Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 17
17 DV. LAUGARDAGUR14. MAI1983. ' . »' y * yP ^ '.■f* ■■ ' • ’X^ ^ ^ 7*% ,, Það er tvennt sem kemur mér á fyllirí, hann „litli ég " og hann „mikli ég". Sá fyrri — litli — kom mór á fylliríaftur, hann náði yfirhöndinni. Þegar ég stóð upp aftur varð ég að éta alla auðmýkingartertuna eins og hún lagði sig," Segir HHmar Helgason hér í viðtalinu. Um tíma þurfti ég ekki aö nota gler- augun sem ég hef notað í mörg ár. Skeggvöxturinn óx og húðin þomaöi, sem alltaf hefur verið feit. Ég svaf betur en þurfti samt minni svefn. Og ég lagði alltaf fleiri og fleiri mílur að bakiííiiaupinu. — Vildi kaupa lungun Kunningi minn, sem er læknir á her- sjúkrahúsi úti, trimmaöi oft með mér þennan tíma. Honum var kunn- ugt um að ég reykti fimm pakka af sígarettum á dag. Hann undraðist þol mitt á hlaupunum sem jókst með hverjum deginum. Auðvitað þorði ég ekki að segja honum hvað ég tæki inn, hann hefði hlegið að mér. Dag einn fór hann fram á að fá lungun í mér keypt, eftir að við höfðum hlaup- ið langan sprett.Þegar hann sagði þetta vissi ég að kraftaverk hafði gerst með skrokkinn á mér. Þegar læknar og næringarfræð- ingar segja að þetta sé rugl er það sagt af sama vanmætti og í eina tíð, þegar þeir sögðu að alkóhólismi væri ólæknandi geðsjúkdómur. Mig varð- ar ekkert um hvað þeir segja, þetta virkar. „Eg tók blómafræflana stööugt frá því í júlí og þangað til í desember er ég kom heim til Islands aftur. Þá hætti ég og fór kollhnís. Tapaði sjátfsvirðingunni hór Ég fór að drekka aftur. Hvers vegna kom ég heim aftur? Það er von að þú spyrjir. Ég skal segja þér eitt. Ég tapaði sjálfsvirðingunni hér á Is- landi. Ég var vansæll í Ameríku og leitaði meðal annars að sjálfsvirð- ingunni, en þar var tilgangslaust að leita. Ég tapaði henni hér og varð að koma heim til að leita. Áður en ég fór heim var ég í klaustri í þrjá daga með góðkunn- ingja mínum. Það voru þrír stórkost- legir dagar. Að þeim liðnum fór ég heim fullur bjartsýnL Núna, ja, eftir nokkurra mánaða dvöl hér heima, finn ég fyrir samblandi af örvænt- ingu og bjartsýni. Ég hljóp nefnilega á vegg þegar ég kom heim. Sjálfs- meðaumkunin yfirbugaði mig. Það er tvennt sem kemur mér á fyllirí, hann „litli ég” og hann „mikli ég”. Sá fyrri — litli — kom mér á fyllirí aftur, hann náði yfir- höndinni. — Margir einangraðir Þegar ég stóð upp aftur lagðist ég undir feld í smátíma, að góðra manna sið. Upp í huga mér komsím- tal frá mannieinum sem leitaði ráða varðandi konu sina. Hann sagði að hún væri dottin út úr öllu lifinu, væri ekki alkóhólisti, sem var það fyrsta sem mér datt í hug. Nei, konan hafði einfaldlega einangrast og engin út- gönguleiö fannst. Þannig er mörgum farið. Mitt kappsmál var að verða sjálfbjarga á ný án þess að bera lif fjölda fólks á herðum mér. Gæti ég ekki sameinaö þetta, hjálpa sjálfum mér og öðrum sem væru jafnvel „komnir í einangrun,” heima eða inniísjálfumsér. Eg lét auglýsingu í dagblað. Oskaði eftir fólki sem heföi áhuga á aukatekjum og því aö komast út í hringiöu lífsins, ef það að segja teldi sig vera fyrir utan