Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. JULI1983. §purningin Finnst þór mikiil munur að sjónvarpifl sendi út f júlf? VOborg Anna Jóhannesdóttlr húsmóö-! lr: Nei, ég hef mikinn áhuga á þvi að| þeir loki aftur, þaö yröi miklu þægi-, legra. ] Ragnhelöur Erlendsdóttir, vinnur hjá! Brauð hf.: Finnst aö þaö ætti aö loka, þetta er of mikil mötun. Tove Bech, vinnur á Hrafnlstu: Ekki fyrir mig persónulega, ég horfi ekki mikið á sjónvarp. Stefán Bragason sendibQstjéri: Vildi losna viö það f júlí. J6n ’Þorláksson húsasmlöur: Mér finnst þaö mjög jákvætt að hafa það í júlí, þaö er sérstaklega mikill munur fyrir eldra fólk. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Veiðileyfissvipting humarbáta frá Eyjum — dýrt spaug fyrir bæ jarfélagið Lýður Ægisson, 1. vélstjóri á m/b Öfeigi III. VE 325, skrifar: Sex humarbátar frá Eyjum hafa misst humarleyfin fyrir of mikinn fisk í aflanum að mati ráöuneytisins. Okk- ur finnst þetta furðulegt vegna þess að sennilega hefur aldrei verið jafnlítill fiskur meö humrinum og einmitt nú í ár. Hér á árum áður var algengt að bátar væru með 100 til 130 tonn af fiski í aflanum en það hefur dregist saman síðustu árin. Þaö var veiðieftirlits- maöur sem hafði verið í Eyjum í nokkra daga sem hafði gefið Þórði Ey- þórssyni í sjávarútvegsráðuneytinu upplýsingar um aö fiskurinn væri of mikill og hafði deildarstjórinn snör handtök. Mönnum fannst skrítið að bátar frá Homafirði gætu komið í land með 10 tonn af ýsu eftir tveggja daga túr án þess að það raskaöi ró ráðuneytis- manna. En skýring fannst á því: Sjáv- arútvegsráðherrann er Homfirðingur. Eg átti samtal viö Þórð Eyþórsson í ráðuneytinu og spurði hann hvort eitt- hvað væri tii í þessu. Sei, sei. nei. ráð- Lýður Ófeigsson telur veiðileyfis- sviptingu humarbáta frá Eyjum dýrt spaug fyrir Vestmannaeyjabœ. herrannbaðsérstaklega um að vel yrði fylgst með veiðum Homaf jarðarbáta. Eftirlitsmaðurinn stóð í þeirri mein- ingu að hann ætti að fylgjast meö þorski og ýsu í afla humarbátanna en ekki skrapfiski eins og karfa og löngu. Mistökin em án efa hjá deildarstjóran- um sjálfum sem greinilega hefur ekki gefið sér tima til að fara ofan í málin á eðlilegan hátt. Einfaldast hefði veriö að afturkalla leyfissviptingaraar en ráðuneyti er ráöuneyti svo ekki var hægt aö viðurkenna mistökin heldur varð aö bæta gráu ofan á svart með skeyti: „Ráöuneytið heimilar yöur humarveiðar að nýju frá og með 13. júli nk. — Sjávarútvegsráöuneytið.” Sams konar skeyti fengu allir hinir bátarnir og áttu allir aö vera voðalega ánægöir meö þessa lausn en máiið er bara ekki svona einfalt. A.m.k. 4 hum- arbátar em hættir veiðum og segjast ekki taka þátt í svona vitleysu lengur. Hvað kostar svona ákvörðun i pen- ingum? Aö stöðva báta i fjóra daga þýðir 28 úthaldsdaga, eða einn mánuð fyrir einn bát. Aflaverðmæti okkar á Ofeigi IH. var í síðasta mánuði u.þ.b. ein og hálf milljón sem er verð á góðu einbýlishúsi hér i bæ. I landi eru marg- ir sem vinna við aflann og missa sitt, stöðvarnar missa sitt og bæjarfélagiö líka. En að sjálfsögöu mátti ráðuneytið ekki missa andlitið og viðurkenna mis- tökin. Rúsínan í pylsuendanum er samt eft- ir: Ef humarbátur gerist sekur um aö vera meö of mikinn fisk í aflanum missir hann humarveiðileyfið og verð- ur að fara á fiskitroll. ökumaOur er á þvl»0 þeO sé munaOur eO elga blfrelO elns og benslnverOiO ernú. Munaður að eiga bíl ökumaður skrifar: Er ekki eitthvað bogið við þetta? Bensinverðið á Islandi er komið í 21,90 krónur. Ríkið tekur helminginn af því í. skatta og hagnast því ótrúlega þegar einhverjar kostnaðarhækkanir verða hjá oliufélögunum. Viö hverja slíka hækkun eykst hlutur ríkisins því allt er þetta bundiö í prósentum. Nú þegar við eigum Evrópumet í bensínverði finnst mér að það ætti að taka þetta til endurskoöunar. Getur veriö aö ríkisvaldið fylgist ekki nógu vel með kostnaðarhækkunum hjá olíu- félögunum vegna þess hve mikið þaö græðir við hverja hækkun? Okrið er orðið óheyrilegt og það ligg- ur við að það sé munaður að eiga bíl. Drykkjusýki og sam- kynhneigð Asta skrifar: Um daginn fór ég á skemmtistað- inn Safari. Eftir smá rölt um staðinn varð ég fyrir ágangi drukkins manns sem m.a. hellti yfir mig úr vinglasi. Þar sem mig langaði ekki að vera angandi af viskii fór ég út og ákvað aö binda enda á þessa miður skemmtilegu ballferð. Fyrir utan Safari hitti ég tvo snyrtilega og ódmkkna stráka sem komust ekki inn sökum þess aö þeir vom hommar! Þetta finnst mér mjög undarleg stefna hjá eigendum Safari, að hleypa inn dauðadmkknu fólki sem öllum er til ama en loka úti hóp fólks sem ekki hefur rétta kynhneigð að mati eigandans. Er það kannski út af því að alkó- hólismi er viðurkenndur á Islandi en hómósexulalismi ekki? Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka Stúdentaleikhúsinu fyrir gott framlag meö Reykjavíkurblús. ENDURSYNIÐ ÍSLENSKU MYNDIRNAR „Bíó-Petersen” hringdi: Undanfarið hafa birst i dagblööun- um, m.a. á lesendasíðu DV, skrif um kvikmyndaúrval höfuðborgarinnar. Formaður Félags kvikmyndahúsaeig- enda hefur sagt aö kvikmyndahúsin gangi í gegnum eitt erfiöasta skeið í sögunni. Vont er til þess aö vita og því vil ég koma með eina uppástungu. Á miðju sumri em flestallir þeir námsmenn heima sem dvelja vetur- langt austan og vestan Atlantsála. I minum kunningjahópi em margir sem voru illa fjarri góðu gamni er íslensku myndirnar voru frumsýndar í vetur. Því sting ég hér með upp á því að kvikmyndahúsin endursýni Húsið, Meö allt á hreinu og A hjara veraldar. Eg er viss um aö það myndi skila slatta i kassa kvikmyndahúsanna. Auk þess er ég orðinn æði þreyttur á að endursegja efni þeirra forvitnum mönnum sem misst hafa af þeim! „Bló-Petersen" telur þeO helllaréO eO endursýne Islensku myndlmar sem frumsýndar voru í vetur. Úr mynd Kristlnar Jóhannesdóttur, Á hjara veraldar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.