Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR11. JUNI1983. Ulfar er kominn á miðjan sjötugsaldurinn, fæddur í Vonarstræti átján árið 1919, en í anda er hann hress, og frísklegir taktar einkenna hánn dags daglega. Málbeinið er liðugt þegar hann í upphafi þessa viðtals minnist æsku- árannaíReykjavíkinni. , „Ég er heilagur Reykvíkingur, skal ég segja þér, vegna þess að ég er fæddur fyrir vestan læk. Þetta var í dentíð þegar til voru skýr landamæri milli vestur- og austurbæj- ar og almennilegir bardagar stóðu milli íbúa þessara hverfa. Strákar slógust og rifu kjaft um hvor bæjarhlut- inn væri betri, og jafnvel heldrimenn hvor úr sínum staðnum litu hvor annan hornauga." Fékk mörg glóðaraugu í æsku — Og Ulf ar tók þátt í að berja á austurbæingum? „Já, blessaður vertu. Maður lærði fljótt að verja sig sem strákur og þar gilti sú sígilda regla aö sókn er besta vörnin. Annars voru slagsmálin og götuóeirðimar þeim sam- fara mestmegnis vegna knattspyrnunnar. Þaö var aldeilis ekki sama hvort maður var Vikingur eða í KR. Eg hefði samkvæmt fæöingarstaðnum átt aö ganga i KR , en örlögin höguðu því þannig að þegar ég var átta ára gamall fluttist f jölskyldan austur fyrir læk á Sóleyjargöt- una. Þaöan er Víkinsuppeldið upprunið. Og sem Víkingur barði maður á fyrrum f élögum sínum vestan lækjar, bæði utan og innan vallar. Annað var ekki hægt, því án fætings var maöur ekki gildur meðlimur í klíkunni. Og án klfkunnar komst maður ekki í liðiö. Þetta voru góðir tímar — og viðburðaríkir. Eg fékk mörg glóðaraugun í æsku, verst aö ég skuli ekki eiga mynd af mér frá þessum tíma með svo sem eitt marviðauga!" Ulfar er kominn af Dönum í beinan karllegg. Þaðan er Jacobsen-nafnið komið, en faðir hans, Egill, fluttist hing- að frá Danmörku skömmu eftir aldamótin og kom á fót verslun með vefnaðarvöru í Austurstræti. Sú verslun er enn í fullum gangi og tilheyrir ættinni en efri hæðin er nú notuð sem skrifstofa Ulfars Jacobsen hf. Móðir Ulfars er Soffia Helgadóttir Helgasonar tón- skálds sem samdi slík frægöarlög á borð við ,,öxar við ána" og önnur þjóökunn. Frá Helga afa sinum hefur Ulfar sennilega fengið þá náðargáfu að geta spilað óað- finnanlega á gítar, og meðal annarra sem fengið hafa að hlusta á leik Ulfars á það hljóðfæri eru ferðaf élagar hans í leiðöngrum uppi á öræf um. Svifflug og f lugbjörgun — En hvað með nám. Hvernig var því háttað hjá Úlfari? „Faðir minn vildi að sjálf sögðu gera mig að spesialista í vefnaðarvöruverslun. Eg sigldi því til Hafnar haustið 1935 og lagði stund á verslunarfræði. Að þvi afloknu færbi ég mig niður til Hamborgar og ákvað að verja einu ári í þýskunám. En þá skall stríðiö á — og ég var fljótur að pakka saman mínu hafurtaski og fara heim til fóstur- landsins." — Afskipti þín af flugi hóf ust þegar til Islands var kom- ið. „Já, um þetta leyti var verið að stofna fyrsta svifflug- félagið í landinu, og ég gerðist þátttakandi í því ævintýri. Það var sennilega mestmegnis vegna félagsskaparins frekar en hæfileika minna til flugs. Ég hef aldrei þótt neitt sérstakt flugmannsefhi." — En hvað sem því líður starfaði Ulfar meira og minna með Svifflugfélagi Islands næstu tíu árin. A þeim tíma átti hann stóran þátt í stofnun annars félags, sem er Flug- björgunarsveitin í Reykjavík. „Það var eiginlega Geysis-slysið á Vatnajökli sem fékk mig til þess að f ara að hugsa alvarlega um þessa hluti. Ég sá hversu tslendingar voru varnarlausir gagnvart svona slysum, ekkert skipulegt björgunarfélag var til í landinu, , engir æfðir sjálfboðaliðar til leitarferða nema ef vera skyldi viö flugáhugamennirnir. Þetta fannst mér ekki hægt. Það var svo á einum flugdegi í Reykjavík að ég hitti að máli Geir Þormar ökubilstjóra og bar undir hann þessar