Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 9. JULl 1983. 19 Kx/ikmyndir ^myndir Wt 'Kraniyr. Nií lielnr hawn fí^rí |»rill*-r »m»<> __________ "■■V, . o< K»v Sl.. ...... . a,>a...lu. V. run...t>r I 'hárináli€»í«>«™ áliorlVinla lil a*>ríw> Robert Benton gerði hvort tveggja að skrifa handritið og leikstýra mynd- inni Still of the Night en David Newman aðstoðaði hann við gerð sögu- þráðarins. Þeir hafa áður unnið saman að gerð kvikmynda og skrifuðu meðai annars handritið aö Bonnie and Clyde 1967 og þótti takast vel til. Meðai kost- anna við handrit þeirra félaga að Bonnie and Clyde, er sá að þeim tókst að sneiða hjá velluskap í upprifjun á sögu skötuhjúanna og náðu þó furðu vel fram anda horfinna tíma. Benton tók síðan til við leikstjórn og sannaði ágæti sitt á því sviði eftirminnilega með kvikmyndinni Kramer vs. Kramer. Benton er fjölhæfur maöur og hefur fengist við sitt af hverju innan kvik- myndanna, meðal annars skrifað handrit að tveim vestrum, There Was a Crooked Man (1960) og Bad Company (1972). Benton leikstýrði þeirri seinni sjálfur en Joseph L. Mankiewicz stjómaði gerð þeirrar fýrri. Framleiðendur láta ilia Eftir að Benton sló í gegn með Kramer vs. Kramer bjuggust menn við að brautin yrði bein og breið fyrir hann, enda er fátt áhrifaríkara en aö hampa nokkrum óskurum þegar f jár- málavaldið i Hollywood er annars vegar. Allt ætlaði líka aö ganga að óskum meö Still of the Nlght. Tvær stjörnur fengust i aðalhlutverkin, þau Meryl Streep og Roy Scheider en þrátt fyrir það virtist sem ýmislegt v«ri öðruvísi en framleiöendur ætluðust til. I kvikmyndaiðnaöinum hafa menn ýmis ráð til að gefa i skyn að eitthvaö sé að nýrri kvikmynd og þjálfaðár menn sjá merki um slikt i mOu fjar- lægð. Fyrsta merkið um ólag á Still of the Night kom í ljós þegar myndin var klippt. Klippingin tók ógnartíma og um leið þótti sýnt aö framleiðendum iíkaði ekki fyrsta útgáfan sem leikstjórinn lagði fyrir þá og þeir kröfðust þess að hún yröi kllppt aftur. I öðru lagl var nafni kvikmyndarinnar breytt. Hún hét lengi vel Stab og fékk ekki nafniö Still of the Nlght fyrr en á siöustu stundu. I þriðja og siðasta lagi var frumsýning myndarinnar dregin úr hömlu og slfkt er öruggt merki um að framleiöendur séu ekki of vissir. um gæðivörunnar. Gagnrýnendur biðu með óþreyju eftir frumsýningardeginum og það kom þeim flestum rækilega á óvart að Still of the Night er hörkuspennandi, vel upp byggður og óvenjulegur þriller. Vissulega finnast ýmsir fæð- ingarblettir á kvikmyndinni en Benton hefur ekki gert nein afgerandi mistök. Myndin byggir ekki á blóðsúthelling- um einum saman heldur er hún öguð mynd meö fáguöu handbragði manns sem hefur sitthvað lært af meistara Hitchcock. Fórnarlambið og ástkonan Ekki er vitað hversu mikið framlag Freuds til geðheilbrigði mannkyns er, en víst þykir að hann á drjúgt í sögu- þræði klassískra hryllingsmynda. Benton og Newman hafa lesið kokka- bækur sálarfræðinnar vel og vandlega áður en þeir suðu saman handritið aö Still of the Night. I myndinni eiga aðal- persónurnar fortíð sem reynist þeim afdrifarík. Þær tengjast foreldrum sín- um böndum sem þær vilja rjúfa og í sálarkirnunum búa þrár og draumar sem upplýsa loks morðgátuna í mynd- inni. Still of the Night er að því leyti ólík flestum hryllingsmyndum að í henni eru karlmenn fómarlömbin og kona grunuð um morðin. Roy Scheider leik- ur ósköp geðþekkan, fráskilinn sál- frcðlng, Sam Rice. Einn sjúklinga hans er myrtur og hann fær tvær heim- sóknir seinnihluta dags. Ung kona, Brooke Reynolds (Meryl Streep), kemur á skrifstofuna til hans og segist vera ástkona hins nýmyrta manns og hafi þar að auki verið siðust manna til að sjá hann lifandi. Augljóst er að kon- an segir ekki nema hálfan sann- leikann. Næsti