Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 8
DV. LAUGARDAGUR11. JUNÍ1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurogútgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastiðriogútgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstooarritstidri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastiórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifs1ofa: ÞVERHOLTI11.SÍMI27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning,umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblað22 kr. Járnfrúin fékk umbodid „ Járnfrúin" Margaret Thatcher hefur meö yfirburða- sigri í þingkosningum fengiö umboð brezku þjóðarinnar til að halda áfram á braut frjálshyggju. Nú var ljósara en oftast áður, um hvað valið stóð. Fólk veit, hvar það hefur frú Thatcher. Línur hafa skýrzt síðustu ár milli tveggja stærstu f lokk- anna. Ihaldsflokkurinn hefur undir stjórn frú Thatcher valiö frjáishyggjuna í stað „miðjumoðsins". Verka- mannaflokkurinn hefur j afnf ramt haldið til vinstri. Hörð hægri stefna ríkisstjórnar íhaldsflokksins gerði hann óvinsælan fyrstu árin. Atvinnuleysi jókst geysilega. Jafnframt sáust lítil merki um efnahagsbata á öðrum sviðum. Straumhvörf urðu við stríðið á Falklandseyjum. Þá þjappaði brezka þjóðin sér um Margaret Thatcher og Ihaldsflokkinn, eins og vænta mátti. Hið athyglisverða er, að íhaldsmenn hafa síðan haft ótvíræða forystu eins og kosningarnar í fyrradag sýna bezt. Þar kemur til vaxandi trú á, að verðbólgan hafi minnkað til frambúðar. Verð- bólgan fór úr 22 prósentum árið 1980 í 4 prósent miðað við síðastliðinn mánuð. Hagfræðingar telja, að verðbólga í Bretlandi verði um 7 prósent síðar á árinu, miðað við heilt ár. Þetta er mikill árangur. Þó mun almenningur engan veginn viss í sinni sök, að Thatcher komi Bretum upp úr öldudalnum. Enginn sér til dæmis fram á, að atvinnuleysi minnki. Miklu um sigur íhaldsflokksins nú veldur vesaldómur Verkamannaflokksins. Með sveigju til vinstri hefur Verkamannaflokkurinn að miklu „spilað sig út úr". Sú skoðun á mikið f ylgi, að flokkurinn bjóði ekki lengur „val- kost". Hann sé ekki hæf ur til að taka við ríkisstjórn. Fólk hef ur til dæmis hafnað stefnu Verkamannaflokks- ins um einhliða kjarnorkuafvopnun. Flestum f yndist slíkt óðs manns æði gagnvart vígbúnaði Sovétmanna. Bretar vísa nú einnig á bug kenningum Verkamannaflokksins um úrsögn úr Efnahagsbandalaginu. Ösigur Verkamannaflokksins í kosningunum nú er hinn mesti í marga tugi ára. Því miður tókst kosningabanda- lagi frjálslyndra og jafnaðarmanna ekki að komast upp fyrir Verkamannaflokkinn í fylgi, þótt ekki munaði miklu. Vinstri menn í Verkamannaflokknum munu enn hugsa til algerrar valdatöku í flokknum, þótt foringi þeirra, Tony Benn, félli í kosningunum. Mikilvæg spurn- ing næstu árin verður, hvor fylkingin, Verkamanna- flokkurinn eða Bandalag frjálslyndra og jafnaðarmanna, verður „valkosturinn" á móti Ihaldsflokknum í næstu kosningum. Verkamannaflokkurinn þarf aðkúvenda, eigi hann að koma til greina sem fýsilegur kostur á næstu árum. Sigur frjálshyggjunnar í kosningunum er ótvíræður, þótt