Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR 9. JULl 1983. Island er eína landið í heimi sem á ekki hermenn og þvi hafa þessir fá- tæku eyarskeggjar orðið aö fara á mis við þann alkunna dýröarljóma sem stafar af einkennisbúníngum ásamt þeim titlum og gráðum sem þessi sérkennilegi fatnaöur tjáir. Þó eru einkennisbúníngar ekki með öllu ókunnir á Islandi. Hjálp- ræðishemum, sem fyrstur flutti lúðra og önnur hljóöfæri úr pjátri til landsins, ber að þakka það aö eyþjóð þessi komst fyrst í kynni við einkenn- isbúnínga, og voru lögregluþjónar nokkru siðar látnir taka upp klæðaburð hans. Síðar voru póstþjón- ar látnir taka upp einkennisbúníng uppreistarmanna af Kúbu. Loks, þegar mentaðir hótelstjórar komu til landsins, var stofnað pikkóló-emb- ættið á Islandi, og var búníngur mikill og fagur látinn fylgja þessum ítalska titli, sem raunar hefur þó aldrei notið verðskuldaörar virðíng- ar á Islandi fremur en aörir titlar meðal þessarar kaldlyndu þjóðar, sem laungum hefur orðið að freista hamíngjunnar á stopulum síldar- miðum, lfkt mávum og hvalfiskum. Þessu er alt ööruvisi farið á Italiu. I því landi þykir einginn maður með mönnum nema hann sé í einkennis- búníngi, en sá mestur sem er í skrýtnustum fatnaði með ótrúleg- ustum lit og gerð ásamt undarlegust- um spaungum úr gyltu pjátri, dúsk- um og dræsum, trjónum og tuörum og öðru dótaríi sem of lángt yrði upp aö telja, að ógleymdum vaðstíg- vélum í þurki. Svo segja vitrir menn að þjóöarauöur ítala sé bráðum geinginn til þurðar sakir dálætis fólks þessa á spaugilegum grímu- búningum meö glíngri því og hafur- taski sem þeim fylgir ásamt hinni blindu ástríðu þessarar þjóðar til að berjast á fjarlægum eyöimörkum. Okunnur útlendíngur sem geingur í fyrsta sinn eftir Austurstræti Róma- borgar, Via Nazionale, heldur ósjálf- rátt að annarhver karlmaður sem hann mætir hljóti að vera pikkóló. En svo er eigi, þetta eru sjálfir fas- istarnir, elskhugar eyöimerkurinn- ar, enda muntu fljótt taka eftir því hve svipur þeirra er hátíðlegur og merkilegur þrátt fyrir hina spreing- hlægilegu búnínga. Nú víkur sögunni aftur til Islands og þessarar sérgóðu eyþjóðar sem skilur ekki hina dýpri merkíngu ein- kennisbúnínga, og þaðanafsíöur stig- mun þeirra, en hefur samið sig að smekk hvala og annarra stórfiska, einsog ljóst kemur fram í mati voru á litfegurstu skepnu norðuriijarans, hafsíldinni. Sagan gerist hér um sumarið þeg- ar grindin hljóp á land í Nauthólsvík. Þá bar svo til, aö nýr vikadreingur réðst í Hótel Geysi hér í bænum, hann hét Stefán Jónsson. Um hann hafði stúlkan viö framreiðsluboröið þessavísu: Stebbi stóð á ströndu og var að troða strý strý viU ekki troðast þð Stebbi troði strý strý tróð hann Stebbi strý. Að undanskildum einkenníngsbún- ingnum og hinum ítalska titli pikkóló var þetta aöeins venjulegur dreing- ur, og hafði fermst í vor. Hann var meðalstór eftir aldri og í meðallagi gefinn, alminlegasti dreingur einsog gerist og geingur á Islandi, kunni ekki aö þéra, heldur taldi alla jafn- íngja sína, en vildi um leið alt gera fyrir alla og gerði alt eins vel og hann gat, — og vænti hins sama af öðrum. Nú er aö segja frá fasistahemum italska í hinum líflega einkennisbún- ingi sínum Þeir nutu svo mikillar ástar og virðíngar i heimalandi sínu, og voru auk fríðleiks síns og