Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Qupperneq 22
22 tJlfar er kominn á miðjan sjötugsaldurinn, fæddur í Vonarstræti átján árið 1919, en í anda er hann hress, og frísklegir taktar einkenna hann dags daglega. Málbeinið er liðugt þegar hann í upphafi þessa viötals minnist æsku- áranna í Reyk javíkinni. „Ég er heilagur Reykvíkingur, skal ég segja þér, vegna þess að ég er fæddur fyrir vestan læk. Þetta var í dentíð þegar til voru skýr landamæri milli vestur- og austurbæj- ar og almennilegir bardagar stóðu milli íbúa þessara hverfa. Strákar slógust og rifu kjaft um hvor bæjarhlut- inn væri betri, og jafnvel heldrimenn hvor úr sínum staðnum litu hvor annan homauga.” Fékk mörg glóðaraugu í æsku — Og Úlfar tók þátt í að berja á austurbæingum? „Já, blessaður vertu. Maður lærði fljótt að verja sig sem strákur og þar gilti sú sígilda regla að sókn er besta vömin. Annars voru slagsmálin og götuóeiröimar þeim sam- fara mestmegnis vegna knattspymunnar. Þaö var aldeilis ekki sama hvort maður var Víkingur eða í KR. Ég hefði samkvæmt fæðingarstaðnum átt aö ganga í KR , en örlögin höguöu því þannig að þegar ég var átta ára gamall fluttist f jölskyldan austur fyrir læk á Sóleyjargöt- una. Þaðan er Víkinsuppeldið upprunið. Og sem Víkingur barði maöur á fyrmm félögum sínum vestan lækjar, bæði utan og innan vallar. Annað var ekki hægt, því án fætings var maður ekki gildur meðlimur í klíkunni. Og án klíkunnar komst maður ekki í liðiö. Þetta voru góðir tímar — og viðburðaríkir. Eg fékk mörg glóðaraugun í æsku, verst aö ég skuli ekki eiga mynd af mér frá þessum tíma með svo sem eitt mar viðauga!” Úlfar er kominn af Dönum í beinan karllegg. Þaðan er Jacobsen-nafnið komiö, en faðir hans, Egill, fluttist hing- að frá Danmörku skömmu eftir aldamótin og kom á fót verslun með vefnaðarvöru í Austurstræti. Sú verslun er enn í fullum gangi og tilheyrir ættinni en efri hæðin er nú notuðsem skrifstofa Úlfars Jacobsen hf. Móðir Úlfars er Soffía Helgadóttir Helgasonar tón- skálds sem samdi slík frægðarlög á borð við „Öxar við ána” og önnur þjóðkunn. Frá Helga afa sínum hefur Úlfar sennilega fengið þá náðargáfu að geta spilað óað- finnanlega á gítar, og meöal annarra sem fengið hafa að hlusta á leik Úlfars á það hljóðfæri eru ferðafélagar hans í leiðöngrum uppi á öræfum. Svifflug og f lugbjörgun — En hvað með nám. Hvernig var því háttað hjá Úlfari? „Faðir minn vildi að sjálfsögðu gera mig að spesíalista í vefnaðarvöruverslun. Eg sigldi því til Hafnar haustið 1935 og lagði stund á verslunarfræði. Að því afloknu færði ég mig niður til Hamborgar og ákvaö að verja einu ári í þýskunám. En þá skall stríðiö á — og ég var fljótur aö pakka saman mínu hafurtaski og fara heim til fóstur- landsins.” — Afskipti þín af flugi hófust þegar til Islands var kom- ið. „Já, um þetta leyti var verið að stofna fyrsta svifflug- félagið í landinu, og ég gerðist þátttakandi í því ævintýri. Þaö var sennilega mestmegnis vegna félagsskaparins frekar en hæfileika minna til flugs. Eg hef aldrei þótt neitt sérstakt flugmannsefni. ” — En hvaö sem því líður starfaði Úlfar meira og minna með Svifflugfélagi Islands næstu tíu árin. A þeim tíma átti hann stóran þátt í stofnun annars félags, sem er Flug- björgunarsveitin í Reykjavík. „Það var eiginlega Geysis-slysið á Vatnajökli sem fékk mig til þess aö fara að hugsa alvarlega um þessa hluti. Eg sá hversu Islendingar voru vamarlausir gagnvart svona slysum, ekkert skipulegt björgunarfélag var til í landinu, engir æfðir sjálfboðaliöar til leitarferöa nema ef vera skyldi við flugáhugamennirnir. Þetta fannst mér ekki hægt. Það var svo á einum flugdegi í Reykjavík að ég hitti aö máli Geir Þormar ökubílstjóra og