Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 23. JULI1983. n Það er verið aö múra Arnarhvál. Þetta áratugagamla aðsetur flestra ráðuneyta stjórnarráðsins hefur veriö til viögerðar undanfarin misseri. Það var hætt að halda veðri og vindum. Frá Arnahóli má sjá hvernig skelja- sandinum hefur verið sópað af stórum blettum hússins. Menn uppi á stillöns- um eru að þétta kápuna og síöan verð- ur hún skeljuð á ný. Húsið verður blett- ótt á eftir, jafnvel lengi á eftir, á með- an nýja skelin veðrast með sama hætti og sú gamla veöraðist á sinum tíma. Inni, á götuhæðinni næst Amarhóli, er líka verið að múra. Það er annars konar múrverk. Menn velta því stöð- ugt fyrir sér hvort ríkissjóður í hand- raöa f jármálaráðherra sé múraður og þá nógu múraður. Hann þarf ef vel á að vera aö vera fullur af fé til þess að standa undir hinni svokölluöu samneyslu þjóðarinnar. Vantar þúsund milljónir „Nei, rikissjóður er sannarlega ekki múraður eins og nú er ástatt. Við skulduðum Seölabankanum 1.600— 1.700 milljónir þegar ríkisstjórnin tók við. Sú skuld stendur enn. Við getum ekki gert okkur vonir um aö hún lækki fyrir áramót nema niður í svo sem breyta öllu í einu vetfangi. I næstu viku byrjar ríkisstjómin að ræða drög að stefnu komandi árs i launamálum, skattamálum, gengismálum og öðrum höfuðþáttum í ríkis- og þjóðarbúskapn- um. Við verðum að taka tillit til stööu mála nú í því sambandi. Orlausn vand- ans verður aö dreifa á fleiri en þetta ár, þaðeralvegljóst. Einn liður í þessu er að ganga skipu- lega á allt heila ríkiskerfið og leggja niður óþarfa starfsemi, sameina þar sem það á við og selja stofnanir og hluti ríkisins í fyrirtækjum.” Ekkertgert med ágreiningi Er þessi fræga söluskrá tilbúin? „Það liggur fyrir listi yfir allar hugs- anlegar stofnanir og öll fyrirtæki sem til greina kemur að selja. Hann er nú til athugunar hjá samráðherrum mín- um. Eg mun síöan byrja eftir helgina að ræða við þá hvern af öðrum og láta reyna á það hvar samstaða næst um að selja. Það verður ekkert gert í þessum málum með ágreiningi. Síöan veröur væntanlega fjallað um þetta í ríkisstjórn og í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það sem endanlega verður til sölu af minni hálfu fer fyrir Alþingi í fnunvarpsformi, væntanlega fljótt eftir að þing kemur saman í „ÞJÓNUSTA SfS SELDI MÉR BÍLINN" Hvers vegna aka boðberar einkaframtaksins, fjár- málaráðherrann og borgarstjórinn í Reykjavík, á drossíum frá Sambandinu? Albert: Ég hef átt marga bíla frá General Motors, sem framleiða frábæra bíla að mfnum dómi. Það er þó þjónustan hjá Véladeild SÍS sem hefur ráðið úrslitum. Hún hefur verið óaðfinnanleg. Eiginlega má segja aö þjónusta SÍS hafi selt mér bíl- inn. Ég veit ekki um Davíð. Hann spurði mig hvern- ig mér líkaði viö minn bíl. Og ég sagöi honum þetta. Það hefur ef til vill ráðið einhverju um hans val. hef mikla trú á því að margs konar rekstur verði blómlegri í höndum einkaaöila en ríkisins eða hins opin- bera. En auðvitað er það forsenda að atvinnulífinu almennt séu búin eðlileg rekstrarskilyrði. Fyrir því ætla ég að berjast.” Samvinnuhregf- ingin mikilvœg Þú talar um einkaaðila, þá væntan- lega einkarekstur. En hver er afstaða þín til samvinnureksturs og hvað hefurðu sérstaklega gert fyrir hann síðan þú settist i stól fjármálaráðherra sem imprað var á í einu dagblaðanna? „Það var nú raunar rangt eftir mér haft í Tímanum að ég hefði gert eitt- hvað sérstaklega fyrir samvinnuhreyf- inguna eða kaupfélögin. Eg var að svara því hvernig ég myndi bregðast við ef aðrir leituðu til mín með erindi og þá var verið að ræða um Tívolímál- ið. Eg sagöi að ég tæki öllum eins og skoðaöi þeirra mál og nefndi sam- vinnuhreyfinguna sem dæmi af handa- hófi. Um hana er það annaö að segja að hún er í mínum augum mikilvæg í þjóð- félaginu. Aftur á móti á hún ekki að njóta neinna sérréttinda, alls engra. Og það finnst mörgum samvinnuhreyf- ingin orðin helst til stórt bákn; ég er ekki frá því aö svo sé.” Eins og hag- sgn húsmóðir Akveðin ummæli mín um að skera niður ríkisrekstur og draga saman seglin eru af mörgum túlkuð þannig að þú eða ríkisstjórnin öll stefni að stór- skerðingu opinberrar þjónustu. Og kvennalistakonur mótmæla því að þú kennir niðurskurö á fé Lánasjóðs námsmanna við