Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Síða 7
DV. LAUGARDAGUR11. JUNÍ1983. 7 Fresta má 25% afgreiðslu íbúðarlána Ríkisstjórnin hefur samþykkt nánari reglur um frestun á greiöslum vegna verðtryggðra íbúðalána. Samkvæmt bráðabirgðalögum frá 27. maí getur ríkisstjómin ákveðið að fresta greiöslu á allt að 25% af saman- lagðri fjárhæð afborgana, verð- tryggingarþátta og vaxta verð- tryggðra íbúöalána. Greiðslunum sem frestaö yrði ætti þá að bæta við höfuð- stól lánsins og lánstíminn lengdur eftir þörfum, þannig að greiðslubyrðin á hverjum tíma ykist ekki af þeim sökum og að lánið yrði meö óbreyttum kjörum að öðru leyti og með hlið- stæðum áfangagreiðslum og ella hefði verið. Ríkisstjómin hefur nú náð samkomulagi um þetta við Húsnæöis- málastjórn annars vegar og Seðla- bankann fyrir hönd viöskiptabanka og sparisjóða hins vegar. Enn hefur ekki náðst samkomulag um breytingar á lánum lífeyrissjóða, en það mál er enn í athugun. Húsnæðismálastjórn ákvaö að lögin skyldu ná til lána sem veitt hafa verið einstaklingum úr Byggingasjóði verkamanna frá 1. júlí 1980 og úr Byggingasjóði ríkisins frá 1. júlí 1974. Reglurnar em afturvirkar þannig að þær ná til ofangreindra lána sem gjald- falla á tímabilinu frá 1. maí 1983 til 30. apríl 1984, en aðeins að því tilskildu að um fulla greiðslu á gjalddaga sé að ræða. Með fullri greiöslu er átt við vexti, afborgun og verðbætur. Fjárhæðinni, sem frestað er, verður bætt viö höfuðstól lánsins og kemur hún til greiðslu aö loknum láns- tímanum. Hún ber þá gmnnvísitölu sem í gildi var á þeim gjalddaga sem til þessa var stofnað. Sé um vanskil að ræða reiknast fullir dráttarvextir af því sem gjaldféll, að frádreginni þeirri f járhæð sem frestað er. Þeir sem greitt hafa af húsnæðis- málastjómarlánum sem gjaldféllu eftir 1. maí síðastliðinn geta fengið endurgreiðslu ef greiðslurnar falla undir framangreindar reglur. Beiðni um frestun skal berast Húsnæðisstjórn ríkisins skriflega á sérstöku eyðublaði sem stofnunin leggur til og skal hún berast innan þriggja mánaða frá gjalddaga. Eyðublöðin munu liggja fyrir um mið ja næstu viku. Bankar og sparisjóðir munu veita frestun á greiðslum afborgana og verð- bóta íbúðarlána sem falla i gjalddaga á timabilinu frá 28. maí 1983 til 27. maí 1984. Frestunin nær þó ekki til íbúðar- lána sem veitt voru vegna skuldbreyt- ingar á lausaskuldum í föst lán árið 1981 og lánum sem tekin hafa verið eftir 27. maí verður ekki frestað. Frestunin skal framkvæmd á þann hátt, að þeim greiðslum sem eftir eru verði fjölgað þannig að greiðslur á tímabilinu verði 75% af því sem annars hefði orðið. Þau 25% sem frestað verður, eru bundin lánskjaravísitölu og samningsvöxtum á frestunartíma- bilinu og koma til greiðslu á fyrsta ári eftir að áöur umsömdum lánstíma lýkur. Að öðru leyti gilda sömu láns- kjör um frestaða fjárhæð og gilda um upphaflegt lán. Verði vanskil eftir 27. maí 1983 reiknast fullir dráttarvextir frá g jald- daga af 75% þeirrar upphæðar sem upphaflega átti að greiða. Ef lántakandi óskar eftir frestun á greiðslu íbúðariáns frá banka eða sparisjóði skal hann senda inn skrif- lega beiðni á sérstöku eyðublaði. Umsóknarfresturinn er til 1. ágúst næstkomandi. I næstu viku munu viðskiptaráð- herra og félagsmálaráðherra hefja viðræður við fulltrúa banka og spari- sjóða um skuldbreytingalán fyrir þá sem stofnað hafa til skuldar vegna byggingar eða kaupa á eigin húsnæði í fyrsta sinn undanfarin 2 til 3 ár. -ÓEF. 't Verð kr. 395,- Á LAUGAVEG 71 Verð kr. 395,- Verð kr. 485,- Verð kr. 395,- Verð kr. 295,- Verð kr. 295,- Póstsendum ^JÍmnnScrti, 6rœdur Laugavegi 71, simi 13604 - 75955. Kylfingar, áhugamenn um golf og svo auðvitað öll við hin, koma upp í Grafarholt um helgina til að fylgjast með NISSAN-DATSUN mótinu, síðasta stigamótinu fyrir val landsliðsins, sem keppir í París. Á Grafarholtinu getum við notið golfsins, kaffisins, útsýnisins og síðast en ekki síst notið þess að sjá og fræðast um hina ódýru og bankaborguðu ____ INII55AIM CHERRY OG NIS5AN SUNNY Ef þú hefur ekki tíma til að fara upp á Grafarholt (5 km. frá Reykjavík), þá bjóðum við það sama (fyrir utan golfið) í Sýningarsalnum v/Rauðagerði. Allar gerðir teknar upp í nýja. INGVAR HELGASON HF. Sími 33560 NISSAN rzzxzzn- wsso«nr SUBARU INGVAR HELGASON HF. Tvær bílasýningar á sama degi Jaugardag og sunnudag kl. 2-5. Sýnum að Rauðagerði 27 og við Golfskála Reykjavíkur, Grafarholti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.