Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Page 20
20 DV. LAUGARDAGUR11. JUNI1983. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 56., 59. og 61. tölublaði Lögbirtingablaðsms 1982 á eigninni Smiðjuvegi 18, þingl. eign Skápavals, fer fram að kröfu Fiski- málasjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 15. júní 1983 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 79., 81. og 85. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Ásbraut 9 hluta, þingl. eign Hjalta Kjartanssonar og Nínu Sigurjónsdóttur, fer fram aö kröfu Landsbanka íslands, bæjarsjóðs Kópavogs, skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, Jónasar A. Aðalsteins- sonar hrl. og Ólafs Ragnarssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 15. júní 1983 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 27., 31. og 37. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Reynigrund 15, þinglýstri eign Ómars Jónassonar, fer fram að kröfu Iðnaöarbanka íslands og Ara ísberg hdl. á eigninni sjáifri miðvikudaginn 15. júní 1983 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 115., 122. og 124. töiublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Digranesvegi 38 hiuta, þingl. eign Magnúsar Ragnars Jóns- sonar, fer fram að kröfu Einars Viðar hrl. og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 15. júní 1983 kl. 11.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 39., 41. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Breiðvangi 12, 3. h. t. h., Hafnarfirði, þingl. eign Jóhanns Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. á cigninni sjálfri þriðjudaginn 14. júní 1983 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Hafnaríirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Skúlaskeiöi 40, Hafnarfirði, tal. eign Sigur- geirs Gíslasonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 14. júní 1983 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 104, 107 og 111. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Suðurvangi 12,1. h. t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Sigurðar T. Sigurössonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs og Hafnar- fjarðarbæjar á eigninni sjálfri þriðjudaginn 14. júní 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 24., 28. og 35. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á cigninni Grænukinn 9, kjallara, Hafnarfirði, þingl. eign Jóns Daníels- sonar, fer fram eftir kröfu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, á eigninni sjálfri miðvikudaginn 15. júní 1983 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 38., 42. og 45. tölublaði Lögbirtingablaösins 1982 á eigninni Álfaskeiði 14, hluta, Hafnarfirði, þingl. eign Kristjáns S. Hermannssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 15. júní 1983 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 104., 107. og 111. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Byggðarholti 7, Mosfellshreppi, þingl. eign Árna J. Atlasonar, fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 15. júni 1983 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 88., 92. og 94. tölublaði Lögbirtingablaösins 1982 á eigninni Aratúni 38, Garð:ikaupstað, þingl. eign Benedikts Bjöms- sonar, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 14. júni 1983 kl. 14.15. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. . 1 ....... ' " 1 11 . Hvaða starf híður falllnna þingmanna? I síöustu kosningum gerðu kjós- endur átta þingmenn atvinnulausa. Fimm aðrir ákváðu að vera ekki afturíkjöri. I þessum hópi voru tveir sjálf- stæðismenn, Geir Hallgrímsson, for- maður flokksins, og Guömundur Karlsson, þrír alþýöuflokksmenn, Magnús H. Magnússon, varafor- maður flokksins, Sighvatur Björgvinsson þingflokksformaður og Ámi Gunnarsson, tveir framsóknar- menn, Jóhann Einvarðsson og Ingólfur Guðnason og einn alþýöu- bandalagsmaður, Olafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokksins. Samkvæmt lögum eru þingmenn á launum í þrjá mánuði eftir að þeir hætta þingmennsku og í sex mánuði ef þeir hafa setið á þingi í 10 ár eöa lengur. Þaö síöamefnda á aðeins við Geir Hallgrímsson. En hvað er framundan hjá hinum föllnu þingmönnum og hvaða störf bíða þeirra þegar þingfararkaupinu sleppir? -ÓEF. Ólafur Ragnar Grímsson: Prófessors- stadan bídur Olafur Ragnar Grímsson var kjörinn á þing fyrir Reykvíkinga árif > 1978. Frá þeim