Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Síða 44
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Hentu dýru hringunum — tóku sýnishornin ,,t óöagotinu hafa þeir hent öllum dýru hringunum út á gangstéttina en tóku hins vegar gullhúðaða trú- lofunarhringa sem eru aliir verð- lausir fyrir þá,” sagði Leifur Jóns- son, gullsmiður í Gullhöllinni, en brotist var inn í verslun hans í fyrri- nótt. Það var svo í gærdag sem lítil stúlka fann demantshring, perlu- hring og fjóra aðra steinhringa sem þjófarnir hafa falið á bak við blóm í garðinum á bak við verslunina. Stuttu eftir innbrotið var maður handtekinn, en um miðjan dag í gær haföi hann ekki játað á sig innbrotið. _____________________ -JGH. Ragnar Kjartans- son stjórnarfor- maðurHafskips Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra lýsti því yfir á aðalfundi Haf- skips í gær að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs sem stjómarfor- maður félagsins. I hans stað var kjörinn Ragnar Kjartansson. Ragnar lét um leiö af starfi sínu sem framkvæmdastjóri skipa- félagsins. Björgólfur Guðmundsson verðureinnforstjóri. Ragnarmunþó áfram sinna sérstökum verke&ium fyrirfélagið. Á aðalfundinum kom fram að hagnaður af rekstri Hafskips á árinu 1982 fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og skatta nam 61,1 milljón króna eða 18,7 prósentum af rekstrartekjum. Þegar tillit er tekið til ofangreindra liða nam hagnaður rúmlega 4 milljónum króna eða 1,23 prósentum afrekstrartekjum. -KMU. Minnka þarf þorskaflann Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskaflinn á þessu ári verði ekki meiri en 300 þúsund tonn sem er 50 þúsund tonnum minna en sto&iunin lagði til að veitt yrði á síðasta ári. Aflabrögð á nýliðinni vetrarvertíð voru lélegri en búist hafði verið við og mat á stærð þorskstofnsins gefur til kynna að hann sé um 8% minni en áður var talið. Því leggur stofnunin til að dregið verði úr þorskafla. -ÖEF. Pállformaður Páll Pétursson var endurkjörinn þingflokksformaður Framsóknar- flokksins á þingflokksfundi í gær. Jafiiframt lýsti fundurinn andstöðu viðsumarþing. ÓEF LOKI Sky/di stjórnin verða minnisiaus á kjörtíma- bilinu? „Rútudagur” Víötæk innlend ferðakynning verð- ur í Umferðarmiðstöðinni við Hring- braut í dag. Nefnist kynningin rútu- dagurinn. Kjörorð kynningarinnar er: Ferðist ódýrt um Island. Með sýningunni vilja aðstandend- ' ur hennar benda á þá fjölbreyttu möguleika sem eru á því að ferðast um landiö með sérleyfls- og hóp- ferðabílum. Og samhliða kynningunni í dag verða „rútur”, eins og þær eru al- mennt kallaðar, til sýnjs við Um- ferðarmiðstöðina. Ferðakynningin hófst í morgun klukkan tíu og stendur til klukkan fimmídag. -JGH. Kæra fiskmat á Vestfjörðum — sjómenn telja að fiskmatfarieftir hagsmunum kaupenda Fjórir skipstjórar á Suðureyri við Súgandafjörö hafa kært framkvæmd ferskfiskmats á Vestfjörðum. Fisk- matið er undir yfirstjórn Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða. Skip- stjórarnir vísa sérstaklega til ósam- ræmis við mat á ferskum steinbít sem iandað er á svæðinu frá Patreks- firöitillsafjarðar. Eins og greint var frá í DV í síð- ustu viku eru sjómenn á Patreksfirði óánægðir með lélegt mat á steinbít á síðustu vertíð og lélega nýtingu hrá- efriis. Sömu sögu er að segja frá Suðureyri. Þar eru dæmi um að 70 til 80% af steinbítsafla bátanna hafi farið í gúanó. A sama tíma var allur steinbítur sem barst á land á Isafirði unninn sem fyrsta flokks vara en nær enguhentí gúanó. „Það sem við viljum vita er hvort verið sé að vinna 3. flokks hráefni sem fyrsta flokks vöru eða hvort 1. flokks hráefni sé hent í gúanó,” sagði einn skipstjóranna sem stóð að kær- unni. Verulegur verðmunur