Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR11. JUNI1983. 23 *g>aáÉ|||| tr Jacobsen í helgarviðtali son • Myndir: l»órir GuöniinidsMiii „Það er erfitt að rifja upp einhverja eina sögu. En ætli sé ekki best að segja frá því þegar ég lenti í því versta veðri sem ég hef i komist i á ævi minni sem öræfafari. Það var í einhverri páskaferð um öræfin að svo vildi til að ég og Guðmundur Jónasar vorum staddir með ferða- hópa við bæinn Hof í öræfum. Við vorum þá á bakaleið til Reykjavíkur með fólkið. Aður en við leggjum í hann var- ar bóndinn okkur við því að búast megi við ansi snörpum vindi þegar komið sé fyrir f jall nokkurt, ekki alllangt frá HofL Og þetta reyndist mikið rétt h já manninum, því að þeg- ar ég, sem ók f remsta bílnum, var kominn fyrir þetta fjall var eins og bíllinn ætlaði að takast á loft, slíkur var vind- ofsinn. Einhvern veginn tókst mér þó að halda bilnum á veginum, sem er merkilegt, vegna þess að ég sá minna en ekkert út um bölvaða framrúðuna. Sandfokið hafði leikið hana svo illa að hún var öll mött af rispum með drullu í. Byggðum glugga með skotraufum Næsti bíll á eftir mér fékk eggstóran stein í framrúðuna hjá sér. Steinninn hafði hreinlega tekist á loft og henst gegnum glerið og leið hans lá eftir endilöngum bílnum og út um afturrúðuna. Vindurinti lék eftir það um endilang- an bílinn, og ekki öfundaði ég aumingja bílstjórann sem ók þeim bíl. Alíka stór hnullungur æddi í gegnum fram- rúðu annars bfis og út um hliöarrúðu, og svona gekk þetta fyrir sig um tíma. Eg kallaði í Guðmund Jónasar, sem ók einum bíl nokkru aftar i lestinni, og var því i nokkru skjóli. Þegar ég sagði honum veðurtíðindin ætlaði hann vart að trúa mér, hélt sennilega að ég væri að striða sér, svo maður var sendur út í rokið yfir að bíl hans. En ekki tókst betur til en svo að þegar hann opnar hurðina hjá Guðmundi þá sviptist hún af hjörunum og hendist yfir á framrúðu næsta bfls fyrir aftan og svo koll af kolli aftur ef tir bíla röðinni, og-tókst þannig að mölva fimm bílrúöur í flota Guðmundar til viðbótar. Það var vissulega ekkert annað að gera í þessu veðri en að snúa við og halda aftur heim að Hofi. Þar var öllu nýtanlegu timbri og spýtnarusli safnað saman og það var notað í glugga í stað þeirra sem fóru í vindinum. Hlemmarnir voru negldir þannig saman að smá skot- rauf var höfð í þeim miðjum svo bílst jórar mættu sjá út. Þettalukkaðist ágætlega. Það hafði gerst í þessum veðurof sa að einn útlendingur- inn í hópi okkar hafði næstum orðið úti, og greyið var svo marið og meitt eftir volkið í vindinum að það var afráðið að fara með hann niður á flugvöllinn við Fagurhólsmýri þar sem vitað var um Bjössa Páls og flugvélina hans, og senda hann til Reykjavíkur. Við héldum nokkrir af stað með manninn og náðum niðureftir eftir smábasl. Þar tók ekki betra við því enn var vindurinn svo mikill að við þurftum að halda vélinni meðan B jössi ræsti hana og kom henni á ferð. En heil komst hún til borgarinnar, enda var Bjöni frábær f lugmaöur. Þetta var sem sagt eitthvert mesta andskotans aftaka- veður sem ég hef komist í og er mér m jög eftirminnilegt." Kellan í Landmannahelli — Hef irðu kynnst draugum inni á öræfum? „Já, nokkrum hef ég kynnst allnáið, en ég veit ekki hvort rétt er að vera uppiýsa tilvist þeirra í þessu viðtali. Kellan í Landmannahelli er þó svo saklaus að allt í lagi er að geta hennar. Hún hefur oftar en einu sinni reynt að koma mér út i ógöngur. Eitt sinn var ég til dæmis að aka inn að hcllinum að vori til með fulla rútu, og einhvern veg- inn tókst mér að villast út af förunum. Eftir nokkra stund heyrist í konu við hliðina á mér, sem greinilega var skyggn: Heyrðu, Ulfar minn, þú