Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 9. JULI 1983.; í LEIT AÐ GAMALLI KÆRLSTL „ Útgöngubann var aldrei satt i okkur, viO gátum gengiö inn og út hvenmr sem okkur þóknaðist," sagði skipbrotsmaðurinn af Bahia Bianca, Walter Assmann. Bahia Blanca, þýskt vöruflutninga- skip, um 9 þúsund smálestir aö stærö, var í árslok 1939 á leið frá Suöur- Ameriku til Þýskalands. Kom það frá Rio de Janeiro í Brasilíu, hlaöiö kaffi og jámmálmi. Var þetta önnur ferð skipsins frá ófriöarbyrjun. Völdu skipverjar noröurleiöina, svo sem fleiri þýsk skip gerðu um þessar mundir, ætluðu norður fyrir Island, þaöan austur til Noregs og suöur meö landi. Vegna öryggis á norðurleiðinni tóku þeir þennan óverulega krók og höföu nú verið 34 daga í hafi. Þá var þaö samkvæmt frásögn skipverja, aö 8. janúar lenti skipiö í ísreki og skúfaöist inn í ísinn. Var útlit ískyggilegt og leit út fyrir aö skipið sæti þar fast. Tókst því þó aö komast á auöan sjó en í þeirri glimu viö ísinn haföi stefni skipsins laskast svo aö mikill leki og óstöövandi kom upp. Hélt skipstjóri þá i áttina til lands og sigldi með þriggja sjómilna hraöa á klukku- stund. Það varö þó fljótt sýnilegt að. þaö gæti ekki náö til lands af sjálfs- dáöum. Neyöarskeyti var því sent sem Loftskeytastööin í Reykjavík varð vör við. Þetta var aöfaranótt 10. janúar 1940 og skipið statt um 60 sjómflur norövestur af Látrabjargi. Togaramir Hafsteinn og Egill Skallagrímsson voru á næstu slóöum viö þýska skipiö, Hafsteinn þó nær og því ákveðið aö hann færi til aðstoðar. Er skemmst frá því aö segja að Olafi Ofeigssyni, skip- stjóra á Hafsteini, og áhöfn hans tókst á giftusamlegan hátt að bjarga 62 manna áhöfn þýska skipsins, þrátt fyr- ir haugasjó og afar erfiöar aðstæöur. Njósnarar? Skipverjar vom síðan fluttir til Reykjavíkur og komið fyrir á Hótel Heklu, Hótel Skjaldbreið og hjá Hjálpræöishernum. Þeir uröu síöan aö gera sér aö góöu aö dvelja á Islandi næstu mánuöi því engar feröir voru á þessum tímum til heimahafna. Ýmis málsatvik gáfu síöar byr undir vængi grunsemdum um að hér væra ekki skipreika menn á ferö heldur væri þeim ætlað aö inna af hendi óskilgreint verk á réttri stundu og réttum staö. Þetta mun hafa verið í apríl þegar Noregur féll. I endurminningabók Agnars Kofoed-Hansens lögreglu- stjóra þessa tíma segir: „Eg setti fljót- lega útgöngubann á Bahia Blanca- mennina eftir klukkan níu á kvöldin þannig að betur væri hægt að fylgjast með'þeim en ella og ég lét auk þess vopnaða iögregluþjóna vera til taks uppi á lofti í lögreglustöðinni allan sóiarhringinn um hálfsmánaðar- skeið.” I síðustu viku var svo staddur hér á landi einn af skipverjum Bahia Blanca, Walter Assmann. Það þótti þvi tilvalið að hitta hann að máli og rabba viö hann um framangreint svo og •!