Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 29
DV. LAUGARDAGUR11. JUNl 1983. 29 verða Islendingarnir þjálfaðir. I samtali við Sigtrygg Hallgrímsson, framkvæmdastjóra Stálfélagsins hf., sagði hann: ..Stálverið sem við ætlum að koma upp nú verður tæknilega lang- fullkomnasta stálver í heiminum. Þaö verður eins konar tilraunastálver og erlendu fyrirtækin, sem ýmist munu aðstoða okkur eða veröa beinir þátt- ioVonrlur í bví, leggja metnað sinn í aö tæknibúnaðurinn hér verði til fyrir- myndar. Nú þegar er ljóst að stálverið verður rekstrarhæft, jafnvel við lægsta þekktmarkaðsverð á siðasta áratug." Samkvæmt heimildum DV eru er- lendar fjárfestingarlánastofnanir reiðubúnar til þess að lána þær 433 milljónir króna sem þarf til byggingar stálversins umfram 157 milljóna króna hlutaféð. Og jafnvel til þess að lána Stálfélaginu hf. ef það getur ekki selt strax 60% hiutabréfanna að fullu, á móti 40% hlutaf járkaupum rikisins. Stálfélagið hf. stefnir að því að ákvörðun um stálverið verði tekin á næstu vikum, fyrir 1. júlí. Fram- kvæmdir hæfust þá fljótlega á staðnum og stálverið yrði fullbúið til rekstrar í ársbyr jun 1985. HERB styrktar- og smiðajám fyrir 350 milljónir króna á ári. Hráef ni versins verður innlent brota- járn; vélar, skip, bilar og afgangar frá iðnaði. Stálverið á að f ullnægja þörfum innlends markaðar fyrir steypu- styrktarjárn og grannt smíðajárn, en þær svara nú til 16.000 tonna á ári. Sem fyrr segir verður hlutafé stál- versins 157 milljónir króna, sem er 30% af stofnkostnaði. Sú tala er bundin með samþykkt Alþingis, sem gerði hana að skilyrði fyrir 40% hlutafjár- kaupum ríkisins. Stálfélagið hf. er frumkvööull og verður að útvega 110 milljóna hlutafé á móti 47 milljóna . hlutafé ríkisins. Af þessum 110 milljón- um ábyrgist Vatnsleysustrandar- hreppur rúmlega 31 milljón og greiðir sinn hluta með eftirgjöf eða frestun á greiðslu ýmissa g jalda til hreppsins. Fleiri sveitarfélög, ýmis fyrirtæki og allmargir einstaklingar hafa þegar lofað aö kaupa hluti. Loks verður er- lent stórfyrirtæki, Babcock, hluthafi að minnst 5%. Það mun annast hönnun stálversins og útvegun alls erlends búnaðar. Annað erlent fyrirtæki, Ferrco, hefur þegar útbúið tæknilýsingu stál- versins í samvinnu við tug islenskra ráðgjafafyrirtækja og Bagsværd Jæm- handelí Danmörku. Þá mun þriðja erlenda fyrirtækið, Co-Steel, þjálfa starfsmenn, aðstoða við gangsetningu og annast eftirlit f yrstu árin. Það rekur arðsamar, litlar stálverksmiðjur í Kanada, Bretlandi og Bandarikjunum. Það fyrirtæki á helming í stálveri í Dallas í Texas, sem skilaði í fyrra jafnmiklum hagnaði og sem svarar öllum stofnkostnaði ís- lenska stálversins, 600 milljónum. Þai *P* >^.v. Grundfirðingar voru svo sannarlega í essinu sinu á sjómannadaginn og komu margir niður á bryggju og tóku þátt í bátiðahöldumun. Boðið var upp á björgunaræfingu sem tókst mjög vel. Og þá má ekki gleyma koddaslagnum og stakkasundinu. í reiptoginu tóku meun vel á og var to að og togað eins og sönnum „trollu um" sæmir. Knallið i samkomuhúsinu var einn mjög vel heppnað að flestra dómi i „stigu menn þar ölduna" í dansinum. -JGH/DV-mynd: Bærin tm- ANTIK SKRAUTOFNA BREIÐHOLTI SÍMI 76225 OPIÐ TIL KL. 21 ÖLL KVÖLD HARPRYÐI HÁALEITISBRAUT 58-60 3E

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.