Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Síða 2
2 DV. LAUGARDAGUR11. JUNl 1983. RIMINI Brottfarir alLi mánudaya Sérstök afsláttarkjöi ' næstu brottfarir. 50% barnaafsláttur (2 12 ára) í 2 vikna ferð 18// Gistiny á BOIMINI. P0RT0R0Z Brottfarir: 4/7, 25/7, 15/8 og 5/9, 3ja vikna ferðir. Sérstakur afsláttur i ferð ir 4/7 og 25/7. HOLLAND Sumarhús í Eumhof. Vegna forfalla eru ó<fá sumarhús laus: 1//6 í 1 viku. 1 // i 2 vikur. 15/ ' i 2 vikur. 29// i 2 /ikur Aðrar brottfarir á biðlista SUMARHÚS í KEMPER VENNEN 18/6- //7, sérstaki kynningarverð. DANMÖRK Sumarhús í Karlslumli; ou Karrehæksminde. 24/6 Karrebæksminde i l vikur. Karlslunde i 1 viku. 1 // Karrebæksminde í ' eða 3 vikur. 5/8 Karrebæksminde í ; viku. Aðrar brottfarir á biðlista ÞRÁNDHEIMUR Aukaferð til Þrándheims þann 10//. 2 vikna ferð á frábæru verði. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 KJÖRINN FERÐAFÉLAGi - FER VEL IVASA, VEL Í HENDI, ÚRVALS EFNI AF ÖLLU TAGI. Hafsteinn og Birgir ralla í Skotlandi Amold Clark Scottish Rally hefst síð- degis í dag, laugardag, í Glasgow. Ekiö veröur vítt og breitt um Skotland í keppninni sem er í tveimur áföngum. Þeir Hafsteinn Hauksson og Birgir Viöar Halldórsson munu taka þátt í keppninni og er þaö í annaö sinn sem þeir keppa erlendis í rallakstri. Fyrsta skiptiö var í Mintex rallinu á Miö- Englandi sem fram fór í febrúar. Þeir félagar aka á Ford Escort bíl sem er um 240 hestöfl og eru þeir því meö allt að eins mikla vélarorku og margir keppinautanna. I Mintex rallinu höfnuöu þeir í 25. sæti af um 70 keppendum sem lögöu af staö. I skoska raliið eru skráðir 75 keppendur og eru flestir frá Bretlandi. Margir af þekktustu ökumönnum heims í rallakstri eru á meðal kepp- enda og má þar t.d. nefna Svíann Stig Blomqwist sem sigraöi í Mintex rallinu í febrúar, Per Eklund, landa hans, og Skotann Jimmy McRae sem Bretar binda miklar vonir við um þessar mundir. Þeir Hafsteinn og Birgir veröa ræst- ir númer 12 og næstur á eftir þeim er Bretinn Andy Cowan sem er einn af frægustu ökumönnum Breta og hefur m.a. sigraö í Safari rallinu í Afriku sem er ein erfiöasta rallkeppni í heimi. Eins og áöur sagöi hefst keppnin á laugardag og henni lýkur síðdegis á þriöjudag og er einungis 14 tíma hvíldartími í miöri keppninni. Þeir félagar héldu utan síöastliöinn miö- vikudag til undirbúnings en eftir er aö sjá hvemig þeir standa sig. Keppnin er aö mestu leyti á malarvegum og marg- ir þeirra nokkuö líkir íslenskum veg- um svo þar að minnsta kosti ættu strákamir aö geta sýnt hvaö í þeim býr. -Úlafur Guðmundsson Hafsteinn Hauksson og Birgir Viðar Halldórsson gera allt klárt fyrir rallið. D V-mynd Ótafur Guðmundsson. Á blaðamannafundinum var kynnt nýtt husnæði Proskahjálparað Melgerði 7íKópavogi. DV-mynd Þó. G. Nýtt húsnæði Þroskahjálpar tekið í notkun: „ Vangefíð fóik er líka fólk” „Vangefið fólk er