Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 9. JOLl 1983. 11 Það kemur mér ekki við, sagði ræðismaðurinn. Hver sem svívirðir Pittigrilla svívirðir Mússólína. Takk fyrir, sagði yfirþjónninn og hneigðisig. Síðan slitu þeir talinu. Daginn eftir var Stebbi laus uppúr hádeginu. Það var besta veður og sólin skein á fordyri gistihússins og á gángstéttina fyrir utan, og Stebbi stendur í dyrunum og tímir ekki al- minlega að fara úr einkennis- búníngnum sínum strax, afþví sólin skein svo vel á gyltu hnappana hans og logandi gullborðann á buxna- skábninni og gullkaskeitið hans, sem var einsog kastarhola útá skakk með band undir kverkina. Það var ekki heldur ónýtt að mega standa hér, nokkurskonar einkennisbúinn yfir- maður, meðan jafnaldrar i óverols- um og pokabuxum geingu hjá og áttu ekkert undir sér; maður setti upp bínarðinn og hafði ítalskan titil. Það geingu líka úngar stúlkur framhjá. Tveir amríkumenn komu útúr hót- elinu og kveiktu sér í vindlíngi og sögðu halló og gáfu honum smók f framhjáleiðinni. Nei svei þvi sem hann nenti að fara strax inn að skifta um föt og verða al- geingur maður og ekki einusinni þaö, nú var hann líka búinn að fá vindling og hann fann aö feingi hann einnig eld í vindlinginn mundi hann ekkert leingur á skorta í virðíngu, hver mundi dirfast að sýngja Stebbi strý, nei hann mundi verða Hinn Full- komni á gángstéttinni, aöeins f jórtán ára gamall í sólskini, herra lífsins, klæddur einkennisbúníngi, með vindlíng. Maður nokkur kemur heim gáng- stéttina hraður í spori og afturréttur, klæddur einkennisbúníngi einsog Stebbi, með vindh'ng milli fíngranna einsog hann, en mjótt spanskreyr- prik í annarri hendinni. Það var Pittigrilli. Hann var bersýnilega að hugsa um sig sjálfan og sinn ein- kennisbúníng og tók því alsekki eftir Stebba og einkennisbúningi hans. Halló Pittigrilli, sagði Stebbi uppá amrísku og lagði aöra höndina kumpánlega á öxl fasistaforíngjan- um, því þeir voru báðir í einkennis- búningi, og Stebba fanst einhvern- veginn þeir báðir vera miklir menn, til stórrar prýði á götunni og í al- heiminum. Matsj, sagöi hann og benti á eldiausan vindiínginn milli varasinna. En aldrei heföi Stefán Jónsson getað órað fyrir þvi að maöur mundi umturnast jafn hatrammlega í einu vetfángi við vinsamlega kveðju í sól- skini um miöjan dag. 1 einni svipan snerist svipur hins ítalska fasista í eitthvert voöalegt sambland af undrun, skelfíngu og bræði, rétt einsog andspænis honum stæði laun- morðíngi meö rýtíng á lofti, enda hafði hann aungvar vöflur á svarinu. Hann þreif útúr Stebba vinlinginn og kastaði honum oní götuna, lét síðan bylmíngshöggin ríða um kjálka piltsins með spanskreyr sínum. Og þarmeö var draumurinn búinn. Það er álitið að fáar þjóðir hafi þolað kúgun og yfirgáng af meiri kurteisi en íslendingar. Um alda- raðir altframmá þennan dag liföu þeir í skilningsrikri sáttfýsi við kúgun, án þess aö gera nokkru sinni tilraun til uppreistar. Eingri þjóð var byltíngarhugtakið jafn huliö. Ævin- lega voru íslendíngar reiðubúnir að kyssa þann vöndinn er sárast beit og trúa því að kaldrif jaðasti böðullinn væri sönnust hjálp þeirra