skalt nú ekki vera að elta hana þessa. Mér sýnist hún vera að gera þér grikk, skömmin sú arna! Þetta var þá kellan í Landmannahelli með sín prakkarastrik." — Og það er greinilegt að Ulf ar kann margar ævintýra- sögur til. En hann er spurður hvort gaman sé að aka trukk um torfærur öræfanna. Það stendur ekki á svari semfyrr: „Ég get ekki ímyndað mér neitt skemmtilegra en að keyra trukk í góðu veðri á fallegum stöðum til fjalla og taka það rólega. Það er mitt mesta yndi, og ég nýt þess" alltaf jafnmikið hvort sem ég er minn eigin bílstjóri eða annarra." — Sem náttúruunnandi. Hvað er það sem hrífur þig mest í íslensku náttúrunni? „Ja, það er erfitt að gera upp á milli jökla, fjalla, hrauna og sanda. Og þó, ætli það fallegasta í islensku náttúrunni sé ekki það tröllslega og hrikalega. Ég nefni Odáðahraun í öllu sinustórkostlega veldi. Það sem gefur svo þessu tröllslega landslagi gildi er þegar maður sér kannski lágvaxna og fínlega eyrarrós á stórum köflum. Það er dásamleg jurt. Og þetta samspil hins hrikalega og fínlega í náttúrunni — grófleika og blíðu — hrifur mann svo mikið að maður vildi helst leggjast út af, verða hluti af þessu undri, og koma aldrei heim aft- ur!" Fjallvegirnir eru hæf ilega fráhrindandi —Víkjum að öðru. Áratugir eru liðnir frá því þú fyrst lagðir leið yfir hálendið á trukkum. Og margt hefur breyst síðan eins og gefur að skilja, til að mynda vega- kerfið. Hvaö viltu segja um ásigkomulag þessa í dag, í óbyggðum? „Já, ég er nú svo gamall og ihaldssamur í þessum efn- um að ég get ekki hugsað mér neina skotvegi yfir hálend- ið, enda held ég að af því hlytist allt of mikið álag á fjalla- gróðurinn. Ég er vel sáttur við fjallvegina eins og þeir eru. Þeireruhæfilega fráhrindandi. Það er þó eitt sem mætti gera svo betur færi, en það er að vegagerðin f æri f yrr inn á öræf in á vorin og ryddi snjó- inn af slóðunum. Þetta myndi leiða til þess að alit vatn sigi mun fyrr úr fjallvegum og þannig væri minni hætta á því að þeir eyðilegðust við fyrstu bílferðir sumarsins. Og í framhaldi af þessu yrði minna af því að fólk æki utan vega, þar sem sjálfir akvegirnir héldust lengur við og væru á allan hátt betur búnir undir sumarumferðina." —En hvað viltu segja um umgengnina á hálendinu? „Það er svo aftur annað og alvarlegra mál. Það hættulegasta í sambandi við umgengnina um óbyggðirnar eru þessar endalausu fyllirísferðir Islend- inga inn í landið. Þær skilja eftir sig gífurlegt rusl, sem stafar eingöngu af kæruleysi og tillitsleysi og ekki einasta rusl, heldur skilja þessar ferðir líka oft eftir sig stór sár í náttúrunni þegar misjafnlega ölvaðir ökumenn eru að fíflast í brekkum og liólum að sýna getu bílanna sinna og eigið þor. Það verður undanbragðalaust að herða mjög eftirlit með þessum fiflagangi. Það er allt annað sem gildir þegar skipulagðir ferða- hópar eiga leið um landið. Þar fylgjast vanir menn með því að vel sé farið um landið og því sé skilað í sama ásig- komulagi og þaö var í þegar að því var komið. Eg hef tek- ið sérstaklega eftir því með útlendinga sem ferðast hafa með mér, að þeir taka mjög mikið tillit til viðkvæmrar náttúrunnar. Suma þeirra hef ég meira að segja séð hirða upp sigarettustubba sem þeir hafa séð á víðavangi, þann- ig að þessir útlendingar eru lítið vandamál. Bæði til góðir menn og vondir hvað umhirðu snertir Hvað viðvíkur útlendingum sem ferðast um hálendið á eigin vegum þá er erfitt að dæma um hversu góð þeirra umgengni er. Ég býst við að hún sé svona upp og ofan, og nokkuð í samræmi við þaö sem gengur og gerist hjá Islendingum sem leggja leiö um sama svæði. Það eru bæði til vondir menn og góðir hvað umhirðu snertir, og þar ræður þjóðerni engu