Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Side 33
DV. MIÐVKUDAGUR 20. JULI1983. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið FOLSUN Fólk er nú misviðkvæmt fyrir því að minnst sé á aldur þess, og margir reyna iöulega aö ljúga til um aldur sinn séu þeir spurðir. Algrófasta lygin af þessari sort sem heyrst hefur í seinni tíð, skall á mönnum nú fyrir skömmu þegar Nancy Reagan hélt upp á 60 ára afmæliö sitt með pomp og pragt. Forsetafrúin bauð í heljarmikið gildi og mættu um hundrað vinir og vandamenn á búgarö þeirra í Santa Barbara í Kalifomíu. En máliö er bara það, og hér kemur bomban, að kella hélt upp á 60 ára afmæli sitt á nákvæm- lega sama stað fynr tveim árum síðan! Glöggir menn voru ekki lengi að hafa upp á fæðingarvottorði hennar og mikið rétt, Nancy hefði átt að halda upp á 62 ára afmæli sitt á þessu ári, og hananú. Slakað 6 eftir að Austfjaröabúar hafa verið toknir i kennslustund. LandsHðskempur frá vinstri: Ema LúOviksdóttir, Magnsa Magnúsdóttir, GuOriöur Guðjónsdóttir og Katrin Eiriksdóttir. Knattspymulandslið kvenna í hvfld Islenska kvennaiandsliðið i knatt- spymu brá sér í keppnisferðaustur á land fyrir skömmu. Var á Eiðum haldinn Sumarhátíð U.I.A. og léku stúlkurnar þar tvo leiki. Annar leik- urinn víð Þrótt, Neskaupstaö, sem er þriðjudeildarlið karia, og virðist sem stúlkumar í landsliðinu hafi eitthvað verið að spara sig í þeim leik og ekki viljað níðast á Þrótturunum því leiknum lyktaði að- eins með jafntefli 2—2. Ekki var landsliðið neitt að dóla þegar þær mættu Austurlandsúrvali kvenna i knattspymu, þar var gengið rösk- lega til verks og úrvalið hakkað nið- ur, því leikar foru 4—0. Eftir þessa keppnishrinu þótti alveg tilvalið að bregöa sér í sólbað, þvi eins og allir vita þá skín sól alstaöar annars staðar en á suðvesturhominu. Ferð þessi var liður í undirbúningi fyrir Þmdsleik við Noreg 30. júlí og er þess að vænta að þær verði í góðu f ormi er þar að kemur. SLS DV-Myndlr J.H. r „Eg með mínum og þú með þinni” Hin frægu fyrrverandi hjón Burton og Taylor hafa eins og kunnugt er leikið saman i leikriti á Broadway nú um nokkurt skeið. Enn sem komiO er hefur ekkert borið á sam- drætti þeim sem slúðurkjamsarar spáðu svo fjáigiega er sýningar hófust. Þau gömlu eru ennþá i sundur og því til staðfestingar birtum við þessa mynd sem tekin var baksviðs að aflokinni sýningu fyrir nokkru síðan. Er þetta ekta sátta- og samlyndismynd og þrátt fyrir að kunnugir hafi grannskoðað hana, þá hefur ekki fundist neitt á henni sem gœti verið efni i kjafta- sögu. lítur undan tiiiiti hennar Hay Sunday sinnar. Krimmktn sjátfur Issei Sagawa. Matur er manns- ins megin Maður hefur nú heyrt að París sé uppáhaldsstaöur matmanna og sæl- kera, en þessi litla saga, sem slæddist inn á borð, fær mann alveg til að missa Iystina, í bili. Maður er nefndur Issei Sagawa og er hann 33 ára Japani. Hann var til skamms tíma búsettur I París, og lenti hann I því að vinna voðaverk, nefnilega að verða vinkonu sinni að bana. Það eitt sér hefði verið nógu hroðalegt, en hann Issei bætti um betur, eða verr, hlutaði líkið í sundur, borðaði bestu bitana og eins og hyggin húsmóðir frysti hann hinar leif- amar til brúks seinna meir. En sem betur fer var það ein máltið sem Issei kláraði ekki, þvi hann var blessunar- lega gómaður og nokkuð skiljanlega látin gangast undir geðrannsókn. Það ætti ekki að koma neinum á óvart aö Issei dvelur, um þessar mundir og von- andi um alia framtíð, á geðsjúkrahúsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.