tíma hefur hann verif > í launalausu leyfi frá fyrri stöðu, sen prófessor í stjórnmálafræði viö Háskólann. Staðan bíöur hans enn, en hann mun ekki taka við henni í haust. Ástæðan er sú aö Svanur Kristjánsson, sem gegnt hefur stöðu Olafs, er nú deildarforseti félags- vísindadeildar og OlafurHarðarson, sem á meðan gegnir stöðu Svans, vinnur aö rannsóknarverkefnum. ,, Eg vil ekki hindra þá í aö gegna þessum störfum,” segir Olafur. „Eg mun á næstunni sinna ýmsum verk- efnum fyrir flokkinn og aðra aðila.” Saknarðu þingmennskunnar? „Það er hægt að sinna pólitík víöar en við Austurvöll.” En muntu leita aftur eftir kjöri til Alþingis? ,,Eg veit það ekki. Það er óvíst hvað verður eftir þá mánuöi eða ár sem líða fram að næstu kosningum,” sagði Olafur. -ÓEF. Magnús H. Magniísson: Ferímitt gamla starf ,,Ég fer í mitt gamla starf sem póst- og símstöðvarstjóri í Vest- mannaeyjum. Það verður fljótlega, þótt ég viti ekki hvenær,” sagði Magnús H. Magnússon, varafor- maður Alþýðuflokksins, en hann sat á þingi fyrir Sunnlendinga frá árinu 1978. Áður hafði hann verið póst- og símstöðvarstjóri í Vestmannaeyjum frá árinu 1956 og bæjarstjóri um skeið. Saknarðu þingmennskunnar? „Já,já, ég geriþað.” Þú ferö þá í framboð aftur? ,,Ég reikna frekar meö því að leita aftur eftir framboði. Eg er ekki búinn að gefa þetta upp á bátinn ennþá. En það getur að vísu margt breyst á þessum árum fram að næstu kosningum,” sagöiMagnús. -ÓEF. Jóhann Elnvardsson: Ekkert ad flýta mér „Eg hef ekkert starf fengið ennþá. En staðreyndin er sú að ég er ekkert að flýta mér. Eg taldi nauðsynlegt að vita hvernig stjómarmyndun yrði og hvort kosningar yröu í haust eða ekki. Nú er ljóst að kosningar verða ekki næstu 2 eða 4 árin,” sagöi Jóhann Einvarðsson sem sat eitt kjörtímabil á þingi fyrir Reykjanes. „Það er alveg klárt að ég fæ ein- hverja atvinnu þótt það sé ekki frá- gengið ennþá. En ég get sagt eins og stjómmálamennirnir: þaðermikiðí pípunum.” Saknaröu þingmennskunnar? „Það er erfitt að svara þessu með jái eða neii. Á vissan hátt sakna ég hennar. Eins og aðrir sem tekið hafa þátt í íþróttum finnst mér sárt að tapa. En ég treysti mér til að byrja á nýjum vettvangi.” Hvers konar atvinnu óskaröu þér helst? „Eg hef aflað mér ýmiskonar reynslu þannig að ég þarf ekki að einskorða mig við neitt sérstakt,” sagði Jóhann. -ÓEF. Geir Hallgrímsson: Fékk rádherra- embætti Geir Hallgrímsson, foimaður Sjálfstæðisflokksins, hafði setið 21 þing sem þingmaður Reykvíkinga er hann féll í síðustu kosningum. Hann stóð snöfurmannlega að sinni atvinnuleit, skundaöi upp í stjórnarráð og fékk þar embætti utanríkisráðherra. Þar hefur hann tryggt sér um 70 þúsund króna mánaöarlaun eins og aðrir ráð- herrar, því þótt hann sitji ekki á Alþingi hefur hann þar viðveru- skyldu sem ráðherra og ber því þing- fararkaup samkvæmt lögum. A þingi hefur hann fullt málfrelsi á borð við aðra ráðherra en ekki atkvæðisrétt. -ÓEF. Guðmundur Karlsson: Sakna ekki þingsins Guðmundur Karlsson sat á þingi fyrir Sunnlendinga frá 1978 til 1983. Hann var áður framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum og tók aftur viö því starfi eftir síðustu kosningar. Hann er einn af hlut- höfum fyrirtækisins. „Nei, ég sakna þingmennskunnar alls ekki,” sagði Guðmundur að- spurður. ,jSg get ekki séð að það sé starf sem eftirsjá er I. Þetta á einfaldlega ekki við alla. Eg var aldrei sáttur við þingmennskuna. Ég fór upphaflega aðeins út í þetta til prufu.” Þú munt þá ekki sækjast eftir því að komast í framboð aftur? „Nei, ég geri ekki ráð fyrir því,” sagðiGuðmundur. -ÓEF. Árnl * Gunnarsson: Ýmíslegt kemur til grelna „Það er ýmislegt sem kemur til greina. Eg hef fengið tvö formleg tilboð um atvinnu og eitt óformlegt. En ég hef verið afskaplega rólegur fram að þessu. Þó er það í burðar- liðnum að ég geri þetta upp við mig,” sagði Ámi Gunnarsson sem setið hefur fimm þing fyrir Norðurland eystra. Er þér eftirsjá að þingmennsk- unni? „Já, óneitanlega sé ég eftir þing- mennskunni. Þaö væri kokhreysti að segja annað. Þetta er spurning um að koma fram góðum hlutum, en tekjulega er þetta ekki eftirsóknar- vert.” Þú munt þá gefa kost á þér aftur? „Það væri nú að svara út í hött að gefa ákveðiö svar við þessu. Ef maður tekur við starfi þá fylgir því hálfgildings krafa um að hætta afskiptum af pólitík. .Þetta verður því bara að koma í ljós,” sagöi Árni. -ÓEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.