- mennt um það sem á hans daga dreif hér á Islandi fyrir 43 árum. Walter Assmann dvaldi hér í vikutíma og bjó hjá vinafólki sínu í Blönduhliðinni. Eftir aö hafa komið okkur vel fyrir í stofunni lá fyrst fyrir aö spyr ja hvað þaö heföi verið sem dró hann aftur til Islands eftir þennan langa tíma. Hetjulegt hugrekki við björgunar- starfið „Eftir aö stríðinu lauk, og ég komst heim til Þýskalands úr fangabúðum í Kanada, átti ég mér aöeins eina ósk. Hún var að komast sem fyrst til Islands aftur. Eg haföi kynnst ís- lenskri stúlku hér og vildi komast til hennar aftur. Efni og aðstæður voru þó svo bágbomar að til sh'ks gat ekki komið. Eftir því sem árin liðu dofnaöi nú yfir þessum áhuga minum. Eg kynntist konu minni og við reistum okkar hús í Darmstadt í V-Þýskalandi. Það var svo fyrir frumkvæði konunnar að ég er staddur hér. Hún haföi rekist á auglýsingu í þýsku blaði þar sem sagði frá ferðum m/s Eddu frá Bremer- haven til Islands. Og áður en ég gat komið nokkrum athugasemdum við var frúin búin að panta miða og ég kominn af staö á leið til Islands. Hingað kom ég svo þann 22. júni og hef gert allt til að finna mína gömlu kærastu en án árangurs. ” — Nú væri gaman ef þú segðir aðeins frá komu ykkar skipbrots- manna til Reykjavflcur og hvað þið höfðust að? „Togarinn Hafsteinn kom með okkur til Hafnarfjarðar og þaðan vorum við fluttir til Reykjavíkur. En áður en ég held lengra þá langar mig til aö minnast á það hetjulega hugrekki sem skipstjórinn á Hafsteini Olafur Ofeigs- son og áhöfn hans sýndu við björgunar- starfið. Eg mun alla tíö standa i mikilli þakkarskuld við Olaf Of eigsson. ” Gisti é Hótel Skjaldbreifl Nú, okkur var svo skipt í þrjá hópa •g í be1' ' mikið að vera, euia „cuxiuusið i borginni var þá í Hafnarstræti, lítið hús viö hliö gömlu lögreglustöðvar- innar. Þangað vandi ég komur mínar enda alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera. Þar litu sjómenn af öllum þjóðemum inn og ósjaldan var brenni- vínspelinn á lofti. Þar kom stundum við maður og lék á harmóníku, stiginn var dans þó pláss til slíkra athafna hafi verið lítið. Það var einmitt í þessari litiu kaffistofu sem við stúlkan kynnt- umst en hún vann þar við þjónustu- störf. Á kvöldin fórum við skipbrots- menn svo ósjaldan á ball á Hótel Is- landi eða fengum inni í einhverju fé- lagsheimili og dunduðum okkur viö spilogleiki.” — Eftir aö þið höföuð dvaliö hér um þriggja mánaöa skeiö komu upp atvik úti í heimi sem leiddu til þess að orð- rómur komst á kreik um að þið væruð ekki venjulegir skipbrotsmenn heldur hermenn í dulargervum sendir hingaö sérstaklega til að vinna verk í þágu Þýskalands og sigurs þess yfir banda- mönnum? Walter Assmann horfir stórum augum á blaðamann greinilega yf ir sig hlessa á þessari spumingu, en svarar svo. „Eg hef nú aldrei heyrt aðra eins vltleysu. Þetta er firra. Eg efast ekki um að flestir ef ekki allir af áhöfn okkar höfðu ekki þá menntun eða hæfi- leika til að bera að þeir gætu fram- kvæmt hluti sem höfða til hemaðar. Til þess vorum við hreinlega alltof miklir einfeldningar.” Útgöngubann? — Ef þú hefur aldrei heyrt um þetta, hvað þá um útgöngubannið sem sett var á af þáverandi lögreglustjóra? „Utgöngubann? Það var aldrei sett neitt útgöngubann á okkur. Við voram dansandi fram á rauða nótt á Hótel Islandi, þú getur spurt Carl Billich um það, hann hlýtur að muna eftir okkur. Við gátum gengið út og inn á Hótel Skjaldbreiö eins og