glæsi- mensku slíkar hetjur og ættjarðar- vinir, að brátt lögðu þeir á stað meö gasvélar til Afríku til að framleiða andarteppu hjá nöktum svertíngjum á eyöimörkinni, svo aliur heimurinn mætti sjá frægð þeirra. En rétt áður- en þeir fóru í hina lofsælu skemti- reisu sína til hinna svörtu móríána þóttust þeir einnig þurfa að sýna hvítum móríánum hvað þeir ættu fallega búninga og væru laglegir menn, ef vera mætti aö heimurinn sannfærðist um hve eðlilegt væri að slíkir menn fyndu hjá sér köllun til að stjóma eyöimörkum. Þeir tóku sig því upp með flugvélar sínar einn dag og lögöu á stað Ðjúgandi i stórum hóp og völdu sér ýmis merki- leg lönd þar sem þeir ætluðu að stiga til jarðar og sýna einkennisbúninga 1TAI.SK 4 LUl T T LíU T/TIT 9 í REYKJAVÍK Hópflug ítala varð Halldór Laxness að yrkisefni, en um það skrifar hann einmitt smásöguna Ósigur ítalska loftflotans og er hana að finna í smásagnasafni skáldsins, Sjö töframenn, er út kom árið 1942. Um tilurð sögunnar segir Halldór Laxness í formála: ,,1933 um sumarið flœktist híngað af Ítalíu flokkur fasistiskra hermontara; þeir voru á leið til Ameríku fljúgandi til þess að monta sig. Íslendíngar vildu alla fremur sjá úr hinu fornfrœga heimsmentalandi en þvílika fulltrúa. Meðan þeir rembdust hér lentu foríngjar þeirra í áflogum við smástráka og voru hafðir undir. Sagan um ósigur ítalska loftflotans er skrifuð skömmu síðar og prentuð í Rauðum pennum 1937 ef ég man rétt. ” Við höfum fengið góðfúslegt leyfi Halldórs Laxness til að birta söguna. sína. Island var eitt þeirra landa sem féll þessi hamíngja í skaut. Það lenti heill floti af ítölskum fasistaflug- vélum í Vatnagörðum og í hverri flugvél vom að minsta kosti tveir ný- sniðnir einkennisbúníngar. Gestina bar hér að garði þegar nótt er björt- ust og sóley í túni, enda voru þeir ekki fyr stignir á land en þeir simuðu til Rómaborgar að höfuðborg Islands hefði verið lýst skrautljósum og kafin í blómum í viðhafnarskyni vegna komu þeirra. Islenskur sagna- meistari, sem lifir í Danmörku en ann stórþjóðum, skrifaöi síðan skeytum þessum til staðfestingar bók eina á dönsku um komu ofan- greinds loftflota til eyarinnar, og til merkis um hve vel eyarskeggjar kynnu að haga sér gagnvart stór- veldum skýrði hann svo frá, að þá er keilubúðarhúðlendíngar heyrðu dyn- inn af flugvélum fasista yfir höfði sér, urðu þeir gagnteknir slíkum fögnuði og hrifníngu, að bláókunn- ugir menn ruku hver að öörum á strætum og gatnámótum höfuðstað- arins og kystust grátandi. Frægðarljóminn er eitt, veru- leikinn annað, því miður. Sannleikurinn var sá að þegar á leið daginn varð naumast þverfótað i Austurstræti fyrir fólki sem leit út einsog hjálpræðisher eða bréfberar eða vikadreingir á gistihúsum. Þeir stóðu einkennisbúnir á gángstéttun- um og töluðu meö handapati. Og al- varlegir borgarar, sem komust varla leiöar sinnar fyrir þessu, sögðu ön- ugir: Hvað eru þessir bölvaðir spjátrúngar aö flækjast hér. Þaðvaraltogsumt. | Fasistaforíngjunum var skift niður á gistihúsin i bænum. Og það atvik- aðist svo, að daginn sem Stebbi var ráðinn í Hótel Geysi, sæmdur pikk- óló-titlinum og færður i einkennis- búnínginn, þá fluttist hópur af þess- um ítölsku fasistum á hóteUð, alUr klæddir einkennisbúníngi einsog hann. Stebbi stóð í hótelfordyrinu borgin- mannlegur í