Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR11. JUNl 1983. Fulltrúi/Birgöastjórn Öskum eftir að ráða fulltrúa í birgöastofnun varnarliösins á Keflavíkurflugvelli. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt að skipulagningu og stjórnunverkefna. Æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á tölvuvæddu birgða- bókhaldi. Mjög góö enskukunnátta skilyrði. Umsóknir sendist ráðningarskrifstofu varnarmáladeildar, Keflavíkurflugvelli, eigi síöar en 22. júní. Nánari uppl. veittar í síma 92-1973. LÖÐIR FYRIR ÍBÚÐARHÚS Hafnarfjarðarbær hefur til úthlutunar nokkrar lóðir fyrir rað- hús og parhús. Lóöirnar eru fljótlega byggingarhæfar. Nánari uppl. veitir skrifstofa bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, þar með taliö um gjöld og skilmála. Umsóknum skal skilaö á sama stað eigi síðar en 21. júní nk. BÆJARVERKFRÆDINGUR. Til sölu er stórglæsilegur Volvo 244 GL m GLT útlit árgerð 1982 Litur: grásanseraður. Ýmsir aukahlutir, svo sem electronisk kveikja, stereo tæki, auka dekk, álfelgur, skyggni á afturrúðu ofl. ofl. Verð 425.000,-. Greiðslukjör. Skipti koma til greina. Uppl. í síma 66846 og 14685 — Bjarni. ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð Sauðárkróks- brautar innan Sauðárkróks. Helstu magntölur eru: Lengd Skering Fylling Burðarlag 2,2 km 5400 rúmmetrar 11200 rúmmetrar 11300 rúmmetrar Verkinu skal að fullu lokið eigi síöar en 1. okt. 1983. Ut- boðsgögn veröa afhent á skrifstofu Vegagerðar ríkisins, Borgarsíöu 8 Sauðárkróki, frá og með mánudeginum 13. júní nk. gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breyt- ingar skulu berast Vegagerð ríkisins skriflega eigi síðar en 20. júní. Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuöu umslagi merktu nafni útboðs til Vegageröar ríkisins, Sauðárkróki, fyrir kl. 14.00 23. júní 1983 og kl. 14.15 sama dag veröa tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, í júní 1983 VEGAMÁLASTJÓRI UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur sent öllum aðildarríkjum sínum upplýsingar um nokkrar lausar stöður viö.stofnunina, sem sérstaklega eru ætlaðar umsækjendum, sem eru 35 ára og yngri. Starfsheitin eru: Aðstoðarbókavörður við Alþjóðafræðslumálaskrifstofuna í Genf; - starfsmaður við tækjaval og tækjakaup viö þróunardeild; sérfræðingur við tölvuskráningu í bókasafni UNESCO; sérfræðingur við kennsludeild náttúruvísinda; starfsmaður við útgáfustörf, og starfsmaður við skipulagningu menningarstarfs. Umsækjendur skulu allir hafa háskólapróf og góða kunn- áttu í ensku og frönsku. Sérstök eyðublöð og nánari upplýs- ingar er aö fá hjá menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 25. júní 1983, merktar UNESCO. Menntamálaráðuneytið 6. júní 1983. Aörar dimmuborgir — svipast um á skrftmim sloðum í Ögmundarhrauni við Grindavík Suöurhluti Reykjanesskaga er ekki í alfaraleið. Þjóðbrautin liggur tugi kílómetra frá, og því hefur svo verið lengi að fáir ferðamenn hafa lagt leið sína til þessa landshluta. Það verður að teljast miður, ef höfð er í huga sú merkilega en jafnframt hrikalega náttúrufegurö sem þar gef st að skoða. I Katlahrauni Einhver sérstæðasti staður suður- strandar Reykjanesskagans er án efa ögmundarhraun. Það liggur milli Grindavíkur og Krísuvíkur — á lág- lendinu milli f jalls og fjöru — og þekur um sextán f erkílómetra i það heila. 