líka fólk,” sagöi ritari Foreldrasamtaka barna meö sérþarfir, Dóra Bjarnason, á blaöa- mannafundi sem haldinn var í nýju húsnæöi Þroskahjálpar að Melgerði 7,Kópavogi. Tilgangur fundarins var aö kynna þetta nýja húsnæöi og lýsa afstöðu félagsins til nýsettra laga um málefni fatlaöra. Melgeröi 7 er ætlað aö þjóna fjölskyldum utan af landi sem þurfa að koma til Reykja- víkur þar sem eina greiningarstöö fatlaöra á landinu er staösett. Þar hafa foreldrar og börn þeirra aðsetur á meöan á greiningu og meðferð barnanna stendur. Ekki er hægt að sinna öllum þeim er þurfa á þjónustu heimilisins aö halda en aöstaöa er í húsinu fyrir 4 fjölskyldur. Þroska- hjálp annast rekstur hússins sem er í daggjaldakerfinu. Hin nýju lög um málefni fatlaöra tóku gildi 1. janúar og að sögn for- ráðamanna samtakanna, sem telja 140 manns víösvegar af landinu, sníða þau starfi samtakanna nýjan stakk. Lögin mynda ramma aö fram- tiöarskipulagi þjóðfélagsins á þjón- ustu, kennslu, þjálfun, atvinnu og húsnæöismálum fatlaöra. Það er því brýnt hagsmunamál fyrir félagið aö einstökum þáttum laganna sé full- nægt. Þau hagsmunamál sem félagið tel- ur brýnt að unnið sé að eru þau að lögin tryggi að þörfum fatlaös fólk, hvaö varöar menntun og þjálfun, sé fullnægt á heimaslóðum þess því for- eldrar forskólabama veröa aö leita til Reykjavíkur um aöstoö og jafn- vel það er ekki f uilnægjandi. Fjölfötl- uð böm eru einna verst stödd aö þessu leyti. Samtökin sjá fram á neyðarástand í húsnæöismálum fatl- aöra vegna þess aö á næstu ámm þarf aö vista 60—70 manns til fram- búðar á Reykjavíkursvæðinu einu. Aö sögn forráðamanna samtakanna væri besta lausnin sú aö koma á fót sambýli 3—5 einstaklinga í stað þess aö reisa stórar og dýrar stofnanir sem óhagkvæmari yröu er til lengd- ar léti. Foreldrasamtökin munu enn- fremur vinna áfram að fræöslu for- eldra varöandi rétt þeirra og veita þeim áf ram hagnýtar upplýsingar og stuðning. Forráöamenn samtakanna Iögðu áherslu á að nauðsynlegt væri aö efla þekkingu almennings því fordómar og vanþekking væri ennþá mikil á málefnum f atlaöra. -SLS Fósturskóla íslands slitiö Fósturskóla Lslands var slitiö 27. maí síðastliöinn aö viöstöddu f jöl- menni. Gyða Jónsdóttir skólastjóri gaf yfirlit yfir starf skólans og ræddi ýmis framtíðarverkefni. Minntist hún á fyrirhugaö 1 árs framhalds- nám og mikilvægi þess og ennfremur 1 aö brýn nauösyn væri á endur- menntunarnámskeiöi fyrir starfandi fóstrur. 54 nemendur luku burtfararprófi, 52 stúlkur og 2 piltar, hinir fyrstu í söguskólans. I upphafi skólaárs voru nemendur 193 talsins. Skólatíminn er 3ár. SIS SKÁLHOLTSSKÓLI Hringdu í síma 91-15015 og fáðu upplýsingar um skólann. Umsóknarfrestur um skólavist er til 10. júlí. ALMENIMT KJARNAIMÁM | - I II I LEIÐTOGABRAUT Haust- og vorönn. MYNDMENNTABRAUTI Haust- og vorönn. |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.