Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. JOU1983. DAGBLAÐlÐ-VÍSiR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó»'ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SlÐUMÚLA 12—14. SÍMI 8M11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáaugtýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. P rentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblað22 kr. Nýjar ratsjárstöðvar? Bandaríkjamenn hafa vakið máls á því við Islendinga, að rétt gæti verið að fjölga ratsjárstöðvum hér á landi. Hugmyndir eru um nýjar ratsjárstöðvar á Vestf jörðum og Norðausturlandi. Þar voru áður ratsjárstöðvar. Tæki ratsjárstöðvanna á Keflavíkurflugvelli og við Höfn gerast gömul og úr sér gengin. Kunnáttumenn segja, að sovézkar flugvélar gætu hugs- anlega flogið frá Kolaskaga í Sovétríkjunum og komið inn yfir Island að norðan án þess að til þeirra sæist á skerm- um stöðvanna, sem fyrir eru. Það er eðlilegt, fyrst við er- um þáttur í vamarkerfi Atlantshafsbandalagsins, að til- lögur séu gerðar um að „loka þessu gati”. Illu heilli hefur vígbúnaðarkapphlaupið magnazt að undanförnu. Sovétríkin áttu mestan þátt í mögnun þess. Vestrænar þjóðir hafa gert ráðstafanir til að svara stigmögnun þeirri, sem Rússar hófu. Herfróðir menn hér á landi segja, að fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum varnarliðsins séu að sumu leyti endumýjun þess kosts, sem fyrir er, en að sumu leyti aukning varna. Leiðir hafa enn ekki fundizt til að draga úr vígbúnaðar- kapphlaupinu með samkomulagi beggja aðila, Sovétveld- isins og Atlantshafsbandalagsins. Reynslan sýnir, að hugmyndir sumra svonefndra „friðarsinna” hér vestan megin um einhliða afvopnun á ýmsum sviðum eru fráleit- ar og sízt til þess fallnar að minnka ásókn Sovétmanna. Samningar um að draga úr „ógnarjafnvæginu” geta því aðeins náðst, að Sovétmenn telji sig ekki geta hagnazt meðöðrumhætti. Kjósendur hafa vísað kenningum svonefndra friðar- hreyfinga á bug. Má þar nefna kosningar í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi. Nýjar ratsjárstöðvar hér yrðu að sjálfsögðu aukning varnarbúnaðar, þótt slíkar stöðvar hafi verið áður á svip- uðumslóðum. En sem betur fer er einungis um að ræða eftirlitsstöðv- ar, sem gera okkur og Atlantshafsbandalaginu auðveld- ara að fylgjast með ferðum Sovétmanna og öðru flugi. Við komumst ekki hjá að meta ástandið af raunsæi, þannig að við ásamt öðrum þjóðum Atlantshafsbanda- lagsins högnumst ekki á undanslætti heldur verðum að legg ja okkar af mörkum til að trygg ja vamarkerfið. Það er rugl að tala um litlar ratsjárstöðvar sem hugs- anleg skotmörk fyrir kjarnorkusprengjur. Ottinn við kjarnorkustyrjöld er einmitt hvati þess, að Sovétmönnum sé svarað, þannig að von sé til, að þeir gangi til samninga. Hugmyndir hafa komið fram þess efnis, að Islendingar önnuðust að einhverju leyti rekstur nýrra ratsjárstöðva, ef til þeirra yrði stofnað. Rætt var fyrir mörgum árum, að Islendingar kynnu að geta tekið að sér í vaxandi mæli ýmis störf á vegum vamar- liðsins, önnur en hermennsku, þannig að vamir landsins yrðu í ríkari mæli okkar eigin. Meö réttum tækjabúnaði gætu nýjar ratsjárstöðvar orðið okkur ómetanlegar í öryggisgæzlu eigin flugvéla. Þær yrðu því ekki einungis þáttur í „manntafli” ógnar- jafnvægisins, heldur nytsamar í daglegum rekstri innan- lands- og millilandaflugsins. Haukur Helgason. Með herinn á heilanum Hvað eiga forystumenn Alþýðu- bandalagsins og forvígismenn ríkis- stjómarinnar sameiginlegt? Að vilja að umræðan snúist um flugstöðvarmúl og olíutanka í Helguvík þegar kaup- májttur launa er skertur um fjórðung og margar f jölskyldur eiga ó hættu að missa eignir sínar ó nauöungarupp- boð. Áhugi forystumanna ríkis- stjómarinnar á að leiða umræðuna inn á þessar brautir, burt frá bjargræöis- málum heimilanna, er skUjanlegur. Áhugi forvígismanna Alþýðubanda- lagsins á því er ekki skiljanlegur. Fyrir launafólkið í landinu eru alvar- legar horfur í kjara- og atvinnumálum miklu meira mál en flugstöð og olíu- tankar. Að kæfa umræðu um alvörumál Húsmóðirin, sem ekki fær heimilis- peningana lengur til þess að duga fyrir hfsnauðsynjum, fær ekki séð að sú sé alvarlegasta ávirðing rikisstjórnar- Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson innar að þiggja erlent fjórmagn tU framkvæmda við flugstöövarbyggingu á KeflavíkurflugvelU. Ungu hjónin, sem ekki geta lengur staðiö í skUum með afborganir af