okkur sýndist, svo ég skil ekki hvaðan þú hefur þetta með útgöngubannið.” — Ef við snúum okkur að öðru. Flestir þinna félaga vora handteknir af Bretum strax við hemámið en þú dvaldist eitthvað lengur? „Já, það er rétt. Við stúlkan vorum í göngutúr eitt kvöldið, þetta mun hafa verið um 10. maí, að ég sé hvar tvö bresk herskip hafa lagst við höfnina. Hún spyr mig hvort ég viti hverjir þetta séu, mér varð svarafátt því mig grunaöi hvernig landið lá. Við hlupum því í áttina að Hótel Skjaldbreið, þar ætlaði ég að ná í mitt dót og forða mér en þar var þá allt fullt af Bretum svo ekki var um annað aö ræða en að fara heim til stúlkunnar. Þar var fyrir bróð- ir hennar og aðstoðaði hann mig við að finna góðan staö utan Reykjavíkur, þar sem ég gæti farið huldu höfði. Ekki man ég nafn bróður hennar en hann var ákaflega vingjamlegur og mikill Þýskalandsvinur. Það fór svo að hann fann gott hús utan borgarinnar sem reyndist góður felustaður. Stuttu seinna trúlofuðum við okkur. Héldu foreldrar hennar okkur mikla veislu. Handtekinn eftir ballið Flestallir félaga minna vora hand- teknir strax eftir komu Bretanna. Nokkrir gátu þó fariö huldu höfði í nokkum tíma eftir hemámið. Ég gat alltaf fylgst með þvi hverjir eftir voru, því nöfn okkar vora lesin upp í útvarp- inu og við beönir að gefa okkur f ram. Eftir því sem vikur og mánuðir liðu fór mér að leiðast sveitalífið svo að við brugðum okkur eitt kvöld i ágúst á ball á Hótel Islandi. Þaö hefur svo sennilega verið einhvem Islendingur- inn sem benti Bretum á mig því aö eftir ballið var ég handtekinn. Var ég þá fluttur niður á Hótel Borg. Þar höfðu Bretamir svenpokapláss og var ég látinn vera þar í viku. Þangaö kom unnustan á hverjum degi og gátum við þá talast við stutta stund. Seinni part ágústmánaðar var síðan komið að kveðjustundinni. Eg átti að flytjast í fangabúðir til Edinborgar og varð því að sjá af minni heittelskuðu. I Edin- borg dvaldi ég í hálft ár og var síðan fluttur til Kanada þar til ég losnaöi um jólin 1946. Fyrstu fjögur árin fékk ég bréf frá henni en gat ekki svarað beim fékkekkUcve-n|t Ekki tóksc Waiiei .^mann að hafa uppi á gömlu kærastunni í þessari Is- landsferð sinni. Á skrá hjá Hagstofu Is- lands er aðeins eina stúlku með sama nafni að finna sem til greina gæti kom- ið, sú er fædd 1922, er ekkja og býr norður í landi. Þrátt fyrir ítrekaðar til-i raunir Walters til að hafa uppi á kon- unni, reyndist það árangurslaust. -AA. Þess vegna þarftu ÞOL á þakið ÞOL er einstök málningartegund, sem er sérhönnuö fyrir bárujárnsþök Islandi. VEÐURHELDNI OG MYKT eru þeir hofuökostír ÞOLS, sem sérstök áhersla hefur verið lögð á, vegna: • fádæmrar endingar við mikió veður- álag, svo sem slagregn, sem er sér- einkenni íslensks veðurfars, og • einsfaks víðnáms gegn orkuríkum geislum sólar og þeim gífurlegu hita- sveiflum, sem bárujárnsþök verða fyrir í sólskini, snjó og frosti. Notaðu því ÞOL á þökin og aóra járn- klæðnlngu v r : ;'-irnarfyrir máiun. Ýfir2i iin. Fjölbreytt litakort tæsi, ,i&;r: .náiningar- vöruverslun. málning’t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.