Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Síða 9
DV. LAUGARDAGUR11. JUNI1983. 9 Hagfræðingarnir eru að minnsta kosti sammála um, hvernig farið hefði um kaupmáttinn, ef rikisstjórnin hefði ekki gert neitt — og sitthvað annað. Frá meiriháttar fundahöldum Alþýðusambandsins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja nú i vikunni. '“"’V WMKLU MEiRA ÞARF Frekar má búast við, að hagfræð- ingar séu ósammála um flesta hluti. „Því kemur mest á óvart, að einhver samnefnari skuli finnanlegur milli útreikninga Alþýðusambands og Þjóðhagsstofnunar. Helzt greinir á, eins og eðlilegt er, þegar meta skal ýmsa mjög óvissa þætti. — En almenningur mun lítið muna þær tölur, sem nú eru taldar, heldur líta í buddu sína. Líklega verður brátt lítið eftir í buddunni og víða bara gat. Ekki nærri allt á stjórnarreikninginn Allir eru sammála um, aö kjara- skerðing heföi orðið, þótt nýja stjórn- in hefði ekkert gert. Alþýöusam- bandiö segir um það: „Að óbreyttu verðbótakerfi og án grunnkaups- hækkana á árinu má gera ráö fyrir því, að kaupmáttur kauptaxta ASI- félaga hefði rýrnaö um 12—13 pró- sent frá árinu 1982. „Alþýðusam- bandið segir, að þá hefði kaupmáttur taxtakaupsins væntanlega orðið um 14—15 prósent minni á síðasta f jórð- ungi ársins en var í fyrra. Sem sagt: Menn skyldu ekki skrifa alla kjara- skerðinguna á reikning núverandi ríkisstjómar. Rétt er, að menn muni það, þegar f ram líður. Þjóðhagsstofnun kemst að svip- aðri niðurstöðu um, hvernig farið hefði, ef ekkert heföi verið gert. En um áhrif aðgerðanna nú koma út nokkuö skiptar meiningar. Þannig segir Alþýðusambandið, að nú séu horfur á, að kaupmáttur taxtakaups- ins verði 19—20 prósentum lakari en hann var í fyrra. Þar sem skerðing kaupmáttar verði mest á síðari hluta ársins, verði kaupmátturinn á síð- asta fjórðungi ársins að óbreyttu 27—28 prósentum lakari en í fyrra. Þjóðhagsstofnun fær út, aö kaup- máttur kauptaxtanna verði á síðasta f jórðungi ársins 24% lakari en í fyrra og 20% lakari yfir allt árið. En þyngst vegur, þegar Þjóðhags- stofnun fer aö taka tillit til hinna „mildandi ráðstafana”, sem ríkis- stjórnin hefur gert samhliöa kaup- skerðingunni. Ennfremur eru menn ekki sammála um, hvort útkoman verði, að tekjur launþega hækki meira en taxtakaupið, svo að ein- hverju nemi. Yfirborganir? Þegar að kreppir, er auðvitað lík- legt, að víða hafi fyrirtæki bolmagn til að umbuna eitthvað þeim starfs- mönnum, sem taldir verða þess virði. Þetta fer mikið eftir atvinnu- ástandinu almennt. Hætt er við, að atvinna verði tæpari en lengi hefur verið. Auðvitað er það rétt, sem al- þýðusambandsmenn segja, aö fólk kaupir minna og veitir sér í flestu minna, þegar peningar verða minni. Þetta er svo einfalt, að um „tuggu” er að ræða, en í því felst, að einhver fyrirtæki selja minna og hætt er viö, að þau minnki umsvif sín. Þá dregur úr atvinnu. Því minni sem atvinnan verður þeim mun minna verður um yfirborganir. Því er engan veginn gefið, að það standist, sem Þjóðhags- stofnun segir: „I áætlun fyrir áriö 1983 er gert ráð fyrir, aö atvinnu- tekjur launþega hækki um 4 prósent umfram hækkun kauptaxta”, sem sé tekjumar hækki þetta miklu meira en kauptölurnar í samningunum. Utkoma Þjóöhagsstofnunar um kjaraskerðinguna er þessi: ,JKaup- máttur á mann verði aö meðaltali á árinu öllu um 14 prósentum lakari en í fyrra, eða um 3 prósent lakari en að óbreyttu” (það er ef ríkisstjómin hefði ekkert gert). Stofnunin segir: ,Jír þá ekki litið til þeirra áhrifa, sem óheft verðlagsþróun hefði að lík- indum haft á atvinnuástand og þar með tekjur.” Þjóöhagsstofnun fjallar einnig um, að skeröingin verði mest, þegar næst vetrar, og segir: „Á síðari hluta ársins sýnist kaupmátturinn verða um 18 pró- sentum lakari en á sama tíma í fyrra eða um 4 prósentum lakari en að óbreyttu kerfi.” (Það er samanborið við þá stööu, að ríkisstjórnin hefði ekki gert neitt). Þá hefur stofnunin ekki tekið tillit til þess, sem hún telur vera, að atvinna verði traustari eftir aðgerðirnar og sveiflur í kaupmætti verði ekki jafngífurlegar og hefði verið, ef verðbólgan hefði ætt áfram án hamlandi aðgerða ríkisstjómar- innar. Þjóðhagsstofnun hefur þó tekið tillit til ýmissa „mildandi aðgerða” ríkisstjórnarinnar, sem ætlaö er að minnka