gestur er lögreglu- maður. Hann segir sálfræðinginn í bráöri hættu nema hann greini frá öllu sem hann viti um hinn látna. En Rice segir ekki orð, allra sist að hann hafi nýlega hitt þá sem síðust sá þann myrta. Þess í staö reynir hann að rifja upp allt sem fómarlambið sagði í við- tölum við sálfræðing sinn. Um leið dregst Rice meir og meir að konunni sem annaðhvort veit lausnina eða er sjálf morðinginn. Myrtur í stolnum frakka Rice verður ákaflega ástfanginn af Brooke Reynolds jafnvel þótt stöðugt fleiri rök megi leiða aö sekt hennar. Allar likur benda einnig til þess að Rice verði næsta fórnarlambið því aö morðingjar ráðast gjaman að þeim sem besta aöstöðu hafa til að koma upp um þá. Þaö kemur líka í ljós að Rice er í hættu þegar maður er drepinn, að því er virðist fyrir þá sök eina að vera í frakka sem hann hafði nýverið stolið af Rice. Sam Rice sannfærist um að Brooke sé morðinginn en þrátt fyrir þaö reynir hann hvaö hann getur til aö forða henni frá lögreglunni. Hann er maöur sem hefur kastaö sér út i óskynsamlegt * • ■ ' :c< c- Roy Schelder ræðir vlð Söru Botsford í fomgripaverslun sem kemur mikið við sögu í Still of The Night. samband. Astæðan kann aö vera til- finningar, sem hjónaband hans, ný- uppleyst, hefur skilið eftir sig. Ef að lflcum sálfræðinnar lætur á móðir hans öldruð einnig sinn þátt i ástandinu. Hún er sálfræðingur eins og sonurinn og þau ræða ekki einungis saman sem starf sbræður. I ljós kemur að sú gamla hefur ævinlega vitað hvað syninum kom best og þröngvað honum til að hætta við atvinnumennsku í fótbolta. Hún var nefnilega alveg viss um að há- skólamenntun kæmi honum betur en boltinn. Og eins og móðir Rice hefur haft djúp itök i syninum þá er Brooke ákaf- lega nátengd föður sinum. Meiniö er bara að Benton gerir ósköp litið úr þessum tengslum aöalpersónanna viö foreldra sína og þau koma lausn morö- gátunnar lítið sem ekkert við. Sama gildir oft á tiðum um draugalega svið- setninguna, dimm stræti, auða kjallaraganga, lyftur og stigaganga. Mörg atriði myndarinnar gerast í sölum uppboösfyrirtækis í New York og þar er allt fullt af listaverkum og táknmyndum sem hafa í rauninni enga beina svörun i morögátunni sjálfri. Þetta er bara allt þáttur í því að gera Still of the Night að hryllingsmynd. Besti kvikmynda- tökumaðurinn Það er Brooke sem vinnur viö fom- gripasölu og hún sér um kaup fyrir fjarstadda viðskiptavini. Brooke hrópar upp tilboöin í uppboössalnum en viðskiptamaðurinn bíður í simanum og segir henni hvenær rétt sé að bjóða hærra. Það er einmitt á meöan á spennandi uppboði stendur sem Rice kemst inn í ibúö Brooke og finnur enn Qeiri sönnunargögn gegn henni. Engu að síður flýtir hann sér til hennar í þeirri von að ná henni úr klóm lög- reglunnar. Það er hins vegar hægara sagt en gert i troðfullum uppboðssal og meira er vist ekki hægt að segja í um- fjöllun um spennumynd. Aðalleikararnir i Still of the Nlght eru bæði stórkostleg í hlutverkum sínum. Roy Scheider er nú í hópi bestu leikara Bandarikjamanna og batnar með aldrinum eins og besta koníak. I túlkun hans á Rice kemur fram hórfín blanda af ótta, forvitni, kæruleysi og þrá. Streep stendur sig vel í erfiðu hlut- verkL Hún er ljóshærö eins og margar af aöalpersónunum i myndum Hitchcocks, — yfirvegaðar ljóskur sem voru til alls liklegar. Ein af eftir- lætisleikkonum Hitchcocks, Jessica Tandy, fer raunar með hlutverk gömlu frú Rice. Benton hefur ekki einungis valið vel i aðalhlutverkin heldur er hann með elnn af bestu kvikmyndatökumönnum æm völ er á í liði sinu. Nestor Almendros kvikmyndar New York í bláum og gráum tónum. StOl of the Night er áreiöanlega einn áhugaverðasti þrillerinn sem nýlega hefurveriðgerður. -SKJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.