íbúðinni, sjó ekki að það sé algert sáluhjálparatriði að áfram sé haldiö að flytja eldsneyti fýrir herinn í bUum um miðborg Reykjavíkur. Iðnaöarmaðurinn, sem veit ekki við hvað hann ó að vinna eftir áramótin, sér alvarlegri ljóð á ráði ríkisstjórnarinnar en þann að hún ætli að selja Bandaríkjamönnum lekahjaU suður á KeflavíkurflugvelU fyrir 20 miUjónirdollara. Vissulega er tU fólk sem telur amer- íska herinn og allt hans hafurtask ein- asta meiriháttar vandamál sam- tímans — a.m.k. málið sem yfirskygg- ir öll önnur. Þessi sértrúarsöfnuður er í miklum minnUiluta meöal þjóöar- innar eins og reynslan hefur þráfald- lega sannað. Honum er meira en frjálst að ástunda sitt heUagsanda- hopp eins oft og mikið og hann vUl. Manni, sem er andvígur núverandi ríkisstjórn vegna þeirrar andfélags- legu kjaraskerðingarstefnu sem hún fylgir, leyfist þó væntanlega aö láta í Nýja Keflavíkurstöðin 800 milljóna skuldasúpa Ráðherrarnir segja að þjóðin verði að færa fómir. Efnahagskerfið rambi á barmi gjaldþrots. Erlendar skuldir ógni efnahagslegu sjálfstæði. Kaup- mátt almennings verði að skeröa um þriðjung. Sérhver verði að standa skU á sínum skuldum. Astandið sé hrika- legt. Tími aðhalds og sparnaðar sé runninn upp. Fékku á fyrsta práfinu Ráðherramir hafa notað þessar rök- semdir til að réttlæta mestu kjara- skerðingu í gervaUri sögu Vesturlanda á siðari áratugum. Margir hafa því beðið spenntir eftir að sjá hvernig rík- isstjóminni tækist aö standa sjálf við eigin stefnu. Auövitið kolféll hún á prófinu. Við fyrstu ákvöröun um stórframkvæmd var öUum fínu röksemdunum um að- hald í erlendri skuldasöfnun, arðsemi og ráðdeUd varpað fyrir borð. Með einu pennastriki voru erlendar skuldir íslendinga auknar um 800 miUjónir króna. Ákafinn í fjármuni Bandaríkjanna var slíkur, aö gersam- lega gleymist að nýja flugstöðin bindur Islendingum risavaxna skuldabagga í framtíðinni. Ráðherramir hafa strax í upphafi brotiö aUar grandvaliarreglur um arö- semi og aöhald í erlendri skuldasöfn- un. Þeir geta aldrei framar krafist skilnings hjó almenningi. Þeir hafa sjálfir faUið á fyrsta prófinu. Malbik á hálfan hringveginn — Flugvallaframkvæmdir í 20 árl I umræðum um nýja Keflavíkurflug- stöð hefur græðgin í bandarískt fjár- magn verið aUs ráðandi. Lítið hefur farið fyrir þeirri kvöð, sem Bandaríkin knúðu fram í samningum um flugstöð- ina. Islendingar eiga nefnUega sjálfir að greiöa rúmlega helming aUs kostn- aðar við bygginguna. Kjallarínn Olaf ur Ragnar Grímsson Kostnaðarhlutur okkar sjálfra er risavaxinn á mælikvarða íslenskra framkvæmda. Hann jafngildir hvorki meira né minna en 20 ára framlagi til flugvallagerðar og flugvallarmála á Islandi. Fyrir þau erlendu lán sem rík- isstjórnin ætlar að taka vegna flug- stöðvar á KeflavíkurflugvelU væri hægt að gera umbótabyltingu í flug- málum allrar landsbyggðarinnar. Það sýnir á sérkennUegan hátt gildisvið- horf ráðherranna að monthöll á Kefla- víkurflugveUi skuU hafa forgang fram yfir brýnar úrbætur í öryggismálum og brautargerö flugvaUa um allt Is- land. Ánnar mæUkvarði fæst með saman- burði við vegaframkvæmdir. Það f jór- magn sem Islendingar eiga sjálfir aö leggja fram til flugstöövarinnar mundi duga tU að malbika hálfan hringveg- inn. Hver og einn getur metið hvort hann viU heldur aka á góðu malbiki frá Reykjavik og upp um allan Borgar- fjörð, þaðan áfram norður um heiðar, Húnavatnssýslurnar báðar, gervaUan Skagafjörðinn og tU Akureyrar, áfram um frægar Þingeyjarsýslur og Húsa- vík og aUa leið út ó Langanes — hvort hann viU heldur aka alla þessa leið á glæsilagri malbiksbraut eða reisa monthöU á KeflavíkurflugveUi. Ríkis- stjómin kaus höUina en hafnaöi vega- gerðinni. En vildir þú ekki heldur, les- andi góður, aka á malbUcaðri glæsi- braut frá Reykjavík vestur og norður umalltland? Monthöll Á sama tíma og farþegafjöldi Flug- leiða hefur dottið á fáeinum áram nið- ur í tæp 300 þúsund og Atlantshafsflug- ið berst í bökkum, þykir rflcisstjórninni nauðsynlegt að reisa flugstöð, sem annað getur rúmlega einni mUljón far- þega ó ári. Skuldabagginn, sem bundinn verður í Keflavík, er svo risavaxinn, að nýtan- legt rými byggingarinnar er rúmlega 2/3 af stærð aðalbyggingar de Gaulle- A „Skuldabagginn, sem bundinn verður í ™ Keflavík, er svo risavaxinn, að nýtanlegt rými byggingarinnar er rúmlega 2/3 a£ stærð aðalbyggingar de Gaulle-flugvallarins í París.” y

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.