Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Síða 6
6 DV. LAUGARDAGUR11. JUNl 1983. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn FISKHLAÐBORÐ A LA TORFAA Sælkerasíöan hefur ööru hvoni skoraö á veitingamenn aö leggja meiri áherslu á fiskrétti ýmiss konar, því aö fiskurinn okkar er frá- bært hráefni. Veitingamenn og auð- vitaö matreiðslumenn eru nú famir aö matreiða enn meira úr fiski en gert hefur veriö fram til þessa — þetta er ánægjuleg þróun. Víða á Noröurlöndum bjóöa veitingahús fiskhlaöborð og er þá meginuppi- staöan síld. Nú hefur Óm Baldursson matreiðslumaöur og eigandi Torf- unnar tekið upp þennan góða norræna óö Fiskhlaðboröiö á Torf- unni virðist ekki mjög stórt við fyrstu sýn en þegar betur er aö gáö, er úrvalið mikiö. A borðinu em hvorki meira né minna en unrf 35 teg- undir fiskrétta, t.d. em yfir 8 teg- undir af síld og má þar nefna appelsínu- og bananasíld. Þá er á borðinu hvítlauks-, sellerí- og pipar- rótarsíld og var sú síld alveg ljóm- andi. Þá er boðiö upp á ljúffenga heita spænska fisksúpu og ekki má gleyma saltbakaöa karfanum en hann er kryddaöur meö fenneldufti. Þá er á boröinu grafkarfi og grafýsa, einnig reyksoöin lúöa sem var frá- bærlega góð. Þá var reyksoðinn silungur á borðinu þegar Sælkera- síðan heimsótti Torfuna. Gestir Torf- unnar virtust kunna vel aö meta inn- bakaða lúðu í smjördeigi meö súr- sætri sósu. Þá er á borðinu bláskel, þegar hún er fáanleg, og svo auö- vitað kavíar, rækjur, skötuselur, fiskgratin og ýmislegt annaö góðgæti. Þá getur Sælkerasíðan mælt meö rauöspretturúllum í dillsósu. Svona mætti lengi telja því það em margir ljúffengir réttir sem leynast á fiskhlaöborði Torfunnar en það yröi of langt mál upp aö telja að segja frá öllu því sem upp á er boðið. Sjón er sögu ríkari og er því tilvalið fyrir unnendur hinnar göfugu matar- geröarlistar aö heimsækja Torfuna í hádeginu. Máltíöin kostar 270 kr., sem veröur að teljast ódýrt miöaö viö fjölbreytni og gæði fiskréttanna — nú og svo fylgir meö í verðinu brauð, grænmeti og ljómandi osta- bakki. Torfan er fallegur veitingastaöur á fögrum stað í borginni og hefur hún stööugt unnið á og er nú með betri veitingastöðum í milliflokki. Sælkerasíðan þorir aö fullyra að hlaöborð Torfunnar er það besta sem völ er á og þaö sem gerir borðið spennandi er kannski fyrst og fremst hin mikla fjölbreytni. Sælkerasíöan er sannfærö um að útlendingar kunna einnig aö meta fiskhlaöborð Torfunnar en þaö gerir Sælkerasíöan svo sannarlega. Þaö eru 35 fiskréttir á hlaðboröi Torfunnar. KRTDDLEGIM FISKIIR Þessi franski matreiðslumeistari kann svo sannarlega sitt fag — en stundum getur verið flókið að átta sig á matseðlinum. Eldliiis - franska Senn hefjast sumarfríin. Þrátt fyrir haröar efnahagsaögerðir, verö- bólgu og aflabrest fara menn til útlanda í fríinu — þó mun víst eitthvað hafa dregið úr feröalögum Islendinga til útlanda. Vinsæll feröamáti er aö aka um Evrópu í bílaleigubíl, nú eða þá eigin bíl. Margir hafa kvartað yfir því aö erfitt sé að skilja matseölana í útlöndum, þá sérstaklega í Miö-Evrópu. A