1 hrauninu er að finná marga sér- kennilega staði. Einn þeirra er þar sem heitir í Katlahrauni. Hann er nán- ast inni í miðju ögmundarhrauni og er harla vandfundinn enda hafa fáir Is- lendingar séð hann. Staðurinn er eigin- leg sigdæld og markast af háum hraun- veggjum allt í kríng. Þegar gengið er fram á brún sig- dældarínnar er sem yfir víðfeðman iþróttaleikvang aö líta, slfk er lögun hennar. Niðri í þessari hraunborg er yfir illfært og gróft helluhraun aö fara, Fjölmargir hellar eru i hraunveggjunum sem umlykja sigdældina. stærstu um tiu metra langir og annaö eins ó hæðina. Þeir I hellismunna. Sprungið og tætingslegt hraunið með hraunveggjunum í baksýn. Yfir há- sumarið vex um eins metra hár burkni i sprungum, eins og blaðamaður sést fóta sig eftir á myndinni. sem er víða sprungið, og því hættulegt yfirferðar en fjölbreytnin í landslag- inu þarna er töfrandi og svo til enda- laus. Háa hraunstapa er að finna niðri i dældinni svo og ýmsar aðrar sérstæðar hraunmyndanir, svo sem þar sem helluhraunið hefur brotnað í hluta og staflast upp i þyrpingar og myndað allskyns hella og skúmaskot. Hellar og skútar I veggjunum eða hraunfjöllunum sem afmarka sigdældina eru margir hellar, misstórir eins og gengur, en þeir stærst u eru allt að tíu metra langir og álíka háir. Litlir bergskútar eru um allt í veggjunum og á einum stað er eins og þeir myndi eins konar hillu- samstæðu í hraunf jallinu. Á öörum stað má skoða einhverja sér- kennilegustu hraunmyndun sigdældar- innar. Þar jafnast lögun bergsins á við kirkjuhurð! „Ef huldufólk er á annaö borð til, þá býr það þarna," lét einhver hafa eftir sér sem leið átti um. Þessi náttúrlega hurð sést á einni ljósmynd- inni sem fylgir þessum texta og er rétt að geta að hún er um tveir metrar á hæð en breiddin um hálfur annar metri. I heild sinni minnir þessi hraunborg í ögmundarhrauni — sigdældin og hraunveggirnir i kringum hana — mjög á Dimmuborgir í Mývatnssveit. Gróðurinn er þó ekki eins mikill og nyrðra en kynjamyndirnar og sér- kennileg lögun hraunsins er allt eins mikil. Og fyrst minnst er á gróður þá er vert að geta þess að fyrir utan mos- ann vex í þessari hraunborg um eins metra hár burkni um hásumartímann, og segja þeir sem komið haf a á staðinn á þeim tíma að hvergi annars staðar í landinu hafi þeir séð svo merkilegt blómskrúð sém þennan burknagróður inni í stórbrotnu nelluhrauninu. ögmundurog vegurinn Nafn sitt dregur ögmundarhraun af manni þeim sem f yrstur er álitinn hafa rutt vegslóða yfir þetta illfæra svæði. Er sagt frá því í heimildum f rá át jándu öld að ögmundur nokkur hafi rutt veg um hraunið og veríð myrtur að launum austan við það, þar sem dys hans sé. Á nít jándu öldinni voru svo skráðar ítar- legri sagnir um ögmund þennan. Jón Vestmann prestur í Selvogi skráir sögu um ögmund og ögmundarhraun tvisv- ar á fyrri hluta nítjándu aldar. Hjá honum er sagan lik um ögmund, nema þar vinnur hann við vegagerðina gagn- gert til að fá dóttur bónda nokkurs í héraðinu sér til handa, en bóndi drepur hann sofandi áður en hann fær hennar. Brynjólfur frá Minna-Núpi skráði einnegin sögu um Ogmund og þetta hraun sem við hann er kennt á síöari hluta nítjándu aldar. Þar er sagan svipuð hinum f yrri en vegurinn um ög- mundarhraun fær þessa einkunn: Eru í hrauni Ogmundar ótal margir þröskuldar fáka meiöa f æturnar og f yrir oss brjóta skeif urnar. Deilt unt aldur Annars hefur mikið verið skrif að um Ogmundarhraun sem slikt. Einkum og sér i lagi hefur mikið verið fjallað um hugsanlegan aldur þess — og eru menn ekki á eitt sáttir um hvenær þetta hraun hafi flætt yfir. Þó er vitað með vissu að það hafi gerst eftir að land- nám hófst. Er ögmundarhraun sam- kvæmt því yngsta hraunið á Reykja- nesskaga. En hvenær í sögu Islandsbyggð- ar hraunið rann eru menn ekki vissir um og um getgátur eru menn ekki sammála, sem fyrr segir. Hafa menn reyndar skipst í tvo nokkuð vel af- markaða hópa í þessum efnum. Vill annar ætla að hraunið hafi runn- ið á fyrri hluta elleftu aldar, nánar tiltekið árið 1010, og byggir hann þá ágiskun sína á geislakolsaðferðinni svokölluðu, þar sem tekin eru sýni víða úr hrauninu og þau aldursgreind á rannsóknarstofu. Hinn hópurinn rýnir fremur í rit- heimildir en jarðsýni og telur þær gefa eðlilegri og raunhæfari vísbendingu um aldur hraunsins. Er bent á að ekki sé getið hraungosa á Reykjanesskaga í heimildum fyrr en komi fram á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.