Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Síða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 28. APRIL1983. „Þingkonur" Kvennalistans, Kristín Halldársdóttir, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir og Guðrún Agnars- dóttir, áttu i gær fund með Jó- hönnu Sigurðardóttur og Jóni Bald- vin Hannibalssyni, þingmönnum Alþýðuflokksins. 4 Lárus Jónsson og Karvel Pálmason hittust fyrir utan Alþingi og þreif- uðu sjálfsagt á málunum i leiðinni. I ÞREIFINGAR UM STJÓRNARMYNDUN Steingrímur Hermannsson undirritaði nokkur bráðabirgðalög með hraði i kaffistofu Alþingis áður en hann hljóp inn á þingflokksfund Framsóknar- flokksins sem haldinn var síðdegis i gær. Þar varð að fresta kosningu þing- flokksformanns vegna þess að þrír þingmenn voru fjarverandi. Öformlegar viðræður eru hafnar milli allra flokka um myndun næstu ríkisstjómar. Þótt enginn hafi enn fengið umboð til stjórnarmyndunar er gengiö út frá því sem vísu aö forseti muni afhenda Geir Hallgrímssyni um- boðið. Það eina sem getur raskað því er aö einhver forystumanna flokkanna segi forseta að hann eigi möguleika á myndun meirihlutastjórnar með ööru mynstri. Forseti mun hitta alla forystumenn flokkanna eftir hádegi í dag að afloknum ríkisráösfundi. Þingmenn stóðu í miklum þreifing- um í gær, bæði í húsakynnum þingsins og utan þess en ekki síður símleiðis. Einn möguleikinn sem heyrist nefndur er samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags. Ummæli Guðmund- ar J. Guðmundssonar í sjónvarpi dag- inn eftir kosningar hafa gefið þessum getgátum byr undir báöa vængi. Ýmsir aðrir þingmenn Alþýöubandalagsins telja þennan möguleika fráleitan. Einn áhrifamaður í Alþýðubandalaginu sagöi: „Sjálfstæðisflokkurinn verður nú fyrst að koma sér saman um hvað hann vill." Annar möguleiki sem rætt er um er samstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks. „Það yrði steik stjórn og jjað er það sem vantar,” sagði einn þingmanna Alþýðuflokks- ins. En annar þingmaður flokksins sagði aö í slíku stjórnarmynstri yrði Alþýöuflokkurinn sem dula sem hægt væri að henda hvenær sem væri þar sem hinir flokkarnir heföu samt nægi- legan þingstyrk tveir saman. Þriðji þingmaöur Alþýöuflokksins sem DV leitaði álits hjá sagði að samstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista væri æskilegur og líklegur möguleiki og sá kostur sem mest væri Tómas Árnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson hittust i Þórs- hamri og áttu saman stuttan rabb- fund. DV-myndir GVA. I: reyndur af hálfu Alþýðuflokksins sem stendur. Einn af f orystumönnum Sjálf- stæöisflokksins sagði þó aö samstjórn meö Kvennalista væri ekki æskileg „ef þær ætla að hafa einhverjar komma- kerlingar í bakherbergjum til aö stjórnameðsér”. Stjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæöisflokks er nefnd sem dæmi um þá sterku stjórn sem talin er æskilegust. Ýmsir draga þó í efa aö Framsóknar- flokkurinn hafi áhuga á að sitja í stjórn næsta k jörtímabil, hvort sem það verð- ur stutt eða langt. En einn framsóknar- þingmaður sagði að fyrst yröi Sjálf- stæðisflokkurinn að leysa sín innbyröis ágreiningsmál. „Forystuleysið í Sjálf- stæðisflokknum er nú eitt alvarlegasta vandamáliö í islenskum stjómmálum. Það var vandamál hans í stjórnarand- stööu og yrði það ekki síður í ríkis- stjórn,” sagði hann. Ýmsir aörir létu aö því liggja að ágreiningur innan Sjálfstæöisflokksins um hver ætti að leiöa stjórnar- myndunarviöræður setti viöræðum flokkanna skorður. Þingmenn Sjálf- stæðisflokks vilja þó lítið gera úr þessu. Einnig er nefnt að nýju fram- boðin, Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalistinn, geri dæmið flóknara þar sem ekkert sé vitað hvaða kröfur og skilyrði þau muni setja. Þau séu óþekktar stærðir í dæminu. Enn eru allir aö tala viö alla og ekki einblínt á neinn sérstakan möguleika. En þingmenn virðast nokkuð sammála um að