um." — I framhaldi af þessu. Telurðu að það yrði til bóta ef einhver lög eða reglur yrðu settar um ferðir manna um hálendið, jafnvel há viðurlög við vondri umgengni? , J3g er fylgjandi lögum og reglum í þessu sambandi og háum sektum ef uppvíst verður um annaðhvort stuld á f riðuðum steinum og eggjum eða mikla skemmd á gróðri. Mér finnst þetta mjög eðlilegt, sérstaklega þegar haft er í huga að þeir útlendu ferðamenn sem eiga leið um Island eru aldir upp við strangar reglur í þessum efnum í sínu eigin heimalandi. Og því ætti annað að gilda hér, þar sem kannski enn meiri nauðsyn er á reglum vegna sérlega við- kvæms gróðurs en gengur og gerist í öðrum og heitari löndum? Sumir halda því fram að við myndum hrekja útlend- inga frá landinu með hertari reglugerðum. Eg skil ekki þær röksemdir, því ég trúi ekki öðru en útlendingum geðj- ist að sams konar reglum hér og gilda heima h já þeim. Við viljum gera allt til að laða útlendinga hingað til landsins, en það megum við ekki gera með því að auglýsa hálendin okkar sem einhvern ævintýrastað þar sem allt megi gera. Þvert á móti eigum við að segja sannleikann og upplýsa ferðamenn um það hvernig öræfin eru í raun og veru. Þannig verða þeir ekki fyrir vonbrigðum og þar með eru líkur á því að þeir gangi um landið eins og vera ber, haldi ánægðir heim og verki á aðra landa sína sem hvatning umlslandsför." Það væri þá helvítis rollan... — Þú hefur fylgst með íslensku gróðurlífi á hálendinu í marga áratugi. Er það á undanhaldi? „Nei, þvert á móti, og kann það kannski að þykja furðu- legt. Ég skal segja þér að fyrst þegar ég kom í Herðu- breiðalindir þá voru þær ekkert á við það sem þær eru núna. Svo virðist sem staðurinn hafi gróið upp eftir því sem fleiri ferðamenn hafa lagt leið sína um svæðið. Þetta á líka við um aðra staði í óbyggðunum, svo sem eins og Básana inni í Þórsmörk, en þeir þóttu mér lítið augnayndi þegar ég sá þá f yrst en eru nú orðnir æði snotrir. Ástæða þessa er sú að eftir því sem fleiri hafa lagt leið sína á þessa staði þá hefur meiri áhersla verið lögð á sáningu þeirra og ræktun. Nei, það eru ekki ferðamennirnir sem eru aö fara með íslenska hálendið. Það væri þá helst helvítis rollan. Hún eyðileggur allt sem hún kemur nærri — og er mesti skað- valdur gróðurríkisins að mínum dómi." — Að lokum, Ulfar. Fer allur þinn tími í fyrirtækið, að undirbúa, skipuleggja og fara með ferðamenn um íslensku óbyggðirnar? „Já, ég hef engan tima aflögu þegar fyrirtækinu slepp- ir. Það er mitt líf og yndi, mitt starf og tómstundagaman. Sækið ekki vatnið yf ir lækinn Og þetta vil ég segja i lokin: Eg er búinn að ferðast vítt og breitt um heimsálfurnar og koma við á gífurlega mörgum stöðum. Mér finnst ég reyndar vera búinn að sjá allt sem útlöndin hafa upp á að bjóða, að minnsta kosti nóg. Og ég hef oft hugsað með sjálfum mér hvað fólk sé eiginlega að sækja til þessara svonefndu sólarstranda þar sem mengunin flæðir um allt og allir eru að drepast úr hita og magáverkjum vegna matarins. Þetta er allt lagt á sig fyrir nokkra sólargeisla, sem allt eins er hægt að fá hér heima á Islandi úti í ósnortinni náttúrunni. Ég vil hvetja fólk til að ferðast um eigið land, njóta þess og kynnast þvi. Ut úr því fæst meiri afslöppun, yndi og vellíðan en nokkur sólarlandaferð hefur upp á að bjóða, því það eru á Islandi einhverjir þeir dásamlegustu staðir sem fólk getur fundið á gjörvallri jörðinni. Eg líki því við að sækja vatnið yfir lækinn þegar Islendingar eru að leita út fyrir landsteinana að fegurð og gróðursæld. Hvort- tveggja er að finna í ríkari mæli hér heima, ef menn nenna að bera sig eftir því... " -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.