kjörorð þeirra um stefnu hinnar hagsýnu húsmóöur. „Hlýtur ekki hver maður að skilja það, sem lítur í eigin barm, að ríkis- sjóður getur ekki greitt meira en í hann kemur. Það er ekki hægt að lifa lengi á lánum og lán verður að endur- greiða. Á þeirri braut voru menn þegar komnir á ystu nöf þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Þá eru þeir mögu- leikar eftir að auka tekjur rikissjóðs með hækkuðum sköttum eöa að skera niður útgjöldin. Eg mun ekki standa fyrir skattahækkunum verði með nokkru móti komist hjá þeim, fólkið á sjálft að hafa sem mest af sínu fé til eigin ráðstöfunar. Niðurskurðurinn er sú leið sem ég vil fara og sem verður að fara. Eg ætla mér að ganga hart fram í því efni en þó þannig að það valdi sem allra minnstri röskun gagn- vart vinnu fólks og þeirri þjónustu sem umeraöræða. Það er mjög ákveðið i mínum huga að hægt sé að koma mörgu betur fyrir hjá ríkinu en gert er og innan ríkis- „LIFI A MJÚLK OG KEXI" Þú hefur leikið hlutverk gestgjafa á sælkera- kvöldi og sumum þykir þú matarlegur í vextinum. Ertu alltaf að borða veislumat? Albert: Nei, nei (og hlær sínum létta hlátri). Þetta með vöxtinn fór svona þegar ég hætti í atvinnuknatt- spyrnunni. Ég var eiginlega að storka þeim sem höfðu árum saman talið ofan í mig hvað og hve mik- ið ég boröaði. Annars er ég alæta, næstum því. En auðvitað man maður þaö ef boðist hefur sérstaklega góður matur. Og hjá okkur hjónunum sér konan um þá hliö, þegar þaö á við. En þegar hún er ekki heima, hún skilur raunar alltaf eftir ísskápinn fullan af mat, er mjólkin það eina sem ég tek þaðan út. Þá lifi ég bara á mjólk og kexi. milljarð, þúsund milljónir. En það er sú upphæð sem mun líklega verða hall- inn á ríkissjóöi eftir árið.” Þetta segir fjármálaráðherrann, Albert Guðmundsson, þegar við höfum sest að spjalli í ráöherraherberginu, um ástandið og horfurnar, draumana og áformin um framvindu í rikisbú- skapnum — og ögn um þennan nafn- togaða Albert sem verður sextugur í haust. En nú átti að verða 17 milljóna tekju- afgangur samkvæmt fjárlögunum.. . segi ég, minnugur umræðna á Alþingi í vetur. „Já,” svarar hann, „en fyrrverandi ríkisstjórn reiknaði með 42% verðlags- hækkunum milli áranna 1982 og 1983. Horfurnar eru þær að hækkanirnar verði 87%. Og þær hefðu raunar orðið 104% ef við hefðum e'.dci gripið til ráð- stafana í efnahagsmálum. Auk þess voru stórgöt í vegalögum og varöandi Lánasjóð námsmanna. Þetta setur auövitað strik í reikninginn. Tekjur f járlaganna verða líklega um 15 millj- arðar í stað 13 en gjöldin nálægt 16 milljörðumístaðinnfyrirtæpa 13.” Kegrum kostn- aðinn niður Hvar á að taka mismuninn? I nýjum sköttum? Eða með stórfelldum sam- drætti í ríkisbúskapnum? „Fyrst um sinn er það eitt aðalverk- efni mitt að keyra allan kostnað í rikis- rekstrinum niður. Það er staöið gegn öllum óskum um aukafjárveitingar. Og ég læt kanna alla hugsanlega mögu- leika til sparnaðar og frestunar á út- gjöldum. Það er hins vegar ekki hægt að ger- haust. Þaö verður þannig varla fyrr en eftir áramót, sem sala hefst að marki.” Kaupin gerð áhugaverð En áttu von á miklum almennum áhuga á að kaupa rekstur eða hluta af rekstri ríkisins? „Já, vissulega, hann hefur þegar sýnt sig og það liggja fyrir óskir um viðræður varðandi ýmislegt af þessu. Hins vegar lit ég svo á að það eigi að gefa almenningi miklu betri tækifæri til beinnar þátttöku í atvinnulífinu. Ég mun beita mér fyrir því jafnhliða aö skattalögum verði breytt þannig að hlutafjáreign og arður verði skatt- frjáls með sama hætti og sparifé er skattfrjálstnú.” Legsir hluta afvandanum Áttu jafnvel von á að þessi sölustarf- semi dragi langt á móti þessum þús- und milljónum, sem vanta mun í ríkis- kassann á árinu? „Já, þaö er vel til í dæminu ef vel tekst tU. Stofnanirnar og fyrirtækin sem ríkið á ýmist eitt eða að hluta og til greina kemur að selja eru hátt í eitt hundrað. Margt af þessu er vel seljan- legt og ég býst við verulegu söluand- virði í kassann. Satt að segja lít ég svo á að þessar fyrirætlanir geti hresst hag ríkissjóðs mikið á fleiri en einn veg. Bæði með því að laga stöðu hans nú og eins með því að gefa honum meiri framtíðartekjur en hægt er að búast við að óbreyttu. Ée

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.