Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 23. JULI1983. 9 Reagan og Mð-Amerðka: Leynilter — hafnbann — landiganga Athyglin hefur síöustu daga beinzt að álviðræðunum við Svisslendinga. Viðskipti smáþjóðar við útlendinga hljóta að vera flókin. Forðast verður að byggja á slagorðum. Við höfum oft látið útlendinga plata okkur. En við þurfum sannar- lega á þeim að halda. Orkuvinnsla og stóriðja hljóta að verða afl hlutanna, ef við eigum að bæta lífskjör okkar. Margar smáþjóðir hafa orðið ofurseldar valdi útlendinga. Við skiptum okkur í vamarkerfi vestrænna ríkja og höfum þar haldið reisn okkar. Við getum haft í fullu tré við erlend fyrirtæki, þótt þau aðstoði okkur við uppbyggingu stóriðju, ef við veljum. En jafnframt veröum við að fylgjast vel með í alþjóðamálum. — Ætlunin í þessum pistli er að fjalla um milliríkjavandamál, sem fæstir munu enn átta sig á — atferli Reag- an-stjórnarinnar í Mið-Ameríku. Islendingar ættu að gera sér grein fyrir, að Reagan Bandaríkjaforseti stendur fyrir „leynilegu stríði” í Mið-Ameríku. Bandaríkin styðja uppreisnarmenn, sem ráðast frá rík- inu Honduras inn í Nicaragua. Svo ótt og títt sveiflar Reagan og hans menn sveröinu, að óttast má, að hið leynda stríð kunni brátt að verða op- ið. Enn vona menn þó, að samninga- viðræður gætu orðið. Bandaríkjamenn segja með réttu, að Mið-Ameríka sé við túnfótinn hjá sér. Þeir stuðla að viðgangi ofbeldis- stjórnar hægri manna í E1 Salvador, eins og flestum er kunnugt. Skærulið- ar vinstri manna og fleiri lýðræðis- sinna í E1 Salvador kunna að herða sóknina. Bandaríkjamenn halda því fram, að þeir fái meðal annars vopn frá Nicaragua. Ekki kommúnistar — enn Bandaríkjamenn fóru með Nicaragua sem lén sitt árin 1912 til 1933. 1 langan tíma þar á eftir stýrðu Bandaríkjamenn Nicaragua með fulltingi forherts fasistísks einræðis- herra, Somoza, eða á árunum 1934— 1979. Þá var einræðisherranum steypt. Við tók stjórn svokallaöra sandinista, sem hallast til vinstri. Þeir njóta stuðnings þorra þeirra, sem voru andvígir Somoza einræðis- herra. Sandinistar eru ékki kommúnistar — að minnsta kosti ekkiennþá. Mikil breyting varð á afstöðu Bandarík jastjórnar til einræðisherra víða um heim, þegar Carter féll og Reagantókvið. Carter aöhylltist „mannúðar- stefnu”. Carter var í öðru ekki mað- ur mikilla sæva. En stefna hans, að beita sér fyrir mannréttindum víða um heim, var væntanlega vænlegri en stefnan, sem síðan er fylgt, auk þess sem hún er að sjálfsögðu geðs- legri okkur Islendingum, sem leggj- um áherzlu á lýðréttindi. Það var strax ljóst, að Reagan taldi Carter of „veikan” gagnvart kommúnistum í stefnu sinni. Strax á kjördag vissu menn, að nýi forsetinn mundi snúa við blaðinu. Reknir í fang kommúnista Vestrænir menn geta eðlilega verið hræddir við valdakerfi Rússa og vilja viðbúnað til að knýja Rússa til samninga. En óttinn við kommúnismann má ekki ganga svo langt, aö öllu sé til fómaö. Ofstæki sumra Bandaríkjamanna gegn stjórn eins og þeirri, sem nú ríkir í Nicaragua, keyrir um þverbak. Auk þess er hættan við stuðning við ein- ræðisöfl hægri manna sú, að sú stefna beinlínis reki andstæðinga einræðisherranna í fang kommún- ista. Líklega gerðist það á Kúbu á sínum tíma. Castro naut lengi stuðn- ings í ýmsum bandarískum fjölmiðl- um, þegar hann barðist gegn einræð- is-fasistanum Batista. Kannski væri Castro enn bara sérvitringur á vinstri kanti en ekki leppur Rússa eins og nú er, hefði Bandaríkjastjórn ekki hamast svo gegn honum sem raun varð. Rök eru fyrir því, að stjórnin í Washington hafi rekið Castro í faðm Sovétmanna. Hann gat ekkert annaö farið. Reagan kann enn að reka stjórnina í Nicargua í fang Rússa. Stuðningur Bandaríkjastjómar við brúna einræðisherra magnar andstöðu viökomandi þjóða gegn Bandaríkjunum. Langt er frá, að grísk alþýöa hafi fyrirgefið Banda- ríkjamönnum, hvernig stjórnin í Washington studdi lengi við bakið á herforingjum, þegar þeir drottnuðu í Aþenu. Svo má finna dæmi úti um allan heim. Reagan forseti gerist æ hvassari í atlögu sinni gegn stjóminni í Nicara- gua. Stuöningsmenn á hann marga heima fyrir. „Hættum á stríð" Dálkahöfundur bandarísks blaðs sagði nýverið: 1 Nicaragua er komúnískt einræði, sem flytur út byltingu. Það tæki eldflaug með kjarnorkusprengju aðeins fimm mínútur að komast til Bandaríkj- annaþaðan.” „Ætla Bandaríkin aö bíöa átekta, unz eldflaugum hefur verið komið fyrir í Nicaragua, þegar Sovétmenn nýta sérnýjastaleppríkisitt?” „Kannski bíðum við ekki alveg svo