Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 13
DV. LAU GARDAGUR11. JUNl 1983. S 1*0 skupaffl Guð h t/njamis rét íið Batakar á eynni Jövu kunna frá eftirfarandi ævintýri að segja: Skaparinn bjó til allt: Himin og jörð, sól og mána, stjömur og tré, haf og meginlönd. Og þá ákvaö hann að gera líka lifandi verur. Hann tók jarðleir og gerði úr honum mynd. Hún var líflaus. Þá kallaði skaparinn einn af öndunum sínum á sinn fund og lokaði hann inni í höfði leirmyndarinnar. „Svona er þetta gott,” sagöihann. Andinn hreyfði sig inni í höfði myndarinnar. Hann vildi komast út. En leirinn gaf ekki eftir. Við umbrotin féll leirmyndin þó um koll og datt sund- ur í marga mola. Og allir voru þeir lífi gæddir þar sem andinn hafði gætt þá sál. Molamir þeyttust í skyndi í burtu og bámst út um víöa veröld. Þeir urðu að illvættum. Þannig urðu djöflar til í heiminum. Skaparinn braut heilann. Þetta var, óþolandi! Einbeittur hnoðaöi hann aðra mynd úr leimum. Hún liktist manni. Skaparinn gaf honum þrenns konar mátt: Líf og tilfinningu, vilja og skaphöfn, anda og sál. Veran hreyfði sig og vaknaði til lífsins. Maðurinn varð til. Þá sagði skaparinn: ,,Hví skyldi maðurrn vera gleðivana í heiminum? Og hvernig á hann einn að auðga jörð- ina sem íbúi hennar. ” Hann ákvað að gefa manninum konu. En þá tók skaparinn eftir því að ekkert efni var til í konuna. Hvað skyldi nú til bragðs taka? „Það verður að vera falleg kona,” sagði hann og renndi augum yfir sköpun sína. Hann veitti mörgu athygli: Hring mánans, spengileika tágarinnar, hreyfingum slöngunnar, vafningi klifurplöntunnar, titringi grassins. Hann hnaut um ilm blómanna og léttleika blaðanna, gleði sólargeislans og tár skýjanna, sætleika hunangsins, hræöslu fuglsins, hégóma- girni páfuglsins, málæði dúfunnar, þokka svölunnar. Hann nam fegurð gimsteinsins, finleika dúnfjaðrarinnar og hiö blíða augnaráð dádýrsins. Or þessu öllu gerði hann leöju. Or leðjunni hnoðaöi hann svo konu. Hann gaf henni líka þrjá eiginleika mannsins og hún vaknaöi til lífsins. Skaparanum var það ljóst að hún bar af öllu í heiminum hvað snerti yndis- þokka og fegurð. Hann leiddi konuna til mannsins og mælti: „Hún á að verða konan þín. Verið nú hamingju- sömsaman.” Maðurinn tók í hönd konu sinnar og leiddi hana burt. Nokkru síðar kom maðurinn til skaparans og var i vondu skapi. „Herra,” hrópaði hann, lyfti höndum yfir höfuö sér og barði saman hnefum og sagði því næst: „Þessi kona er að gera út af við mig! Hvemig á ég að geta fullnægt öllum kröfum hennar? Hún er simalandi, alltaf full af nýjum hugmyndum! Hún er meö sífellda kveinstafi og er oftar veik en heil- brigð!” „Gott og vel,” svaraði skaparinn. „Fyrst þú ert svona óánægður, skal ég losa þig við hana!” Og hann tók aftur viökonunni. Varla var vikan liðin þegar maður- inn kom aftur hlaupandi. „Herra,” sagði hann. „Eg erhræðilega einmana síðan konan fór frá mér. Hún söng og nú er allt svo þögult. Hún dansaði en nú er engin hreyfing. Hún lék sér með mér en nú er enginn leikur lengur. Um þetta hef ég hugsað síðustu viku. Lífið er gleðisnautt og dapurt án hennar.” Þá gaf skaparinn manninum konuna aftur. Skömmu seinna kom maðurinn enn til skaparans. „Herra,” kveinaöi hann. „Eg veit ekki hvað ég á að gera. Núna, þegar ég hef fengið konuna aftur, er mér það ljóst að hún veldur mér meiri gremju en gleði. Eg er alveg að gefast upp. Taktu við henni aftur! ” Þá hristi skaparinn höfuöið. „Þú segir eitt í dag og annað á morgun. Reyndu nú einu sinni enn. Komið ykk- ursaman,kostiðkapps umþað!” „Húnersvo þrætugjörn, herra! ” „Láttu það lönd og leið,” sagði þá skaparinn. „Vel hefur þú mælt, herra. En þetta endar með örvæntingu,” sagði þá maðurinn. En skaparinn lét ekki undan. Til þess þó að gera máliö auðveldara fyrir manninn, bauð hann aö konan skyldi verða manninum undirlát, hún skyldi hlýða honum í öllu. „Þá ætti allt að ganga betur fyrir sig,” sagði skapar- inn. Og við það lét maðurinn sig — og bjó með konu sinni, undirgefinni, eftir- leiðis og svo er enn. 13 Notaðir lyftarar Sýnum og seljum næstu daga raf- magns- og dísillyftara á gamla genginu. Lyftararnir eru til sýnis hjá okkur aðVitastíg3. Opið nk. laugardag. K. JÓNSSON & CO. HF. s l ll.l. Símar 91-26455 91-12452. Vitastíg 3 Simi 91-26455 OPIÐ KL. 10 — 16 í DAG. TÖCCUR HF. SAAB UMBOÐÍÐ SÍMI 81530 Seljum í dag 8 cyl.f sjálfskiptur, ekinn aðeins 46.000 km. Skipti möguleg, góð kjör. SÆNSK-ÍSLENZK VERÐBYITING Á ELEG’ROLUXbw2oo UPPÞVOTTAVÉLUM Við gerðum góð kaup með því að kaupa 213 Eledrolux BW 200 GOLD uppþvottavélar í einu lagi. Þannig fengum við verulegan afslátt sem kemur þér til góða. Fullkomin uppþvottavél á afsláttarverði, ein hljóðlátasta vélin á markaðnum - frábær þvottakerfi (með sparnaðarrofa) - öfl- ugar vatnsdælur sem þvo úr 100 ltr. á mínútu - þrefalt yfirfalls- öryggi - Ryðfrítt 18/8 stál í þvottahólfi - Barnalæsing á hurð - Rúmar borðbúnað fyrir 12-14 manns. FuIIkomin Electrolux BW 200 uppþvottavél á tilboðsverði sem þú trúir tæpast - og ekkert vit er í að hafna. VERÐLISTAVERÐ OKKAR VERÐ . Kf.25í271,^ i Kr. 17.49 Vörumarkaðurinn hf. ARMULA 1A S 86117

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.