er á steinbít sem metinn er í 1. flokk, 2. flokk eða í gúanó. Sjómenn telja að munurinn milli staöa fari eftir því hvort fisk- vinnsluhúsin séu innan Sambands ís- lenskra samvinnufélaga eða Sölu- miðstöðvar hraöfrystihúsanna. Hjá SIS sé mun hærra hlutfall af stein- bítsaflanum metið í gúanó. „Aðal- ranglætið felst í að ferskfiskmatið skuli fara eftir því í hvaða pakkning- ar húsið setur fiskinn,” sagði einn sjómaður á Vestfjörðum. Kæran er nú til athugunar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Isa- firði. ÓEF GeirHallgrímsson: Minnislistinn er bindandi „Þetta er listi yfir mál sem við telj- um að beri að vinna aö,” sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra í samtali við DV í gær, aöspurður um túlkun hans á „minnislista ríkis- stjórnarinnar”. Geir hefur setið fund utanríkisráð- herra Atlantshafsbandalagsins í París undanfama daga og náði DV taliafhonumþar. Geir var spurður aö því hvort minnislistinn jafngilti stefnuyflrlýs- ingu eða hvort þetta væri plagg sem aðeins væri til hliðsjónar. Hann sagði „Það má alls ekki líta svo á að þetta sé plagg sem megi henda út í horn. ” Friörik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Varðar- fundi á fimmtudagskvöld að þau atriði sem skráð væru á minnislist- ann væru „aö sjálfsögðu bindandi fyrir stjómarflokkana eins og stefnulýsingin sjálf”. DV bar þessi ummæli undir Geir og sagði hann: „Ég er sammála þessu. Það er stefna okkar að vinna að þessum málum á kjörtímabilinu en þaö fer að sjálfsögðu eftir aðstæöum hvort tekst að koma þeim öllum í fram- kvæmd.” Á „minnislistanum” er ákvæði um að „forstöðumenn fjármálastofnana láti af störfum taki þeir sæti á al- þingi”. Geir Hallgrímsson var inntur eftir því hvort þetta þýddi t.d. að Tómas Ámason yrði að hætta sem forstjóri Framkvæmdastofnunar í haust þegar þing byrjar. „Ég skal ekki segja um hvernig þetta verður útfært eða hvenær það veröur látið koma til framkvæmda. En það er líka áætlunin að setja ný lög um Framkvæmdastofnun og það getur farið svo að þetta bíöi þangað til. Um þaöskalég ekki segja.” -ás. „Jóhanna" var hún skírð, biessunin. Við sjáum þá félaga Valdimar Jónsson, til vinstri, og Eðvarð Árnason gefa henni gömlu kúamjólkina af Sprite-flösku. „Nammi, namm," sagði „Jóhanna". DV-mynd: Þó. G. Kópavogslögreglan: „Handtók’ sel í fíæðarmálinu „Er ég ekki örugglega komin til ykkar í Kópavoginn?” sagði kópur- inn hún „Jóhanna” litla um leið og hún hvæsti örlítið framan í þá Valdimar Jónsson og Eðvarð Áma- son, lögreglumenn íKópavogi, þegar þeir „handtóku” hana í flæðar- málinu fyrir neðan Kársnesbrautina um klukkan hálftvö í gærdag. Svo sannarlega skemmtilegt og óvenjulegt atvik. Og í þetta skiptið var „handtakan” ánægjuleg. „Jóhanna” þurfti nefnilega svo sannarlega á hjálp þeirra að halda því það var langt í land með að hún gæti séð um sig sjálf, þó auðvitað væri hún komin í land. „Jóhanna” er sennilega um viku- gömul urta. Hún hafði legið í flæðar- málinu smástund þegar lögreglu- maður í fríi, sem var að dytta að bát sínum rétt hjá, tók eftir henni. Og hann lét starfsbræöur sína vita um þá litlu. Er við litum til þeirra í Kópa- voginum í gærdag var „stúlkan” í góðu yfirlæti á lögreglustööinni. Drakk gömlu kúamjólkina með áfergju úr Sprite-flösku. „Glugg, glugg, glugg. Þetta er bara ágætt þó mjólkin frá henni mömmu sé ólLkt kjammeiri.” En hvar voru mamma og pabbi? Getgátur vom uppi um það að þau hefðu lent í netum eða hreinlega verið skotin. Og í gærkvöldi var áætlunin að fara með „Jóhönnu” á Dýra- spítalann en síðustu fréttir herma að hún verði hjá þeim á lögreglustöð- inni næstu daga. Enda er „stúlkan” litla góður „fangi”. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.