Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Side 4
4 DV. LAUGARDAGUR11. JUNl 1983. Áhrif laga um kerfisbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálef ni: Skráning stjómmála- skoðana manna óheimil — segir meöal annars í svari tölvunef ndar við spurningum Odds Benediktssonar prófessors Tölvunefnd ríkissins hefur nýlega svaraö spurningum sem Oddur Benediktsson prófessor lagði fyrir hana. Spumingamar vom bomar fram til aö fá upplýsingar um áhrif laga um kerfisbundna skráningu á upplýsingum er varöa einkamálefni. Oddur fór fram á, skömmu fyrir þingkosningamar 23. apríl, aö nafn sitt yröi máö af gögnum sem stjóm- málaflokkarnir fá. Var því svarað þannig að hagstofustjóri tilkynnti Oddi að Hagstofan myndi má nafn hans úr kjósendaspjöldum og lím- miðum meö nöfnum kjósenda. Venjan er að framboðsaðilar fá slíkar upplýsingar frá þjóðskrá. Hagstofan taldi sig hins vegar ekki geta máð nafnið af kjörskránni sem sumir flokkarnir fá sendar. Þegar hér var komiö ritaöi Oddur Benediktsson bréf þar sem í vom þessar spurningar. Svör tölvu- nefndar koma á eftir hverri spumingu: 1. Stjómmálaflokkarnir fá til afnota afrit af kjörskrá. Ná lögin yfir þessi kjörskrárafrit og notkun þeirra? Svar: „Stjórnmála- flokkar hafa fengið í hendur svo- nefnda kjörskrárstofna. Ef gögn þessi eru notuð til „útsendingar dreifibréfa, tilkynninga, auglýs- inga eða áróðurs” getur sá, sem þar er skráður óskaö þess að nafn hans verði numiö af þeim og er þá skylt að verða við því, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 63/1981.” 2. Er stjórnmálaflokki heimilt að skrá upplýsingar um stjómmála- skoðanir á kjörskrárafrit? Svar: „Hvorki stjómmálaflokki né öðrum er heimil skráning stjóm- málaskoöana manna, nema að fenginni heimild þess, sem hlut á aðmáli, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 63/1981. Stjórnmálaflokki er heimil skráning félagsmanna sinna.” 3. Er heimilt að tengja saman kjör- skrárafrit og aðrar skrár svo sem félagaskrár og stuðningsmanna- skrár? 4. Er heimilt að tengja saman kjör- skrárafrit og skrá um þá sem neytt hafa atkvæðisréttar? Svar: „Upplýsingar á kjörskrár- stofni teljast ekki til þeirra upplýsinga” sem sanngjamt er og eðlilegt að leynt fari”, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 63/1981. Akvæði 6. gr. laganna sem fjallar um samtengingu skráa taka því heldur eigi til þessara upplýs- inga.” 5. Eiga einstaklingar rétt á að láta má sig út af kjörskrárafritum á þeirri forsendu að kjörskrár- afritin verði m.a. notuð til útsend- ingar dreifibréfa og áróöurs við undirbúning kosninga og á kjör- degi? Svar: „Vísa má til þess, semsegir uml.lið.” 6. Getur einstaklingur óskað þess við stjómmálaflokk að honum sé skýrt frá e&ii upplýsinga sem um hann eru skráðar? Svar: Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laganr. 63/1981 á sá, sem telur að upplýs- ingar um einkamálefni sín séu færðar á tiltekna skrá, rétt á því aö skrárhaldari skýri honum frá efni upplýsinganna.” -JBH. Aurelio Valls, sendiherra Spánar á Islandi, afhendir Guðmundi Magnússyni háskólarektor fyrstu bæk- urnar. Spænskudeild Háskóla íslands verður nú stórum betur sett með bókakost vegna þessarar höfð- inglegu gjafar spænska rikisins. Spænskudeild Háskóla íslands fær merka bókagjöf: SPÆNSKA RÍKIÐ GAF 800 BÆKUR Spænskudeild Háskóla Islands var á dögunum færð merk bókagjöf spænska ríkisins. Það var sendi- herra Spánar á Islandi, Aurelio Valls, sem afhenti Guömundi Magnússyni háskólarektor gjöfina. Sendiherrann hefur aðsetur í Osló og kom hann hingað einnig til að kveðja. Hann lætur af störfum innan tíðar. Að sögn spænska ræöismannsins á Islandi, Ingimundar Sigfússonar, em bækumar um 800 eintök. Em þarna klassískar bókmenntir, saga, ljóðabækur, bækur um listir og eitt- hvaöafkennslubókum. Tilgangurinn með gjöfinni er að efla menningar- samskipti milli landanna. Meö tilkomu þessarar gjafar batnar bókakostur spænskudeildar Háskólans mjög mikið. Hefur harui verið harla rýr til þessa. Sagði Ingi- mundur aö yfirvöld í Háskóla Islands væru afar ánægð með að hafa fengiö þessa viðbót. Viöstaddir afhendingu bókanna vom meðal annarra Þórður öm Sigurðsson, lektor í spænsku við Há- skóla Islands, Aitor Yraola sendi- kennari og Delfin Colome, fyrsti sendiráðsritari í Osló. -JBH. Akureyri: Tónleikar Passíukórsins á morgun Erient láner lausnin — segir Albert Guðmundsson fjármálaráðherra