hana. Ég fékk 140 umsóknir. I dag eru sölumenn blómafræflanna orðnir hátt í eitt hundrað. Það gekk dálítið erfiðlega aö fá forráöamenn banda- ríska fyrirtækisins til að samþykkja útflutning til Islands. Þeir anna varla eftirspurn á heimamarkaði. En þegar þeir fengu vitneskju um að þjóðin væri 240 þúsund manns sam- þykktu þeir. En vandinn við að setja fyrirtæki á laggirnar var þó nokkur. Það var aðeins einn maður á Islandi sem vildi kaupa í mér vonina. Asgeir Hannes Eiriksson heitir hann. Þannig er þetta fyrirtæki með inn- Qutning á blómafræflunum tilkomið. Varan er ekki seld í verslunum hér frekar en í Ameríku. Það fólk sem starfar með mér í þessu vill vera sjálfstætt og öll viðskiptin byggjast á mannlegum samskiptum. — Fortíðin og tilfinningar Er ég sáttur við fortíðina? Ja, hún er farin burt. Lífið heldur áfram og ég ætla að verða því samferða. Það er rétt h já þér að ég læt stundum tilfinn- ingarnar hlaupa með mig í gönur. Ég á við tvö höfuðvandamál að stríða, konur og brennivín. Hvers vegna brennivín? Jú, ég þekki allar leikreglur til varnar áfengisdrykkju. En þetta er eins og með heimspekingana sem þekkja lausnir allra vandamála, þangað til þeir lenda sjálfir í vandamálunum. Svo er það hrokinn. Ég ætla að segja þér eina sögu enn áður en við ljúkum við máltíðina. — Hrokinn Ég sagði þér áðan að ég hefði verið í klaustri i Bandaríkjunum í þrjá daga áður en ég kom heim. Daginn sem ég fór þaðan kom til mín nunna, klædd gallabuxum og þunnum bol. Þú rek- ur upp stór augu en hún var þannig klædd. Nunnan sagöi við mig: — Hilmar, þegar þú kemur fram fyrir þinn dómara á dómsdegi verður þitt syndaregistur langt. Vegna þess að þú ert alkóhólisti. Dómarinn les syndapistilinn og spyr þig síðan hvort þú hafir eitthvað fram að færa þér tilmálsbóta. Þú munt svara neitandi. Þá stendur upp verjandi þinn og segir: „Þessi maður er sak- laus. Ég greiddi fyrir allar hans syndir fjrir tæpum tvö þúsund ár- um.” Þar er kominn Jesús Kristur. En hvað segir þú þá, Hilmar? spyr nunnan og svarar strax spurning- unni sjálf. Þú svarar, hrokafullur að vanda „Ég borga allar mínir syndir sjálfur.” Hrokinn er nefnilega með verstu óvinum mannsins. Með þess- um orðum kvaddi nunnan mig með kossi, beint á munninn. Ætli ég sé ekki enn að slást við hrokann.” -ÞG Lausar stöður Við Tækniskóla Islands eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: 1. Staða deQdarstjóra í útgerðardeild. Starfið skiptist í stjórnun, 35%, og kennslu, 65%. 2. Kennarastaða í rekstrar- og stjórnunargreinum. 3. Kennarastaða í véladeild. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 7. júní nk. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 10. maí 1983. 4 dyra — Ijósblár — ekinn 23.000 km. Mjög fallegur bíll. Skipti möguleg á ódýrari SAAB. TÖCCURHR SAAB UMBOÐIÐ Bíldshöfða 16 — Símar 81530 og 83104 ÉG og HÁSETARNIR MÍNIR k«'®Y\vA SÆNSKU BJ5 TÖLVUFÆRA RÚLLURNAR eru örugglega bestu hásetarnir sem ég hef haft um borð. Komið og skoðið uppsettar vélarnar í verslun okkar, Súðarvogi 4, Reykjavík. Símar 84677 og 84380.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.