Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 6
DV. LAUGARDAGUR11. JUNI1983. Sælkerinn Sælkerínn Sælkerinn Sælkerinn FISKHLAÐRORÐ A L A TORF AN Sælkerasíöan hefur ööru hvoru skoraö á veitingamenn aö leggja meiri áherslu á fiskrétti ýmiss konar, því að fiskurinn okkar er frá- bært hráefni. Veitingamenn og auö- vitað matreiðslumenn eru nú farnir að matreiöa enn meira úr fiski en gert hefur verið fram til þessa — þetta er ánægjuleg þróun. Víða á Norðurlöndum bjóða veitingahús fiskhlaðborð og er þá meginuppi- staðan síld. Nú hefur Örn Baldursson matreiðslumaður og eigandi Torf- unnar tekið upp þennan góða norræna sið Fiskhlaðboröið á Torf- unni virðist ekki mjög stórt við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð, er úrvalið mikiö. A boröinu eru hvorki meira né minna en uní 35 teg- undir fiskrétta, t.d. eru yfir 8 teg- undir af sfld og má þar nefna appelsínu- og bananasíld. Þá er á borðinu hvítlauks-, sellerí- og pipar- rótarsíld og var sú síld alveg ljóm- andi. Þá er boðið upp á ljúffenga heita spænska fisksúpu og ekki má gleyma saltbakaða karfanum en hann er kryddaður með fenneldufti. Þá er á borðinu grafkarfi og grafýsa, einnig reyksoðin lúða sem var frá- bærlega góð. Þá var reyksoðinn silungur á borðinu þegar Sælkera- síðan heimsótti Torfuna. Gestir Torf- unnar virtust kunna vel að meta inn- bakaöa lúðu í smjördeigi með súr- sætri sósu. Þá er á borðinu bláskel, þegar hún er fáanleg, og svo auð- vitað kavíar, rækjur, skötuselur, fiskgratin og ýmislegt annað góðgæti. Þá getur Sælkerasíðan mælt með rauðspretturúllum i dillsósu. Svona mætti lengi telja því það eru margir ljúffengir réttir sem leynast á fiskhlaðborði Torfunnar en það yrði of langt mál upp að telja að segja frá öllu því sem upp á er boðið. Sjón er sögu ríkari og er því tilvalið fyrir unnendur hinnar göf ugu matar- gerðarlistar aö heimsækja Torfuna í hádeginu. Máltíðin kostar 270 kr., sem veröur að teljast ódýrt miðað við fjölbreytni og gæði fiskréttanna — nú og svo fylgir með í verðinu brauð, grænmeti og ljómandi osta- bakki. Torf an er fallegur veitingastaður á fögrum stað í borginni og hefur hún stööugt unnið á og er nú með betri veitingastöðum í milliflokki. Sælkerasíðan þorir að fullyra að hlaðborð Torf unnar er það besta sem völ er á og það sem gerir borðiö spennandi er kannski f yrst og fremst hin mikla fjölbreytni. Sælkerasíöan er sannfærð um aö útlendingar kunná einnig að meta fiskhlaðborð Torf unnar en það gerir Sælkerasiðan svosannarlega. Það eru 35 f iskréttir á hlaðborði Torf unnar. hJt YIHVIÆGI \\ FISKUR Upplagt er að leggja síld í kryddlög og glóða að hœtti Japana. Japanir eru sennilega meö mestu fiskætum í heiminum. Þeir matreiða fisk á ýmsa vegu, t.d. láta þeir fisk- inn liggja í kryddlégi. I Japan eru til þúsundir uppskrifta að kryddl egnum fiski en hér kemur ein sem er mjög auöveld og upplagt að nota nýja sfld eða þá karfaflök í þennan rétt. Það þarf svona 800 g flök (karfa). Þá er kryddlögurinn lagaður en það sem i hann þarf eru 4 matsk. sojasósa, 4 matsk. þurrt sérri og eitt hvitlauks- rif. Blandið saman sojasósunni og