Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 9. JULl 1983. 17 Bílar Bflar Bflar Bflar Bflar Hvað getur hjólbarðinn sagt þér? í reglugerðum margra landa er kveðið á um hvernig merkja skuli hjólbarða og hvaða upplýsingar skuli koma fram á þeim. t Evrópu er þetta nefnt ECE staðall en í Bandarikjunum DOT. A skýringarteikningunum sést vel hvernig slitvörunum er komið fyrir í hjólbarðanum. Hér er slitraufin alls níu millímetrar en í botni hennar er með jöfnu millibili komið fyrir 1,6 millímetra slitvara sem kemur í ljós þegar dekk- ið hefur slitnað sem því nemur. -öryggi,slit ogendlng öryggi bílsins og þeirra sem í honum ferðast byggist að stórum hluta á hjól- börðunum og ástandi þeirra. Hér á eft- ir verður fjallað lítillega um þessi at- riði og hvemig bíleigendur geta sjálfir stuðlað að meira öryggi og jafnframt aukið endingu hjólbarðanna. Allir góðir hjólbarðar hafa innbyggt öryggi og endingu en þetta næst aðeins fram með því aö hjólbaröinn fái góða umönnun og athygli. Til að framfylgja öryggisþættinum þá þarf aö gæta að grundvallaratriöum í notkun hjólbarða. Gætið þess að hjól- barði og felga passi saman. Felgan sé í nægilega góöu ástandi. Að brúnin á dekkinu hafi verið smurð með sápu- vatni þegar dekkiö var sett á og þaö því smollið á felguna án þess að skadd- ast, og þá um leið að dekkið sitji vel á felgunni. Sé um slöngulaus dekk að ræða þá að felgan sé gerð fyrir slík dekk. Slíkar felgur hafa örlítinn stall á innri brún sætisins á felgunni sem hindrar að dekkið skríði innfyrir brún- ina við mikið hliöarálag og þá um leiö myndi allt loft fara úr. Þegar slöngu- laus dekk eru sett á í fyrsta sinn ætti að setja nýjan ventil í felguna. Sé verið að stja ný dekk, ætluð fyrir slöngu, þá ætti einnig að setja nýja slöngu, sem hæfir dekkinu, því að það gæti aukiö ending- una. Loftþrýstingur hefur mikið að segja varðandi öryggi og endingu. Of lítill þrýstingur getur orsakað minna veg- grip og einnig aflagað dekkið á lengri tíma. Slitið verður einnig ójafnt. Nokk- ur atriði varðandi loftþrýsting í dekkj- unum: Uppgefinn þrýstingur er lág- marksþrýstingur. Kannið þrýstinginn reglulega. Mælið þrýsting þegar dekk- in eru köld. Aldrei skal minnka þrýst- ing á heitum dekkjum. Við langvar- andi hraðakstur skal auka þrýsting um tvö til fimm pund (0,1 til 0,3 BAR). Dekk á sama öxli hafi ávallt sama þrýsting. Munið að hafa ávallt þann hæsta þrýsting sem er undir bílum á varahjólbarðanum. Það er auðvelt að minnka þrýstinginn úti á vegi en erfið- ara að bæta við. Sjálfsagt öryggisatriði er að nota ávallt hettu á ventilinn. Það útilokar að óhreinindi komist inn í ventilinn og skemmi hann þannig að hannfariaðleka. Mynstrið á hjólbarðanum er til þess að hann grípi vel og viðloðun við yfir- borð vegarins verði ávallt sem best. Þetta á sérstaklega við um grip á blautum vegum. Þetta var sýnt vel hér á síðunni fyrir nokkru þegar borið var saman veggrip nýs og slitins hjólbarða á blautum vegi á msimunandi hraða. Veggripið minnkar strax verulega þegar hjólbarðinn byrjar að slitna, þótt enn sé mikið eftir af mynstrinu. Því veröur ökumaðurinn að haga akstri á blautu malbiki verulega eftir ástandi hjólbarðanna, því enginn veit betur en ökumaðurinn sjálfur hvernig bíllinn hagar sér á blautu malbiki. Það er nær óhugsandi aö segja til um hve djúpt mynstur veitir enn fullkomið öryggi, en í flestum löndum heims hafa verið settar reglur um lágmarksdýpt mynsturs. Hér á landi er það einn milHmetri sem mynstrið má vera án þess að hjólbarðinn skoðist hættulegur. Sé mynstrið oröið meira slitið er hjól- barðinn ólöglegur. Margir hjólbarðaframleiðendur setja sérstaka slitvara á hjólbarða sína. Þessir slitvarar gefa til kynna þegar mynstrið er aðeins 1,6 mm á dýpt og því kominn tími til að skipta um dekk. Slitvarinn er þannig gerður að með jöfnu millibili er komiö fyrir smáöxl í mynsturbotninum og þegar mynsturraufin hefur slitnað niður þannig að hún er aöeins 1,6 mm á dýpt kemur slitvarinn í ljós sem sléttur flöt- ur í mynstrinu. Þetta er sýnt á mynd hér til hliðar. Þegar slitvarinn er kom- inn í ljós ætti að skipta um dekk. Verði hjólbarðinn fyrir einhverju áfalli getur það verið stórhættulegt að draga aö láta skoða hann og gera viö ef mögulegt er. Sýnilegar skemmdir eru: Kúla, rifa, skurður, nagli eða steingat á slitfleti. Osýnilegar skemmdir geta verið á burðarbeltum hjólbaröans eftir mikið högg eöa holu á malbiki. Ef öku- maðurinn hefur minnsta grun um aö hjólbarðinn hafi orðið fyrir einhverj- um skemmdum, byrji bíllinn skyndi- lega að skjálfa í stýri án þess að hafa gert það áður eða hoppa í akstri, þá er það eina rétta að fara strax á hjól- barðaverkstæði og láta kanna orsak- imar. Ástand bílsins getur einnig haft áhrif á endingu hjólbarðans. Rangt hjólamillibil framhjóla slítur hjólbörð- unum strax, þannig að ytri eða innri brún hreinlega spænist upp. Ójafnar bremsur geta slitið einu dekki meira en öðru. Sama máli gegnir um gallaða höggdeyfa. Skemmdar felgur hafa einnig áhrif á endingu dekkjanna og þær ætti aldrei að nota. Beygluð felgu- brún aflagar dekkið og myndar því misslit. Til að framfylgja reglum um öryggi hjólbarða hafa menn komið sér saman um hvaöa upplýsingar þurfa að koma fram á hjólbarðanum sem gefa til kynna til hvers á að nota hann. I Evrópu er farið eftir svonefndum ECE 30 staðli en í Bandaríkjunum DOT (Department of Transport). Reglur þessar eru um merkingar, stærðir, slit- vara og að gerðar hafi verið tilskildar prófanir áður en framleiösla til sölu var hafin. Þetta er sýnt á skýringar- mynd héraðofan. Meginatriði þess sem hér hefur verið sagt að framan má draga saman á þann hátt að ef ökumenn hugsa vel um ástand hjólbarðanna og haga akstri í samræmi við þá geta þeir verið nokkuð öruggir í akstri og minnugir þess að gotterheilumvagniheimaðaka. -JR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.