nauösynlegt sé að stjómar- myndun taki skemmri tíma en áður og æskilegast væri aö mynda ríkisstjóm- ina áöur en þing kemur saman um miðjan næsta mánuð. ÓEF Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöf ði Sækja að bandamönnum sínum um f rið Svíar eru að uppgötva um þessar mundir, að eitthvert havarí hefur orðið í baltíska sjónum. Þeir segja nú, að eins manns kafbátar rúss- neskir hafi jafnvel sést í höfninni í Stokkhólmi, en enginn hafi tekið mark á því, enda er fólk þar í landi alið upp í rétttrúnaði friðar og hátíð- leika þjóðflokks, sem hafinn er yfir allar smáskítlegar grunsemdir á hernaðarsviði. Þótt þetta séu ■ kannski ill tíöindi í Svíþjóð, geta menn vart annað en brosað að óskammfeilni Rússa að sækja þannig að helstu bandamönnum sín- um og vinum á Vesturlöndum — i svefni. Nú verður jafnvel Olov Palme að gefa út harðorðar yfir- lýsingar og kalla sendiherra sinn frá Moskvu um stundarsakir. En OIov Palme er sá sænskur forustumaður, sem einna flestar ferðir hefur farið til Moskvu í þágu friðar og mannrétt- inda handa Svíum. Jafnvel Danir hafa hrokkið við, en þeir hafa hingaö til álitið að svo væri aðgrunnt við Danmörku að þangað gætu ekki kafbátar komist. Nú er ljóst að dvergbátar Rússa gætu allt eins hafa komið að Löngulinu, þótt þar hafi loftnetið ekki staðið upp úr eins og í höfninni í Stokkhólmi. Danir eiga sér að vísu varnarlið — eins og Sviar, en varnarlið Dana þykir eink- um koma við ríkiskassann. Af því til- efni lýsti Glistrup því yfir sem stefnumiði, að Danir fengju sér sím- svara, sem hrykki í gang þegar inn- rás væri gerð og endurtæki í sífellu: Vi kapitulerer, vi kapitulerer. Sviar hafa hins vegar uppi meiri hernaðartilburði en Danir, enda flytja þeir út vopn til vanþróaðra rikja, sem vilja fara i bardagaleik. Mitt í friðarhamstri samtimans, standa loftnet rússneskra kafbáta upp úr sjónum í höfn höfuðborgar forustufriðarríkis á Norðurlöndum. Nýlega var gerð samþykkt í Reykja- vik um sérlega friðun Norðurlanda, en óljóst er enn hvort þeir, sem telja sig eiga allan siglingarétt í baltíska sjónum og innan skerjagarðs Svi- þjóðar, líti svo á aö fastar siglinga- leiðir rússneskra kafbáta skuli' undanþegnar. Áhugi Rússa á hafnar- aðstöðu í Svíþjóð og á skipalægjum þar í landi er augljós. Þeir hafa hug á þvi aö rýmka um siglingar til Atlantshafsins, en til þess þurfa þeir að ráða leiðinni út á Norðursjó. Af mikilli tryggð við „friðinn” hafa Svíar kosið að hervæða sig á eigin spýtur. Þess vegna mun enginn koma til hjálpar þurfi að beygja þá til að opna skerjagarðinn. Þetta vita handhafar kafbátavaldsins. Nú horfðu þessi mál öðravísi við ef Sviar væru alvöruþjóð innan nauð- synlegrar varnarsamstöðu vestrænna ríkja. Þá mættu þeir sín meira i þessari viðureign við kafbát- ' ana, sem kortleggja skerjagarðinn og hafnirnar fyrir frekari aðgerðir. En þeir hafa kosið aö ganga einir. Þeir hafa einnig kosið að freista þess ' að leiða aðrar Norðurlandaþjóðir fram af hengiflugi fáviskunuar, og ' kostað þar miklu til i mannafla og fjáimunum. Við íslendingar höfum orðið þessara tilþrifa illilega varir á marga lund, því hér eiga gestgjafar kafbátanna marga vini, en auk þess hefur verið reist heilt hús í Vatns- mýrinni m.a. til að boða margvísleg sænsk fagnaðarerindi gegn ótvíræð- um hagsmunum islands. Kominn er tími til þess að menn átti sig á því, að heimsmálin cru ekki byggð upp á fallegum hugsjónum, heldur er þetta vcröld vopna og valdagræðgi, þar scm sterk sam- staða kemur ein að gagni. Þetta er alvöruheimur. Vinir Svía hér á landi ræða lítið um kafbátana, sem eðli- legt er. Hér er þessu nefnilega þannig varið, að best kæmi þeim ef hægt væri að afskrifa málið með því að orða það við vináttuheimsóknir. Hér eru nefnilega sömu aðilamir vinir beggja. Þeir em líka talsmenn friðarins, sem birst hefur í skýrsl- unni um skerjagarðsundrin. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.