bar undir hann þessar vangaveltur mínar. Hann tók ekki illa í þá hugmynd að stofnsetja björgunarfélag. Og sem við vorum að labba um flugvallarsvæðið varð á vegi okkar Björn flugmaður Pálsson. Við leituöum hans álits og það reyndist jákvætt. Eftir fáein skref slóst Þorsteinn Jónsson svo í hóp okkar og við f jórmenningamir ákváðum að halda heim í kaffi til Bjössa Páls. Og yfir rjúkandi kaffibollum var ákveðið að hóa í nokkra þá menn sem við töldum að væm hliöholl- ir stofnun þessa félagsskapar. Daginn eftir var þeim smalað inn í bragga sem félag einkaflugmanna hafði til umráða á Reykjavíkurflugvelli, og þar var Björgunar- sveit Reykjavikur stofnuð á sólríkum mánudegi, æ ég man ekki lengur h vaða ár þar var. ” Ég sem átti að selja nærbrækur og brjóstahaldara — Fram undir lok fimmta áratugarins starfaði Úlfar mikið með Flugbjörgunarsveitinni, og sem slíkur og einnegin vegna svifflugsferða hans kynntist hann byggð- um og óbyggðum Islands æ meira eftir því sem á leiö. Annars segir Úlfar að útþráin hafi alltaf búið í sér. „Náttúruþráin blundaöi svo hrottalega í mér að ég, sem átti að hafa starfa af því að selja nærbrækur og brjósta- haldara bak við búðarborð í Austurstræti, gat ekki afbor- ið það hlutskipti þegar vel viðraði. Eg fann aö ég þurfti að komast upp í óbyggðimar. Það var alltaf eins og fjöllin toguðuímig.” — Hver er svo aðdragandinn að því að þú stofnar þína f erðaskrifstofu með öræfaferðir að markmiði? „Áður en ég stofnaði fyrirtækið hafði ég ferðast allmik- ið um landiö. Var orðinn vel ratfær um óbyggðirnar. Eg átti ágæta kunningja á þessum árum sem voru æstir í að splæsa meö mér í bensín á bíl og leggja út í vegleysur hálendisins. Ævintýraþráin blundaði í okkur. Ég var kominn með ágætan jeppa á þessum tíma — eiginlega vísi að rútu — og eftir því sem á leiö tók ég að taka með mér ýmsa Reykvíkinga sem vissu af þessum ferðahug mínum og vildu kynnast landinu meö eigin aug- um. Svo fóru einnig útlendingar að bætast í þennan hóp farþega minna. Þeir voru, ýmsir hverjir, undrandi á því aö ég hefði þennan akstur aðeins að hobbíi og tæki ekkert fyrirviðvikiðaðakamönnuminná öræfin: „Þúættirað fara að auglýsa þessar ferðir þínar eriendis. Það er ég viss um að margir Evrópubúar væru æstir í að komast í þessar f jallaferðir þínar og skoða þetta glæsilega og dá- samlega land,” höfðu margir þeirra á oröi. Einn út- lenskur forst jóri, sem var meö mér í Þórsmerkurferð eitt sinnghafði það meira að segja á orði aö við ættum í sam- einingu að reisa veglegt hótel í Mörkinni og reka það meö pompiogprakt: „Rakiðgróðafyrirtæki,”sagðisámaður. Norður í þetta ískalda helvrti Þetta var eiginlega kveik jan að því að ég fór að huga aö stofnun fyrirtækisins. Ég fór í því augnamiði út til Dan- merkur og ætlaði að verða mér þar úti um sambönd sem gætu útvegað útlendinga til ferða um Island. Eg var einn dag á rölti milli hverrar feröaskrifstofunnar á fætur annarri en ekkert gekk. Það treysti enginn Bauni sér að senda Evrópubúa norður í þetta ískalda helvíti, og hvað þá að ætla þeim að ferðast með mér um vegleysur uppi um f jöll og fimindi. Um kvöldið rölti ég sorgmæddur um stræti Kaup- mannahafnar, að því kominn aö gefa ferðaskrifstofuhug- leiðingarnar upp á bátinn. Þá álpaðist ég af einhverri ástæðu inn í Tívolíið. Þar er ég svo heppinn að rekast á kunrúngja minn ofan af Islandi, Halldór Filippusson, sem nú er nýlátinn, en hann var þá á leiðinni til Hamborgar. Halidór var eitthvað aö garfa í innflutningsverslun og sagði við mig, eftir að ég var búinn að segja honum farir mínar ekki sléttar í borginni, að ef ég hjálpaði honum að lesta gáma í Hamborg skyldi hann redda samböndum fyrir mig þar í landi til að ég gæti hafið þennan