Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Page 22
22 DV. LAUGARDAGUR 9. JULI1983. Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur 60. þáttur Mörg skálda okkar og hagyröinga fyrr á tímum nutu engrar skólamenntunar. Barna- skóli var enginn í byggðarlagi sumra. Okkur nútímafólk furöar á því, hve mikilli málsnilld þessir menn voru gæddir. En margir þeirra munu hafa fundiö uppsprettuna í fomsögunum, þjóösögum og kvæöum, — jafnvel rímum. Ekki leikur heldur vafi á því, aö talmál alþýðunnar fyrrum hefur veriö vandaöra en það sem nú er numið í málskóla götunnar. Gísli Olafsson fæddist 2. janúar 1885 á Eiríks- stööum í Svartárdal og var jafnan kenndur viö þann bæ. A Eiríksstöðum ólst hann upp og var þar til heimilis rúman aldarfjórðung. Eftir þaö var hann víða um sveitir og um tíma á Blöndu- ósi. Síðustu ár ævinnar bjó hann á Sauðárkróki. Þar kynntist Hannes Pétursson skáld honum og var mikill aödáandi hans. Hannes ritaöi fagra minningargrein um Gísla, er hann lézt áriö 1967. Gísli frá Eiríksstöðum vann höröum höndum allt sitt líf, meðan heilsa entist. En hreina, mikla ást bar hann til heimahaganna eins og sum ljóöa hans vitna um. Hér á eftir fer eitt ljóöa hans: Lækurinn Ég er að horfa hugfanginn í hlýjum sumarblœnum yfir litla lœkinn minn, sem lídur fram hjá bœnum. Ó, hve marga œskustund áður fyrr hér dvaldi, saklaust barn med létta lund og leggina mína taldi. Ogtil Sigurgeirs: Sjaldan orða varþér vant,- vill þvi spyrja þátturinn: Ertu núna upp á kant eða horfinn mátturinn ? Margrét segist óska þess að sjá meira eftir „Jóhannes” og undirstrikar þaö með þessari vísu: Jóhannes frá Akureyri átti bögur góðar hér, og ég vildi ’ að ennþá fleiri yrkingar hann sendiþér. Margrét er mjög hrifin af vísum „Jarlsins” og fær hann þessa; reyndar eru þetta aldýr og odd- hend sléttubönd: Karlinn glettni tjóðar létt, liðugt fléttar öndin. Jarlinn netti, reyndu rétt riða sléttuböndin. Margrét segir: Nú man ég ekki, hvort ég hef sent þér áöur svarvísu til „Skugga”; reyndar er ég búin aö fá mig fullsadda af þeim, sem snúa öllu upp í klám. En þaö er bezt að hún fljóti meö: Út um bœinn fleygt er fregn, frómu máli hallað. Enginn draugur, glcer i gegn, getur meyju spjallað. Margrét Olafsdóttir segist senda þessar vísur „Loka Laufeyjarsyni” og öörum, sem ekki geri greinarmun á snyrtilegum vísum og klám- vísum: Þó að kaldir vetrarvindar veiki flestra hugarþel, þá fönnum klœddir fjallarindar fagna röðli undravel. Þó að blási margt t mót, mœta skalt því glaður. Það er okkar búningsbót að brosa og vera maður. Ágúst frá Svalbarði, nú á Hvammstanga, er kominn á efri ár. Hann skrifar: Nú á þessum vordögum, þegar menn beina fénaði sínum til fjalla, bærast í huganum minningar frá fjárskil- umfyrriára: Oft við fórum ein að smala, áttum saman hljóðlátt grín. Enginn rekur inn til dala aftur tilþín sporin mín. Jón Haraldsson lét mér í té næstu stöku. Hún er eftir frænda hans, Jón Friöriksson, Hömrum í Reykjadal, son Friöriks pósts Jónssonar frá Helgustöðum í sömu sveit. Tilefni vísunnar gafst í afmælisveizlunni, er Jón Friðriksson var áttræður fyrir sex árum. Þótti Jóni nóg um eymdartóninn í vinum sínum, er þeir ræddu um Elli kerlingu, sem að honum sækti. Jón kvaö þá: Ég er að bíða, bíða eftirþér, bölvaður karlinn með gamla skörðótta tjáinn. En þó skaltu vita, ogþað skal sannast á mér, að þú þarft að brýna á elztu og seigustu stráin. Hreggviður Daníelsson sagöi mér, aö þessi vísa væri eftir Jónatan Jakobsson: Teitur svaraöi manni nokkrum meö þssari vísu: Þig . mun Pétur þekkja. En þar sem fjandinn rlkir, vœri þörfað marka menn, margir eru líkir. Teitur Hartmann tignaði Bakkus: Ef menn vökvun enga fá, er í vœndum dauði. Maður lifir ekki á einu saman brauði. Teitur kvaö þessa vísu um líðan sína daginn eftir að hann hafði verið viö skál: Það er allt íþessu fína lagi, nema helzt hvað höfuðið hefur eins og komizt við. -0- Þá er komið að nýjum fyrripörtum. Margrét Olafsdóttir sendir þessa: Vertu ekki að œðrast, þótt andinn snúi fráþér. Löngum hefur lítil snót Laugaveginn gengið. Eru núna andlausir allir hagyrðingar. Fœrni vartþú finnur í fyrripartasendingu. Veðjirþú á vondan hest, varla búið eflist. Kerlinffuna yngdi9 ’hann upp í einum hvelli Bce ég lítinn byggði þar og blómum utan skreytti. Yfir tún og engjarnar oft ég lœknum veitti. Nú er ekkert eins og fyrr; á öllu sé ég muninn: löngu týndir leggirnir