Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 23. JULI1983. Sigurvegarinn í sparakstrinum: Eyddi 4,67 á hundraöid Dómari Sparaksturskeppni DV og Vikunnar hefur nú gefið út niður- stöðutölur yfir bensíneyöslu kepp- enda á hringveginum. Gísli Jónsson eyddi að meðaltali 4,67 lítrum á hundraðið en mótherji hans, Kristín Birna Gaiðarsdóttir, 4,69 á hundraöið. Mjótt var því á mununum. Þau Gísli og Kristín óku samtals 1449 kilómetra en við útreikninga var kaflanum Akureyri - Blönduós sleppt, en á þeim kafla lentu sumar- búnir bílamir skyndilega í ískulda sem olli ísingu í blöndungum, og þar með óeðlilegri eyðslu. Á 1303,1 km eyddi Gísli 60,85 litrum, eða 4,67 á 100 km. Kristín eyddi 61,13 lítrum á sömu vegalengd, eða 4,69 lítrum á 100 km. Eyðsla keppenda á getraunaáföng- unumvarþannig: Reykjavík—Selfoss 3 Reykjavík—Vík 10,75 Reykjavík—Höfn 22,60 Reykjavík—Egilsstaðir 35,53 Egilsstaöir—Akureyri 14,36 Akureyri—Reykjavík 17,79 Blönduós—Reykjavík 10,96 Borgames—Reykjavík 4,86 Vegleg verðlaunagetraun var sam- hliða sparaksturskeppninni og rann skilafrestur út miðvikudaginn 20. júlí. Dregiö verður úr réttum lausn- umeftirhelgi. 5 Kappkostað var að gæta fyllstu ná- kvæmni í sparaksturskeppninni. TU dæmis var bílunum ýtt að bensín- tönkunum. Clafur Kjartansson ýtir bil Gísla Jónssonar en Sigurður G. Tómasson og Jón Ásgeir Sigurðsson seUast i bensinslönguna. DV-mynd: ÁrniSnævarr. BaldurKE: SKIPSTJÓRAHATTINN MÁ ALDREIÞVO Frá Heiðari Baldurssyni, fréttaritara DVíKeflavík: Baldur KE 97 var að landa þegar ég var á ferðinni niðri við Keflavíkurhöfn í fréttaleit á miðvikudagskvöldið. Ég hoppaði um borð og tók skipstjórann, Kristján Ingibergsson, tali. Hann sagði mér að þeir væru á dragnótaveiðum og hefðu byrjað þann 15. júlí. Væm þeir búnir að fara 4 róðra og komnir með 47 tonn. Aflinn er eingöngu koli og lúða og er hann lagöur upp hjá Sjöstjömunni hf. í Njarðvík. Kristján sagði að þeir færu út á miUi 5 og 6 á morgnana og væm búnir að landa um tíuleytið á kvöldin. Auk Baldurs era 2 aðrir bátar á dragnótaveiðum, þeir Ægir Jóhanns- son ÞH og Reykjaborg RE, en aUs hafa 7 bátar leyfi til þessara veiða og gildir það tU 1. október. Baldur KE 97 er 40 tonn og með 5 manna áhöfn. Kristján skipstjóri er með hatt einn mikinn sem hann tekur aldrei ofan úti á sjó. Hatt- inn má aldrei þvo því þá verður ekkert fiskirí. -JBH. <0 Bátsverjar á Baldri við löndun í Kefla- vík. Hattur skipstjóra ber þess merki að hafa ekki oft farið í hreinsun. Það breytir þó ekki miklu, meiru skiptir að fisklríið sé gott. DV-mynd: Hciðar Sigurðsson. Skuldbreytingarlán: Umsóknar- frestur til 30. ágúst Bankar og sparisjóðir munu gefa þeim kost á skuldbreytingarláni sem fengiö hafa lán hjá þessum stofnunum, vegna byggingar eða kaupa á húsnæði, sl. 2—3 ár, svo sem f ram hefur komið. Eyðublöð fyrir umsóknir um slík skuldbreytingarlán munu liggja frammi á afgreiðslum banka og sparisjóða frá og með þriðjudegin- um 26. júlí. Sama dag mun birtast auglýsing um lánin. Umsóknar- frestur er til 31. ágúst nk. Flugmála- félagið með hátíð á Hellu Flugmálafélag Islands heldur hátíð ó Hellu nú um helgina. Fjöl- breytt dagskrá verður báöa dag- ana og má nefna ýmis flugsýning- aratriði, svo sem listflug, svifflug, módelflug og fallhlífarstökk. Þá munu aðildarfélög Flugmálafé- lagsins kynna starfsemi sína á sunnudeginum. Hátíö þessa átti að halda í júní en var frestað vegna veðurs. Hátíðin, sem er fyrir alla fjölskylduna, hefst kl. 15 á Hellu- flugvelli. -ELA. Norræna húsið á sunnudag: Blandaðurkór f rá Stavanger með tónleika — fluttirverða bar- áttusöngvarfrá ýmsum löndum Blandaður kór frá Stavanger í Noregi heldur tónleika í Norræna húsinu sunnudaginn 24. júli klukkan 17.00. Kór þessi, SosiaÚst- isk kor, var stofnaður haustiö 1978 og flytur hann baráttusöngva víös vegar að úr heiminum. Stjómandi er Geirtmd Odden. I hópnum sem hingað kemur eru 20—25 söngvar- ar. Korinn kemur hingaö í sam- vinnu við Tónlistarsamband alþýðu, TONAL. Sosialistisk kor, svo og TONAL, em aðilar aö norrænu tónlistar- sambandi, Nordisk arbeider sang- er og musikerforbund, NASOM. Er þetta í fyrsta sinn sem kór úr þessu sambandi heimsækir okkur en TÖNAL hefur tvivegis tekið þátt í norrænum mótum á vegum NASOM, í Osló 1977 og Pori í Finn- landi 1982. -JBH. Leiðrétting umafslátt I frétt DV á föstudag af afslætti á flugi hjá Amarflugi kom ekki fram að umræddur afsláttur ó aðeins við um innanlandsflug en ekki flug milli landa. Rétt liggur málið þannig að Arnarflug veitir far- þegum sínum, sem kaupa miða fram og til baka innanlands, 10 prósent afslátt af heildarverði. Svo er beðist velvirðingar á þessum mistökum. -óm. Veitum faglegar ráöleggingar um Val og meöferö AQUASEAL-efna. LEKAOG RAKAMEÐ ST ST0P V 'PPID! ■ Gerum verðtilboö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.