Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR11. JUNI1983. 19 Menning Menning Menning Menning boðshaldara veriö metin á 18.000. önnur litografia eftir Jorn, „Fugla- basilíka" fór á 10 þúsund krónur, eins og viö hafði veriö búist, sú var á stærð við póstkort. Fjárfesting á verðbólgutímum En hvað er eiginlega að gerast? Er einhver von til að sá sem keypti Þing- vallamyndina dýru geti selt hana aftur með hagnaði? Og hvernig stendur á því að verð á málverkum rýkur svo skyndilega upp? Tryllast íslenskir kaupendur þegar þeir lenda á uppboöi í Kaupmannahöfn? Varðandi fyrstu spurninguna þá hefur Guðmundur Axelsson þegar svarað henni: Salan hækkar mynda- verð á innanlandsmarkaði. Þannig gæti myndin borgaö sig — bæði fyrir þann sem keypti og alla starfsbræður hans — þótt hún ekki seldist. Yrði þá að afskrifa hana sem auglýsinga- kostnað fyrir þessa tegund af f járfest- ingu. Það er að minnsta kosti greinilegt að talsverður skjálfti hefur gripið um sig meðal íslenskra listaverkakaup- manna. Þeir eru afar leyndardóms- f ullir og tregir til að láta nokkuð upp- skátt. Enda eru háar upphæðir í húfi. Einn þeirra gaf eftirfarandi skýr- ingu á þessum skyndilegu verð- hækkunum málverka: „Hér er að ger- ast eitthvað svipaö og gerist venjulega á óvissutímum í efnahagsmálum. Þeir sem eiga fé á lausu festa það gjarna í listaverkum, eða gömlum bókum, enda hefur reynslan sýnt að það hefur mest gildi til langs tlma." ihh Frá Þingvöllum ef tir Jón Stefánsson. Myndin fræga sem slegin var á d.kr. hundr- að þusund í HÖfn í fyrri viku. Ofan á verðið bætist 121/2% söluþóknun. Stærðin er 66X94 cm. Sú sala á dónsku verki á uppboðinu sem mest kom á óvart var d.kr. 41 þúsund f yrir þessa litograf íu Asger Jorns, Jörðin rauða, 1953. Mallorka þar sem mannlífið er fjörugast og fjölbreytast 3. vikna ferð meðSÖGU 15.júní fyrir ungt fólk á öllum aldri, sem vill njóta lífsins í sól og sumaryl við leik, glaðvœrð og afslöppun. * Sérstahur _5C/ /O afsláttur fyrir börnin. Glœsilegir gististaðir-tbúðir og lúxusvillur- í SANTA PONSA og PUERTO DE ANDRAITX FERÐASKRIFSTOFAN Verið velkominn á skrif- stofu okkar og sjáið alla aðstöðu af myndbandi. LAUGAVEGI 66 SÍMI 28633 Standandi stúlka eftir Tove Olafsson sem um langt skeið var búsett á íslandi. Styttan er úr bronsi, 37 cm á hæð, sögð keypt til tslands fyrir d.kr. 5 þúsund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.