og litli bœrinn hruninn. Æska hverfur. Yndi dvín. Allt er líkt og draumur. Áfram líður œvi mín eins og lœkjarstraumur. Meðan veðum yljar blóð og andinn má sig hrœra, skal ég syngja lítil Ijóð lœknum silfurtœra. Þegar ég er uppgefinn og eytt er kröftum mínum, langar mig í síðasta sinn að sofna á bökkum þínum. Gísla Olafssyni hefur ekki hentað vel erfiðis- vinnan, er hann varð þó aö stunda. Hann kvað: Lífið fátt mér Ijœr í hag, lúinn þrátt ég glími. Koma máttu’um miðjan dag, mikli háttatími. Fyrir skömmu komst ég að því, að þessi land- fleyga vísa væri eftir Gísla Olafsson: Þóttþú berir flnni flík og fleiri í vösum lykla, okkar verður lestin lík lokadaginn mikla. -0- Margrét Olafsdóttir skrifar og segist sakna mjög bréfa frá Margréti Tómasdóttur og fleiri góðum hagyrðingum. I tilefni af því sendir hún nöfnu sinni Tómasdóttur þessa: Æ með sóma ortir hér, ofin Ijóma þóttir. Vakna ’ af dróma, mœttu mér, Margrét Tómasdóttir. Fyrr og nú Forðum tíð þú fátœklinga fyrir hittir, sem voru á Guð og gaddinn settir, gœfulausir, sjaldan mettir. Vístþó áður var oft kátt um vökur langar. Kergju-bögur kveða slyngar kunnu þessir fslendingar. Okkar landi, okkar menning, okkar tungu œþó hœstan heiður sungu, héldu samanþjóðinni’ungu. Nú á tímum nennir varla nokkur maður nýta það, sem fornir feður frelsisþránni ólu meður. Gjarnan brúka grófu orðin gaspurs- skjóður. Sýkir frónsku þeirra þvaður, þrotlaust klám og annað blaður. Vlsnasóðinn vandar ei til verka sinna. Út úr honum orðin renna, andleysinu má um kenna. Öll við stefna œttum því að einu marki: ávallt, bœði ’íorði’og verki uppi halda fornu merki. „Ein heilræðavísa í restina,” segir Margrét Olafsdóttir: Stattu vörð um stundarlán, stýrðu fram hjá granda. Neyðin skapast naumast án nokkurs aðdraganda. Magnús Björnsson, Birkimel 6 1 Reykjavík, botnar: Loksins brosir sumarsót, sem við þráðum lengi. Blómin vakna’á bleikum hól, batnar lífsins gengi. Er sem styðji æðri máttur oft í hryðjunum. Elska ’ og biðja er okkar háttur og orga ’ t viðjunum. Þótt í búiþröngt sé nú, þá ég trúi á landið. Eðla frú er björg í bú, bezt til hjúa vandið. Gleymist notuð nytjaflík, nýrri vinnur hylli. Þar sem skildi vini vlk, verður haf á milli. Þá hafði Hreggviður það eftir Sveini Viggós- syni, að þessi vísa væri eftir séra Helga Sveins- son: Svana gengur seint til náða. Sú er orðin lífsreynd vel, eftir að hafa hittþá báða höggorminn og Gabríel. Fróðlegt þætti mér að vita höfund næstu vísu. Hún mun hafa verið kveðin, er nokkrir Þingeyingar voru á leið vestur um sýslur í skag- firzkum bíl: Ekki er kynþótt veður vont verði l Húnaþingum, þegar um landið þingeyskt mont þeysir á Skagfirðingum. Helgi Hóseason trésmiður kveður að gefnu til- efni: Ills þú getur orðbragðs míns, engan þó ég pretti. Flestur gœti sóma síns, en sjái mig l rétti. Bergur Ingimundarson, Stóragerði 10 í Reykjavík, botnar: Ætíð saklaus, sœt og fín, saman bezt við undum. Ei ég gleymi, elskan mín, okkar sœlustundum. Æska þín var efnisrík, ung varst geislum vafin. Yndisleg og engri lík, yfir flestar hafin. Hefur jafnan heillað mig, heitt ég mun því vona, að ég fái að eiga þig, elskulega kona. Fjöld hefur á Flúðum gist, fannst þar mörgum gaman. f tveggja manna téðri vist tekið varþar saman. Núna trylltan dára-dans drengir villtir stíga. Látum gjalla Ijóðabrall lífs um alla daga. Er ég kom nýlega til Jónatans Jakobssonar, bað ég hann að smíða nokkra fyrriparta fyrir mig. Við höfðum ekki rætt lengi saman, þegar nokkrir f æddust. Hér eru þeir: Nú er bjart um Norðurland, nœtursól í heiði. Vtsu get ég varla ort, vilþví ekki leyna. Þegar vorsins geislaglit gleður mannsins sinni,... Ef ég vakna nú í nótt, nýjan geri ég fyrripart. Hún hefurþegar hellt á brúsann, hressir kaffið sérhvern mann. Nú skal hrinda á Sónar-sæ siglu-hind í skyndi. Gumum veitir yndi og yl örgerð sveitakvinna. Oft er skjól að auðar-brík uppi ’tbóliköldu. Sunnanáttin, erfið ttð, á sinn þátt í vondu skapi. Glöggt t verki sýnir sig seigla og sterkur vilji. Ekki er létt að yrkja Ijóð t illu skapi. Þegar Jónatan hafði smíðað þessa fyrriparta, að vísu með örlítilli aðstoð minni, kom þessi fyrripartur: Eflaust kemur enginn botn við okkar fyrriparta. Þessir fyrripartar ættu að nægja lesendum til að spreyta sig á næstu daga. SkúliBen. Utanáskriftin er: Helgarvísur Pósthólf 66 220 Hafnarfjörður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.