og örugg- astskjól. En þó ótrúlegt megi virðast um þessa velvöndu eyþjóð ber það stund- um viö að hún gleymir öllu sem henni hafði veriö kent, gleymir kurteisi sinni, gleymir undirgefni sinni og lotníngu fyrir böðlinum; og í stað þess að velta fyrst vaungum og brjóta heilann um þær göfugu og ósíngjömu hvatir sem kunni að hafa komið á stað pústrinum svarar hún á fullkomlega náttúrlegan hátt. I dag var einmitt ein af þessum tii- tölulega sjaldgæfu en þeim mun hamíngjusamlegri stundum i lífi þjóöarinnar. Ekki haföi herforínginn Pittigrilli fyr greitt Stefáni Jónssyni höggið með staf sínum en dreing- urínn hljóp undir herforíngjann og greip hann fángbrögðum. Þessu við- bragöi var herforínginn óviðbúinn, enda ekki tíðkað á ltah'u að vika- dreingir í gistihúsum fljúgi á helstu menn iandsins. Nema hér tókust ryskíngar milU dreings og herfor- íngja og barst leikurinn útá mitt strætið, en mannsöfnuður þusti að úr ýmsum áttum til að njóta þessarar skemtunar. En hvort þeir flugust á leingur eða skemur, þá er ekki að orðleingja þaö, aö Stefán Jónsson hafði vin eyðimerkurinnar undir að lokum. Mamma mía, kveinaði herforíng- inn þar sem hann lá i rykinu á göt- unni en vikadreingurinn lagðist á hann ofan og hélt honum. Nú fór aimenningi að skiljast að fasistinn átti erfitt og einhverjir góöir menn komu honum til bjargar, reistu hann upp og dustuðu af honum rykiö og ráku vikadreinginn burt og sögöu honum að fara í rass og rófu. Því íslendíngar eru altaf á bandi þeirra sem bíða lægra hlut, reiðu- búnir að reisa þá upp og dusta af þeim, líklega afþví þeim finst undir- niöri að þeir séu undir sök seldir með öllum sem bíða lægra hlut. En ekki var eyðimerkurhetjan Pittigrilli fyr staöinn upp og kominn í öryggi fyrir Stefáni Jónssyni, og búið að dusta af honum rykið, en hann var orðinn jafn hugdjarfur og áður, hann stóð í fordyri hótelsins og baðaði út höndum og fótum og glenti út fíng- urna og mælti af þvíhkri snild að dyr og gluggar opnuðust i ýmsum áttum og múgur og margmenni safnaðist saman tii aö njóta þessarar hstar, sumir héldu meira að segja að Mússólíni væri þar sjálfur kominn — nema tveir einglendingar, þeir stúngu höndunum í vasana og hurfu svo lítið bar á útum bakdyrnar. Stef- án Jónsson var á bak og burt, og einginn skildi hvaö maðurinn var að segja, og þaö var komið bæöi með kalt vatn og eldspýtur ef honum skyldi vera nokkur hjálp í því, en honum var eingin hjálp í því. Um kvöldið kom ræðismaður Itala aftur og var nú enn alvarlegri en í fyrra skiftið. Mússóhni hafði verið svívirtur á Islandi, la gloria della patria hafði verið fótumtroðin á þessu bölvuðu útskeri, sem hin heil- ögu vopn ítalska fasismans gátu sökt í sæ á nokkrum mínútum ef vildi. Hið auviröilegasta af öhu auvirðilegu og lægsta af hinu lága sem þekkist á Italíu, un piccoló, hafði dirfst að sví- virða la grandissima etemissima patria deUa gloria. Þetta mál skal ekki aðeins verða lagt fyrir utan- rQcisráðuneytið, heldur skal því veröa haldið tU streitu þángaðtU hefndir eru fram komnar, jafnvel þótt það kosti konúng Danmerkur völdin. Takk fyrir, sagði yfirþjónninn og hneigöi sig, en nokkrir