Ihaldsflokkurinn fengi minna fylgi en hinar tvær fylkingarnar til samans. Við verðum að ganga út frá því kerfi, sem gildir í Bretlandi, kerfi einmenningskjör- dæma, rétt eins og kjósendur í hverju kjördæmi. Þegar úrslitin eru metin, er sú kenning Sovétmanna lítils virði, að miklu skipti, að Ihaldsfiokkurinn fékk ekki hreinan meirihluta atkvæða. Því hefur frú Thatcher fengið ský- laust umboð til að halda áf ram þeirri stefnu, sem almenn- ingur í Bretlandi þekkir vel. Hún getur áf ram beitt harðri aðhaldsstefnu í efnahagsmálum. Hún getur snúið sér að því að selja ríkisfyrirtæki. Hún getur skert vald forystu- manna verkalýðsfélaga, látið kjósa forystu þeirra al- mennum kosningum í félögunum og krafizt meirihluta- fylgis f élagsmanna við verkföll. Haukur Helgason. „Neytenda- vandamúl" bænda Úr ritvélinní Þegar vora tekur og menn vakna við fuglakvak á morgni hverjum; þegar sólin stikar upp eftir himnin- um og ætlar aldrei að setjast á kvöld- in, en svefnþurfi borgarbúar, með allt of háan blóðþrýsting og stressaö- ir í meira lagi, velta sér í rúmunum, klemma aftur augun en allt kemur fyrir ekki, svefninn víkst fimlega undan ásókn þeirra, þá er komin röð- in að „landbúnaðarvandamálinu". Allan veturinn hefur lítið borið á því en þeim mun meira á kvefi og öörum kvillum sem leggjast á fótkalda Is- lendinga. En þegar kvefið víkurfyrir hækkandisól stingur „landbúnaöar- vandamálið" uppkollinumaðnýju. Kannski er það vegna þess að það er fyrst á sumrin, þegar menn fara í f rí, að þeim gefst tími til þess að hug- leiöa landsmálin. Kannski er þetta vegna þess að bæir, bændur og búaUð fara undir snjó snemma á vetri hverjum og ber lítið á þeim fyrr en í vorleysingum. En hvað sem veldur er það víst að eitt óbrigðulasta vor- merki sem f inna má í íslenskum fjöl- miðlum er „landbúnaðarvanda- máUð". Það fréttist yfirleitt af því nokkrum dögum fyrr en lóunni. Þó var „landbúnaðarvandamáUð" seint á ferðinni þetta árið. Övenju- seint. Það var ekki fyrr en fréttist af ódýrri jógúrt í verslun í Reykjavík að það rifjaðist upp fyrir lands- mönnum að „vorboðinn ljúfi" hafði ekki látið til sín heyra til þessa. En þá var aö sjálfsögðu brugðið hart við. Kjarni málsins er sá að hér í Reykjavík er það hið ágæta f yrirtæki Mjólkursarhsalan sem tekiö hef ur að sér að sjá Reykvíkingum fyrir mjólk og mjólkurafurðum, á hverju sem dynur. Eins og gefur að skilja gengur það á stundum misvel því Island er harðbýlt land og þar er allra veðra von. Því er mjólkin stundum súr, þegar hún kemur til Reykvikinga, því hiti í sveitum landsins hefur ver- ið óskynsamlega hár! En því verða menn að taka með rósemd því að eins og áður sagði er allra veöra von á þessu ísa kalda landi. En þrátt fyrir aUt hefur tekist vel að sjá Reykvíkingum fyrir mjólk og er það ekki sist að þakka ódeigum bændum þessa lands sem brjótast af hörku út í fjós, á öllum tímum sólar- hringsins, hvernig sem viðrar, og hversu mikio sem f óðurbætisskattur- innhækkar. Þannig hefur viöhaldist byggð í Reykjavík í áranna rás, byggðin vaxíð og dafnaö, börnin vaxið úr grasi glöö og hraust! En allar mjólkurafurðir eru for- gengilegar, og