Plasto sem framleiöir leikföng, SOK Panda sem býr til súkkulaöi og SOKVakiopuu, framleiöandi bygging- arvöru. Tískusýningar á finnskum fatnaði fara fram í ráðstefnusal Hótel Loftleiða í dag og á morgun kl. 14 og 17. Á síðasta ári nam útflutningsverð- mæti finnskra vara til Islands nær 17 milljónum Bandaríkjadollara. Mikil- vægasta útflutningsvaran var pappír. Auk skógarafurða em fatnaður og hús- gögn flutt hingaö til lands og nokkuð af rafmagns- og raftækniútbúnaöi. Efst á lista yfir útflutning til Finnlands em sjávarafuröir, gærur og ál og nam inn- flutningsverðmæti þeirra til Finnlands 13,6 milljónum Bandaríkjadollara á síöasta ári. -PÁ Bannið á DC-8 vélar Flugleiða íBandaríkjunum: Utanríkisráðuneytið grípur inn í málið Utanríkisráöuneytiö hefur ákveðiö aö greiða götu Flugleiöa í Bandaríkj- unum vegna banns þess sem sett hefur veriö á DC-8 vélar félagsins vegna hávaðamengunar. Hefur ráðuneytiö faliö sendiherra Islands í Washington, Hans G. Andersen, aö vinnaíþessumáli. Sem kunnugt er barst Flugleiöum skeyti frá flugvallaryfirvöldum á Kennedy-flugvelli þess efnis að DC-8 vélum félagsins verði bannaö aö lenda þar eftir 20. júlí næstkomandi, vegna hávaöamengunar. Forráöa- menn Flugleiða höföu hins vegar gert ráö fyrir aö slíkt bann yrði ekki sett á fyrr en 1. janúar 1985, eöa frá og meö þeim tíma er þaö gengi al- mennt í gildi í Bandaríkjunum. Þorsteinn Ingólfsson hjá utanríkis- ráðuneytinu sagöi í viðtali við DV að Hans G. Andersen myndi hlutast til um aö rætt yrði viö flugvallarstjóm- ina á Kennedy-flugvelli í New York til þess að greiða fyrir því aö Flug- leiðir fengju einhvern frest. Málið væri enn ekki komið á það stig aö farið væri að ræöa ákveönar dagsetningar þar aö lútandi. -JSS ALDA: þvottavél og þurrkari Tekur heitt og kalt vatn. Vindur 800 snúninga. Fullkomin þvottakerfi. Verðið er ótrúlega hagstætt, Kr. 14.990,- Vörumarkaðurinn hí. Ármúla 1a, sími 86117.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.