einglendíngar sáust flýta sér burt úr húsinu með föggursínar. Nú var byrjað að semja. Herforíngjaráöið hélt aö vísu ekki fast á þeirri kröfu aö danakonúngi væri steypt af stóh, en þaö heimtaði að borin væri fram af hálfu land- stjórnarinnar opinber fyrirgefning- arbeiðni við Mússóhna út af því sem gerst hafði. Einhver málamiðlari skaut því inn, að kanski gæti Mússó- Uni misskihð shka beiöni. Þá kraföist PittigrUU þess að minsta kosti að gestgjafinn bæði sig afsökunar. Það var leitað að gestgjafanum leingi, en hann var uppí sveit að skjóta spóa og vUdi auk þess ekki skifta sér af mál- inu, vikadreingurinn var ekki ráðinn hjá honum, heldur yfirþjóninum. Yfirþjónninn bar ábyrgð á honum. PittigriUi heimtaði þá aö dreingur- inn væri samstundis rekinn. Takk fyrir, sagði yfirþjónninn og hneigðisig. En Stebbi htli var heima hjá sér og átti fri. Hann vissi ekki til þess að neitt sérstakt hefði gerst. Utlendíng- ur hafði aðeins gefið honum á kjaft- inn, hann tekið á móti og haft útlend- inginn undir. Að visu hafði djöfsi verið í einkennisbúningi, nema hvað, Stebbi hafði lUca verið i einkennis- búningi. Hann gat ekki imyndaö sér að náúnginn erfði þaö við hann þó hann hefði haft hann undir, sjálfúr hafði Stebbi oft verið haföur undir og aldrei erft það við neinn. Þegar tveir fljúgast á, þá er ekkert eölUegra en annar verði undir, hinn ofaná, það er einsog vera ber, nei það hafði ekkert gerst, hann var búinn að gleyma því um kvöldið. Morguninn eftir var gott veöur og fasistar flugu burt í einkennis- búníngum sínum og komu aldrei aftur til Islands. Og Stefán Jónsson kom til vinnu sinnar að morgni og fór í einkennisbúnínginn sinn og setti upp kaskeitið útá skakk og aUt var einsog þaö átti að sér á hótelinu og það hafði ekkert gerst. Ef einhver hefði sagt honum að ítalski loftflot- inn hefði beðið ósigur í ReykjavUc daginn áður mundi hann ekki hafa skiUð neitt. Eitt vissi hann samt: honum var uppsigað við stelpuna fyrir innan framreiðsluborðið, hana Gunnu, þessa árans tæfu sem kunni ekki aö meta úngan herra með gull- hnappa og guUkastarholu út á skakk, og sat sig aldrei úr færi aö kaUa hann Stebba strý, og hélt áfram að fara með þessa bjánalegu vísu, strý tróð hann Stebbi strý, tU að skaprauna honum hvenær sem hann átti leið framhjá. Solu- og þjónustukeppni N DVog vikunnar míðar í ÆVINTYRA FERÐ KAUPMANNA HAFNAR 13. —16. ágúst nk. með FLUGLEIÐUM Afgreiðsían Þverholti 11 Sími: 27022. Farið verður í Tivolí — Dýragarðinn — Dyrehavsbakken, í skoðunarferð um borgina o.fI. o.fl. Allir blaðburðar- og sölukrakkar DV og Vikunnar geta tekið þátt í keppninni með því að vinna sér inn ævintýramiða. Hvernig þá? Til þess eru þrfár Ieiðir: Sá sem selur DV í lausasölu fær einn ævintýra- miða fyrir hver 20 blöð sem hann selur. m Sala DV : Saia Vihan Sá sem selur Vikuna í lausasölu fær einn ævin- týramiða fyrir hver 5 blöð sem hann selur. 3: Dreifing D V DV — krakki, sem ber út DV. fær 6 ævintýra- miða á viku fyrir kvartanalausan blaðburð. ■ ; \ í fly. Dregið úr öllum ævintýramiðum, sem krakkarnir hafa unnið sér inn, 3. ágúst nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.