Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Page 21
DV. LAUGARDAGUR11. JUNl 1983. 21 Sighvatur Björgvinsson: Alltí óvissu , Jíg starfa núna mest fyrir sjálfan mig. Ég er aö ganga frá ýmsum verkum sem voru ófrágengin heima. Það er allt í óvissu til hvaöa starfa ég fer,” sagöi Sighvatur Björgvinsson fyrrum þingmaöur Vestfiröinga. Hann sat 9 ár á þingi. Sighvatur var spuröur hvort hann saknaöi þingmennskunnar: „Ég reikna meö því, eins og eðlilegt er hjá þeim sem lengi hafa veriö í starfi sem þeim hefur líkaö vel viö. Það kom mér enda jafnmikið á óvart að ég skyldi falla eins og ööru vestfirsku alþýöuflokksfólki.” Þú hefur ef til vill ákveðið aö fara aftur í framboð? „Þaö er ekki mitt að ákveöa þaö. En þaö er ekki víst aö þaö veröi þeir sömu sem ákveöa framboð í næstu kosningum og þeir sem ákváöu þaö í síðustukosningum. ” Sækistu eftir ákveönum störfum? „Nei, þaö er ekkert eitt fremur en annað sem ég hef áhuga á. Þing- mennska er ólík öðrum störfum og gefur innsýn í margbreytileg störf, ” sagöi Sighvatur. -ÖEF. Ingólfur Gnðnason: Spari- sjóðsstjéri áný „Ég verð áfram sparisjóðsstjóri Sparisjóös Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga. Ég hef gegnt því starfi í 24 ár. Þaö var staðgengill fyrir mig í starfinu á meöan ég gegndi þingmennsku, en ég var samt meö puttana í því á meðan,” sagöi Ingólfur Guðnason sem sat þrjú þing fyrir Noröurland vestra. I síöustu kosningum bauö hann fram BB-lista en náði ekki kjöri. En er eftirsjá að þingmennskunni? „Þingmennskan er áhugavert starf. Maöur kynntist innviðum þjóð- félagsins og ímyndaði sér að maöur væri þar til einhvers gagns. En þetta starf krefst alls, þingmaöur er í starfi jafnt á nóttu sem degi. Þannig er þaö viss afslöppun að láta af þessu starfi.” Muntu leita aftur eftir kjöri? „Þaö veit enginn hvaö framtíðin ber í skauti sér. Sem betur f er er hún ákaflega óljós.” En hvað um f ramtíð BB-listans? „Það veit enginn. Én það vonast allir til að þetta hafi veriö stundar- fyrirbæri,” sagöi Ingólfur. -ÖEF. SEMIKRDIU DIÓÐUR OG DIOÐl BRYR AF ÓI LUM GFRÐl IVl 0(i STÆRÐUM FYRIRLKKiJANDI GEOR.G ÁMUNDASON & CO Suðurlandsbraut 6, sírnar (91) 81180 og 35277. FERÐAKYNNING „FERÐIST ÓDÝRT UM ÍSLAND I dag fer fram stærsta ferðakynning sem haldin hefur verið á Islandi, í og við Umferðarmiðstöðina, frá kl. 10—17. Sérleyfishafar í landinu munu þar kynna starfsemi sína og halda fyrstu rútubíla- sýningu á Islandi þar sem sýndir verðaum40 bílar af öllum gerðum og tegundum: Nýir bílar, gamlir bílar, antik bílar, fjallabílar, hálfkassabílar, eldhúsbílar og boddíbílar. Ennfremur munu eftirtaldir aðilar taka þátt í ferðakynningunni: Ferðamálaráð íslands. Ferðaþjónusta bænda. Útivist. Herjólfur. Ferðaskrifstofa {3)S1 Félag sérleyfishafa. Félag íslenskra ferðaskrifstofa. Ferðaskrifst. ríkisins - Edduhótel. Ferðafélag íslands. Bandalag íslenskra farfugla. Útgefendur blaða um ferðamál. Hópferðaskrifstofan I tengslum við ferðakynninguna bjóða sér- leyfishafar, í samvinnu við Ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar, ókeypis skoðunarferðir um borgina. Enginn aðgangseyrir er að sýningunni og allir sem vilja geta tekið þátt í ferðagetraun sem gefur 40 ferðavinninga. FÉLAG SÉRLEYFISHAFA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.