lengi. Kannski hættum viö á strið með hefðbundnum vopnum, þar sem við neyðumst til að svara óþolandi hernaðaruppbyggingu, sem Kúbu- menn, Líbýumenn og Palestínuar- abar hafa staöið fyrir. ’ ’ Og Jeane Kirkpatrick, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, segir: „Erum við í þeirri stöðu, að skæruliðar, sem berjast til að koma á kommúnískri ríkisstjóm, geti reitt sig á stuðning allrar Sovét- blokkarinnar, en uppreisnarmenn, sem ber jast gegn kommúnistastjóm, geti ekki reitt sig á stuðning neins? ” Meðan Reagan segist ekki „gera neitt til að reyna að steypa stjórninni í Nicaragua”, viðurkenna banda- rískir fjölmiðlar, að Reaganstjórnin haldi uppi hermönnum uppreisnar- manna Somoza veldisins. Líklega eru sjö þúsund hermenn þjálfaðir á vegum Bandaríkjastjómar, af þeim, sem ráöist hafa inn í Nicaragua frá Honduras. Fréttir síðustu daga greina frá ýmsum aðgerðum Reagans.. Hafnbann oft Stjórn sandinista í Nicaragua lagði fyrir nokkmm dögum fram friðartillögur, þar sem hvatt var til friðarsáttmála milli Nicaragua og Honduras og að stríðsaðilar legðu niðurvopn. Reagan sendi flotadeild átta skips til Mið-Ameríku „til áherzlu” stefni sinni. Flotadeildin á aö æfa sig í hugsanlegu hafnbanni á þau rík (Nicaragua), sem ekki styðjí Bandaríkin. Talið er, að 4—5 þúsund banda rískir hermenn muni á næstunni fart í heræfingar í Honduras. Banda rikjaforseti skekur því mjög brand inn um þessar mundir. Þá hefur Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra, verið dreginn fram að nýju. Hann verður formaður nefndar á vegum Reagans, sem á að finna leiðir til að tryggja bandaríska hagsmuni í Mið-Ameríku. Margir hafa ýmislegt við Kissing- er að athuga í því máli. Hann er um margt hæfur maður en klúöraði þó á sínum valdatíma meöal annars Víetnammálinu. Þaö er eitur í bein- um þeirra Bandaríkjamanna, sem óttast, að Bandaríkin flækist í „nýtt Víetnamævintýri” í Mið-Ameríku, að þessi Víetnamjaxl komi nú til áhrifa íþeimefnum. Nú skyldi enginn halda að einhuga þjóð standi að baki Reagan í þessu máli. Bandaríkjamenn muna enn fómir og háðung Víetnamstríðsins. Þyngst- ur fyrir Bandaríkin varð sá klofning- ur, sem Víetnamstríðið olli innbyrðis hjá þjóðinni. Auk þess fór svo, að Víetnam tapaðist í hendur kommún- ista — þrátt f yrir allt. Bandaríkin em ekki óvön að skipta sér af málum Rómönsku Ameríku. Þau hafa áður stutt brúna einræðisherra til valda, ýmist beint með fulltingi stjórnarinnar í Was- hington eða fyrir tilstyrk auðhringa í Bandaríkjunum. Bandaríkin bera mikla ábyrgð á uppgangi fasistískra einræðisstjórna víða um Rómönsku Ameríku. Til er Monroe-kenning um, að Rómanska Ameríka skuli ævarandi vera bandarískt áhrifasvæði ef ekki yfirráðsvæði. Hermdarverkamenn kostaðir af bandarískum skattborgurum Þeir bandariskir áhrifamenn, |iist ÍIIÍll II Haukur Helgason adstodarritstjóri sem nú mótmæla stefnu Regans há- stöfum, vita, að hann er til alls vis, ef styðja þarf við bakið á sumum þeim hægri einræðissinnum, sem segjast berjast viö kommúnista. Bandaríski þingmaðurinn Berkley Bedell sagði: „Ef bandarísk alþýða gæti rætt við alþýðu manna í Nicaragua, þar sem konur og börn hafa að ósekju oröið fyrir mannránum, pyntingum og morðum hermdarverkamanna, sem bandarískir skattgreiðendur halda úti með f járframlögum, — þá mundi bandarísk alþýða krefjast þess, að endi yrði þegar í stað bundinn á þessiglæpaverk.” „Leyniher” Reagans er ekki lengur hulinn. Fjölmiðlar í Banda- ríkjunum og annars staðar hafa flett ofanaf honpm. Takist leyniher Reagans ekki brátt að fella stjórnina í Nicaragua og eflist skæruliðar vinstri manna í E1 Salvador, getur sem hægast kom- ið til hafnbanns á vegum Banda- ríkjastjórnar — og er þá skammt í landgöngu bandarískra sjóliða á þessum slóðum. „Meira sólskin" Jafnvel hinar auðugustu þjóðir eins og Bandaríkjamenn hafa viö al- varlegri vanda að glíma en við. Þó þykir okkur nóg um okkar vanda, skerðingu líf skjara og of kalt sumar. Þessi júlí verður kannski hinn kaldasti á öldinni í Reykjavík. Reynsla okkar hefur sýnt, aö margir Islendingar, lærðir sem leik- ir, íhuga, hvort ekki sé rétt aö flytj- ast til einhvers annars lands, þegar aö kreppir hér heima. Landflótti var töluverður 1967— 69, þegar að þrengdi í efnahagsmál- um. Víða annars staðar er meiri sól, en... . Haukur Helgason. Islendingar og SvUslendlngar hafa sfðustu tvo daga átt í álviðræðum. Vlð getum haft f fullu tré vfð! útlendlnga... DV-myndir Bj. Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.