vangaveltur mínar. Hann tók ekki illa í þá hugmynd að stofnsetja björgunarfélag. Og sem við vorum að labba um flugvallarsvæðið varð á vegi okkar Björn flugmaöur Pálsson. Við leituðum hans álits og það reyndist jákvætt. Eftir fáein skref slóst Þorsteinn Jónsson svo í hóp okkar og við f jórmenningarnir ákváðum að halda heim í kaff i til Bjössa Páls. Og yfir rjúkandi kaffibollum var ákveðið að hóa í nokkra þá menn sem við töldum að væru hliðholl- ir stofnun þessa félagsskapar. Daginn eftir var þeim, smalaö inn í bragga sem félag einkaflugmanna hafði til umráða á Reykjavfkurflugvelli, og þar var Björgunar- sveit Reykjavikur stofnuð á sólrikum mánudegi, æ ég man ekki lengur h vaða ár þar var." Ég sem átti að selja nærbrækur og brjóstahaldara — Fram undir lok fimmta áratugarins starfaði Ulfar mikið með Flugbjörgunarsveitinni, og sem slíkur og einnegin vegna svifflugsferða hans kynntist hann byggð- um og óbyggðum Islands æ meira eftir því sem á leið. Annars segir Ulf ar aö útþráin hafi alitaf búið í sér. „Náttúruþráin blundaöi svo hrottalega í mér að ég, sem átti að hafa starfa af því að selja nærbrækur og brjósta- haldara bak við búðarborð í Austurstræti, gat ekki afbor- ið það hlutskipti þegar vel viðraði. Eg f ann að ég þurfti aö komast upp í óbyggðirnar. Það var alltaf eins og fjöllin toguðuímig." — Hver er svo aðdragandinn að því að þú stofnar þína f erðaskrifstofu með öræfaferðir að markmiði? ,,Áður en ég stofnaði fyrirtækið hafði ég ferðast allmik- ið um landiö. Var orðinn vel ratfær um óbyggðirnar. Eg átti ágæta kunningja á þessum árum sem voru æstir í að splæsa með mér í bensín á bíl og leggja út í vegleysur hálendisins. Ævintýraþráin blundaði í okkur. Ég var kominn með ágætan jeppa á þessum tíma — eiginlega vísi að rútu — og eftir því sem á leið tók ég að taka með mér ýmsa Reykvfkinga sem vissu af þessum f erðahug mínum og vildu kynnast landinu með eigin aug- um. Svo fóru einnig útlendingar að bætast i þennan hóp farþega minna. Þeir voru, ýmsir hverjir, undrandi á því aö ég hefði þennan akstur aðeins að hobbíi og tæki ekkert fyrir viðvikiö að aka mönnum inn á öræfin: „Þúættirað fara að auglýsa þessar ferðir þinar erlendis. Það er ég viss um að margir Evrópubuar væru æstir í að komast í þessar f jallaferðir þinar og skoða þetta glæsilega og dá- samlega land," höfðu margir þeirra á orði. Einn út- lenskur f orstjóri, sem var með mér í Þórsmerkurferð eitt sinn,'hafði það meira að segja á orði að við ættum i sam- einingu aö reisa veglegt hótel í Mörkinni og reka það með pompiogprakt: „Rakiögróðafyrirtæki,"sagðisámaður. IMorður í þetta ískalda helvrti Þetta var eiginlega kveik jan að því að ég fór að huga að stofnun fyrirtækisins. Eg fór í því augnamiði út til Dan- merkur og ætlaði aö verða mér þar úti um sambönd sem gætu útvegað útlendinga til ferða um Island. Eg var einn dag á rölti milli hverrar ferðaskrifstofunnar á fætur annarri en ekkert gekk. Það treysti enginn Bauni sér að senda Evrópubúa norður í þetta ískalda helvíti, og hvað þá að ætla þeim að ferðast með mér um vegleysur uppi umfjöllogfirnindi. Um kvöldið rölti ég sorgmæddur um stræti Kaup- mannahafnar, að því kominn að gefa ferðaskrifstofuhug- leiðingarnar upp á bátinn. Þá álpaðist ég af einhverri ástæðu inn í Tívoliið. Þar er ég svo heppinn að rekast á kunningja minn ofan af Islandí, Halldór Filippusson, sem nú er nýlátinn, en hann var þá á leiðinni til Hamborgar. Halldór var eitthvað að garfa í innflutningsverslun og sagði við mig, eftir að ég var búinn að segja honum farir mínar ekki sléttar í borginni, að ef ég hjálpaði honum aö lesta gáma í Hamborg skyldi hann redda samböndum fyrir mig þar í landi til að ég gæti hafið þennan fyrir- tækjarekstur minn. Eg sló auðvitað