Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. Hinir umdeildu reikningar Bæjarútgerðar Haf narffjarðar: A thugasemdir bæjarendur- skodandans allar staðfestar Hinir umdeildu ársreikningar Bæjarútgeröar Hafnarfjarðar frá ár- inu 1980 voru til umræðu á síðasta bæjarstjórnarfundi í Hafnarfiröi.. Var þar lögð fram greinargerð frá Endurskoðun h.f. sem fengin var til að rannsaka og gera athugasemdir við þessa umtöluðu reikninga. Voru þeir mikið hitamál í Hafnar- firði fyrir nær tveim árum. Hafði bæjarendurskoöandi fundið ýmis ámælisverð atriði í sambandi við ársreikningana 1980. Voru það m.a. ýmsar færslur og uppsetning reikn- inga, en þar var m.a. blandað saman reikningsskilum Bæjarútgerðarinn- ar annars vegar og Júní hins vegar. Spruttu miklar blaöadeilur út af þessum reikningum. Blandaöist for- stjóri Bæjarútgerðarínnar inn í þær svo og ýmsir bæjarfulltrúar. Greinargerð Endurskoðunar h.f. staðfestir allar athugasemdirnar sem gerðar voru af bæjarendurskoð- anda á sínum tíma. Er bent á mörg atriði sem betur mættu fara á reikningunum og fundið að ýmsum færslum sem þar var að finna. -klp- Bandaríkjamenn vilja barnarúma- sett frá Tré- smiðjunni Víði — pöntuðu 120 slík í einu á sýningunni íBelia Center íKaupmannahöfn Á hinni árlegu húsgagnasýningu í Bella Center í Kaupmannahöfn, sem lauk um síöustu helgi, vöktu húsgögn frá íslenskum framleiðendum mikla athygli. Eitt fyrirtæki, Trésmiðjan Víöir, gerði t.d. góðan söiusamning viö bandarískt dreifingafyrirtæki sem selur víöa um Bandaríkin. Er þetta stærsti samningur sem íslenskt fyrirtæki í húsgagnaiðnaði hefur gert við erlenda aðila. Sýningarbásar íslensku húsgagnaframleiðendanna vöktu mikla athygli á alþjóðahúsgagnasýningunm i Beiia Center i Kaupmannahöfn. Hármásjá yfir básinn sem Trésmiðjan Víðirvarmeð. Þama er um að ræða 120 barna- rúmasett. Þar fyrir utan voru seld 40 bamarúmasett til annarra aðila í Bandaríkjunum og sex leðursófasett frá Víði voru sömuleiðis seld þangað. Fleiri aöilar höföu áhuga á þessum vömm frá Víði. Hafði t.d. þýskt fyrirtæki samband við fyrirtækið nú í Vikunni með fyrirspumir um bama- rúmasettin og fleira. Auk Trésmiðjunnar Víöis sýndu tvö önnur íslensk fyrirtæki fram- leiöslu sina á sýningunni i Bella Center. Voru það Axel Eyjólfsson og Ingvar og Gylfi. Ummæli húsgagna- arkitekta og blaðamanna um hlut Is- lands á sýningunni voru mjög lof- samleg. Undmðust þeir, svo og hinir liðlega 12 þúsund gestir sem sóttu sýninguna, að svona húsgögn kæmu frá litla Islandi. -klp- ir er barnarúmasettið frá Viði m sýningargestir hrifust svo af. ndaríkjamenn pöntuðu þegar 1 siik sett og er það stærsta sala m íslenskt fyrirtæki í húsgagna- taði hefur gert við erienda ila. Toyota Land Cruiser árg. '76 bensin. Ekinn 60.000 — Ijósblár. Verfl 230.000. (Mjög vönduð inn- rétting, Pioneer útvarp/segul- band.) Skipti möguleg á ódýrari. Toyota Corolla ke-20 árg. '77. Ekinn 78.000 km — gulur. Verð 58.000. Toyota Land Cruiser bensin '76. Ekinn 56.000 mil. — gulur. Verð 180.000. Skipti möguleg á ódýrari bil. Toyota HI-ACE bensin '80. Ekinn 47.000 km — gulur. Verð 180.000. Toyota Cressida árg. '81 station. Ekinn 27.000. — silfur-sans. Verð 260.000. Toyota Cressida GL árg. '80. Ekinn 37.000 km — brúnn. kr. 270.000. Toyota Corolla Liftback XE árg. '82. Ekinn 5.000 km - rauður. Verfl kr. 240.000. Toyota Land Cruiser disil árg. ‘80. Ekinn 80.000 - grár. Verð 300.000. Skipti möguleg á ódýrari bíl. (® TOYOTA SALURINN OPIÐ í DAG KL. 1—5. Nýbýlavegi8 Sími: 44144.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.