betri veitingahúsum er matseðillinn á frönsku og víöa má fá orðabækur sem aðeins túlka hina svokölluðu matseðlafrönsku. En Sæikerasíðan hefur lofað einum lesanda sínum aö birta nokkur algeng frönsk orð yfir mat ásamt þýðingu. Svo hér með efhi égloforöiö: Agneau = lamb ail = hvítlaukur beurre = smjör canard = önd cochon de lait = grísakjöt crustacé = skeldýr cuisse de grenouille = froskaiæri dindon = kalkún flageloets = smáarhvítar baunir fraise = jaröarber fromage = ostur huitre = ostrur jambon = skinka langouste = humar lapin = kanina légumes = grænmeti mousse de foie gras = gæsalifrakæfa æuf = egg pigeon = dúfa joire = perur Joisson = fiskur jomme = epli jommes vapeur = soðnar kartöflur xitage = súpa .joulet = kjúklingur saucisse = pylsa saumon =lax vin ordinaire = vínhússins vin blance = hvítvín vin rouge = rauövín. Japanir eru sennilega með mestu fiskætum í heiminum. Þeir matreiða fisk á ýmsa vegu, t.d. láta þeir fisk- inn liggja í kryddlegi. I Japan eru til þúsundir uppskrifta að kryddlegnum fiski en hér kemur ein sem er mjög auöveld og upplagt aö nota nýja síld eöa þá karfaflök í þennan rétt. Það ? þarf svona 800 g flök (karfa). Þá er S kryddlögurinn lagaöur en þaö sem í hann þarf eru 4 matsk. sojasósa, 4 matsk. þurrt sérrí og eitt hvítlauks- rif. Blandið saman sojasósunni og - sérríinu og pressið hvítlaukinn og hrærið honum saman viö. Þá eru flökin lögö i bakka og kryddleginum hellt yfir fiskinn og hann síðan pensl- aöur. Fiskurinn er látinn liggja í leg- inum í 15—20 mín. og aö þeim tíma loknum er hann glóöarsteiktur — ef þið glóðið hann á útigrilli þá skuluö þiö hafa tvennt í huga. Beriö matar- olíu á gríndina áöur en þiö raöið fiskinum á hana og hafiö hana i ca 15 cm hæö frá glóðinni þegar þiö glóðar- steikiö, annars er hætta á aö fisk- urinn þomi um of. Þetta er sáraauð- veld matreiösluaöferö og upplagt aö prófa einhvem sumardaginn úti í garöi. Þá kemur hér önnur uppskrift aö kryddlegnum fiski sem sennilega er japanskrar attar. I þennan rétt em einnig notuö flök og mega þau vera af hvaða fiski sem er, t.d. lúðu, ufsa, eöa blálöngu, svo eitthvað sé nefnt. Byrjið á því aö skera hvítlauksrif í tvennt og nuddið hvítlauknum vel innan í pottinn sem á aö nota. Skeríö svo flökin í bita og raöiö þeim í pott- inn og stráiö salti yfir. Þá er þaö kryddlögurinn en í hann þarf: 3 matsk. matarolía 2 matsk. fínt saxaöur laukur safi úr 1/2 sitrónu pipar og ferskt dill, smátt skoriö. Þessu er öllu blandaö saman og hellt yfir fiskinn. Fiskurinn er látinn standa í þessum legi í 20—30 mín. og því næst er hann soðinn við vægan hita í 5 mín. Hafiö lok á pottinum. Meö þessum rétti er ágætt að hafa soðnar kartöflur og soöið blómkál. Kryddleginn fiskur er yfirleitt bragðmikill, það er því óþarfi aö hafa vín meö — vatn eöa öl er ágætt. Það má marinera fisk á ótal vegu, þaö er bara að láta hugmyndaflugiö ráöa og prófa sig áfram. Gangi ykkur vel og munið aö fara sparlega meö kryddið — þaö má alltaf bæta kryddi viö en það er erfiöara aö ná því burt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.