Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR11. JUNI1983. Sighvatur Björgvinsson: Allt í óvissu , jEg starfa núna mest fyrir sjálfan mig. Eg er að ganga frá ýmsum verkum sem voru ófrágengin heima. Þaö er allt i óvissu til hvaöa starf a ég fer," sagöi Sighvatur Björgvinsson fyrrum þingmaður Vestfirðinga. Hannsatöáráþingi. Sighvatur var spurður hvort hann saknaði þingmennskunnar: „Kg reikna með því, eins og eðlilegt er hjá þeim sem lengi hafa verið í starfi sem þeim hefur likað vel við. Það kom mcr enda jafnmikið á óvart að ég skyldi f alla eins og öðru vestf irsku alþýðuflokksfólki." Þú hefur ef til vill ákveðið að fara afturíframboð? „Það er ekki mitt að ákveða það. En það er ekki víst að þaö verði þeir sömu sem ákveða framboð í næstu kosningum og þeir sem ákváðu það í síðustukosningum." Sækistu eftir ákveðnum störfum? „Nei, það er ekkert eitt fremur en annað sem ég hef áhuga á. Þing- mennska er ólík öðrum störfum og gefur innsýn í margbreytileg störf,"sagðiSighvatur. -ÖEF. Ingólfur Guðnason: Spari- sjoðsstjári áný „Eg verð áfram sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga. Ég hef gegnt því starfi í 24 ár. Það var staðgengill fyrir mig í starfinu á meðan ég gegndi þingmennsku, en ég var samt með puttana í því á meðan," sagði Ingólfur Guðnason sem sat þrjú þing fyrir Norðurland vestra. I siðustu kosningum bauð hann fram BB-lista ennáðiektókjöri. En er eftirsjá að þingmennskunni? „Þingmennskan er áhugavert starf. Maöur kynntist innviðum þjóð- félagsins og imyndaði sér að maður væri þar til einhvers gagns. En þetta starf krefst alls, þingmaöur er í starfi jafnt á nóttu sem degi. Þannig er það viss afslöppun að láta af þessu starfi." Muntu leita aftur eftir kjöri? „Það veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Sem betur fer er hún ákaflegaóljós." En hvað um f ramtíð BB-listans ? „Þaö veit enginn. En það vonast allir til að þetta hafi verið stundar- ryrirbæri," sagbi Ingólfur. -OEF. FERÐAKYNNING „FERÐIST ÓDÝRT UM ÍSLAND" í dag fer fram stærsta feröakynning sem haldin hefur veriö á Islandi, í og viö Umferöarmiöstööina, frá kl. 10—17. Sérleyfishafar í landinu munu þar kynna starfsemi sína og halda fyrstu rútubíla- sýningu á íslandi þar sem sýndir veröaum40 bílar af öllum geröum og tegundum: Nýir bílar, gamlir bílar, antik bílar, fjallabílar, hálfkassabílar, eldhúsbílar og boddíbílar. Ennfremur munu eftírtaldir aðilar taka þátt í f erðakynningunni: Ferðamálaráð íslands. Ferðaþjónusta bænda. Útivist. Herjólfur. -^^ Ferðaskrif stof a |®SJ: Félag sérleyfishafa. Félag íslenskra ferðaskrifstofa. Ferðaskrifst. ríkisins - Edduhótel. Ferðafélag íslands. Bandalag íslenskra farfugla. Útgefendur blaða um ferðamál. Hópferðaskrifstofan ^§wt Enginn aögangseyrir er aö sýningunni og allir sem vilja geta tekiö þátt í ferðagetraun sem gef ur 40 f eröavinninga. FÉLAG SÉRLEYFISHAFA. I tengslum viö feröakynninguna bjóöa sér- leyfishafar, í samvinnu við Ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar, ókeypis skoðunarferðir um borgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.