í mysunni leynist stundum maðkur! Svo fór aö verslun í Reykjavík varð sér úti um jógúrt frá fyrirtæki sem ekki heitir Mjólkursamsala Reykjavíkur! Þessi verslun bætti síðan gráu ofan á svart með því að selja þessa aðfengnu jógúrt á lægra verði en jógúrt þá sem M jólkursamsalan bauð f ram! Ef það er eitt einkenni umfram önnur, sem ræktast hefur upp með Islendingum í aldanna rás, mótað af því þrotlausa striti sem það útheimti að krafsa Ufibrauð sitt úr rýrri mold í vondum veðrum, er það þraut- seigjan! Og nú sýndu forsvarsmenn Mjólkursamsölunnar þrautseigju ásamt íblandaðri staðfestu. Þeir geröu ekkert í máUnu! Eins og Nelson flotaforingi forðum settu þeir kíkinn yfir bUnda augað og vonuðust til þess að þessu leiðindamáU lyki semfyrst. En jógúrtin hélt áfram að berast! Og ábyrgðarlausir Reykvíkingar létu sem þeir heföu aldrei heyrt af byggðastefnunni, létu sem þeir vissu ekki af óeigingjörnu starfi bænda- stéttarinnar undir erfiðustu kring- umstæðum tU þess að sjá þeim fyrir mjólk. Þessir vanþakklátu, (svo maður segi ekki óþjóölegu) Reykvík- ingar keyptu jógúrtina, átu hana og, eins og Olíver Twist, báðu þeir um meira! Við svo búiö mátti ekki standa, að sjálf sögðu. Reykvíkingar voru þarna að fórna langtímahagsmunum sín- um og þjóðarinnar, byggðastefnu- sjónarmiðum og menningararfleið þjóðarinnar, á altari Mammons! Þessi jógúrtarsala var stöðvuð. Eðlileg ráðstöfun og sjálf- sögð, því það er aldrei að vita hvar þetta hefði tekið enda. Hver veit nema á eftir jógúrtinni hefði fylgt skyr? Og síðan mysa? Eftir það getur enginn spáð hvað gerst hefði. Kannski hefði komiö upp fjölda- hreyfing í Reykjavík fyrir kjör- Ólafur B. Guðnason dæmabreytingu? Hver veit nema stóriöjuspekúlantar hefðu fariö að færa sig upp á skaftið? Og kannski heföu Bandaríkjamenn sett hér upp eldflaugar! Það er löngu kominn tími til þess að menn geri sér grein fyrir því að það er ekkert tU sem heitir „land- búnaðarvandamál"! I landbúnaðin- um eru engin vandamál! Nóg af bæjum. Nóg af bændum. Nóg af bú- fénaði. I stuttu máU sagt, allt í himnalagi! Það er sem sagt ekki „land- búnaðarvandamál" sem við er að eiga, þó fjölmiðlar blási það upp á sinn ósanngjarna máta. Hér er fyrst og fremst um „neytendavandamál" aðræöa! Neytendavandamálið er í eöU sínu einfalt. Það er ekki svo að neytendur séu of fáir! Það er heldur hitt að þeir eru lystarlausir, og stundum jafnvel matvandir, sem er auðvitað hálfu verra. Þannig er það hlutverk yfir-, manna landbúnaðarmála, ráðherra og forsvarsmanna bændasamtaka að leika hina þolgóöu húsmóður meðan Reykvíkingar og aðrir þeir, sem ekki starfa beint að landbúnaði, leika óvitann í eldhúsinu. Yfirmenn landbúnaðarmála plokka feitan síðubita úr frysti- geymslum lambakjöts og segja: „Einn fyrir pabba..." Ovitinn bregst hinn versti við, ekki síst þegar fyrir hann eru bornar ófriðar kartöflur, skorpnari en tíræö langamma, og þá veröa yfirmenn landbúnaðarmála auðvitað að beita óvitann hörðu. Það verður að hafa vit fyrir þessu fólki! Og ef ykkur líkar ekki við jógúrtina, þá skuluð þið passa upp á eggin!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.