Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Síða 5
DV. LAUGARDAGUR11. JÚNl 1983. 5 Albert Guðmundsson fjármálaráðherra 1 rœðustóli áfundinum. DV-mynd GTK. „Hallinn á ríkissjóði á annan milljarð” — sagði Aibert Guðmundsson f jármálaráðherra á f jölmennum Varðarfundi „Hallinn á ríkissjóði var á annan milljarð þegar við tókum við. En það fengum við ekki að vita fyrr en við sett- umst í ráðuneytin,” sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, annar framsögumanna á fjörugum Varðarfundi, sem haldinn var í fyrra- kvöld. Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flutti fyrra fram- söguerindið. Fjallaði hann vítt og breitt um efnahagsmál og sagði m.a. að það væri út í hött að bera saman tekjur fólks 1952 og nú. Raungildi tekna væri sumsé þrisvar sinnum hærranúenþá. Albert Guðmundsson kvaðst ekkert skilja í því hvers vegna verkalýðs- félögin væru að mótmæla ráðstöfunum ríkisstjómarinnar þegar þar kæmu til fjölmargir mildandi þættir. Ur þeim herbúðum hefði ekki heyrst hósti né stuna, þegar síðasta ríkisstjóm hefði gripið til aðgerða, sem heföu þó ekki innihaldið neina mildandi þætti. Að loknum framsöguræðum tóku margir til máls og var mikill hiti í mönnum. Björn Loftsson gagnrýndi aðferðir þær sem notaðar voru við ráð- herraval. Kvað hann Birgi Isleif hafa átt að verða ráðherra og Jónas Haralz viðskiptaráðherra. Stefna stjórnar- innar væri, Jireint moð”. Ámi Thoroddsen sagði að ríkis- stjórnin yrði bálför Sjálfstæðis- flokksins. Stjómin mætti alls ekki sitja lengur en í 6 mánuöi. Hörður Bjarna- son sagði þetta vera „svartsýnis- kjaftæði” sem ætti sér enga stoð í vem- leikanum. Loks tóku framsögumenn til máls. Sagði Albert m.a. að yngri mennimir i flokknum mættu ekki vera með upp- gjafartón. „Ef þeir vilja starfa með okkur verða þeir að venja sig á að fara snemma á fætur á morgnana,” sagöi Albert. Hann ræddi einnig stjórnar- myndunina og sagði að Geir hefði tekist .^neð ótrúlegri lagni að svín- beygja framsóknarmennina”. Tjöld viólegubúnaó færðu í Sportval Sportval Laugavegi 116 Sími 14390 HVERSVEGNA EKKI AÐ VELJA ÞAÐ BESTA OG VINSÆLASTA? Hvað segja farþegarnir við spurningunni „Hvað finnst þér um sumarleyfið hér?" Mallorca er dýrðleg, það eru ekki til nógu sterk orð um það. Ég hef nú farið víöa um heiminn en ég tek Mallorca fram yfir allt. Ég er núna í níunda skiptið hérna, því það er alltaf hægt að finna eitthvað við sitt hæfi.” Anna Ólafsdóttir, Suðurhólum 18 Reykjavik, (gestur á Vista Sol>. „Mallorca er frábær sumarleyfisstaður í alla staði. Veðurfar er gott, verðlag viðráðanlegt og geysimargir fagrir staöir sem gaman er að skoða. Fyrir börn er Mallorca góöur staður, þau geta leikiö og skemmt sér allan daginn án þess að foreldrarnir þurfi að hafa áhyggjur af þeim.” Guðjón Vilinbergsson og fjölskylda, Álfheimum 66 Reykjavík, (gestir á Vista Sol). „Þetta er í áttunda skiptið sem við hjónin komum til Mallorca. Hér er mjög gott að vera í alla staði og margt aö gerast.” Jóhanna Sigurðardóttir og Ivar Júlíusson, Háteigi 10 Keflavík, (gestir á Portonova). „Mallorca er frábær staður. Gististaðurinn Portonova er rólegur og góður, en diskótekin í Magaluf eru algjört æði. Þaö er alveg öruggt að ég kem hingað aftur til Mallorca.” Páll P. Pálsson, Grettisgötu 94 Reykjavík, (gestur á Portonova). Hjá Útsýn þekkjum viö þarfir farþega okkar. Þess vegna bjóðum viö aðeins bestu fáanlegu aöstööu á hagstæðum kjörum, sem langvinn viöskiptasambönd okkar tryggja. I dag er eftirsóttustu baöstrendur Mallorca að finna í Magaluf og Palmanova, heimi glaðværðar og gestrisni, frjálsræðis og f jölbreytni. Brottfarardagar 14/6, 5/7, 27/7,17/8, 7/9. 3 vikur Verð frákr. 19.312, gengi 27/5/83. Akureyri: Hafnarstræti 98, sími: 22911. Reykjavík: Austurstræti 17, símar: 26611 20100 27209.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.