kjaraskeröinguna einkum hjá hinum verst stöddu. Stofnunina og Alþýðusambandið greinir á um, hve mikils þessi þáttur skuli metinn. Ymislegt af því var enda ekki komið fram, þegar þessir útreikningar voru gerðir, og sumt er enn óljóst, þegar þettaerskrifað. Ríkisstjórnin telur sig hafa styrkt atvinnuástandið. En samt vitum við, að aukin kjaraskerðing, sem allir viöurkenna, að er orðin meiri en verið hefði með óbreyttu kerfi, leiöir til minni eyöslu. Meö því dregur úr halla á viðskiptum okkar við útlönd, enda er það eitt aðalmarkmiðiö. Við höfum minni kaupgetu og kaupum minna af innfluttri vöru, því dregur úr viðskiptahallanum við útlönd. En viö kaupum líka minna af innlendri vöru. Laugardags- . pistillinn Haukur Helgason aðstoðarritstjéri Sama næsta ár Nauösynlegt er að velta upp þessum tölum, þótt þær rugli gjarnan. Hvað gerist síðan? Þjóðhagsstofnun gerist svo djörf að spá um næsta ár. Hún segir: „.. á horfum ársins 1984 verður að svo stöddu miðað við, að kaupmáttur ráðstöfunartekna verði svipaður að meðaltali á því ári og hann er talinn verða að meðaltali í ár, eða um 6— 7% hærri en á síðustu mánuðum árs- ins” (íár). Sem sagt: Ekki meiri kjaraskerð- ing, heldur „afrétting”. Nú, samningsréttur verður aftur við lýði 1. febrúar á næsta ári. Þá viöurkenna allir, aö þurfi 40% kaup- hækkun til að vinna upp kaupmátt taxtanna. En ríkisstjórnin segir einnig í bráðabirgðalögunum nú, að ekki megi semja um verðbætur á laun fyrr en 1. júní 1985 og „aðilar vinnumarkaöarins beri ábyrgð á samningum um kaup og kjör í ljósi hinnar opinberu stefnu í gengis- og kjaramálum”. Þetta síðasta ákvæöi á eftir að verða hávaöadeilumál, þegar þar aö kemur. Hvemig ber að túlka það? Það mun ríkisstjómin væntanlega bara túlka á sinn veg. Hvað annað? Mörgum mun finnast sem ríkis- stjórnin hafi kjaraskerðinguna of mikla. Nú liggja fyrir útreikningar bæði Alþýðusambands og Þjóðhags- stofnunar. Sú síðamefnda á að vera óháöur aðili. Þeim, sem þetta skrifar, hefði þótt réttara, að kjara- skeröingunni hefði verið dreift á lengri tíma, en ekki höggvið svo hart 1. júní. Fólki hefði verið gefið betra færi á að aðlaga sig þessu. Utkoman hefði getað orðið svipuð. Eitthvað hægari minnkun verðbólgu og eitt- hvað meiri viðskiptahalli í byrjun, en líklega sáttari þjóð, þegar upp er staðið. Hins vegar tel ég brýna nauðsyn, að við tökum á okkur þá skerðingu á lífskjörum, sem orðin er en við höfum f restað með slætti erlendis. Enn verður ekki séð, hvort of geyst er farið, en margir munu þola súrt af þessum aðgerðum. Enginn skyldi ímynda sér, aö nú gangi enn hið gamla að lifa um efni fram, að láta „tímann” sjá umfjárhaginn. Taka má undir, að þessar aðgerð- ir, sem stjórnarflokkarnir hafa rótað saman í stjómarmyndunarvið- ræðum, beinast um of gegn launum eingöngu. Hvað annað er til ráða? Alþýðusambandið reyndi að svara. Það benti á, að skipulega skuli unniö að hagnýtingu orkuauðlinda samhliða uppbyggingu stóriðnaðar. Starfsskilyrði íslenzks iðnaðar verði bætt og hagræðing aukin. Samræmt verði skipulag veiða og vinnslu og lögð áherzla á aukin gæði og full- vinnslu sjávarafuröa. Framleiðsla landbúnaöarvara miðist við þarfir innlends markaðar — og f leira. Mjög athyglisverð er áherzla Al- þýðusambandsins á stóriöju. Þegar að kreppir, eins og nú, skilja menn betur, hvers þarf. Um þessi atriði má að öðru leyti segja, að þau eru góðra gjalda verð. En þau lækna enga meinsemd á næstu mánuðum, jafnvel þótt stjórn- völd væru albúin að vinda sér í þau. Upptalningin sýnir miklu fremur aö einhverju leyti, hvar skórinn kreppir í lengd. Hún segir okkur, hvar stjómvöldum um langt árabil hefurmistekizt. Hún sýnir, hvað gera þarf, þegar fram í sækir en bara sumt af því. En hún stöðvar ekki 130—160 pró- sent verðbólgu á næstu mánuðum. Upptalningin stöðvar ekki gíf urlegan halla á viöskiptum okkar við útlönd, sem leiðir þegar í stað til magnaðrar skuldasöfnunar ofan á skulda- baggana, sem núverandi kynslóð hefur þegar bundið niðjum sínum með tilstuðlan allra flokka. Ríkisstjómin hefir gert „eitt- hvaö”, og þetta „eitthvaö” dregur úr vandanum. En hún þarf að gera miklu, miklu meira á öðrum sviðum en í launaskerðingu, eigi fólk að taka hana alvarlega, þegar fram í sækir. Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.