til, og daginn eftir ók- um við til Hamborgar. Fyrsti Hamborgardagurinn fór í að lesta þessa gáma fyrir Halldór, en morguninn eftir leiddi Dóri mig til manns er hann þekkti í borginni og stýrði þar þekktri ferðaskrifstofu. Það varð úr aö þessi Þjóðverji sagðist skyldi geta útvegað mér svo sem eins og fimm landa sína. Þá f engi ég senda norður til Islands eftir fáeina daga. Og það stóö heima. Nákvæmlega fimm þýskir og forvitnir ferðalangar stigu upp í rútu mína liðlega mánuði síðar, og þar með hófst starfsemi Ferðaskrifstofu Ulfars Jacobsen. Sem betur fer urðu þessir fimmmenningar frá Þýska- landi ánægðir með dvöl sína inni á íslensku öræf unum, og þeir hafa greinilega látið kunningja sína vita þegar þeir komu heim, því upp f rá þessu hefur enginn hörgull verið á Þjóðverjum sem öðrum E vrópubúum í öræfaferðum mín- umumlsland." Og lausnin var f yrsti eldhúsbíllinn — Var þetta ekki mjög mikil fjárfesting á þessum ár- um, að kaupa trukka og útbúnað til fjallaferðanna? „Jú, þetta var svakaleg f járfesting til að byrja með, og hún reið mér næstum því að fullu. Eg var að fara á haus- inn með fyrirtækið þegar ég tók þá happadrjúgu ákvörð- un að selja mig í vinnu til Isbjarnarins. Þar starfaði ég tvo vetur sem bílstjóri og tókst með því móti að komast upp úr skuldasúpunni sem stofnkostnaðinum var sam- fara. Tapið var um þrjú hundruð og níutiu þúsund á þess- um tíma, og það var eingöngu vegna gífurlega mikillar vinnu við að aka síldinni, sem veiddist grimmt um þetta leyti, að ég gat haldiö f erðaskrifstofurekstrinum áf ram. Þrátt fyrir þetta voru erfiðleikarnir ekki fyrir bí. Eg átti til dæmis í sérstökum vandkvæðum með matinn sem var tekinn með í ferðirnar. Hann var saman pakkaður og vildi skemmast í þeim kössum sem hann var geymdur í og voru bundnir annaðhvort aftan á bílana eða uppi á þaki þeirra. Þetta hafði það í för meö sér að það þurfti að fara sérstakar ferðir til næstu bæja að kaupa ferskan mat — og það kostaði vissulega sitt, bæði tíma ogpeninga. Þaö var því að ég settist niöur og reyndi að hugsa upp ráð til að koma í veg fyrir þennan óþarfa kostnaðarlið. Og lausnin sem ég loks fann var fyrsti íslenski eldhúsbfllinn. Eg.lét gera upp gamlan Kanada-Chevrolet frá árinu 1942. Á pall hans var smíöað hús með eldunar- og geymsluað- stöðu fyrir ferskan mat, og síðan var hann frambyggður svo að starfsfólkið heföi betri aöstöðu til aö athafna sig. Þennan Chewa á ég enn í fullu fjöri, þó kominn sé á fimmtugsaldurinn, og nota hann í fjallaferðirnar. Hann | ætlar seint að gef a sig blessaður. Nú eru þessir eldhúsbílar mínir orðnir tíu talsins, og I þeir hafa haft gríðarlega hagræðingu í för með sér." Kapp og sögur frumkvöðlanna — ÞúertásamtGuðmundiJónassyni,PáliAra,Bjarnaí 1 Túni og Snæland Grímssyni frumkvöðull öræfaferða á | Islandi. Segðu mér eitthvað af baráttunni milli ykkar að fara f yrstir og finna nýjar leiðir um hálendið? „ Já, það er broslegt að minnast þessara tíma. Það var 1 eins og þú segir, alltaf nokkur keppni á milli okkar hver É væri fyrstur þessa för og svo framvegis. Þetta var basl, og í miðju amstrinu var alltaf gaman aö geta strítt hinum 1 á einhverju, svo sem að skilja eftir einhver ummerki á þeim slóðum sem maður komst f yrstur til. Þetta var kannski dálítið kjánalegt af okkur, eftir á að hyggja. En, æ, ég veit það ekki, þetta var skemmtilegt kapp og fyndið til þess að hugsa þegar við vorum að met- ast. Allir vildu vera f yrstir á staðina, og stundum var svo að viö þóttumst allir hafa náð markinu á undan hinum. Og þá var rökrætt og rifist, mestmegnis í gamni þó." — Sögur af svaðilf örum? hrífur m\ — Ferðaf röiiiiiðuriiui IJlf ar Textl: Sigmundur Ernir Rúnarssoi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.