sérríinu og pressið hvitlaukinn og hrærið honum saman við. Þá eru flökin lögð i bakka og kryddleginum hellt yfir fiskinn og hann síðan pensl- aður. Fiskurinn er látinn liggja í leg- inum í 15—20 mín. og að þeim tíma loknum er hann glóðarsteiktur — ef þið glóðið hann á útigrilli þá skuluð þið hafa tvennt í huga. Berið matar- oliu á grindina áður en þið raðið fiskinum á hana og hafið hana í ca 15 cm hæö f rá glóðinni þegar þið glóöar- steikið, annars er hætta á að fisk- urinn þorni um of. Þetta er sáraauð- veld matreiðsluaðferö og upplagt að prófa einhvern sumardaginn úti i garði. Þá kemur hér önnur uppskrift aö kryddlegnum fiski sem sennilega er Þessi franski matreiÖslumeistari kann svo sannarlega sitt fag — en stundum getur verið flókið að átta sig á matseðlinum. Eldhús- franska Senn hefjast sumarfríin. Þrátt fyrir harðar efnahagsaðgerðir, verð- bóigu og aflabrest fara menn til útlanda í friinu — þó mún víst eitthvað hafa dregiö úr feröalögum Islendinga til útlanda. Vinsæll ferðamáti er að aka um Evrópu i bflaleigubfl, nú eða þá eigin bíl. Margir hafa kvartaö y fir því aö erfitt sé að skilja matseölana í útlöndum, þá sérstaklega í Mið-Evrópu. Á betri vettingahusum er matseðiHinn á frönsku og víöa má fá oröabækur sem aðeins túlka hina svokölluðu matseðlafrönsku. En Sæ&efasíðan hefur lofað einum lesanda sfnum að birta nokkur algeng frönsk orð yfir mat ásamt þýðingu. Svo hér meðefiii égloforöiö: Agneau = lamb ail = hvítlaukur beurre = smjör eanard = önd cochon de latt = grísakjöt crustacé = skeldýr cuisse de grenouille = froskalæri dindon = kalkún flageloets = smáarhvttar baunir fraise = jaröarber fromage = ostur huitre = ostrur jambon = skinka langouste = humar lapin = kanína légumes = grænmeti mousse de foie gras = gæsalifrakæfa æuf=egg wgeon = dufa 30ire = perur ioisson = Sskur pomme = epli jommes vapeur = soðnar kartöflur xrtage = súpa poulet = k júklingur saucisse = pylsa saumon =lax vin ordinaire = víhhussins vin blance = hvítvin vin rouge = rauðvín. japanskrar ættar. I þennan rétt eru einnig notuð flök og mega þau vera af hvaða fiski sem er, t.d. lúðu, ufsa, eða blálöngu, svo eitthvað sé nefnt. Byrjið á því að skera hvítlauksrif i tvennt og nuddið hvítlauknum vel innan i pottinn sem á að nota. Skerið svo flökin í bita og raðið þeim í pott- inn og stráið salti yfir. Þá er það kryddlögurinn en í hann þarf: 3 matsk. matarolía 2 matsk. fínt saxaður laukur saf i úr 1/2 sítrónu pipar og f erskt dill, smátt skoriö. Þessu er öllu blandað saman og hellt yfir fiskinn. Fiskurinn er látinn standa í þessum legi í 20—30 mín. og því næst er hann soðinn við vægan hita í 5 mín. Ilafið lok á pottinum. Með þessum rétti er ágætt að hafa soðnar kartöflur og soðið blómkál. Kryddleginn fiskur er yfirleitt bragðmikill, það er því óþarfi að hafa vin með — vatn eða öl er ágætt. Það má marinera fisk á ótal vegu, það er bara að láta hugmyndaflugið ráða og prófa sig áfram. Gangi ykkur vel og munið að fara sparlega með kryddið — það má alltaf bæta kryddi við en það er erfiðara að ná þvíburt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.