Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 9. JUU1983. Pósthússtrœti við komu Balbos til Reykjavfkur. Margt manna fylgdist með hverju fótmáli Balbos meðan hann staldraði við hér á landi. Hér er erlendur f réttamaður að störf um fyrir utan Hótel Borg. „Þér Kélamboss kynbornu landar! Velkomnir til Leifs* heppna strandar!” — hvad sögðu blödln um helmsókn I talanna? Mikill viðbúnaður Það er víst ddd ofeögum sagt af áhuga Islendinga fyrir nefndu hópflugi, enda mikill viðbúnaður. Islensku dagblöðin voru uppfull af fréttum mörgum dög- um fyrir komu flugvélanna. I Alþýðu- blaðinu 1. júlí segir með flennifyrir- sögn: „Italarnir koma!” Og blaðið helduráfram: ,4tölsku flugmennirnir lögðu af stað frá flugstöðinni fyrir utan Rómaborg , ,Áhugi manna hér i bæ á flugi Italanna er mjög mikill. Er varla um annað meira rætt þessa dagana. Kosn- ingarnar gleymast og óhæfuverk íhalds og framsóknar líða mönnum úr minni um stund vegna eftirvæntingar- um það að fá að sjá yfir tvo tugi flug- véla á lofti í einu. Flugvélar, þetta merkilega tæki, sem mannkynið hef- ir dreymt um frá upphafi tilveru sinn- ar.” Svo sagðist Alþýðublaðinu frá fyrir hálfri öld, nánar tiltekið 4. júlí árið 1933. „Hópflug Itala” var þessi för kölluð og fyrir hópnum fór Balbo, hershöfð- ingi og flugmálaráðherra Itala. Var lagt upp frá Rómaborg og förinni heit- ið til Chicago. I leiöangrinum tóku þátt 24 flugvélar. En hver var tilgangur þessarar far- ar? Sagt hefur verið aö meö flugi þessu hafi Balbo verið að styrkja sig í sessi og auka vinsældir sínar heima fyrir. Að vísu hafði áður verið flogiö yfir Atlantshaf, en ekki með slíkum glæsi- brag sem nú. Áður hafði ein og ein rella flogið yfir en aldrei heill floti. Þá er ekki ólíklegt, aö Italir hafl viljaö sýna umheiminum mátt sinn og megin undir merki fasismans. En nóg um það. Þetta eru aöeins vangaveltur. Balbo lika&i vel dvöUn á lslandi. Hér er hann í hópi tslendinga. klukkan 5.44 ( nótt aö íslenskum tíma. Þeir fljúga yflr Svissland, Þýskaland ogHolland. Áður en lagt var af stað lét Balbo flugmálaráðherra og foringi fararinn- ar svo um mælt, að í næsta hópflugi yrði flogið kringum hnöttinn. Hann kvaðst gera sér vonir um, að flug- vélaflotinn kæmist til Amsterdam á 6— 7 klukkustundum. Ráðgerð flugleið er þessi: Frá Orbetello til Milan, þaðan yfir Milano og þá yfir Slugaskarð, Austurrikis megin í svissnesku ölpun- um, og er búist við að komið verði yfir Alpafjöll tveimur stundum eftir að brottför hófst í Orbetello. Frá Sluga- skarði liggur leiöin yfir Zúrich og Basel og loks yfir Strassburg og Köln tilAmsterdam. Flugmennirnir eru væntanlegir í kvöld til Londonderry en hingað á morgun, ef vel gengur. Eins og kunnugt er, eru flugvélam-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.