fyrir- tækjarekstur minn. Eg sló auðvitað til, og daginn eftir ók- um viö til Hamborgar. Fyrsti Hamborgardagurinn fór í að lesta þessa gáma fyrir Halldór, en morguninn eftir leiddi Dóri mig til manns er hann þekkti í borginni og stýrði þar þekktri ferðaskrifstofu. Það varð úr aö þessi Þjóðverji sagðist skyldi geta útvegað mér svo sem eins og fimm landa sína. Þá fengi ég senda norður til Islands eftir fáeina daga. Og þaö stóö heima. Nákvæmlega fimm þýskir og forvitnir ferðalangar stigu upp í rútu mína liðlega mánuöi síðar, og þar með hófst starfsemi Ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsen. Sem betur fer urðu þessir fimmmenningar frá Þýska- landi ánægðir með dvöl sína inni á íslensku öræfunum, og þeir hafa greinilega látið kunningja sína vita þegar þeir komu heim, því upp frá þessu hefur enginn hörgull verið á Þjóðverjum sem öörum E vrópubúum í öræfaferðum mín- umumlsland.” Og lausnin var fyrsti eldhúsbillinn — Var þetta ekki mjög mikil fjárfesting á þessum ár- um, aökaupa trukka og útbúnað til fjallaferðanna? „Jú, þetta var svakaleg f járfesting til að byrja með, og hún reið mér næstum því að fuDu. Eg var að fara á haus- inn með fyrirtækið þegar ég tók þá happadrjúgu ákvörð- un að selja mig í vinnu til Isbjarnarins. Þar starfaði ég tvo vetur sem bílstjóri og tókst með því móti að komast upp úr skuldasúpunni sem stofnkostnaðinum var sam- fara. Tapið var um þrjú hundruð og níutíu þúsund á þess- um tíma, og það var eingöngu vegna gífurlega mikillar vinnu við aö aka síldinni, sem veiddist grimmt um þetta leyti, að ég gat haldið ferðaskrifstofurekstrinum áfram. Þrátt fyrir þetta voru erfiðleikamir ekki fýrir bí. Eg átti til dæmis í sérstökum vandkvæðum með matinn sem var tekinn með í ferðirnar. Hann var saman pakkaður og vildi skemmast í þeim kössum sem hann var geymdur í og voru bundnir annaðhvort aftan á bílana eða uppi á þaki þeirra. Þetta hafði það í för meö sér að það þurfti að fara sérstakar ferðir til næstu bæja aö kaupa ferskan mat — og þaö kostaði vissulega sitt, bæöi tíma og peninga. Þaö var því að ég settist niður og reyndi að hugsa upp ráð til að koma í veg fyrir þennan óþarfa kostnaðarlið. Og lausnin sem ég loks fann var fyrsti íslenski eldhúsbíllinn. Eg. lét gera upp gamlan Kanada-Chevrolet frá árinu 1942. Á pall hans var smíðað hús með eldunar- og geymsluað- stöðu fyrir ferskan mat, og síðan var hann frambyggður svo að starfsfólkið hefði betri aðstöðu til að athafna sig. Þennan Chewa á ég enn í fullu fjöri, þó kominn sé á fimmtugsaldurinn, og nota hann í fjallaferðirnar. Hann ætlar seint að gefa sig blessaður. Nú eru þessir eldhúsbílar mínir orðnir tíu talsins, og þeir hafa haft gríðarlega hagræðingu í förmeð sér.” Kapp og sögur frumkvöðlanna — Þú ert ásamt Guðmundi Jónassyni,'Páli Ara, Bjama í Túni og Snæland Grímssyni frumkvöðull öræfaferða á Islandi. Segðu mér eitthvað af baráttunni milli ykkar að fara fyrstir og finna nýjar leiöir um hálendið? „ Já, það er broslegt aö minnast þessara tíma. Það var eins og þú segir, alltaf nokkur keppni á milli okkar hver væri fyrstur þessa för og svo framvegis. Þetta var basl, og í miöju amstrinu var alltaf gaman aö geta strítt hinum á einhverju, svo sem að skilja eftir einhver ummerki á þeim slóðum sem maður komst f yrstur til. Þetta var kannski dálítið kjánalegt af okkur, eftir á aö hyggja. En, æ, ég veit það ekki, þetta var skemmtilegt kapp og fyndið til þess að hugsa þegar við vorum að met- ast. Allir vildu vera fyrstir á staðina, og stundum var svo að viö þóttumst allir hafa náð markinu á undan hinum. Og þá var rökrætt og rifist, mestmegnis í gamni þó. ” — Sögur af svaðilförum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.