Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 4
DV. FIMMTUDAGUR28. APRIL1983. „Þingkonur"Kvennalistans, Kristín Halldórsdóttír, Sigriður Dúna Krist- mundsdóttir og GuÖrún Agnars- dóttir, áttu í gær fund með Jó- hönnu Sigurðardóttur og Jóni Bald- vin Hannibalssyni, þingmönnum Alþýðuflokksins. Lárus Jónsson og Karvel Pálmason hittust fyrir utan Alþingi og þreif- uðu sjálfsagt á málunum ileiðinni. ÞREIFINGAR UM STJÓRNARMYNDUN Steingrimur Hermannsson undirritaði nokkur bráðabirgðalög með hraði i kaffistofu Alþingis áður en hann hljóp inn á þingflokksfund Framsóknar- flokksins sem haldinn var siðdegis igær. Þar varð að fresta kosningu þing- flokksformanns vegna þess að þrír þingmenn voru fjarverandi. Oformlegar viöræöur eru hafnar milli allra flokka um myndun næstu ríkisstjórnar. Þótt enginn hafi enn fengiö umboð til stjórnarmyndunar er gengiö út frá því sem vísu að forseti muni afhenda Geir Hallgrímssyni um- boðið. Það eina sem getur raskað því er aö einhver forystumanna flokkanna segi forseta að hann eigi möguleika á myndun meirihlutastjórnar með öðru mynstri. Forseti mun hitta alla forystumenn flokkanna eftir hádegi í dag að afloknum ríkisráðsf undi. Þingmenn stóðu í mikhim þreifing- um í gær, bæði í húsakynnum þingsins og utan þess en ekki síður simleiðis. Einn möguleikinn sem heyrist nefndur er samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags. Ummæli Guðmund- ar J. Guðmundssonar í sjónvarpi dag- inn eftir kosningar hafa gefið þessum getgátum byr undir báða vængi. Ymsir aðrir þingmenn Alþýðubandalagsins telja þennan möguleika fráleitan. Einn áhrifamaður í Alþýðubandalaginu sagöi: „Sjálfstæðisflokkurinn verður nú fyrst aö koma sér saman um hvað hann vill." Annar möguleiki sem rætt er um er samstjórn Sjálfstæöisflokks, Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks. „Þaö yrði sterk stjórn og það er það sem vantar," sagði einn þingmanna Alþýðuflokks- ins. En annar þingmaður flokksins sagði að í slíku stjórnarmynstri yrði Alþýöuflokkurinn sem dula sem hægt væri að henda hvenær sem væri þar sem hinir flokkarnir hefðu samt nægi- legan þingstyrk tveir saman. Þriðji þingmaður Alþýðuflokksins sem DV leitaði álits hjá sagði að samstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista væri æskilegur og líklegur möguleiki og sá kostur sem mest væri Tómas Árnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson hittust í Þórs- hamri og áttu saman stuttan rabb- fund. D V-myndir G VA. reyndur af hálfu Alþýðuflokksins sem stendur. Einn af forystumö'nnum Sjálf- steðisflokksins sagði þó að samstjórn með Kvennalista væri ekki æskileg „ef þær ætla að hafa einhverjar komma- kerlingar í bakherbergjum til að stjórnameðsér". Stjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks er nefnd sem dæmi um þá sterku stjórn sem talin er æskilegust. Ymsir draga þó í efa að Framsóknar- flokkurinn hafi áhuga á að sitja í stjórn næsta k jörtímabil, hvort sem það verð- ur stutt eða langt. En einn framsóknar- þingmaður sagði að fyrst yröi Sjálf- steöisflokkurinnaðleysa sín innbyrðis ágreiningsmál. „Forystuleysið í Sjálf- stæðisflokknum er nú eitt alvarlegasta vandamálið í íslenskum stjórnmálum. Það var vandamál hans í stjórnarand- stöðu og yrði þaö ekki síður í ríkis- stjórn,"sagöihann. Ýmsir aðrir létu að því liggja aö ágreiningur innan Sjálfstæöisflokksins um hver ætti að leiða stjórnar- myndunarviöræður setti viöræðum flokkanna skorður. Þingmenn Sjálf- stæðisflokks vilja þó lítið gera úr þessu. Einnig er nefnt að nýju fram- boðin, Bandalag jafnaöarmanna og Kvennalistinn, geri dæmið flóknara þar sem ekkert sé vitað hvaða kröfur og skilyrði þau muni setja. Þau séu óþekktar stærðir í dæminu. Enn eru allir að tala við alla og ekki einblínt á neinn sérstakan möguleika. En þingmenn virðast nokkuð sammála um að nauösynlegt sé að stjórnar- myndun taki skemmri