um þær 109milljónirsem vantar til vegamála „Eg tel vegagerð það aröbærar framkvæmdir aö erlend lántaka til þeirra sé réttlætanleg. Því verður tek- ið slíkt lán þegar ríkissjóður þarf á því aðhalda.” Þannig fórust Albert Guðmundssyni fjármálaráðherra orð er DV spuröi hann hvernig væri fyrirhugað að brúa það bil sem staðið hefði eftir varðandi vegamál, við gerð f járiagageröar. Sagöi Albert aö ríkissjóður stæði undir þeim framkvæmdum sem nú væm í gangi. Hins vegar vantaöi 109 milljónir króna til að hægt yrði að fylgja eftir gerðri áætlun í vegamál- um. Ekki kæmi til greina aö skera niður framkvæmdir. Rætt hefði verið um svokallað kílóagjald af bifreiðum til að brúa bilið. Það kvað Albert ekki koma til greina, né aðra skattlagningu. „Það eru til fjölmargar aðrar lausn- ir og ég tel erlenda lántöku þeirra vænlegasta,” sagði Albert. Aðspurður um fyrirhugaða sölu á fyrirtækjum og stofnunum í eigu hins opinbera, kvaðst Albert hafa beðiö um lista yfir öll fyrirtæki svo og hlutaf jár- eign ríkisins. Þegar sá listi lægi fyrir myndi fjármálaráðherra leita heimild- ar samráðherra sinna til að bjóða um- ræddar eignir ríkisins til sölu. Annaö væri ekki hægt að segja um málið á þessustigi. -JSS Passíukórinn á Akureyri heldur vor- tónleika sína á morgun, sunnudaginn 12. júní, í Iþróttaskemmunni á Akur- eyri og hefjast þeir kl. 20.30. A efnisskránni eru tvö verk: Messa í F-Moll eftir Anton Bruckner og Te Deum eftir Marc Antoine Charpentier. Flytjendur ásamt Passíukómum á Akureyri eru: Elísabet Eiríksdóttir, sópran, Þuríður Baldursdóttir, alt, Stefán Guðmundsson, tenór, Michael Jón Ciarke, baríton. Kammerblásarar Tónlistarskólans á Akureyri og Nýja strengjasveitin, Reykjavík. Stjómandi er Roar Kvam. Launa- gjaldkeri Eimskips dæmdur fyrir fjárdrátt I Sakadómi Reykjavíkur var i gær kveðinn upp dómur yfir 48 ára gamalli konu, Valdísi Björgvins- dóttur, til heimilis að Tómasar- haga 37 í Reykjavík. Hún var dæmd til að sæta tiu mánaða farrg- elsi. Sjö mánuðir eru skilorðs- bundnir til þriggja ára en þrír óskilorðsbundnir. Frá þeim dregst fimm daga gæsluvarðhald. Valdís Björgvinsdóttir var sek fundin um að hafa í starfi sínu sem launagjaldkeri hjá Eimskipafélagi Islands dregið sér fé á sjö ára tíma- bili, frá 1975 til 1982. Hún mun nú hafa endurgreitt það f é. Dóminn kvað upp Jón Erlends- son. Verjandi var Hafsteinn Haf- steinsson hæstaréttariögmaður. -KMU. Utanríkisráðherra: „Athyglisverður sigurhjá íhaldsmönnum” —íbresku kosningunum „Þetta er athyglisverður sigur hjá íhaldsmönnum,” sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, er hann var inntur álits á úrslitum bresku þingkosninganna. „Ihaldsflokkurinn sigrar þrátt, fyrir að mikið atvinnuleysi ríki nú á Bretlandseyjum. Það ber því vitni að menn séu þeirrar skoðunar að efnahagsbati sé framundan og telji ekki öðrum betur treystandi en ihaldsmönnum til að glíma við þá erfiðleika sem við er að etja. Mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti sem sitjandi forsætisráðherra úr röðum íhaldsmanna sigrar í þing- kosningum. Margaret Thatcher forsætisráð- herra hefur verið mikið í sviðsljós- inu og skilst mér að kosningabar- áttan hafi fjallað mikið um persónu hennar. Tilkoma þriðja aflsins í bresk stjórnmál varð til þess aö kosningasigur íhaldsmanna varð auðveldari en ella. Flokkurinn tap- ar lítils háttar, um 1% atkvæða en bætir þó viö sig fjölda þingsæta vegna skiptingar atkvæða. ás. Biskup vígir þrjá presta Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, vígir á sunnudag þrjá nýja presta, Bjama Theodór Rögnvaldsson, Flóka Kristinsson og Sólveigu Láru Guðmundsdóttur. Athöfnin verður í Dómkirkjunni og hefst klukkan 11, að því er fram kemur í frétt frá biskupsstofu. Vígsluvottar veröa séra Ölafur Skúlason dómprófastur, sem lýsir vígslu, séra Andrés Olafsson, fyrrum prófastur Strandamanna, séra Pétur Ingjaldsson, fyrrum prófastur Húnvetninga, og séra Hreinn Hákonarson í Sööulsholti. Séra Hjalti Guðmundsson dóm- kirkjuprestur þjónar fyrir altari ásamt biskupi. Bjami Theodór Rögnvaldsson hefur verið settur prestur í Djúpa- vogsprestakalli í Austfjaröa- prófastsdæmi. Flóki Kristinsson hefur verið settur prestur í Hólmavíkurpresta- kalli á Ströndum. Sólveig Lára Guömundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarprestur viö Bústaðasöfnuö í Reyk javík. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.