Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR 9. JULl 1983. Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál MEÐAL RÍKA FÓLKSINS — Ég hef það einhvem veginn á til- finningunni að ég geti ekki komið út aö boröa eins og viö vorum búin að tala um. Ég veit ekki hvað það er en ég er hræddur við að deyja. Mér hefur aldrei áður verið svona innanbrjósts. Viö skulum reyna aö flytja héðan sem fyrst. John Tupper, 34 ára gamall gisti- hússeigandi, virtist alvarlega hræddur þegar hann sagði þetta við Melanie Cain, sambýliskonu sína. Hún vísaði þessu á bug sem fáránlegum órum. Þetta reyndust hins vegar síðustu orð- in sem hún heyrði hann seg ja. „Þafl kemur ekkert fyrir þig" Melanie Cain, sem var 26 ára og ljósmyndafyrirsæta, raunar sú eftir- sóttasta í Bandaríkjunum, sagði seinna að hún hefði ekki gert sér grein fyrir hvað hann ætti að hræðast. — Bull og vitleysa, sagði hún. — Enginn gæti látið sig dreyma um að skerða hár á höfði þínu. Ég skal samt reyna aö ná í aöra íbúð fyrir okkur ef þér líöur illa í þessari íbúö. Settu þá öryggiskeðjuna fyrir og opnaðu ekki fyrir neinum fyrr en ég kem heim aftur. Það kemur ekk- ertfyrirþig. Skömmu síðar yfirgaf hún lúxus- íbúð þeirra á Manhattan í New York til að tala við einhvern semmyndi geta bjargað þeim um aðra ibúö. Þetta var í síðasta skipti sem hún sá Tupper á lifi. Þegar hún kom heim nokkru síðar með nýtt heimilisfang til að leita eftir íbúö var hann ekki heima. Hann haföi ekki minnst á þaö aö hann ætlaði neitt, þannig að Melanie gekk út frá þvi að hann væri úti að skokka. Þegar hún fann hlaupaskóna hans i ganginum gerði hún sér grein fyrir því að ekki var allt meö felldu. Allt á rúi og stúi Hún tók lyftuna upp i þakibúð í sama húsi þar sem fyrrverandi elsk- hugi hennar, Howard Jacobson, bjó. Hún ætlaöi að grennslast fyrir um hvort hann hefði eitthvað séð til Tupp- ers. Jacobson, sem var frægasti hesta- þjálfari Bandaríkjanna, gerði rifu á dyrnar og Melanie tók eftir því að allt Melanie Cain, ein hœstlaunaöa fyrirsœta Bandaríkjanna. Hún flutti frá elskhuga sínum. Það hafði alvarlegar afleið- ingar. var á rúi og stúi í íbúð hans. Hún tók einnig eftir blóðblettum á gólfinu — Eg hef ekki séð neitt til þess svíns og hef ekki tíma til að tala viö þig, öskraöi Jacobson og skellti hurðinni viönefiðáhenni. Nú var Melanie orðin alvarlega áhyggjufuil út af John Tupper þannig að hún ákvaö að hringja í lögregluna, sagði hún seinna. Einhverra hluta vegna lét hún þó hjá líða að segja lög- reglunni frá blóðblettunum og hús- gögnum sem voru á hvolfi í íbúð Jacob- sons. Sama síödegi var róni að róta i ruslahaugi í Bronx í New York. Hann sá skínandi gylltan Cadillac nauð- hemla við hliðina á sér. Tveir menn stigu út og báru á milli sín ílangan tré- kassa úr bílnum. Þeir helltu vökva yfir kassann og kveiktu í. Annarmann- anna ók bílnum nokkur hundruö metra í burtu, hinn bar eld aö samanvööluð- um dagblööum og fleygði þeim á tré- kassann. Samstundis kviknaði bál. Mennimir tveir óku í burtu án þess að hafa tekið eftir rónanum og þar sem hann renndi grun í að hann hefði orðið vitni að síðasta þrepi í afbroti fór hann tafarlaust i næsta símaklefa og hringdi í slökkviliðið. Eldinn tókst fljótlega aö slökkva og í brenndum kassanum fann lögreglan líkamsleifar. Róninn gaf lýsingu á Cadillac bifreið- inni og skráningarnúmer. Um leið var lýst eftir bif reiðinni. Bfll Jacobsons Cadillacinn fannst innan fimm mínútna. Hann var í þriggja kílómetra fjarlægð frá haugunum. Bak við stýr- ið sat maður að nafni Howard Jacob- son og það var enginn annar í bilnum. Nær samstundis hafði lögreglan fengiö gefið upp nafnið á eiganda bíls- ins. Það var líka Howard Jacobson. Hann var tekinn fastur grunaður um morö. Á meðan tæknilið lögreglunnar rannsakaði brenndar h'kamsleifamar fóm tveir rannsóknarlögreglumenn með Jacobson heim og komu að íbúð- inni í nákvæmlega sama ásigkomulagi og Melanie hafði skömmu áöur séö hanaí. 1 dyrakarmi, sem var á dyrunum milli dagstofu og annars svefnherberg- isins, fundu lögreglumennimir kúlu. Þeir skám stóran hluta úr viðnum til þess aö geta sett kúluna undir smásjá hjá tæknideild lögreglunnar. Seinna um kvöldið var það staöfest að líkið brennda væri John Tupper. Það var einnig upplýst að hann hefði dáið af völdum fjölda skota og stungusára. Kúlurnar sem fundust í líkinu voru af sömu gerð og þær sem fundust í dyra- karminum. Það var einnig fullsannað að öllum skotunum hafði verið skotið úr by ssu sem var í íbúð Jacobsons. Jacobson var stungiö inn og lögregl- an byrjaði að leita að ástæðum 'yrir því að morðið var framið auk beinna sannana um aö Jacobson væri morð- inginn. Þá fyrst var það að Melanie Cain datt í hug að segja frá þeim ótta sem Tupper hafði sagt henni frá að hann bæri í brjósti þennan dag sem hann var drepinn og um heimsóknina upp í íbúð- ina til Jacobsons. Auk þess kom hún með líklega skýringu á því hvers vegna Jacobson gæti hafa myrt Tupp- er. Hún sagði ástæðuna geta verið- afbrýði. Hún hefði búið með Jacobson áður en hún valdi sér Tupper sem elsk- huga. Afbrýfli Það sem i upphafi virtist einungis vera eitt af hinum daglegu morðum í New Yorkbreyttistnú skyndilega í eitt- hvað annaö og meira. Þarna voru kom- in frægasti hestaþjálfari Bandaríkj- anna og mjög þekkt ljósmyndafyrir- sæta. Morðið á annarri þekktri fyrir- sætu, Cheryl Corey, dróst nú inn í mál- ið. Melanie Cain hafði frá því á yngri árum aðeins átt sér einn draum. Hann var að verða fræg fyrirsæta Þegar hún hætti í menntaskóla í Detroit byrjaði hún sem fyrirsæta í Chicago. En stór- borgin New York er aðalsegulstálið sem hrífur allar stúlkur meö stjömu- drauma til sín. Eftir nokkra mánuði i Chicago var nafn hennar komið i bækur hjá öllum aöaltiskufrömuöum borgar- innar. Hún hafði einmitt útlitið sem þurfti á þessum tíma og brátt varð andlit hennar þekkt í öllum stóru bandarísku vikublööunum. Meðal þeirra sem hrifust strax af Hinn forsmáði ástmaður, Howard Jacobson, ógnaði hinum nýja sambýlismanni Melanie, sem síðan fannst myrtur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.