einkennisbúningi sinum og gagnrýndi einkennisbúnínga þeirra. Tenente, capitano, maggiore, sögðu þeir hver við annan. Hann bar einnig ítalskan titU einsog þeir. Menn þessir gerðu óhemju hávaða í húsinu, æptu hver uppi annan með raddstyrk einsog þegar talað er við heyrnarsljóa og böðuðu út öUum aungum i látlausu írafári. En þjón- ! amir höfðu snemma á þeim sérstaka litUsviröingu, því þeir smjöttuðu og sugu úr tönnunum og sleiktu hnifinn meö svipuðum aðförum og þeir ætl- uöu að skera úr sér túnguna, og þegar þeir f eingu sér vindU að reykja vissu þeir ekki í hvorn endann þeir áttu að bíta, og flestir bitu í öfugan enda, svo þjónamir héldu þetta væru betlarar sem hefðu verið tíndir uppúr göturæsunum og dubbaðir upp í þetta eina ferðalag í þeirri von að þeir mundu dr ukna í Atiantshaf inu. Þeir borðuðu við lángt borð í miðj- um salnum og hávaðinn í þeim yfir- gnæfði tal annarra manna. Þeir geingu inní saUnn tveir og tveir og rööuðu sér að boröinu eftir föstum reglum, þannig að fáránleiki ein- kennisbúnínganna fór stighækkandi frá öðrum borðsendanum til hins. Síöast kom inn maður sem PittigriUi hét, svartur í augum. Hann var svo fattur að við borð lá að hann dytti afturyfir sig í hverju spori. Hann vantaöi ekki annaö en einglahárið til aö vera fuUkomiö jólatré. Þegar hann kom inni saUnn risu landar hans á fætur, slógu saman hælunum og stóöu þannig ernsog brúöur uns hann skipaði þeim aö setjast aftur. Þetta fanst Stebba gaman. ÞjónamU- héldu PittigriUa gest- gjafann og byrjuðu aö ausa upp súp- unni við hinn borðsendann og hyltust til að láta hann mæta afgángi, sömu- leiðis bám þeir steikina fyrst þeim manni sem fjarstur sat Pittigrilla við boröiö. Hvernig sem á því stóð, oUi framreiðslan miklum hugaræsíngi meðal gestanna, en þegar þjónarnir skiftu ekki um háttalag I þriðja sinn reis PittigriUi á fætur ásamt þeim er næstir honum sátu, lét kaUa fyrir sig yfirþjóninn og talaöi yfir honum um stund á fegurstu ítölsku, altað f jögur hundmð orð á mínútu, baðandi út höndumogfótum. Takk fyrir, sagði yfirþjónninn og bneigöisig. Síðan heimtu þeir gestgjafann til viðtals og héldu áfram þessari ein- kennUegu skemtun um hríð uns þeir settust aftur niður og átu. Við næstu máltíö byrjuðu þjónarnir auðvitað einsog fyr á því aö ausa upp súpunni við hinn endann á borðinu og æUuðu að enda á PittigrUla einsog þeir vom vanir. Þá stóð PittigriUi á fætur og gaf mönnum sínum þá fyrirskipun að gánga útúr salnum. Þjónamir og aðrir viðstaddir horfðu undrandi á mennina raða sér upp tvo og tvo og gánga út hergaungu frá rjúkandi súpunni. Um kvöldið kom sjálfur ræðis- maður ítala á hótelið og tjáði yfir- þjóninum að væri ekki byrjað að ausa upp súpunni handa PittigriUa og endað á manninum sem sæti fjarstur honum, þá yrði máUð lagt fyrir utanríkisráðuneytið. Takk fyrir, sagði yfirþjónninn og hneigði sig og lofaði að tala við þjón- ana. En þjónamir sögöust þá hafa haldið aö PittigriUi væri sá sem borg- aði, en það væri siður í veitingahús- um hér að ausa seinast á diskinn hjá þeim sem borgaði. Það er MússóUni sem borgar, sagði ræðismaðurbin æstur. Takk fyrir, sagði yfirþjónninn og hneigði sig. En síðan þeir komu hefur okkur þvi miöur ekki haldist á neinum einglendíng. Einglendíngar þola ekki að heyra srnjattað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.