tíma en áður og æskilegast væri aö mynda ríkisstjórn- ina áður en þing kemur saman um miðjan næsta mánuð. OEF Svo mælir Svarthöf ði Svo mælir Svarthöf ði Svo mælir Svarthöf ði Sækja að bandamönnum sínum um f rið Svíar eru að uppgötva um þessar mundir, að eitthvert havarí hefur orðið í baltíska sjónum. Þeir segja nú, að eins manns kafbátar rúss- neskir hafi jafnvel sést í höfninni i Stokkhólmi, en enginn hafi tekið mark á því, enda er fólk þar í Iandi alið upp í rétttrúnaði friðar og hátíð- leika þjóðflokks, sem hafinn er yfir allar smáskítlegar grunsemdir á hernaðarsviði. Þótt þetta séu kannski 111 tíðindi í Svíþjóð, geta menn vart annað en brosað að óskammfeilni Rússa að sækja þannig að helstu bandamönnum sín- um og vinum á Vesturlöndum — í svefni. Nú verður jafnvel Olov Palme að gefa út harðorðar yfir- lýsingar og kalla sendiherra sinn frá Moskvu um stundarsakir. En OIov Palme er sá sænskur forustumaður, sem einna flestar ferðir hefur farið til Moskvu í þágu friðar og mannrétt- inda handa Svíum. Jafnvel Danir hafa hrokkið við, en þeir hafa hingað til álitið að svo væri aðgrunnt við Danmörku að þangað gætu ekki kafbátar komist. Nú er Ijóst að dvergbátar Rússa gætu allt eins hafa komið að Löngulínu, þótt þar hafi loftnetið ekki staðið upp úr eins og í höfninni í Stokkhólmi. Danir eiga sér að vísu varnarlið — eins og Sviar, en varnarlið Dana þykir eink- um koma við ríkiskassann. Af því til- efni lýsti Glistrup því yfir sem stefnumiði, að Danir fengju sér sím- svara, sem hrykki i gang þegar inn- rás væri gerð og endurtæki í sifellu: Vi kapitulerer, vi kapitulerer. Svíar hafa hins vegar uppi meiri hernaðartilburði en Danir, enda flytja þeir út vopn til vanþróaðra ríkja, sem vilja fara í bardagaleik. Mitt í friðarhamstri samtímans, standa loftnet rússneskra kafbáta upp úr sjónum í höfn höfuðborgar forustufriðarríkis á Norðurlöndum. Nýlega var gerð samþykkt í Reykja- vík um sérlega friðun Norðurlanda, en óljóst er enn hvort þeir, sem telja sig eiga allau siglingarétt í baltiska sjónum og innan skerjagarðs Sví- þjóðar, líti svo á að fastar siglinga- leiðir rússneskra kafbáta skuli' undanþegnar. Ahugi Rússa á hafnar- aðstöðu í Sviþjóð og á skipalægjum þar í landi er augljós. Þeir hafa hug á því að rýmka um siglingar til Atlantshafsins, en til þess þurfa þeir að ráða leiðinni út á Norðursjó. Af mikilli tryggð við „friðinn" hafa Svíar kosið að hervæða sig á eigin spýtur. Þess vegna mun enginn koma ttt hjálpar þurfi að beygja þá til að opna skerjagarðinn. Þetta vita handhaf ar kafbatavaldsins. Nú horf ðu þessi mál öðravísi við ef Sviar væru alvöruþjóð innan nauo- synlegrar varnarsamstöðu vestrænna rikja. Þé mættu þeir sin meira i þessari viðureign við kafbát- 1 ana, sem kortleggja skerjagarðinn og hafnirnar fyrir frekari aðgerðir. En þeir hafa kosið að ganga einir. Þeir hafa einnig kosið að freista þess ' að leiða aðrar Norðurlandaþjððir fram af hengifiugi fáviskunnar, og ' kostað þar miklu til í mannafla og fjármunum. Við íslendingar höfum orðið þessara tilþrifa illilega varir á marga lund, þvi hér eiga gestgjafar kafbátanna marga vini, en auk þess hefur verið reist heilt hús í Vatns- mýrinni m.a. ttt að boða margvísleg sænsk fagnaðarerindi gegn ótviræð- um hagsmunum íslands. Kominn er timi til þess að menn átti sig á því, að heimsmálin eru ekki byggð upp á fallegum hugsjómnn, heldur er þetta veröld vopna og valdagræðgi, þar sem sterk sam- staða kemur ein að gagni. Þetta er alvöruheimur. Vinir Svia hér á landi ræða litið um kafbátana, sem eðli- legt er. Hér er þessu nefnilega þannig varið, að best kæmi þeim ef hægt væri að afskrifa málið með því að orða það við vináttuheimsóknir. Hér eru nefnilega sömu aðilarnir vinir beggja. Þeir eru líka talsmenn friðarins, sem birst hefur í skýrsl- unni um skerjagarðsundrin. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.