Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 15
Það veitti ekki af regnhlífinni er fyrsta takan á Skilaboðum til Söndru fór fram. Ragnheiður Harvey sminkar Bessa Bjarnason. armáti myndarinnar? Veröur notast viðsögumann? „Nei, það verður enginn sögumaður, en hins vegar erum við alltaf með Jón- asi. Hann er miðpunktur myndarinnar og allt gerist í kring um hann og með honum sjálfum." Miklu breytt — Er farið í öllum atriðum í kvik- myndahandritinueftir sögu Jökuls? „Nei, heilmiklu er breytt. Fyrst er að telja aö saga Jökuls geríst á sjöunda áratugnum en við höfum fært atburð- ina til vorra daga. „Hippatímabilið" sem svo er kallað er ekki svo gamalt að nostalgia hafi skapast. Og á hinn bóginn ekki nógu nýtt til að það sé verulega spennandi. Þannig að hvað ytra búnað áhrærir er myndin í nútím- anum. Sandra er ekki með slegið hár og hárband en vissulega er hugsunar- háttur hennar mjög í samræmi við '68 kynslóðina. Verkið er einnig stytt og sögusviðiöflutttil." — Hvaða augum lítur þú aðalper- sónurnar, Jónas og Söndru? „Sandra er bara venjuleg stelpa. Hún er ekki mikið að spá í umhverfiö. Er mjög frjálsleg og líður einhvern veginn áfram. Það er eiginlega'mjö'g erfitt að lýsa þessari týpu ... Jónas er f ræðimaður. Hann hef ur fengist við rit- störf að einhverju leyti og hefur metn- að til að bera í þeim efnum. Hann er fyrst og fremst maður orðsins. Hann er eiginlega fulltrúi þeirrar kynslóöar sem ólst upp með rjúpU Guðmundar frá Miðdal í stássstofunni. Eg á erfitt með að lýsa þessum persónum i orðum og held ég láti kvikmyndavélina um að lýsa þeim frekar. Bessi helv... góður — Bessi B jarnason og Ásdís Thorodd- sen leika aðalhlutverkin. Hvað réð fyrst og fremst að þau voru valin í þessihlutverk? „Bessi er helvíti góður leikari að mínu mati og hefur auk þess það til að bera að vera á réttum aldri og hefur ekki leikið mikið í kvikmyndum. Við trúum að hann geti gert Jónasi mjög góðskil. Um Ásdisi er það að segja að við þekkjum hana vel og töldum hana passa vel inn í þær hugmyndir sem við gerum um Söndru. Nei, við erum ekki hrædd við það að hún hafi ekki mikla leikreynslu." — Vendum okkar kvæði í kross og tölum lítillega um þig. Þú hefur nokkra reynslu í kvikmyndagerð? Þrjú úr sama skóla „Eg vann hjá sjónvarpinu um sex ára skeið og f ór þá til Lundúna til náms í kvikmyndagerð. Var þar í skóla sem heitir International Film School og lauk tveggja ára námi. Það vill reynd- ar svo skemmtilega til að við erum þrjú sem vinnum við Skílaboð til Söndru og höfum numið við skólann. Þau Guðný og Einar kvikmyndatöku- maður lærðu þarna bæði þó að ekkert okkar væri samtímis við nám. Síðan ég lauk prófi fyrir þremur árum hef ég unnið við dagskrárgerð hjá sjónvarp- inu, í lausamennsku." — Var það æskiidraumur að f ara út í kvikmyndir? „Nei, reyndar ekki. Það var hrein til- viljun aö ég réðst til sjónvarpsins 1971. En smátt og smátt vaknaði áhuginn og eftir sex ára starf þar ákvað ég að skellamérínám." 1/3eftirkonur — Líkast til verða 6 íslenskar kvik- myndir frumsýndar í ár. Þar af eru konur við stjórnvölinn i tveimur þeirra. Hafa konur ekki haslað sér f yrr völl í þessari listgrein en flestum öðr- um.? „Það er rétt að þriðjungur íslenskra mynda í ár er með konur við stjórnvöl- inn. Eg veit ekki hvort það er ástæða til að draga stórar ályktanir af því.. . Eg held að þetta sé tilviljun. Eg hef til dæmis enga trú á því að ef 50 myndir hefðu verið gerðar þá væri þriðjungur þeirra undir stjórn kvenna." — Telur þú vera grundvallarmun á myndum sem konur stjórna og þeim sem karlar stjórna? „A það ber að líta að mjög margar myndir sem konur stjórna fjalla um kynsystur þeirra og vandamál þeirra, ég held að það sé aðalmunurinn. Við f jöllum hins vegar í þessari mynd um karlmann. Eg veit ekki hvort Skilaboð til Söndru yrði öðruvísi mynd í höndum karlmanns." — Að lokum: Ef vel gengur með' Skilaboð til Söndru.. . stefnið þið þá á aðramynd? „Jé." Litir: hvitt og dökkblátt m/rennilásabandi. Stœrðir: 25-27 Verð kr. 537,- leður Litur: hvitt leður, reimaðir. Stærðir: 25-27. Verð kr. 576,- Litir: hvitt og dökkblátt m/rennilásabandi. Stærðir: 25—27 Verð kr. 599,- leðurl Leðurskór m/rennilás. Stœrðir: 28-34 Verð kr. 769,- Stœrðir: 35-38 Verð kr. 814,- Stærðir: 39-40 Verð kr. 879,- Litir: hvitt, grátt og blátt leður Stærðir: 28—34 Verð kr. 633,- Stærðir: 35-38 Verð kr. 703,- Stærðir: 39-41 Verðkr.795,- Litur: hvítt lakkleður Stærðir: 35-40 Verðkr.659,- Litur: blátt/hvitt leður Stærðir: 35-40 Verð kr. 710,- Litur: hvitt/svart lakkleður Stærðir: 35-40 Verð kr. 754,- Vörumarkaðuri Ármúla 1a — sími 86113. VIDEO SÖFNIIMOKKAR eru nokkuð sem þú ættir að skoða áður en þú leitar annað. Opið öllkvöld tilkl. 23. \KVIKMYNDAMARKADURINN VIDEO • TÆK/ • FILMUH Skólavöroustíg 19, 101 Reykjavik, sími15480

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.